Morgunblaðið - 13.06.1991, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JUNI 1991
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakurh.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið.
Fiskvinnsla
á Snæfellsnesi
jaldþrot Hraðfrystihúss
Ólafsvíkur hefur að vonum
vaKið miklar umræður um atvinnu-
mál á staðnum og eðlilegt, að
Ólafsvíkingár hafi þungar áhyggj-
ur af afkomu sinni og framtíð. Af
hálfu bæjarstjórnar Ólafsvíkur hef-
ur mikil áherzla verið lögð á, að
fiskvinnsia haidi áfram í frystihús-
inu og hefur verið unnið að undir-
búningi að félagsstofnun til þess
að taka frystihúsið á leigu af þrota-
búinu. Slíkar umræður hefjast jafn-
an, þegar vandamál af þessu tagi
koma upp í hinum ýmsu byggðar-
lögum. Það er skiijanlegt í ljósi
þess, að fyrirtæki sem þessi eru
burðarásar atvinnulífsins.
Það er hins vegar knýjandi nauð-
syn, að við horfum á þessi vanda-
mál frá breiðara sjónarhomi en hér
hefur tíðkazt og að menn ieiti
lausna, sem iíklegar eru til að
tryggja varanlegan árangur. í
þessu sambandi birtust fróðlegar
upplýsingar í sérblaði Morgun-
blaðsins um sjávarútveg, Úr verinu,
sem út kom í gær. Þar kemur fram,
að fiskverkendur á Snæfellsnesi
eru margir, bæði stórir og smáir.
A.m.k. tíu þeirra frysta fisk og 26
saltfiskverkendur eru á þessu svæði
innan vébanda SÍF. Framleiðsla
fyrirtækjanna á freðfiski á síðasta
ári nam um 5.600 tonnum. Jafn-
framt kemur fram, að framleiðslu-
geta frystihúsanna er mun meiri
en þessu framleiðslumagni nemur.
Þá vaknar sú spuming, hvort
hægt sé að auka hagkvæmni í fisk-
vinnslu á Snæfellsnesi og þá ekki
sízt í frystingu með því að fækka
þeim húsum, sem fryst er í en vinna
þeim mun meira magn í öðram
húsum. Þetta er að hluta til sú
grundvallarhugmynd, sem býr að
baki starfsemi Granda hf. í
Reykjavík, sem nú er eitt öflugasta
sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Þar
fer frysting á fiski nú fram í tveim-
ur frystihúsum í stað þriggja áður.
Jafnframt er vinnslunni skipt á
milli þessara tveggja húsa eftir
fisktegundum og næst með því
veruleg hagkvæmni. Með þessu
fæst t.d. margfalt betri nýting á
því stóra frystihúsi, sem ísbjörninn
byggði á sínum tíma, en hafði ekki
yfir að ráða nægilegu aflamagni
til þess að ná hagkvæmustu nýt-
ingu á húsinu ogtækjabúnaði þess.
Hraðfrystihús Hellissands rekur
tiltölulega nýtt frystihús á Rifi. Þar
væri hægt að vinna töluverðan
hluta þess afla, sem unninn hefur
verið í hraðfrystihúsinu í Ólafsvík.
Aukin vinnsla mundi auðveldlega
standa undir einhverri viðbótarfjár-
festingu, sem nauðsynleg kynni að
vera til þess að húsið gæti tekið
við meira hráefni. Starfsfólkið í
frystihúsinu i Ólafsvík, sem nú
stendur uppi atvinnulaust og býr
við lítið öryggi um afkomu sína,
þrátt fyrir hugmyndir um nýtt fyr-
irtæki, sem taki hið gjaldþrota hús
á leigu, getur auðveldlega sótt
vinnu í frystihúsið á Rifi mestan
hluta ársins. Þeir Ólafsvíkingar,
sem sækja mundu vinnu i frystihús-
ið á Rifi, þurfa ekki að fara nema
u.þ.b. helming þeirrar vegalengdar,
sem íbúar í Breiðholti þurfa að
fara, sem sækja vinnu í frystihúsi
Granda hf. Þótt færð kunni að vera
erfíð einn og einn dag að vetri til
á milli Ólafsvíkur og Rifs er hún
það líka dag og dag á milli Breið-
holts og Örfiriseyjar. Þá er hægt
að vinna einhvern hluta aflans í
minni frystihúsum, sem starfrækt
eru í Ólafsvík, sem þar með mundu
einnig ná aukinni hagkvæmni í
rekstri.
Hvað mundi vinnast með þessu
fyrirkomulagi? í fyrsta lagi betri
nýting á fjárfestingu, sem fyrir
hendi er. í öðru lagi sparnaður á
þeim milljónatugum, sem þarf til
þess að koma nýjum rekstri á lagg-
irnar í Ólafsvík, ef ekki enn stærri
upphæðum. í þriðja lagi öryggi
fólks um atvinnu og afkomu, sem
byggist á fyrirtæki eða fyrirtækj-
um, sem næðu margfalt betri
rekstrarárangri vegna aukinnar
nýtingar á tækjabúnaði og hús-
næði. Það er hagræðing af þessu
tagi, sem þarf að verða í fisk-
vinnslu á íslandi til þess að hún
nái sér á strík. Rekstur Granda hf.
er sönnun fýrir því, að dæmi sem
þetta gengur upp.
Hér hefur þessi hugmynd verið
sett fram í einfaldri mynd. Kjami
hennar er sá, að taka eigi upp stór-
aukna samvinnu milli sjávarútvegs-
fyrirtækja á Snæfellsnesi til þess
að bæta afkomu þein-a og tryggja
atvinnuöryggi fólks. Hvort starfs-
fólk frystihússins á Ólafsvík sækir
vinnu í frystihúsið á Rifi eða öfugt
eða hvort samvinna tekst á milli
fyrirtækja í Ólafsvík og á Grandar-
firði skiptir ekki meginmáli heldur
hitt, að sá afli, sem á land berst,
verði unninn í færri húsum með
minni fjárfestingarkostnaði í vélum
og húsum og betri nýtingu þessara
verðmæta. Niðurstaðan verður
hagkvæmari rekstur, meira at-
vinnuöryggi og bætt afkoma.
Morgunblaðinu er vel ljóst, að
togstreita á milli byggðarlaga er
helzti Þrándur í Götu slíkrar lausn-
ar á þeim vandamálum, sem nú eru
komin upp í Ólafsvík. En hér er
mikið í húfi. Slík togstreita má
ekki koma í veg fyrir framfarir,
hvorki á Snæfellsnesi né annars
staðar. Hugsanlegt er að sameining
sveitarfélaga sé ein af forsendum
þess, að hægt sé að ná fram hag-
kvæmni af þessu tagi í rekstri sjáv-
arútvegsfyrirtækja.
Höfuðatriðið er þetta: það er
hægt að frysta þann fisk, sem á
land berst á Snæfellsnesi í færri
frystihúsum en nú er gert. Þá leið
á að fara til lausnar á aðsteðjandi
vanda í Ólafsvík. Fjarlægðin á milli
byggðarlaganna er svo lítil, að hún
stendur ekki í vegi fyrir slíku sam-
starfí. Það er engin lausn fyrir
Ólafsvíkinga að kasta einhverjum
milljónum eða milljónatugum í
rekstur, sem ekki stendur á nægi-
lega traustum fótum og slík leið
er dýrt spaug fyrir landsmenn alla.
CýP. NORRÆN UMHVERFISMENNTUNARRÁÐSTEFNA
Vaxandi loftmengnn og gróðurhúsaáhrif:
Hitastig á Islandi
4 hærra árið 2060
VERÐI ekkert að gert til að draga úr loftmengun og gróðurhúsa-
áhrifum sem henni fylgir, má búast við að meðalhitastig á íslandi
verði 4° hærra árið 2060 en nú er. Þetta gæti haft góð áhrif á
gróðurfar, en um leið gæti yfirborð sjávar hækkað um 1 metra,
og fiskur horfið af íslandsmiðum.
Þetta kom fram í fýrirlestri sem
Páll Bergþórsson veðurstofustjóri
hélt á ráðstefnunni Miljo 91 sem
hófst í Reykjavík í gær. Fjallaði
fyrirlesturinn um gróðurhúsaáhrif
og íslenska náttúru og sagði Páll,
að búast mætti við að hitastig í
heiminum hækki um 3° að meðal-
tali á næstu öld en um allt að 6°
á norðlægari slóðum.
Gróðurhúsaáhrif stafa af loftteg-
undum, aðallega C02, sem hafa
svipuð áhrfi og gróðurhúsagler.
Væra gróðurhúsaáhrif ekki til stað-
ar væri hitastig í heiminum 33°
lægra en nú er. Aukin lQftmengun
hefur svo aukið á gróðurhúsaáhrif-
in.
Páll sagði, að 4° hærri meðalhiti
á íslandi árið 2060 myndi þýða, að
á landinu yrðu svipuð veðurskilyrði
og nú eru á Skotlandi. Því væru
aukin gróðurhúsaáhrif að sumu
leyti spennandi umhugsunarefni
fyrir Islendinga. Vaxtarskilyrði
birkiskóga gætu aukist um 50%, á
láglendi gætu ýmsar jurtir og græn-
meti þrifist, og graslendið gæti
fætt tvöfalt stærri kúastofn en hér
er nú svo eitthvað sé nefnt.
En hætturnar væru einnig mikl-
ar. Þannig gæti yfirborð sjávar
'hækkað um allt að metra, þegar
jöklar og snjór bráðnuðu vegna
hærri hita. Um leið myndi sólarljós-
ið ekki endurkastast eins mikið frá
ísbreiðum eins og nú, og hitastigið
því hækkað enn meira. Páll benti
á, að í Bangladesh byggju 10 millj-
ónir manna á svæði sem lægi innan
við 1 metra yfír sjávarmáli. Og í
Reykjavík hefði verið byggt ráðhús
sem stæði neðan við sjávarmál.
Þá sagði Páll að þetta gæti haft
áhrif á fiskigengd við íslands-
strendur. Einnig myndi hærri hiti
hafa í för með sé þurrka á suðlæg-
ari slóðum sem gætu raskað jafn-
væginu í matvælaframleiðslu
heimsins.
í fyrirlestri, sem Þór Jakobsson
veðurfræðingur flutti á ráðstefn-
unni, kom fram að heimskauta-
svæðin hefðu mun þýðingarmeira
hlutverki að gegna í veðurfari
heimsins og áhugi veðurfræðinga á
þeim svæðum færi sívaxandi, ekki
síst hjá þeim sem rannsaka gróður-
húsaáhrif.
Miljo 91 sett í gær:
Frá „Miljo 91“ í Háskólabíói í gærmorgun
Morgunblaðið/KGA
Megintilgangurinn að efla um-
hverfisfræðslu á öllum stigum
-sagði Ölafur G, Einarsson
menntamálaráðherra
NÆR 1000 manns voru viðstaddir setningu ráðstefnunnar „Miljo 91“ í
Háskólabíói í gærmorgun. Ráðstefnan er haldin fyrir fóstrur og kenn-
ara á öllum skólastigum, í öllum námsgreinum og aðra sem vinna að
umhverfisfræðslu sem starfsmenn, stjórnendur eða áhugamenn. Meðal
gesta við upphaf ráðstefnunnar voru frú Vigdis Finnbogadóttir forseti
Islands, sem jafnframt' er verndari hennar, Sighvatur Björgvinsson
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra og ðlafur G. Einarsson menntamálaráðherra sem setti
ráðstefnuna.
Menntamálaráðherra sagði í setn-
ingarávarpi sínu, að á „Milja 91“
yrði sérstök áhersla lögð á sérstöðu
Islands. „Umhverfisfræðsla hófst á
Islandi seinna en á hinum Norður-
löndunum, e.t.v. vegpia þess að um-
hverfisvandamálin eru ekki eins brýn
hér og annars staðar eða vegna þess
að við höfum horft fram hjá þeim,“
Fj ölstofnarannsókn-
ir í sjó nauðsynlegar
- segir Karl Gunnarsson sjávarlíffræðingur
„VIÐ þurfum að vera með fjölstofnarannsóknir hér, svipaðar rann-
sóknum Norðmanna í Barentshafi," sagði Karl Gunnarsson sjávarlíf-
fræðingur á Norrænu umhverfisráðstefnunni, Miljö 91, í gær, mið-
vikudag, þegar hann liélt fyrirlestur um fæðukeðjuna og líffræðileg
tengsl í hafinu.
Kari Gunnarsson sagði að skort-
ur á dýrasvifí við Norðurland hefði
haft áhrif á nokkra af mikilvægustu
fiskistofnum okkar, til dæmis þorsk
og loðnu, en dýrasvifíð skiptir miklu
máli sem fæða fyrir þessar tegund-
ir við Norðurland á sumrin.
Karl sagði að fyrir árið 1965
hefði verið mikið af dýrasvifi við
Norðurland. Hins vegar hafi magn
dýrasvifs minnkað mikið árið 1965
vegna minni framleiðslu á plöntu-
svifi. Árin 1965-1971 var kaldur
pólsjór ráðandi við Norðurland og
þá var lítið af bæði plöntusvifí og
dýrasvifi. Árin 1972-1980 var kald-
ur pólsjór nokkram sinnum ríkjandi
og þessi ár var lítið um dýrasvif
viðNorðurland fyrirutan árið 1977.
Á hlýskeiðinu fyrir 1965 fannst
dýrasvif við Norðurland allt sumar-
ið og stórar síldartorfur, bæði úr
norsk-íslenska stofninum og
íslenska sumargotsstofninurn, fóra
þangað í fæðuleit. Árið 1967 kom
norsk-íslenska sfldin ekki upp að
íslandi en fór þá að Jan Mayen.
Árið 1968 fór hún alla leið að Sval-
barða í fæðuleit en þar var lítið um
fæðu fyrir hana.
Karl sagði að hins vegar hefðu
auknar sfldveiðar vegna til dæmis
nýrrar tækni við veiðamar, svo og
miklar veiðar á ókynþroska síld
orsakað hrun norsk-íslenska stofns-
ins. Árið 1965 voru veidd hér um
tvær milljónir tonna af sfld en 1971
var sfldaraflinn einungis nokkur
þúsund tonn. Þegar norsk-íslenski
síldarstofninn hrundi hófust veiðar
á loðnu en loðnan hefur haldið sig
norðar en síldin og virðist ekki vera
eins háð sama dýrasvifinu og síldin.
Geysilegar sveiflur hafa þó verið
í loðnustofninum og árið 1983 var
til dæmis ekkert veitt af loðnu en
loðnuaflinn hefur farið í rúma eina
milljón tonna. Loðnan er einnig
mikilvæg fæða fyrir aðra fiska, til
dæmis þorskinn. Þegar þorskurinn
hefur enga loðnu til að éta vex
hann hægt og óháð þvf hve mikið
er af annarri fæðu. Því stærri loðnu-
stofn, því stærri getur þorskstofn-
inn orðið. Aftur á móti er lítið vitað
um fæðu loðnunnar og ástæðuna
fyrir miklum sveiflum í stofnstærð
hennar, segir Karl Gunnarsson.
sagði Ólafur en bætti við að sterk
umhverfisvemdarbylgja væri nú haf-
in hérlendis og ráðstefnan myndi
styrkja hana enn. Til merkis um
aukna umhverfisvernd nefndi hann
þær umbætur sem gerðar hafa verið
í sorphirðu landsmanna.
Ólafur ræddi um það hvemig
umhverfisfræðslu væri nú fyrirkomið
í skólum landsins. Hann sagði að
könnun sem gerð var á þessum mál-
um fyrir tveimur áram hefði leitt í
ljós að umhverfisfræðsla forskóla-
og grannskólabama væri þó nokkur
en í framhaldsskólunum virtist það
mikið ráðast af áhuga viðkomandi
kennara hvort umhverfisfræðsla færi
fram eða ekki. í sumum skólum
væri hægt að komast í gegnum stúd-
entspróf án þess að hafa nokkum
tíma hlotið slíka kennslu.
„Megintilgangur þessarar ráð-
stefnu er að efla magn og gæði.
umhverfisfræðslu á öllum skólastig-
um bæði á Islandi og öðram Norður-
löndum,“ sagði Ólafur.
Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra setti ráðstefnuna „Miljo 91“
Umhverfismennt:
Nýjar leiðir
við raunvís-
indakennslu
CANDACE Julyan frá TERC,
Raimsóknarmiðstöð tæknilegrar
menntunnar í Cambridge í Banda-
ríkjunum, kynnti námsefni og nýja
kennslumöguleika fyrir raunvís-
indagreinar í grunnskóla í fyrir-
lestri sem hún hélt á ráðstefnunni
Miljö 91 í gær. Námsefni þetta
tekur fyrir rannsóknir á náttúr-
unni og umhverfi barna og byggir
mikið á tölvuvinnslu og fjarskipt-
um í gegnum gervihnött. Þetta
námsefni sem Candace Julyan
fjallaði um hefur verið kennt í
Melaskóla en ísland er fyrst Norð-
urlanda til þess að nota það. Naut
hún aðstoðar kennara og nemenda
við Melaskóla við að kynna náms-
efnið.
Námsefnið sem er kallað í Banda-
ríkjunum „National Geographic Kid’s
Network" gengur út frá því að nem-
endur á öllum aldri geti og eigi að
vinna sem vísindamenn. Nemendur
er vinna með þetta námsefni fram-
kvæma eigin rannsóknir, vinna úr
upplýsingum og gögnum Tölvuforrit
gerir íslenskum nemendum kleift að
ná í upplýsingar hjá nemendum í
öðram heimshomum og geta þeir
þannig unnið saman að sameiginleg-
um rannsóknum.
Nemendur Melaskóla tóku þátt í
fjóram verkefnum frá „Kid’s Netw-
ork“ í vetur. Einn hópur rannsakaði
hvaðan við fáum vatn og til hvers
við notum það. Annar hópur rann-
sakaði súrt regn. Sá þriðji fram-
kvæmdi veðurathugunarrannsóknir
og sá fjórði athugaði gæludýraeign
nemenda. Allir hóparnir báru niður-
stöður rannsókna sinna við niður-
stöður nemenda í skólum erlendis.
Sem dæmi má nefna að hópurinn sem
rannsakaði vatn hafði samskipti við
rúmlega 200 skóla gegnum tölvu og
skiptist á upplýsingum við þá. Þess
má geta, að forseti íslands, Vigdís
Finnbogadóttir, sýndi vatnsverkefn-
inu mikinn áhuga. Hún heimsótti
nemendur Melaskóla og sendi kveðju
og hvatningu með tölvusamskiptum
til allra barnanna sem voru þátttak-
endur.
Qrkugjafar framtíðarinnar:
Vetni mun dýrara en bensín
UNNT væri að framleiða allt það
eldsneyti sem brennt er af bíla-
og skipaflota landsmanna úr vetni,
í íslenskri verksmiðju. Til þess
þyrfti tæplega 1600 MW af raf-
og gufuorku, vatn og koltvísýring.
Sá galli er þó á gjöf Njarðar að
eldsneyti framleitt með þessari
aðferð er líklega fimmfalt dýrara
en bensín. Vetnisframleiðsla hér
á landi til útflutnings eða inna-
landsnota verður því ekki raun-
hæfur kostur fyrr en í fyrsta lagi
eftir mannsaldur, þegar olía verð-
ur að ganga til þurrðar. Þetta kom
fram í erindi Ágústar Valfells
verkfræðings á Miljo ráðstefnunni
í gær.
Skólar á Norðurlöndum:
Samstarf um umhverfismál
FYRIRHUGAÐ er að halda áfram samstarfi Norðurlandanna um
umhverfisfræðslu og þá í breyttri mynd. í stað ráðstefna á borð við
„Miljo 91“ sem haldnar hafa verið á Norðurlöndunum á tveggja ára
fresti undanfarin áratug verður til að byrja með komið á fót sam-
starfi 5 til 10 skóla í hveiju Iandi, sem vinna munu sameiginlega að
umhverfisfræðslu og væntanlega skila tillögum um áframhaldandi
samvinnu út áratuginn í upphafi árs 1993. Þetta kom fram í erindi
sem Franc Jurgensen og Ole Goldbeck frá danska menntamálráðu-
neytinu héldu á ráðstefnunni í gær og fjallaði um umhverfisfræðslu
á Norðurlöndum.
Jorgensen og Goldbeck sögðu að
ráðstefnurnar um umhverfismennt,
sem haldnar hafa verið á undan-
förnum árum, fyrst í Stokkhólmi
1983 og nú síðast hér í Reykjavík,
hefðu skilað miklum árangri en nú
væri kominn tími til að finna fræðsl-
unni nýtt form.
Að sögn Jorgensens er fyrirhug-
að að þátttökuskólarnir verði valdir
næsta haust og starfíð heljist með
endurmenntunarnámskeiðum kenn-
ara. Á milli 5 og 10 skólar í hveiju
landi, á forskóla,- grunnskóla- og
menntaskólastigi munu taka þátt í
vorkefninu. Á næsta ári mun um-
hverfisfræðslan hefjast í skólunum
og haustið 1992 er stefnt að því
að haldin verði norræn ráðstefna
um umhverfismennt í Bergen í
Noregi. Kennarar ' og nemendur
þátttökuskólanna munu síðan skila
inn tillögum varðandi áframhald-
andi samstarf á sviði umhverfis-
mála, dómnefnd skera úr um tillög-
urnar og í kjölfar þess veita verð-
laun fyrir bestu hugmyndirnar.
Að sögn Jorgensens verður
áhersla lögð á að fulltrúar nemenda
og kennara þátttökuskólanna fái
möguleika til að hittast og vinna
saman. Kennarar viðkomandi skóla’
munu sækja sameiginleg endur-
menntunarnámskeið. Þá mun nor-
ræn samræmingarnefnd með full-
trúa frá hveiju landi hafa yfirum-
sjón með-vinnu hópanna.
Ágúst sagði að ljóst væri að jarð-
olía yrði uppurin fyrr eða síðar, eða
yrði of fágæt og dýr til almennra
nota. Vetni virtist hafa ýmsa kosti
til að bera þegar litið væri tii elds-
neytis framtíðarinnar. Það væri auð-
fundið og notkun þess fylgdi mun
minni mengun en olíu.
Vetni er unnið úr vatni, með raf-
greiningu. Við framleiðsluna mynd-
ast súrefni og vetni, en þegar vetni
hvarfast aftur við súrefni úr and-
rúmsloftinu losnar orka úr læðingi
sem unnt er að beisla. Til að vinna
eldsneytið þarf meiri orku en verður
til við bruna þess. Af þeim sökum
er aðeins fýsilegt að vinna vetni á
þeim svæðum þar sem endurnýjan-
legir orkugjafar era til staðar, eins
og vatns- eða sólarorka. Af þeim
sökum hefur nokkuð verið rætt um
vetnisframleiðslu hér á landi.
Hægt er að brenna vetni í hefð-
bundnum sprengihreyfli bifreiðar,
flugvélar eða skips. Til þess að svo
megi verða þarf hinsvegar að fínna
aðra tækni til þess að dreifa eldsneyt-
inu og geyma það í farartækinu en'
notuð er í dag. Ágúst lagði áherslu
á að ekki yrði vert að gefa vetnis-
framleiðslu gaum fyrr en aðrar elds-
neytistegundir yrðu orðnar svo dýr-
ar, eða mengun af þeirra völdum svo
mikil, að mannkyninu væri nauðugur
einn kostur að leita annarra orku-
linda.
Morgunblaðið/Júlíus
Þrír á slysadeild eftir bílveltu
ÞRÍR voru fluttir á slysadeiid Borgarspítalans eftir að bflaleigubíll
valt á veginum skammt austan Tíðaskarðs í Kjós síðdegis í gær.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar voru meiðsl mannanna ekki
talin alvarleg. Slysið átti sér stað á vegarkafla, þar sem verið var
að leggja nýja klæðningu. Fimm menn voru í bílnum, en þeir eru
úr áhöfn norska seglskipsins „Sorlandet", sem nú liggur við bryggju
í Reykjavíkurhöfn.
Verkalýðsfélögin og Atlantsál:
Endurskoðun ef Atl-
antsál hefur ekki
forystu um samninga
í SAMKOMULAGI verkalýðsfélaganna á Suðurnesjum og Atlantsáls
um sljórnunarákvæði, sem verði hluta af fyrsta kjarasamningi er
gerður verði og öilum síðari kjarasamningum, er gert ráð fyrir a<!
rekstur væntanlegs álvers og sljórn starfsliðs þess verði eingöngu í
höndum fyrirtækisins. Þar með er talin áætlanagerð, yfirsljórn og
stjórn rekstursins í álverinu, tímasetning verkefna og skipun starfs-
liðs til slíkra verkefna, gerð framleiðslustaðla, ákvörðun og gerð sér-
hverrar nýrrar eða endurbættrar framleiðsluaðferðrar, skipulagning
yfirvinnu, gerð og framkvæmd reglna um hegðun og réttur til að
halda uppi aga. Þessu sljórnunarákvæði verði hvorki breytt af hálfu
samtaka verkalýðsfélaganna, né verði það notað sem ástæða til verk-
falls eða annarrar aðgerðar samtaka verkalýðsfélaganna.
Samkvæmt skilmálum í sam-
komulagi verkalýðsfylaganna og
Atlantsáls á fulltrúi frá hveiju hinna
sex verkalýðsfélaga sem um ræðir,
þ.e. Verkalýðs- og sjómannafélagi
Keflavíkur og nágrennis, Iðnsveina-
félagi Suðurnesja, Rafiðnaðarfélagi
Suðurnesja, Félagi rafeindavirkja,
Verelunarmannafélagi Suðumesja
og Félagi matreiðslumanna, að sitja
í samninganefnd samtaka verkalýðs-
félaganna. Allir samningar sem
gerðir verða í framhaldi viðræðna
milli Atlantsáls og samtaka verka-
lýðsfélaganna verða hluti af einum
kjarasamningi, seni verður bindandi
fyrir báða aðila. í hvert skiptí sem
atkvæðagreiðsia og/eða fullgilding
fer fram á vegum félaga í verkalýðs-
félögum verður miðað við regluna
um sameiginlega atkvæðagreiðslu
meðal þeirra félaga í samtökum
verkalýðsfélaganna sem vinna hjá
fyrirtækinu. Atlantsál lýsir því yfir
að það muni sjálft hafa forystu í
öllum samningaviðræðum um kjara-
samninga við samtök verkalýsðfé-
laganna, en ef fyrirtækið ákveður
að hafa ekki forystu í samningavið-
ræðum skal halda fund milli fyrir-
tækisins og samtaka verkalýðsfélag-
anna þar sem þau mál er að ofan
greinir verða rædd. í framhaldi af
viðræðunum gætu þessi ákvæði
komið til endurskoðunar, en allar
breytingar verða liáðar fullum vilja
og samþykki Atlantsals og samtaka
verkalýðsfélaganna.
Þá era ákvæði um að kjarasamn-
ingur sem gerður verði gildi til fimm
ára og aðilar skuldbinda sig til að
beita hvorki verkföllum né verk-
bönnum þann tíma. Þá munu í samn-
ingnum verða ákvæði um verðbætur
sem gilda almennt í landinu.
Miðstýring í Vinnuveit-
endasambandinu hrikaleg
- segir Karl Steinar Guðnason
KARL Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur og varaformaður Verkamannasambands Islands, segir að
það sé_ ástæða til að velta fyrir sér viðbrögðum Vinnuveitendasam-
bands íslands við þeim nýmælum sem sé að finna í samkomulagi verka-
lýðsfélaganna á Suðurnesjum við fulltrúa Atlantal-hópsins, sem eru
með í undirbúningi byggingu álvers á Keilisnesi.
„Ég hafði ekki gert mér grein
fyrir fyrr en nú að þeir sem ganga
í VSÍ hafa ekki leyfi til þess að semja
fyrir sig sjálfir. Miðstýringin þar er
svo hrikaleg að þeim eru allar bjarg-
ir bannaðar, sem ganga í þessi forn-
eskjulegu samtök," sagði Karl Stein-
ar.
Hann sagði að í verkalýðshreyf-
ingunni væri þessu þveröfugt háttað,
því þar væri samningsrétturinn í
höndum sérhvers verkalkýðsfélags
fyrir sig. „Vilji þeir stríð þá fá þeir
stríð, en ég hefði haldið að hlutverk
VSÍ væri eitthvað annað en að reyna
að torvelda samningagerð og reyna
að koma í veg fyrir erlenda fjárfest-
ingu í landinu. Það má einnig geta
þess að VSÍ er hvergi í því samkomu-
lagi sem verkalýðsfélögin gerðu við
Atiantal-hópinn," sagði Karl Steinai
ennfremur.
„í þessum samningi er engum rétti
afsalað. Hins vegar gengið til móts
við nýjan tíma og ný viðhorf af fullri
reisn. Móðursýkisleg viðbrögð for-
ystu VSI spretta af öfund og afbrýði-
semi. Við erum hins vegar ánægðir
með okkar hlut og nú hafa öll félög-
in samþykkt samninginn með öllum
greiddum atkvæðum alis staðar,"
sagði Karl Steinar að lokum.