Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JUNI 1991 37 Velferð geðsjúkra eftirPálma Órn Guðmundsson Góðir hálsar, ég er staddur nú þegar þessi grein er rituð á kaffi- húsi geðsjúklinga sem heitir Geð- hjálp og er við Hallærisplan á 2. hæð. Hér er saman kominn hópur ungs fólks og er ekki að sjá á fram- komu viðstaddra að hér séu saman komnir geðsjúklingar. Er ég ákvað að skrifa greinina spurði ég við- stadda hveiju þeir vildu koma á framfæri við þjóðina og stóð ekki lengi á svari. Ein stúlka sagði að það væri skortur á, eða réttara sagt, þá viljum við umgangast hina heil- brigðu þjóðfélagsþegna hér í Reykjavík í enn ríkari mæli. Hér er nóg kaffi á boðstólum mjög ódýrt eða aðeins 60 kr. ómælt allan dag- inn. Geðhjálp er einsog áður sagði við Hallærisplanið í Veltusundi 3 á annarri hæð. Er það ósk okkar hér, að ungar stúlkur sem leiðist kannski tilveran í augnablikinu og menn eða bara hver sem er og les þessa grein um velferð geðsjúkra, komi og vitji okkar og njóti hér þeirra veitinga sem eru á boðstól- um. Jesús Kristur meistari vor sagði: „Þér vitjuðuð mín þegar ég var einn. Þér vitjuðuð mín þegar ég var í fangelsi, mikil munu laun ykkar.“ Umræða var um mál geðsjúkra fyrir kosningar og blásið upp það sem ætti að gera þeim til hjálpar eftir kosningar og fór þar Alþýðu- flokkurinn fremstur í flokki. Það er þeim flokki að þakka að örorku- styrkur er veittur, en betur má ef duga skal og mætti vel hækka styrkinn upp í 70.000 kr. nú þegar þeir eru komnir til valda og standa þannig við gefin loforð. Hækka ör- Pálmi Örn Guðmundsson „Eða réttara sagt, þá viljum við umgangast hina heilbrigðu þjóðfé- lagsþegna hér í Reykja- vík í enn ríkari mæli.“ orkustyrkinn. Ég vil undirstrika að öryrkjar sem borga háa húsaleigu af tekjum sínum hafa ekki efni á tveim máltíðum á dag og verða að lifa á súrmjólk og slíku og nú þeg- ar ekki er lengur unnt að fá fata- styrk hjá Félagsmálastofnun eru „öryrkjar“ ekki lengur færir um að fata sig. Höfunduv er Ijóðskáld. Samband íslenskra harmoníkuleikara: Tónleikar víða um land í tilefni tíu ára afmælis ' SAMBAND íslenskra harmoníku- unnenda efnir til tónleika víða um land dagana 14. til 23. júní í tilefni af tíu ára afmæli sam- bandsins. Tónleikar verða haldn- ir í Reykjavík, Akranesi, Akur- eyri, ísafirði, Egilsstöðum, Þin- geyjarsýslum og Austur-Land- eyjum. A tónleikunum munu koma fram, auk íslenskra hljóð- færaleikara, fjórir sænskir harmoníkuleikarar. Fyrstu tónleikarnir, sem Sam- band íslenskra harmoníkuunnenda efnir til í tilefni af tíu ára afmæli sínu, verða haldnir í Danshúsinu Glæsibæ þann 14. júní. Þann 15. verða tónleikar á Akranesi og 16. júní á Akuréyri. Á ísafirði verður efnt til tónleika þann 18., á Egils- stöðum 21. og í Þingeyjarsýslum 22. júní. Lokatónleikarnir verða haldnir í Gunnarshólma í Austur- Landeyjum 23. júní. Wterkurog k-/ hagkvæmur auglýsmgamiöill! Svíarnir fjórir, sem koma munu fram á tónleikunum eru Anders Larson, Anika Anderson, Sigrid Öjefeldt og Conny Báckström. í fréttatilkynningu frá Sambandi ís- lenskra harmoníkuunnenda segir, að Anders Larson, sem er 18 ára að aldri, sé talinn einn besti harm- oníkuleikar, sem fram hafi komið í Svíþjóð um langt árabil. Anika Anderson, sem er 17 ára, sé einnig einn efnilegasti harmoníkuleikari Svía. Fram kemur áð hinir harm- onkuleikararnir, Sigrid Öjefeldt og Conny Báckström, sem eru 29 og 45 ára, hafi einnig leikið á hljóðfær- ið frá unga aldri og njóti virðingar fyrir leik sinn. L.fí. m DAGAR í dag, á morgun og laugardag höldum vlð LA Gear daga og í því tilefni bjóðum við 15% afslátt af öllum LA Gear skóm. Látið ekki happ úr hendi sleppa og tryggið ykkur par fyrir 17. júní. VISA-EURO Laugavegi 62 Sími 13508 SENDUM í PÓSTKRÖFU MAZDA þjónustan er hjá okkur! FÓLKSBÍLALAND H.F. Fosshálsi 1, (Bílaborgarhúsinu) Sími 67 39 90 LAjCTACYD Jyrirviðkvœman hársvörð Lactacyd hársápan verndar hársvörðinn og ver hann þurrki, jafnframt því sem hún vinnur gegn ■ H ertingu og flösumyndun ■ Lactacyd hársápan er mild og hefur hina góðu eiginleika Lacta- cyd léttsápunnar og inniheldur auk þess hárnæringu sem mýkir . aaacvö tefSag1 hárið og viðheldur raka þess ■ wmmm ‘ Lactacyd liársápan fæst með og JST án ilmefna í helstu stórmörk- - .rrsiw*. uðum og að sjálfsögðu i næsta apóteki ■ V /3 mm; ' 4'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.