Morgunblaðið - 13.06.1991, Page 32

Morgunblaðið - 13.06.1991, Page 32
32 MOKGUNBI.ADIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ ,1991 Utgerðarfélag Dalvíkinga: Hagnaðurí fyrra 347 milljónir AÐALFUNDUR Útgerðarfélags ^•Dalvíkinga hf. fyrir árið 1990 var haldinn 30. maí sl. Fram kom að velta félagsins nam 347 millj. kr. Hagnaður á árinu var 74 millj. kr. Félagið gerir út tvo togara bv. Björgvin EA 311 og bv. Björgúlf EA 312. Á árinu 1990 voru aflaheimildir af skipum í eigu KEA færðar á tog- ara félagsins og var heildarafli þeirra 6.127 tonn, þar af 1.629 tonn um- fram úthlutaðar eigin aflaheimildir. 5.145 fóru til vinnslu innanlands, að langmestu leyti til frystihúss KEA á Dalvík, 878 tonn voru seld erlendis ýmist útflutt í gámum eða að togar- arnir sigldu með eigin afla og 104 tonn af grálúðu voru fryst um borð. Á árinu störfuðu að meðaltali 34 ^starfsmenn hjá félaginu og námu heildarlaunagreiðslur 116,8 millj. kr. Útgerðarfélag Dalvíkinga hf. er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í gær lagðist fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins I menn þurftu við komu skipsins að yfirgefa veiði- að Eimskipafélagsbryggjunni. Þessir ungu veiði- | svæði sitt við bryggjuna. Pétur Bjama- son ráðinn til K. Jónssonar PÉTUR Bjarnason markaðsstjóri hjá ístess hefur verið ráðinn til starfa við söludeild niðursuðu- verksmiðju K. Jónssonar. Hann hefur störf hjá fyrirtækinu í byrj- un næsta mánaðar. Jón Þór Gunnarsson, sem tekur við 'starfi framkvæmdastjóra hjá K. Jónsson, einnig í byijun næsta mán- aðar, sagði að fyrirtækið hefði stofn- að eigin söludeild eftir að það gekk úr Sölusamtökum lagmetis um síðustu áramót. Markmiðið væri að efla þá deild og yrði aukin áhersla lögð á það á næstunni. Hann sagði að eitt af fyrstu verkum Péturs yrði að skoða innanlandsmarkaðinn og athuga möguleika á aukinni sölu. Nýtt fyrirtæki um fóóurfram- leiðslu tekur við af Istess hf. KSÞ en ekki KÞ NýJa fyrirtækið mun geta boðið mun lægra verð á fiskafóðri Á HLUTHAFAFUNDI hjá ístess hf. sem haldinn var í gær var ákveðið að stjórn félagsins myndi óska eftir því við bæjarfógetaemb- ættið á Akureyri að fyrirtækið yrði gert upp og í framhaldi af því verði metið hvaða meðferð það hlyti, en líklegast er talið að það verði tekið til gjaldþrotaskipta. Únnið er að því að stofna nýtt fyrirtæki til fóðurframleiðslu, sem boðið gæti fiskafóður á lægra verði en Istess. Nýja fyrirtækið verður nokkru minna í snið- um en ístess, en reiknað er með að starfsmenn þess yrðu eitthvað undir tíu talsins. I frétt hér á síðunni í fyrradag var rangt farið með nafn á kaupfélagi þar sem rætt var við sveitarstjóra í Svalbarðstrandarhreppi. Sagt var að reyna ætti að koma smáiðnaði á fót í húsnæði Kaupfélags Þingeyinga, KÞ, á Svalbarðseyri, en svo sem kunnugt er var það Kaupfélag Suður-Þingeyinga, KSÞ sem rak starfsemi á Svalbarðseyri. KÞ er hins vegar með starfsemi á Húsavík. Beð- ist er velvirðingar á þessum mistök- um um leið og þau eru leiðrétt. Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri ístess sagði að á hlutahafafundinum hefði verið Teiknistofur - bókhaldsstofur lögmenn - sölumenn Til langtímaleigu í einu eða tvennu lagi er nýinnréttað 155 m2+ 25 m2 skrifstofuhúsnæði við Tryggvabraut, Akureyri. Húsnæðið er einn- ig til sölu á mjög góðum langtímakjörum. Nánari upplýsingar í síma 96-26600/Gunnar. MA-fagnadur 16. júní Að kvöldi hins 16. júní verður haldinn í íþróttahöll- inni á Akureyri fagnaður afmælisárganga frá MA með svipuðu sniði og var síðasta ár. Fagnaðinn sitja eins árs, 5, 10, 15, 20, 25, 30, 40 og 50 ára stúdent- ar. Aðrir eldri stúdentar frá MA og aðrir þeir, sem áhuga hafa, eru velkomnir til fagnaðarins meðan húsrúm leyfir. Hann hefst kl. 18.00 með fordrykk, um kl. 19.00 hefst borðhald og dagskrá og frá kl. 23.00 verður stiginn dans. Miðaverð er kr. 4.000,- og inni falið í því er fordrykkur, þríréttuð máltíð, margþætt skemmtidagskrá og dans. Veislustjóri verður Pétur Pétursson, læknir. Aðsókn afmælisárganganna hefur verið afar mikil svo einungis lítið er eftir af miðum. Þeir, sem áhuga hafa, geta pantað meðan miðar endast í: Bókaversluninni Eddu, Hafnarstræti 100, 600 Akureyri, s. 96-24334. Pantaða miða skal síðan sækja og greiða í anddyri íþróttahallarinnar þann: 14. júní kl. 13.00-18.00 eða 15. júníkl. 13.00-18.00 eða 16. júní kl. 10.00-16.00. Athugið að fjöldi lausra miða er takmarkaður og miðar verða ekki seldir við innganginn. Framkvæmdanefndin. ákveðið að fyrirtækið yrði gert upp. Að því loknu yrði metið hvert framhaldið yrði, en líklegasta nið- urstaðan væri sú að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Forsaga þessa máls, er sem kunnugt er uppsögn eins hluthaf- ans, T. Skretting AS í Noregi, á samstarfssamningi við ístess, en norska fyrirtækið ætlar sjálft að selja fiskafóður í Færeyjum. Stór hluti framleiðslu ístess hefur verið seldur á Færeyjamarkaði þannig að við uppsögn samningsins í síðasta mánuði var fótunum kippt undan ístess. T. Skretting þótti engum tilgangi þjóna að ræða frek- ar við ístessmenn um uppsögn samstarfssamningsins og því hefur niðurstaða málsins orðið sú að fyr- irtækið verður gert upp og mun Guðmundur væntanlega óska eftir því við bæjarfógeta í dag, fimmtu- dag, að það verði gert. Hann sagði að unnið væri að undirbúningi að stofnun nýs fyrir- tækis um fóðurframleiðsluna og að væntanlega yrði rætt við núver- andi hluthafa í fyrirtækinu, að T. Skretting vitanlega undanskildum. Núverandi hluthafar eru Akur- eyrarbær, Kaupfélag Eyfirðinga, Hraðfrystistöð Þórshafnar og Byggðastofnun. Hugmyndin er að hjá nýju fyrir- tæki, sem stofnað yrði upp úr ís- tess starfi tæplega tíu manns, sem er um helmingur þess starfsfólks sem nú hefur atvinnu hjá ístess. Búið var að endurskipuleggja fóð- urframleiðsluna með það að markmiði að lækka verðið og mun hið nýju fyrirtækið starfa í þeim anda, en að auki mun það losna við að greiða leyfisgjald, sem greitt var til T. Skretting þannig að Guðmundur bjóst við að unnt yrði að bjóða fóður á mun lægra verði í framtíðinni en nú er. „Við höfum orðið vör við að fiskeldisfyrirtæki vilja gjarnan vera í viðskiptum við okkur varðandi fóðurkaup og svo verður eflaust áfram í kjölfar þess að við getum boðið betri verð og kjör en áður,“ sagði Guðmundur. SJALLINN Nýr staður á gömlum grunni. VIÐ OPNUM UM HELGINA 14. júní: Uppselt í mat. Húsið opnar kl. 23,30. Hljómsveitin Rokkbandið. 15. júní: Kvöldv. og dansleikur. Hljómsv. Namm og Júlíus Guðmundss. 16. júní: Kvöldverður og dansleikur. Hljómsveit Ingimars Eydal. 17. júní: Kvöldverður og dansleikur. Hljómsveitin Rokkbandið. Matseðill 15. og 16. júní Forréttur: Frönsk piparávaxtasúpa Aðalréttur: Gráðostfylltur lambahryggur m/Madeirasósu og fylltri kartöflu. Eftirréttur: Marineraðir ferskir ávextir m/Sabayonsósu. Þjóðhátíðarmatseðill 17. júní Forréttur: Blandaðir sjávarréttir í smjördeigsbáti. Aðalréttur: Gljáður svínahamborgarahryggur m/rauðvínslegnum ananas og karamellukartöflu. Eftirréttur: Krókantegg á súkkulaðisósu. Kvöldverður og dansleikur aðeins kr. 2.900,- Borðapantanir í síma 96-22770. Eldri stúdentar rif jið upp gamlar og góðar minningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.