Morgunblaðið - 13.06.1991, Page 40
40
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þótt fjárhagshorfumar vænk-
ist hjá hrútnum í dag hættir
honum til að gerast of eyðs-
lusamur. Dómgreindin getur
rokið út í veður og vind þegar
hann fer út að versla.
Naut
(20. apríl - 20. maí) Itfó
Nautinu finnst einhver nákom-
inn sér heldur nöldrunarsamur
í dag. Maki þess er heldur
stuttur í spuna og ýmsar tafir
hijá það í starfinp. Það fær
góðar fréttir úr fjarlægð.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 5»
Tvíburanum þykir aðrir gera
svo mikiar kröfur til tíma hans
að lítið’’ olnbogarými sé fyrir
hann sjálfan. Hann hefur
glögga sýn á fjármálin, en
gæti orðið fómarlamb einhvers
misskilnings í kvöld.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) *f8
Krabbinn verður að draga úr
þátttöku sinni í féiagslífinu
vegna aukavinnu. Fyrir þá sök
hættir honum til að fara offari
þegar hann loks lætur eftir sér
að fara út á lífið.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Innsæi ljónsins er eins og best
verður á kosið í dag þó að það
komi ef til vill litlu i verk. Það
ætti ekki að blanda saman ieik
og starfi.
Meyja
(23. ágúst - 22. scptembert
Einhver í fjölskyldunni getur
ekki fylgt meyjunni eftir. Hún
ætti að sinna áhugamálum
sínum betur en hún hefur gert
undanfarið.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Vogin er með allt á hreinu
heima fyrir, en ekki er laust
við að þokubakka dragi upp í
fjármálunum. Félagslífið verð-
ur með daufara móti í kvöld.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember) 9110
Sporðdrekinn ætti að taka
mark á innsæi sínu því að þá
getur hann komist af við ná-
kominn aðila. Stundum getur
verið meira virði að vera sam-
vinnuþýður en fá sínu fram-
gengt í einu og öllu.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember)
Bogmanninum er meinilla við
að fá óumbeðnar leiðbeiningar,
einkum þegar hann þykist vita
hvert stefna skal.
Steingeit
(22. des. - 19. janútyj m
Efasemdir steingeitarinnar um
eigið ágæti kunna að fylla
hana óvissu um ástarsamband
sitt. Hún gæti gert mistök
núna.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Vatnsberanum býðst tækifæri
til að ráðstafa tíma sínum að
eigin vild. Hann ætti að gæta
skapsmuna sinna vel í kvöld.
Fiskar
*T19. febrúar - 20. mars)
Þó að vinur fisksins skilji hvert
hann er að fara hjáipar það
Iítið meðan flesta aðra skortir
skilning á því. Hann verður
að hafa biðlund.
Stjörnuspána á að lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staðreynda.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991
DÝRAGLENS
JfME> E/ZO 1
STJöZHUeNAft
JMARGAtZ.? J
.. e/NS MAesAe ös sano.
KOtZNiN '/) Öt.t-C)rU1 SrecÍND-
om og ey&/ ódö/sfcoAi og
HrlESBOTNOM TÖLLOAi
HEl/VUNUM J
~(SÆJt MUNAÐ FtAH/vt PfZÖ
SeNTV/U !a HOOfZN t/EG .
©1991 Tribune Media Services. Inc.
FERDINAND
SMÁFÓLK
Ég verð að segja Biblíusögur á Ég var að hugsa um Daníelsbók 49.
sunnudagsmorguninn ... vers.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Lesandinn er í dómarahlut-
verki þessa dagana. Nú skulum
við líta á sagnir samkvæmt
Standard-kerfinu og reyna að
meta hvað fór úrskeiðis.
DÆMI 1:
Vestur
♦ K104
VKD3
♦4 I
♦ AKD10521
Austur
♦ ÁD863
V 754
♦ G53
♦ 43
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf 1 spaði
3 lauf Pass
Fjórir spaðar eru bersýnilega
fyrirtaks samningur. Hvað fór
úrskeiðis og hvor á sökina?
DÆMI 2:
Vestur
♦ 76
VÁD
♦ ÁD953
♦ ÁG53
Austur
♦ K10543
V 953
♦ G10
♦ KD2
Vestur Norður Austur Suður
1 tígull 1 spaði
2 lauf Pass
Hér eru þijú grönd líkleg til
að vinnast. Hvor á sökina í þetta
sinn?
DÆMI 1. í Standard-kerfinu
er stökk opnara í eigin lit ekki
krafa, þó að vissulega sýni sögn-
in sterk spil. Hér á opnarinn
hreinlega of góðan spaðastuðn-
ing til að gefa makker færi á
passi. Besta sögn hans er fölsk
vending í 2 hjörtu, sem er krafa.
Austur endursegir spaðann og
þá er eftirleikurinn auðveldur.
DÆMI 2. Opnun í Standard
liggur alveg frá 12 og upp í 20
háspilapunkta. Sem þýðir að
svarhönd heldur oft sögnum á
lífi með veik spil. Opnari verður
því að spara stökkin undir bul-
landi hámark og láta náegja að
segja tvo í nýjum lit með allt
upp í 16-17 punkta. Austur á
að vera vakandi fyrir þeim
möguleika og breyta 2 laufum í
2 tígla. Kannski er hann að fara
í verri bút, en á móti kemur að
vestur fær annað tækifæri til
að tjá sig. Það notar hann til
að segja 2 grönd og þá er leiðin
íjreið í þijú.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opnu móti i Bad Ragaz í vor
sá þessi langa og glæsilega flétta
dagsins ljós í viðureign Svisslend-
inganna Fleischmann og alþjóða-
meistarans Andreas Huss
(2.340), sem hafði svart og átti
leik. Hvítur lék síðast millileiknum
17. Rc6 — e5 og setti á svörtu
drottninguna á g6.
17. - Rxf2+I, 18. Hxf2 - Dg3,
19. Hfl - Hxe5I, 20. Rxe5 -
Bxh3!, 21. Dxd5 - Be6, 22. De4
(Valdar máthótun á h4 og er heil-
um hrók yfir, en svartur á glæsi-
legt svar:) 22. - Bd5!!, 23. Hf3
- Dxf3, 24. Bxf3 - Bxe4, 25.
Hel - Bxf3, 26. Hxe3 - Bd5.
Fyrir þessi stórkostlegu tilþrif
hefur svartur haft éitt lítið peð
upp úr krafsinu og komist út í
unnið endatafl. Meðan á svipting-
unni stóð lék hann öllum mönnum
sínum í dauðann nema hróknum
á a8.