Morgunblaðið - 13.06.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JUNI 1991
19
fastanefndir eru starfandi og má þar
nefna ráðgjafanefndina og þing-
mannanefndina. Allar nefndir innan
EFTA eru einungis ráðgjafar EFTA-
ráðsins vegna þess að það eitt getur
tekið endanlegar ákvarðanir.
Ákvarðanir EFTA-ráðsins hafa
ekkert gildi gagnvart aðildarríki
nema stjómvöld þess ríkis fullgildi
þær. EFTA hefur þar af leiðandi
ekki yfirþjóðlegt vald eins og EB en
aðildarríkin hafa skyldum að gegna
gagnvart hvert öðru.
EFTA hefur fengið nýtt og erfítt
verkefni. Samtökin munu nú beita
öllum kröftum sínum í að starfa sem
samnings- og samvinnuaðili við EB.
EFTA-ríkin ætla að láta á það reyna
hve langt þau geta náð í samningum
við EB án þess að þau gerist meðlim-
ir bandalagsins.
Samskipti EB og EFTA
Árið 1973 gekk í gildi samningur
milli EB og EFTA-ríkjanna um frí-
verslun með iðnaðarvörur. Tollar og
innflutningshömlur á iðnaðarvörum
voru að fullu afnumin í viðskiptum
allra ríkjanna átján.
Sameiginlegur fundur ráðherra
beggja bandalaganna var haldinn í
Lúxemborg árið 1984. Þar var sam-
þykkt að taka upp samstarf á fleiri
sviðum en fríverslunarsamningurinn
náði til, s.s. á sviði vísinda, tækni,
umhverfismála, iðnaðar og gjaldeyr-
ismála. Yfirlýsing var samþykkt þar
sem látinn var í ljós sameiginlegur
pólitískur vilji til aukins samstarfs
EB og EFTA. Þessi fundur markaði
þáttaskil í samskiptum EB og EFTA.
í ársbyijun 1993 er stefnt að því
að koma á fót evrópsku efnahags-
svæði, EES, sem á að ná til ríkjanna
átján sem eru aðilar að EB og EFTA.
Innan EES verður byggt á lögum,
reglugerðum og samþykktum EB
sem fela m.a. í sér frelsi íbúa aðildar-
ríkjanna til að stofna fyrirtæki hvar
sem er á EES-svæðinu og nýr dóm-
stóll mun hafa æðsta úrskurðarvald
í deilumálum innan EES. Fullu frelsi
verður komið á milli EB og EFTA-
ríkjanna í vöruviðskiptum, fjár-
magns- og þjónustuviðskiptum og
hvað varðar atvinnu- og búseturétt.
Deilur standa nú yfir á milli EB
og EFTA um hvernig landbúnaðar-
og sjávarútvegsmálum verði háttað
ef til stofnunar EES kemur. Einnig
er deilt um það hvort EFTA-ríkin
fái fulltrúa sína í nefndir EB og
hvort þau fái jafnan rétt til frum-
kvæðis og ákvarðanatöku og EB-rík-
in.
Staða íslands
Þegar EFTA var stofnað töldu
íslendingar ekki að þeir hefðu mikið
til EFTA að sækja vegna lítils út-
flutnings á iðnaðarvörum. Sá út-
flutningur jókst þó jafnt og þétt og
árið 1968 sóttu Islendingar um aðild
að EFTA sem varð að veruleika 1.
mars 1970. Um leið og íslendingar
urðu aðilar að EFTA hófu þeir bar-
áttu fyrir því að fríverslun yrði einn-
ig komið á fót með sjávarafurðir.
Sú barátta bar árangur. 1. júní 1990
tók gildi fríverslunarsamningur á
milli EFTA-ríkjanna með sjávaraf-
urðir.
íslendingar hafa eins og öll hin
EFTA-ríkin gert samning við EB.
Sá samningur nær til fríverslunar
með iðnvarning og ákveðinn hluta
sjávarafurða. I ljósi þess hve mikill
hluti útflutnings íslendinga á sjáv-
arafurðum fer til EB-ríkja (63% árið
1988) sést að það er mjög mikilvægt
fyrir þjóðina að koma á fríverslunar-
samningi við EB með allar sjávaraf-
urðir. íslensk sjávarútvegsfyrirtæki
verða að vera samkeppnisfær á er-
lendum mörkuðum og því verður að
vinna markvisst að samkomulagi við
EB. Stjórnvöld hér á landi verða
einnig að vinna að bættum rekstrar-
skilyrðum atvinnulífsins eins og
skattlagningu, gjaldeyrismálum og
fyrirtækjalöggjöf þannig að þau
verði sambærileg rekstrarskilyrðum
í nágrannalöndum okkar í Evrópu.
íslendingar hljóta að spyija sig
að því hvort samningurinn um EES
muni tryggja nægilega efnahagslega
og pólitíska stöðu íslands í evrópsku
samfélagi. Greiður aðgangur að fisk-
mörkuðum skiptir þar höfuðmáli en
er þó ekki eini ávinningurinn sem
við getum haft af EES. Það eitt að
íslenskt atvinnulíf starfaði á sameig-
inlegum markaði gerði sjávarútveg-
inum gott með fjölbreyttari og ódýr-
ari banka- og tryggingaþjónustu.
Það er hagur íslensks sjávarútvegs
og iðnaðar að sem flestar greinar
atvinnulífsins taki þátt í erlendri
samkeppni og njóti hennar.
Lokaorð
Þegar tekin er ákvörðun um það
hvort íslendingar eigi að sækja um
aðild að EB þarf að íhuga margt.
Rökin með aðild eru margvísleg. þar
má nefna að ef Austurríki og Sví-
þjóð sækja um aðild að bandalaginu
eins og líklegt þykir munu Norð-
menn og Finnar líklega koma fast
á hæla þeirra. Ef það gerist eigum
við ekki margra kosta völ þar sem.
sjávarafurðir Islendinga verða miklu
dýrari á evrópskum markaði en sjáv-
arafurðir EB-ríkjanna ef við sækjum
ekki um aðild. íslenskt atvinnulíf
myndi ekki fá þá samkeppni sem
það þarfnast þar sem við stæðum
utan við hinn sameiginlega markað.
Ef til aðildar okkar kæmi myndu
erlendir aðilar aftur á móti fá greið-
an aðgang að fiskimiðum okkar sem
myndi leiða til hnignunar íslensks
sjávarútvegs. Þar sem sjávarútveg-
urinn er aðalatvinnuvegur okkar Is-
lendinga er okkur mjög annt um
fiskimiðin. Að vera aðili að EB hefur
það í för með sér að það er fijáls
flutningur fólks og fijáls atvinnu-
rekstur aðildarríkja hvar sem er á
bandalagssvæðinu. Það er því aldrei
að vita nema hingað til lands myndu
flykkjast útlendingar og „yfirtaka"
landið. Það er því spurning sem þarf
að spyija sig að oftar en einu sinni
hvort ísland eigi að ganga í EB.
Heimildaskrá:
Gunnar G. Schram: 1991. „EB og efnahags-
svæði Evrópu.“ Mbl. 26.1.
Gunnar G. Schram: Evrópubandalagið. Rvk.,
Háskólaútgáfan, 1990.
Kristófer Már Kristinsson: 1991. „Evrópska
efnahagssvæðið og staða samninganna.“
Mbl. 14.3.
Ólafur Davíðsson: 1990. „Helgarumræða.“
Þjv. 7.12.
„Evrópsk samvinna og íslensk fyrirtæki.“
VSÍ og FÍI.
Höfundur er nemandi í
Verslunarskóla íslands.
Hádegisverður á Hótel Holti
Á Hótel Holti verður í sumar tilboð í hádeginu, sem
samanstendur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti. sem hver
og einn velur af seðli dagsins.
Uval skemmtilegra fiskrétta.
HOLTSVA GNINN
Úr Holtsvagninum bjóðum við
grísahrygg með puru
ásamt forrétti og eftirrétti
___________Verð kr. 995,-___________
Forréttur, aðalréttur og eftirréttur á
viðráðanlegu verði, án þess að slakað sé á í gæðum.
Bergstaðastræti 37, Sími 91 -25700
CHATEAUX.
GERIÐ GÓÐ KAUP!
Af SKORII* 1 lUKKUFt
wARBtÖJA
afsláttur
Sumamellikur
Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070