Morgunblaðið - 13.06.1991, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991
27
Stjórnvöld í írak:
~~A >
Asökunum Irana um
fjöldamorð vísað á bug
Tareq Aziz fer til viðræðna 1 Tyrklandi
Bagdad, Ankara, Genf, Nikósíu. Reuter.
TALSMENN íraskra stjórnvalda vísuðu í gær á bug að stjórnarher-
inn gerði árásir á Shíta-múslima í Suður-írak eins og íranir hafa
haldið fram en sökuðu írani á móti um að sækjast eftir yfirráðum
yfir írösku landsvæði. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ),
Javier Perez de Quellár, lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna
meintra árása íraka á Shíta-múslima, þar sem þeir halda til á fenja-
svæði í Suður-írak, og fyrrverandi framkvæmdastjóri SÞ, Kurt
Walheim Austurríkisforseti, sem staddur var í Iran, hvatti SÞ í gær
til að grípa strax til aðgerða til verndar Shítum. Tareq Aziz, aðstoð-
arforsætisráðherra Iraks, kom í gær til Tyrklands til viðræðna við
þarlenda ráðamenn.
íranir sögðu á þriðjudag að
sprengjum væri varpað úr íröskum
flugvélum á hundruð þúsunda
Shíta-múslima sem hajda fyrir á
fenjasvæðum í Suður-írak og að
stjórnarhersveitir væru að undirbúa
lokásókn gegn þeim.
„Það er engin hernaðaraðgerð í
bígerð, eins og íranir og fjölmiðlar
nýlenduveldanna hafa haldið fram,“
hafði írösk fréttastofa eftir Ahmed
Hussein Khudayer, utanríkisráð-
herra íraks. „íransstjóm, sem þekkt
er fyrir fjandskap sinn, er aðeins
að beita sömu aðferð og hún hefur
gert síðan hún komst til valda árið
1979 og sem byggist á því þvinga
forræði sínu upp á íraka og skipta
sér af alþjóðasamskiptum þeirra,“
sagði Khudayer.
I frétt sem sögð var í ríkisreknu
útvarpi í Teheran, sagði að íraskar
flugvélar færu í könnunarflug yfir
fenin í grennd við Shatt al-Arab-
Flóttamennirnir 600 höfðu lagt
frá Albaníu á heimatilbúnum flek-
um sem voru illa útbúnir. Þeir höfðu
bundið timburpalla ofan á oíutunn-
ur og ýmist frumstæð segl eða árar
sáu til þess að þeir komust leiðar
sinnar. Luigi Laudadio, yfirmaður
landamæralögreglunnar í Brindisi,
sagði að svo virtist sem öllum flótta-
mönnunum hefði verið bjargað.
„Sumir þeirra sögðu mér að fólk
væri að smíða fleka eftir endilangri
albönsku ströndinni undir nefinu á
albönskum yfirvöldum sem hafast
ekkert að.“
vatnaleiðina, sem er á landamærum
íraks og írans, og að sprengjur
væru látnar falla á sumum stöðum.
Khudayer sagði fréttina bera út-
þenslustefnu Irana vitni og vera úr
lausu lofti gripna.
Shítar flýðu margir hverjir út á
fenjasvæðin, sem þeir töldu tiltölu-
lega örugg, þegar stjórnarherinn
braut uppreisn Shíta í suðri og
Kúrda í norðri á bak aftur eftir að
írakar töpuðu Persaflóastríðinu í
lok febrúar. Shítar eru stærsti trú-
flokkur í írak en flestir embættis-
menn og leiðtogar landsins eru
Sunni-múslimar. Leiðtogi Shíta hef-
ur farið fram á að skipulögð verði
verndarsvæði fyrir Shíta í Suður-
írak líkt og gert hefur verið fyrir
Kúrda í norðurhluta íraks.
Perez de Quellar lýsti í gær
áhyggjum sínum yfir fréttunum um
ástandið í Suður-írak sem honum
bárust frá sendiherra írans hjá SÞ,
Mennirnir tveir sem létu lífið
höfðu flúið á fiskibát ásamt 31 öðr-
um. Að sögn ítölsku fréttastofunnar
Ansa sögðu þeir sem lifðu af að
albanska strandgæslan hefði látið
vélbyssuskothríð rigna yfir farkost-
inn. Auk þeirra sem létust særðust
.4 smávægilega.
Albanska flóttamenn jiefur stöð-
ugt borið að ströndum Ítalíu á síð-
ustu mánuðum eftir að um 24.000
Albanar sigldu þangað á hriplekum
skipum í marsmánuði í leit að betri
lífskjörum. Flestir þeirra dvelja nú
í hreysum í flóttamannabúðum.
í viðtali við fréttamenn við komu
sína til höfuðstöðva SÞ í Genf í
Sviss, og sagði að málið yrði vand-
lega athugað. Tareq Aziz, aðstoð-
arforsætisráðherra íraks, kom til
Tyrklands í gær til viðræðna við
Turgut Ozal Tyrklandsforseta, Yild-
irim Akbulut forsætisráðherra og
Ahmet Kurtcebe Alptemocin utan-
ríkisráðherra. Þetta er fyrsta heim-
sókn háttsetts írasks embætt-
ismanns til ríkis sem aðild á að
Atlantshafsbandalaginu (NATO)
síðan Persaflóastríðinu lauk.
Bandarískar flugvélar fóru í ár-
ásarferðir frá flugvöllum í Tyrk-
landi meðan á Persaflóastríðinu
stóð og Tyrkir og lokuðu fyrir olíu-
leiðslur sem liggja frá írak til Mið-
jarðarhafsins skömmu eftir innrás
íraka í Kúveit í ágúst á síðasta
ári. írökum er mjög í mun að olíu-
leiðslur þessar verði opnaðar en
Tyrkir hafa lýst yfir því að þeir
muni ekki gera neitt sem brjóti í
bága við samþykktir Öryggisráðs
SÞ.
ÞEITA ER MAMMA OKKAR.
...BIDDU FYRIR OKKUR!
HÁSKÓLABÍÓ
Morgunblaðið/Kristján G. Arngrímsson
A. N. M. Nuruzzaman, sendi-
herra Bangladesh á Islandi.
ingin mikil að nýta sér fijósemi fljót-
aleðjunnar sem tryggði góða upp-
skeru. Hann sagði hamfarirnar í
apríl aðallega hafa verið vegna flóð-
bylgju frá hafinu eftir hvirfilbyl.
Vegna eyðingar skóga í Himalaja-
flöllum er losaði um jarðveg er ella
héldi í sér regnvatninu yrðu nær
árviss flóð í ánum hins vegar æ
meiri að vöxtum og erfiðara að
bregðast við þeim.
„Við höfum byggt um 300 múr-
steinsbyrgi í strandhéruðunum sem
fólk getur leitað skjóls í og þau eiga
að geta hýst 1000 manns hvert,
margfalt fleiri hafa getað troðið sér
inn á hættutímum. 12 milljónir
manna búa á flóðasvæðunum og því
augljóst að byrgin dugðu ekki, okkur
skortir fé og búnað til að byggja
fleiri og samgöngurnar eru slæmar
sem gerir umfangsmikla fólksflutn-
inga ókleifa.“
Nuruzzaman minnti á sérstakan
hjálparsjóð vegna hamfaranna sem
stofnaður var að frumkvæði Begum
Khaleda Zia, forsætisráðherra
Bangladesh er tók við völdum eftir
lýðræðislegar kosningar í vor. Ein-
staklingar geta sent framlag til
sendiráðs landsins í Stokkhólmi.
Albanskir fióttamenn:
Tveir menn skotnir til
bana en 600 bjargað
Brindisi. Reuter.
ÍTÖLSK skip björguðu í gær um 600 albönskum flóttamönnum sem
voru á reki undan ströndum Italíu á 60 flekum. Albanska strandgæsl-
an hafði hins vegar skotið tvo flóttamenn á fiskibát sem kom til
hafnar í Ontrado á Ítalíu til bana. Alis voru 31 flóttamaður á bátnum.
jHver
annarri Betrií'
er samdóma álit síldarspekúlantanna.
Nú er komið að þér að prófa:
- í sinnepssósu
- í tómatsósu
- í karrýsósu.
m
NIÐURSUÐUVERKSMIÐJAN ORA HF