Morgunblaðið - 13.06.1991, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991
•MfflsFHFi
Fyrir
sumarbústað
mmiiiniiiuimiimuj'"
m-rrmrm imn nrrnTm
ELFA-VORTIS
rafmagnsofnar.
Nýtt, glæsilegt útlit.
600-2000 vött.
ELFA-OSO hitakútar
30-300 lítra.
Blöndunar- og öryggislokar
fylgja með.
Greiðsluskilmólar.
1 Einar Farestvdt&Co.hf
Borgartúni 28, sími 622901
LalA 4 stoppar vW dymw
í minningii Jafnaðar-
mannaflokks Islands
eftir Gunnlaug
Ólafsson
Þ.ÞORGRlMSSON&CO
QQíaOOQIB.
gólfflísar - kverklistar
ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640
Á sama tíma og Framsóknar-
flokkurinn hefur verið að staðfestast
í þeirri stefnu að leita umfram ann-
að samstarfs svonefndra félags-
hyggjuflokka gerist Aiþýðuflokkur
nú opinn í báða enda. Hleypur af
tilefnislaussu úr vinstri stjórn í
myndun hægri stjórnar og ljáir ekki
máls á neinu öðru. Ákafinn og hrað-
inn á hlutunum er það mikill að ljóst
má vera að jarðvegurinn hefur verið
undirbúinn fyrir kosningar.
Aldnir kratar líta til baka með
glýju í augum til svonefndra við-
reisnarára og vildu gjarnan sjá líkt
stjórnarmynstur og þá var. Hinsveg-
ar má telja hæpið að sá ráðahagur
sem nú er genginn í gegn sé meiri-
hluta ungra jafnaðarmanna að
skapi. Samstarf Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks hafði varað lengi,
þannig að ímynd flokksins var kom-
in nokkuð út af sporinu og hæpið
að kenna við jafnaðarmennsku.
Þessu gerðu alþýðuflokksmenn sér
grein fyrir og bættu Jafnaðarmann-
aflokkur íslands við nafn flokksins
til að vekja þær vonir að það væru
ekki ævarandi örlög flokksins að
vera varahjól í vagni’ Sjálfstæðis-
flokksins. Áuk nafnbreytingar ferð-
aðist formaður Alþýðuflokks við
annan mann um landið á ljósum, sem
ekki voru höfð bleik til málamiðlunar
heldur hreint og klárt rauð. Þannig
reyndi Alþýðuflokkurinn að höfða
til kjósenda á vinstri væng. Þeir sem
ekki treystu á þann vorboða eru
fegnir að hafa ekki ljáð Alþýðu-
flokknum atkvæði sitt, en þeir sem
tóku mark á þeim fagurgala hljóta
nú að verða fyrir veiulegum von-
brigðum.
Á síðasta kjörtímabili virtust A, B
og G vera að færast nær hver öðrum
í litrófi íslenskra stjórnmála. Breyt-
ingar innanlands og utan hafa orðið
til þess að ýmis séimál sem þessir
flokkar hafa sett á oddinn hafa vik-
ið til hliðar eða eru ekki lengur sett
fram sem aðalmál. Sem dæmi má
nefna að andstaða við veru hersins
er ekki jafn kröftugt baráttumál hjá
Aiþýðubandalagi og það var. Sam-
dráttur í landbúnaði hefur leitt til
þess að Framsóknarflokkurinn er
ekki lengur sá bændaflokkur og
hann var og að lokinni aðlögun í
sauðQárrækt ætti að vera þokkaleg-
ur friður um þau mál milli Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks. Bilið
milli þessara þriggja flokka var því
að minnka og hefði haldið áfram að
minnka ef ný vinstri stjórn hefði
verið mynduð. Slík stjórn hefði þurft
stuðning og þátttöku Kvennalista.
Þessir ijórir pólar hefðu getað unnið
saman, ef það hefði verið reynt. Slík
stjórn hefði myndað jafnaðarmanna-
flokk í verki, sem hefði hagsmuni
heildarinnar svo augljóslega að leið-
arljósi að lýðræðið tryggði slíku
stjórnmálaafli meirihluta að nýju,
eins og þorri kjósenda hélt að hann
væri að gera í nýafstöðnum kosning-
VIÐ BJÓÐUM FRÁBÆRT VERÐ
Á HREINLÆTISTÆKJUM
Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST.
Verð á salerni. |
handlaug og sturtubotni AÐEINS KR ÁJ.
Baðsett: Salerni, handlaug, 'DQ Q
sturtubotn og baðkar AÐEINS KR. 3 O ■ -/
Missið ekki af þessu einstæða tilboði !
Útsölustaðir:
Reykjavík: Metró í Mjódd
Málarinn, Grensásvegi
Hafnarfirði: Parma
Keflavík: Járn og skip
Selfossi: G.Á.Böðvarsson
Hvolsvelli: Kaupfélag Rangæinga
Höfn: Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
Reyðarfirði: Kaupfélag Héraðsbúa
Neskaupstað: Kaupfélagið Fram
Húsavík: Kaupfélag Þingeyinga
Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga
Blönduósi: Kaupfélag Húnvetninga
Hvammstanga: Kaupfélag V-Húnvetninga
ísafirði: Verslunin Áral
Patreksfirði: Verslunin Byggir
Akranesi: Málningarþjónustan
„Eina sem kemst að er
álver, álver. I mínum
huga er það ekki endi-
lega sama og úlfur, úlf-
ur en það er ekki merk-
ilegri iðnaður heldur en
hver önnur loðnu-
bræðsla á landsbyggð-
mm.
Meirihluti kjósenda studdi fráfar-
andi ríkisstjórn og þá flokka sem
einkum voru ábyrgir fyrir henni.
Þessir þrír flokkar bættu víðast hvar
við sig fylgi, sem verður að teljast
til undantekninga að gerist með rík-
isstjómarflokka. Því er hér um að
ræða sérstaka traustyfirlýsingu á
fráfarandi ríkisstjórn. Þrátt fyrir það
klúður sem varð í BHMR-málinu
tókst í heild að ná miklum árangri.
Samstarf flokkanna var gott þar til
kosningaskjálfti fór þar að spilla
fyrir. Sá einstæði áfangi náðist að
vinna á verðbólgunni. Þannig var
kjölfestu-slagorð Sjálfstæðisflokks-
ins að engu orðið.
Úrslit kosningapna ollu Sjálfstæð-
isflokknum vonbrigðum. Það er öll-
um þeim hollt er telja sig stóra og
mikla að verða fyrir vonbrigðum.
Auðvelt hefði verið að halda íhaldinu
valdalitlu næstu fjögur árin, en þá
stökk Jón Baldvin því til bjargar.
Fortíðarhyggja og viðreisnarróm-
antík varð öllu öðru yfirsterkara.
Ákveðnir aðilar eru bornir saman
við fráfallna skömnga, iubbinn á
Davíð er' talinn líkjast hárafari Ó.
Thors o.s.frv. Hvað sameinaði Davíð
Oddsson og Jón Baldvin annað en
þessi fortíðardýrkun og hetjudraum-
ar?
Jón Baidvin lýsir sjálfum sér sem
„ástríðu-pólitíkus". En hvert beinist
sá tilfinningafuni og hvernig er hin
rómantíska sýn formanns Alþýðu-
flokksins. Hans aðalmál eru álver
og EB-skrifræði. Ásamt því að selja
ríkisfyrirtæki og einkavæða bank-
ana. Hann neitar að ræða annað en
samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
Þar á bæ er formaður sem lýsti því
yfir fyrir kosningar að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri ekki eingöngu
skjaldborg utan um þá sem betur
mega sín. Gott og vel, en hann við-
urkennir þó að það er hans inntak
og æðsta markmið. Þetta er vænt-
anlega einnig hluti af ástríðu for-
manns Alþýðuflokksins.
Álver má vel samþykkja að því
gefnu að hátt raforkuverð fáist og
mengunarvarnir séu fullnægjandi.
En gleymum því ekki að aðalvandi
íslensks efnahagslífs er hversu ein-
hæft það er. Við þyrftum að dreifa
eggjunum í sem flestar körfur og
því má það teljast skaðlegt hversu
mikil einstefna er í iðnaðarmálum
af hálfu beggja núverandi stjórnar-
fiokka. Hvað með íslenskan iðnað?
Sagt er á móti að það sé ekki hlut-
verk stjómvalda að vera í fyrirtækja-
rekstri, heldur skapa hið rétta um-
hverfi fyrir reksturinn. En það er
hlutverk stjórnvalda að veita ráðgjöf
og benda á möguleikana, fara af
stað með ýmiskonar tilraunavinnslu.
Hvað hefur heyrst frá Jóni Sigurðs-
syni um hvernig stuðla megi að
gróskumeiri iðnaði í landinu. Eina
sem kemst að er álver, áiver. í mín-
um huga er það ekki endilega sama
og úlfur, úlfur en það er ekki merki-
legri iðnaður heldur en hver önnur
loðnubræðsla á landsbyggðinni.
Þetta er sett upp sem annað tveggja
aðalmála Alþýðuflokksins og skýr-
ing á nauðsyn hins nýja stjórnarsam-
starfs. Þetta er hin ástríðufulla
stefna „Jónanna“ í iðnaðarmálum.
EB-EFTA-samstarf er annað að-
almál Alþýðuflokks. Nú bendir
margt til að mörg af þeim ríkjum
sem hugðust mynda hið evrópska
efnahagssvæði séu nú meira farin
að spá í beina aðild að EB (Aust-
urríki, Sviss, Svíþjóð og Noregur).
Þegar ljóst verður að efnahagssvæð-
is-hugmyndin gengur ekki upp þá
verður farið að ræða hugsanlega
umsókn íslands að EB. Þá á auðvit-
að að ræða það fordómalaust hveijir
séu kostir og gallar við að vera í
því samstarfi. Hinsvegar eru pen-
ingahyggjan og ósjálfstæði í ut-
anríkismálum trúlega það sterkir
eiginleikar hinnar nýju ríkisstjórnar
að græðgin geti ógnað sjálfstæði
okkar. Fijálst ijármagnsflæði er því
trúlega ein af ástríðum utanríkisráð-
herra.
Sala ríkisfyrirtækja er sett sem
fyrsta mál á dagskrá nýrrar ríkis-
stjórnar. Þó að allir flokkar hefðu
verið sammála um að eitt fyrsta mál
eftir kosningar væri leiðrétting
lægstu launa og hækkun skattleys-
ismarka. Fyrst skal byija á að selja
Búnaðarbankann. Hverjum þjónar
það? Að hluta til er það sjálfsagt
pólitískt þ.s. stjórnarflokkarnir tveir
telja sig sjálfsagt geta hrakið marg-
an framsóknarmanninn úr hreiðri
sínu með slíkri sölu. Eitt er víst að
það þjónar ekki almenningi í þessu
landi. Fyrir nokkru var gerður sam-
anburður á því hve mikið bankar
tækju fyrir þjónustu sína og þar var
Búnaðarbankinn lægstur og að mig
minnir íslandsbanki hæstur.
Við sjáum forsmekkinn af einka-
væðingu bankanna í þeirri vildar-
þjónustu sem íslandsbankinn aug-
lýsir þessa dagana. Ef þú átt hálfa
milljón í inneign í bankanum færðu
frí tékkhefti, fría yfirdráttarheimild,
frítt árgjald af VISA, frítt geymslu-
hólf, þarft ekki að borga þóknun
vegna víxla, getur látið bankann
annast innheimtu þér að kostnaðar-
lausu og færð aímennt séð betri
þjónustu. Þarft ekki að bíða í röð-
inni heldur hringir bara í „þinn
mann“ í bankanum og lætur hann
sjá um reddingarnar þér að kostnað-
arlausu. Næsta skref er trúlega að
bjóða upp á mismunandi vaxtakjör
eftir eignastöðu lántakanda, eins og
þekkist í henni Ameríku. Þetta er
peningakerfi sem er með það inn-
byggt að auka bilið milli ríkra og
fátækra. Ánægðir viðskiptavinir
Búnaðarbankans hljóta að mótmæla
þessari ástríðu hinnar nýju ríkis-
stjómar.
Að lokum skal það nefnt að engin
jafnaðarmennska ræður ferðinni við
val á ráðherrum í hinni nýju ríkis-
stjórn. Allir nema einn eiga lögheim-
ili sitt á höfuðborgarsvæðinu og all-
ir nema einn af ráðherrum Sjálf-
stæðisflokksins eru lögfræðingar.
Eina undantekningin er Halldór
GARÐASTAL
Á þök og veggi
llglffi
= HEÐINN =
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000