Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 39

Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991 39 lauk. Hana þyfti að meðhöndla á örlítið annan hátt en hér er gert. Ef síldin væri skorin á nettari hátt í stað þessara stóru ferköntuðu. stykkja gæti hún höfðað frekar til neytenda, og jafnvel enn frekar und- ir öðru nafni t.d. tengt víkingum eða þjóðsögn sem tengd væri nafninu og vekti áhuga neytenda. Herring sem er enska nafnið fyrir síld vekur ekki áhuga vegna þess að það minnir á þá síld sem nú þeg- ar er á markaðnum. Nafnbreyting á matvælum getur haft mikil áhrif á söluna. Áhrifaríkasta dæmið um áhrif nafnbreytingar var á nýsjá- lenskum ávexti sem ekki vakti áhuga neytenda fyrr en nafninu hafði verið breytt - í kiwi. Nafn vörunnar virð- ist skipta máli. Það gæti einnig verið hagstætt að kynna íslensk matvæli matreiðsl- umeisturum veitingahúsa og veislu- miðstöðva, þeir gætu fengið hinn almenna borgara til að prófa þær. Það eru margir tilbúnir að prófa fjöl- breyttustu fæðutegundir ef þær eru bomar fram á „köldu borði“. Hinn almenni borgari er ekki líklegur til að prófa nýjar matartegundir án þess að þær hafi verið auglýstar eða vel kynntar. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um bandaríska fram- leiðslu." Hvatning er til neyslu á léttari fæðu - Eiga unnar kjötvömr möguleika á markaði í Bandarikjunum? Jeanne Maraz sagðist telja að paté úr kjötmeti ætti ekki mikla möguleika. í blöðum og tímaritum eru áminningar frá heiibrigðisyfir- völdum um að gæta að því hvað borðað sé. Margar patétegundir hafa innihaldið lifur og rjóma sem nú eru á bannlista vegna mikils kólesteróls. Af þeim ástæðum væri paté úr físki áhugavert. Matvælafyritækið Frostmar er með „paeila" (Blandaður málsverð- ur) sem inniheldur fískmeti og sem mér fannst mjög athyglisverð. Hún er frosin og hana má setja í örbylgju- ofn. Eg hefi ékki séð samskonar vörur á bandarískum markaði. Það er mikilvægt atriði þegar hugað er að útflutningi að varan sé sérstök á einhvern hátt. Annað mikilvægt atriði er að uppi- staðan í þessari vöru er fiskur, hún er af þeim ástæðum hejlsusamleg og í henni eru grjón. Okkur. er nú sagt að borða mun meira af gijónum og kornmeti, brauði og kolvetnum. Paellan er bragmikil og býður einnig upp á möguleika fyrir fólk sem leit- ar eftir tilbreytingu í mat. í Banda- ríkjunum er vaxandi fólksfjöldi af spönskum uppruna. Útivinnandi húsmæður af yngri kynslóðinni myndu án efa hafa áhuga á matvæl- um sem þessum og bæta þá e.t.v. einhveiju við að eigin smekk eins og kryddi eða grænmeti. Paella gæti þannig verið mjög góður sem grunnur að góðum málsverði." Áhugaverðir réttir fyrir bandarískan markað „Fyrirtækið Frostmar er einnig með fiskisúpur sem fallið gætu að bandarískum markaði. Þær eru bragðgóðar og gefa meiri fyllingu en venjulegar súpur og gætu verið hentugar fýrir léttari málsverði. Reyktur lax býður upp á mögu- leika. Ef bragðið og gæði eru í lík- ingu við gæði skoska laxins og verð hagstæðara, þá ætti að vera mikill markaður fyrir þessa framleiðslu á bandarískum markaði. Bandarískir neytendur hafa meiri áhuga á þétt- holda Atlantshafslaxi en Kyrrahafs- laxi sem hefur lausara fiskhold og er ekki hægt að reykja með sama árangri og Atlantshafslaxinn. Sko- skir laxaframleiðendur láta pakka af sósuefni oft fylgja með i umbúðum laxins á bandarískan markað, til hagræðis fyrir neytendur. Það gæti verið áhugavert fyrir íslensk fyrir- tæki. Lax er mjög vinsæll hjá neyt- endum og þeir myndu neyta hans oftar ef verðið væri lægra. (Verð á reyktum laxi á bandarískum mark- aði er allt að 28 dollara pundið.) Ég tel að laxinn myndi seljast vel ef verðið væri ekki hærra en 15-16 dollara á pundið.“ Markaðssetning íslenskra matvæla - Hvað geta íslendingar gert tii að vekja áhuga kaupenda á vör- unni. Eru umbúðir mikilvægar? „í Bandaríkjunum eru þijár teg- undir matvælamarkaða," sagði Jeanne Maraz, „fyrst eru það stór- markaðir og þá minni sérverslanir og síðan kemur breitt markaðssvið sem er matarþjónustan. Þar eru stór- ir aðilar eins og matreiðslumeistarar hótela og veitingastaða, og aðilar sem sjá um að útbúa mat og selja til smárra og stórra aðila eins og sjúkrahúsa, flugfélaga, skipafélaga, íþróttaklúbba sem hafa veitingstaði o.s.frv. Fyrir þessa hópa eru' umbúð- ir ekki aðalatriðið. Þar er það stærð og magn sem skipta máli. Umbúðir eru talsvert mikilvægar um matvæli fyrir stórmarkaðina og sérverslanirnar. í tengslum við þann markað gæti verið mikilvægt að gera ráð fyrir að viðskipavinirnir fái að smakka vöruna. Annað stuðn- ingsefni þarf að vera til staðar eins og blöð með uppskriftum eða auglýs- ing á veggspjaldi í versluninni sem vekur athygli neytenda og örvar þá til að prófa viðkomandi vöru. Ný matvæli sem sett eru á mark- að fara venjulega fyrst í litlu sér- verslanirnar. Þar er nýjum matvör- um sýndur meiri áhugi og þar eru þær kynntar viðskiptavinum. í þess- um verslunum eru matvæli settar á áberandi staði í hillum, vörurnar eru hreyfðar til í versluninni til að vekja að á þeim athygli. I þessum verslun- um eru kynningar, viðskiptavinirnir fá að smakka á matvælunum og þeim eru gefnar ábendingu um það hvernig best sé að nota þau og fella að eigin matargerð. Það er því nauð- synlegt að í verslununum séu til góðar upplýsingar sem starfsfólkið getur notað til að kynna vöruna." Markviss markaðssetning eykur sölu vörunnar Jeanne Maraz sagðist telja að til að ná árangri í sölu þá þurfi seljend- ur matvæla að fara þessa leið í markaðssetningu. Framleiðendur gera sér ljóst að kynning á matvæl- um er nauðsynleg, neytendur verða að fá að smakka vöruna til að fá áhuga á henni. Slík kynning er ávinningur allra. Neytendur kynnast vörunni, hún vekur athygli á fram- leiðslufyrirtækinu. Kostnað af kynn- ingu verður að reikna inn í verð vörunnar. í Bandaríkjunum hefur komið fram, að ef fyrirtækin láta uppskriftir á umbúðir vörunnar eða gefa þær á lausum blöðum sem liggja frammi í versluninni jafnframt kynningu, þá eykur það söluna. „Það gæti einnig verið mikilvægt fyrir seljendur matvæla héðan að gera sér ferð og skoða matvælaversl- anir á markaðssvæðinu og sjá hvaða vörur eru á markaði og ræða við aðila úr matvælaþjónustunni og fá upplýsingar frá þeim beint. Seljend- ur þurfa að kynna sér óskir kaup- enda og kanna hvaða kröfur eru gerðar til vörunnar og hvernig stað- ið er að markaðssetningu matvæla.“ Einstakt tækifæri íslendinga til að koma vörum á markað Jeanne Maraz sagði að lokum: „Þið hafið margt sem aðrir hafa ekki, þið hafið hreinna umhverfi fram yfir önnur lönd. Bandarískir neytendur eru sér mjög meðvitaðir um umhverfisvernd og hafa miklar áhyggjur af mengun í umhverfinu, ekki síst í vötnum og við strendur. Því munu kaupendur físks vilja vita hvaðan hann sé kominn áður en þeir kaupa hann. Umhverfisvernd, hreint umhverfi og ómenguð mat- væli eru stöðugt að verða mikilvæg- ari í hugum neytenda. Þið hafið því einstakt tækifæri til að koma vörum ykkar á framfæri á markaðnum." Texti: Margrét Þorvaldsdóttir P|:.WíimI©ws 3.0 ítarlegt námskeið í notkun á valmyndakerfinu Windows 3.0. „ Vönduð kennslubók á íslensku fylgir. ,* í, Næsta námskeið er að hefjast. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. 4 'Vy- ' Ath.: VR og fleiri stéttarfélög styrkja sína aðildarfélaga. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, sími 91-687590 fyrir Charbroiled ajtjsA" 3'J A Steikhús Suðurlandsbraut 4 ® 38550 ásamt líipu og iyninibns, með fersku garðsalati og ótal tegund- um af öðru grænmeti. Charbroiled þýðir glóðarsteikingu yfir opnum eldi, sem gefur steikinni sérstakt bragð, betra en þú átt að venjast. Hálft gjald fyrir börn 6-12 ára og ekkert fyrir þau yngri. Fyrir foreldra og tvö börn t.d. 12og5ára Það er ódýrara en að elda jafngóða máltíð heima. Svo höfum við barnahorn með skemmtilegum leikföngum, sem hafa ofan af fyrir smáfólkinu meðan for- eldrarnir borða. ASKUR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.