Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991 Ágreiningur um hvert eðli- legt tímakaup á að vera - segir húsameistari um reikninginn vegna skjaldarmerkis íslands HÚSAMEISTARI ríkisins segir að ágreiningurinn vegna reiknings frá Járnsteypunni sé um hvert eðlilegt tímakaup fyrir myndskurð eigi að vera. Alþingi hefur greitt tæpar 500 þúsund fyrir gerð móta af skjaldarmerki Islands, sem setja átti á svalir Alþingishúss- ins. Reikningurinn sem Járnsteypan sendi hljóðaði uppá kr. 1.098.508 og neitar Alþingi að greiða hann. Lögmaður Járnsteyp- unnar hefur stefnt Alþingi og lítur á greiðslu Alþingis sem hluta- greiðslu. Morgunblaðiö/Sig.Jóns. Hörður Sigurjónsson frummótasmíðameistari á verkstæði sinu með mótið af skjaldarmerki íslands. „Við fengum reikning sendan frá Alþingi sem við skoðuðum og yfirfórum og töldum þá að það tímagjald sem myndskurðarmað- urinn tók sér væri hærra en það sem við höfðum átt von á. Ágrein- ingurinn er um hvert eðlilegt tíma- kaup þessa fagsviðs á að vera,“ sagði Garðar Halldórsson húsam- eistari ríkisins í samtali við Morg- unblaðið. „Viðmiðunargrundvöllur minn var að verkið kostaði tilbúið til uppsetningar, með lituðum fána, 1.100 þúsund og voru það efri mörkin. Mótið sjálft átti að kosta 700 þúsund í þessari viðmiðun. Allt var þetta munnlegt og skýrt tekið fram að einungis væri um grófar viðmiðunartölur að ræða og virðisaukaskattur (VSK) var ekki ræddur í þessu sambandi, enda eru öll verð sem ég gef upp án VSK,“ segir Hörður Siguijónsson frum- mótasmíðameistari sem vann öll mót vegna þessa verks en Járn- steypan hf átti að steypa skjaldar- merkið úr kopar í þeirri stærð sem embætti húsameistara ríkisins bað um. Tilbúin að skila verkinu á verði innan efri marka viðmiðunar „Reikningurinn sem ég sendi Járnsteypunni, en allir mínir reikn- ingar. fara í gegnum skrifstofu fyrirtækisins, hljóðaði uppá 840.320 krónur auk 205.878 króna í VSK, samtals kr. 1.046.198 fyrir mótið sjálft, sem fór nokkuð fram úr viðmiðunni. Ég og Járnsteypan lýstum okkur tilbúin á sínum tíma til að að skila merkinu, steyptu og lituðu, tilbúnu til uppsetningar á verði sem er innan við efri mörk viðmiðunargrundvallarins, en Al- þingi neitar að greiða reikning- inn,“ segir Hörður. Járnsteypunni barst þó ávísun frá Alþingi uppá tæpar 500 þús- und, en húsameistari ríkisins telur tímagjald Harðar, 2.280 krónur í jafnaðarkaup, of hatt og vill miða við laun iðnaðarmanna á trésmíða- verkstæði sem höfðu 767,02 krón- ur í dagvinnukaup á þessum tíma. Hann segir því að verkið eigi að kosta kr. 477.621 með VSK. Þessp vilja Járnsteypan og Hörður ekki una og hafa því stefnt Alþingi. Ávísunina sem Alþingi sendi hefur Járnsteypan innleyst og lítur á hana sem hlutagreiðslu. Hörður sagði að hann hafí þegar greitt 205.878 krónur í VSK af þeim reikningi sem hann sendi Alþingi. Hann vildi líka taka fram að hann væri með mjög dýrar vél- ar á mótasmíðaverkstæði sínu og launataxti hans væri samkomulag við Járnsteypuna frá árinu 1988 og miðað við útselda vinnu á vél- smíðaverkstæði. Ekki talað um ákveðið gjald fyrir unna tíma „Það var ekki samið fyrirfram um tímagjaldið, en munnleg áætl- un lá fyrir og ákvörðun um að láta vinna verkið var tekin á grund- velli hennar. Þar var talað um ákveðna upphæð, en ekki um ákveðið gjald fyrir unna tíma. Við miðuðum við útselt tímakaup iðn- meistara af öðrum gerðum því myndskurður er viðurkennd iðn- grein og okkur fannst þetta eiga heima þar. Það getur vel verið að hann fái viðurkennt með dómi að hans svið eigi að flokkast annars staðar, en það er þá önnur skoðun en við höfum. Forsvarsmenn Al- þingis ákváðu síðan að greiða inná þennan reikning þá upphæð sem við töldum engan ágreining vera um og síðan hef ég ekki fylgst með málinu, það hefur verið hjá Alþingi," segir Garðar Halldórsson húsameistari. „Við óskuðum eftir tilboði í upp- hafí en gátum ekki fengið það vegna þess hversu sérhæft verk- efni þetta er,“ sagði Garðar. Hann sagðist ekki hafa rætt við Hörð um að það væri í lagi að fara fram úr kostnaðaráætluni, það hafi ver- ið einhver annar starfsmaður stofnunarinnar. „Þetta hófst með því að menn frá húsameistara ríkisins leituðu til mín um mánaðamótin júlí/ágúst 1990 og báðu mig að athuga hvort þetta væri mögulegt og einnig vildu þeir fá einhverjar hugmyndir um hvað þetta myndi koáta,“ segir Hörður. „Tímamörkin voru mjög knöpp því ég átti að .skila verkinu fyrir þingsetningu og mótin urðu að vera tilbúin ekki síðar en 26. sept- ember. Ákveðið var að hafa fánann í lit og það þarf að vera varanleg- ur litur sem er innbrenndur á kop- arinn sem skjaldarmerkið átti að vera steypt úr. Ég fann aðila sem gat séð um litunina og hann áætl- aði að það myndi kosta um 100 þúsund krónur. Málin þróuðust síðan þannig að ég var beðinn um að saga merkið út úr masoníti til að hægt væri að skoða það á svölum Alþingis- hússins, en þar mun því hafa verið ætlaður staður. Einn forseta þings- ins og menn frá húsameistara ríkisins voru viðstaddir þegar þetta var gert. Skömmu síðar var ég kallaður á fund húsameistara og mér falið verkið. Ég fékk teikningu af skjaldarmerkinu á A-3 örk og byrj- aði á að stækka hana upp í fulla stærð, sem er 1,20 m á hæð, og gera gráskyggnu til að fá merkið í þrívídd, en mér var tjáð að slík teikning væri ekki til af merkinu. Smíðina hóf ég síðan 25. ágúst og til að standast þau knöppu tíma- mörk sem mér voru sett réði ég mér myndlistarmann og vann hann í 78 klukkustundir við verkið auk þess sem ég tók mér frí í vinnu minni og einbeitti mér að þessu verki," segir Hörður. Embætti húsameistara fylgdist ekki með hvernig verkið gekk Hann segir að rætt hafi verið um að menn frá húsameistara fylgdust með smíði verksins en þeir hafi aldrei komið til að skoða hvernig gengi þrátt fyrir að hann hefði samband við þá eftir því sem vættir merkisins tóku á sig mynd. „Tveir menn frá húsameistara komu þegar mótin voru svo til fullkláruð og gerðu þeir eina at- hugasemd og lagfærði ég merkið í samræmi við það. Verkinu skilaði ég síðan 24. september. Vissu að ég færi fram yfir viðmiðunargrundvöllinn Þegar ég var kominn nokkuð á veg sá ég að ég færi framúr munn- legum viðmiðunargrundvelli sem ég hafði sett fram varðandi kostn- að og hafði því samband við starfs- mann húsameistara. Hann tjáði mér að þetta væri svo lítið frávik að það væri engin fyrirstaða. Ein meginástæðan fyrir því að ég fór fram úr viðmiðunnin var að ég gat ekki fengið hentugasta efnið til að vinna með og varð því að nota harðara efni sem er mun þyngra í vinnslu. Ég hafði gert starfs- mönnum húsameistara viðvart um þetta áður en verkið hófst. Eftir að húsfriðúnarnefnd komst í málið var haft símasamband við mig og ég beðinn um að hafa ekki hátt um hvað ég væri að gera, en verkið var ekki stöðvað. Járnsteypan fékk síðan bréf frá húsameistara þar sem sagði að stöðva ætti verkið, en þá var smíði vel á veg komin. Aðeins átti eftir að setja það saman og ganga end- anlega frá því. Starfsmenn húsa- meistara féllust á að ljúka verkinu því betra væri að eiga fullklárað skjaldarmerki en hálfkarað fyrir mikla fjármuni," segir Hörður. Lögmaður Jámsteypunnar seg- ist hafa staðið í stappi við að fá reikninginn greiddan frá því upp úr áramótunum og allt hafi verið reynt til að leysa málið. Það tókst hins vegar ekki og J)ví var ákveðið að stefna Alþingi Islendinga. Friðrik Olafsson skrifstofustjóri Alþingis segir að málið sé nú fyrir dómstólum og ríkislögmaður fari með það fyrir hönd Alþingis. Hann benti á að Alþingi bæri eins og öðrum ríkisstofnunum að verja fé sínu á skynsamlegan hátt og færi því ekki að borga reikninga sem væru langt fyrir ofan sanngirnis- mörk. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. 12/220 VOLTA SJÓNVARPSTÆKIN FRÁ HEIMILISTÆKJUM FLAKKARINN Tilvalið tæki á skrifstofuna, í bílinn, bátinn, gott sem „monitor“ fyrir myndbandsupptökuvélina og tölvuleikina. • 13 cm hágæða litaskjár „Monitor" • Innbyggt AM/FM sterio útvarp og segulband • Stafræn klukka með vekjara • 220 volt eða rafhlöður 12 volt • 12 volta bílasnúra fylgir. SKINANDI SJÓNVARP í BÚSTAÐINN 14 tommu litasjónvarp með fjarstýringu og 12/220 volta spennubreyti. Hefur alla kosti stóru tækjanna. I I Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 'ó samKÚufuiH (Upefléch 'snmmni Hágæða 10 tommu litaskjár, myndband (afspilun) og fullkomin fjarstýring. 12/220 V. • TYP-002 SUPERTECH • 10 tommu hágæða litaskjár • leitari með minni • Fullkomið afspilunartæki • „lnfra-rauð“ fjarstýring • Allar aðgerðir sjást á skjánum • Stærð B:270 H:310 D:310 mm. FRÁBÆRI FERÐAFÉLAGINN illiiltlillilllillllll 111! II f iii 111SI i il i 1 í i iliii iÍÍUUiiiJlliii jfjiiiilii U JliillUlliiill Wí uCi' Yö -líílú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.