Morgunblaðið - 13.06.1991, Page 44

Morgunblaðið - 13.06.1991, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991 —H ) .—r-!—r— ■■ ■ ' . . -—l t Systir okkar, KRISTlN GUÐBRAIMDSDÓTTIR, lést í sjúkrahúsi Suðurlands að morgni miðvikudagsins 12. júní. Systkini hinnar látnu. t INGIBJÖRG ÞORSTEINDÓTTIR frá Aðalbóli i Hrafnkelsdal, Snorrabraut 58, Reykjavík, andaðist þann 10. júní. Fyrir hönd vandamanna, Þorsteinn Kristinsson. t Ástkær dóttir okkar, DÓRATHORBERG ÞORSTEINSDÓTTIR, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Þorsteinn Þorsteinsson, Edith Thorberg Traustadóttir, Sigurður Brynjólfsson. t Móðir okkar, UNA JÓNSDÓTTIR, Hjarðarhaga 33, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum TO. júní. Dætur hinnar látnu. t Eiginmaður minn, YNGVI MARKÚSSON, Oddsparti, sem lést 5. júní sl., verður jarðsunginn frá Þykkvabæjarkirkju laug- ardaginn 15. júní kl. 14.00. Sigríður Magnúsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNHILDUR BENDER, Bólstaðarhlíð 46, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 14. júní, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á heima- hlynningu Krabbameinsfélags íslands. Gunnar Bender, Ingvar Júlíus Bender, Guðríður Anna Jóhannsdóttir, Petra og Anton Bender. t Móðir okkar, JÓHANNA GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Fossheiði 62, Selfossi, fyrrum húsfreyja á Eystri Loftsstöðum, verður jarðsungin frá Gaulverjabæjarkirkju laugardaginn 15. júní kl. 13.30. Börn hinnar látnu. Ema Asgeirs- dóttir - Minning Fædd 18. maí 1932 Dáin 5. júní 1991 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. j(V. Briem.) Kallið kom til minnar elskulegu vinkonu Ernu, 5. júní sl. eftir erfiða legu í Landspítalanum í Reykjavík, og síðasta mánuðinn þyngdi henni svo, að börn hennar og Asa systir hennar vöktu yfir henni uns jarð- neska stríðinu lauk. Erna fæddist í Reykjavík 18. maí 1932 en fluttist til Akureyrar með foreldrum sínum er hún var 10 ára að aldri. Foreldrar Ernu voru sæmdarhjón- in Theodóra Tómasdóttir og Ásgeir Árnason, síðar yfirvélstjóri á Hamra- feliinu, er þá var stærsta skip Sam- bandsins, en Ásgeir heitinn lést langt um aldur fram aðeins 58 ára er skip hans var statt út í Gíbraltar. Theodóra kona hans var einnig ung að árum er hún kvaddi þennan heim, aðeins 63 ára gömul. Þau eignuðust fimm börn, látin eru Tómas er var elstur af systkin- unum, Kolbrún og nú síðast Erna, eftir lifa þær Svanhildur og Ásgerð- ur sem var yngst af hópnum, öll voru börnin mesta efnisfólk. Þau hjón fluttust til Akureyrar er Ásgeir gerðist meðeigandi I vél- smiðjunni Odda á Akureyri, og eig- inmaður minn, Kristján, fór í nám þar í fjögur ár og útskrifaðist þaðan sem vélvirki árið 1949. Ég þekkti því fjölskyldu Ernu mjög vel, og oft var komið í kaffisopa hjá Theu. Erna giftist ung að árum Jóni Kr. Vilhjálmssyni rafvirkjameistara, eignuðust þau fjögur börn. Elst er Fríða Margrét, gift í Reykjavík, á hún þijú börn, Vilhjálmur, giftur indverskri konu og eiga sex börn, þau búa á Indlandi, Valgerður, gift í Reykjavík, hennar börn eru tvö, yngstur er Ásgeir og býr einnig í Reykjavík. Öll hafa börnin verið for- eldrum sínum til sóma og staðið við hlið móður sinnar í blíðu og stríðu. fjölskyldur okkar urðu síðan ná- grannar í mörg ár í Helgamagra- strætinu, þar bjó margt barnafólk og var oft glatt á hjalla í hverfinu. Konurnar voru mikið heima hjá börnum sínum í þá daga og litu inn hver hjá annarri, jafnvel voru stofn- aðir spilaklúbbar, og áttum við til að grípa í spil á sumrin þó sól væri úti, meðan börnin voru að leik. Erna sem átti afrnæli í maí hélt okkur alltaf mikla og fína kaffi- veislu, ekki gleymir maður góðu tert- unum hennar Ernu, sem var svo mikil húsmóðir. Margt af þessum nágrönnum er komið yfir móðuna miklu og blessuð sé minning þeirra. En börn þessa fólks hafa skilað sér vel út í þjóðfélagið, og fyrir það ber að þakka, en það hefur óneitan- lega hljóðnað í Helgamagrastrætinu nú undanfarin ár, gatan er ekki leng- ur eins barnmörg og hún var, en tímarnir breytast. Fyrir sextán árum flutti Erna til Reykjavíkur, en þau hjón slitu þá samvistum, bjó hún fyrstu árin hjá frænda sínum í Kópa- vogi og síðar hjá systur sinni, Ás- gerði, og mági, Sæmundi Pálssyni. Vann Erna á þessum árum á Borgarspítalanum eða þar til heilsan fór að gefa sig. Erna var búin að -eignast sína eigin íbuð í Neðstaleiti 2 og bjó hún sér þar notalegt og smekklegt heimili sem hún naut því miður of stutt. Það var ekki langt á rnilli Ernu og tengdamóður hennar, Magneu, er lést fyrir rúmum mánuði á Akur- eyri, það ríkti alltaf mikill kærleikur þeirra á milli og Erna hélt alltaf góðu sambandi við okkur hér, skrapp hingað á sumrin og dvaldi hjá okkur vinum sínum. Ég var stödd í Reykjavík réttri viku fyrir andlát Ernu og áttum við Áslaug dóttir mín stutta stund með henni, er ég þakklát fyrir það. í dag, 13. júní, drúpum við höfði vinir hennar að norðan, sem fylgjum henni síðasta spölinn, en hún verður jarðsett frá Fossvogskapellu. Ég og börn mín vottum börnum Ernu og Jóns innilega samúð okkar og systrunum Ásgerði og Svönu og fjölskyldum þeirra allra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt, (V. Briem.) Ása Helgadóttir Nú er Ema, frænka okkar og mikil vinkona, látin. Ekki er hægt að segja að lát hennar hafi komioð okkur að óvörum. Hún hafði um árabil verið haldin ólæknandi sjúk- dómi, sem æ versnaði nú undir lok- in. En hún bar þennan sjúkdóm af reisn og æðruleysi, svo af bar. Brottför hennar hér úr lífi er þó ótímabær, því Erna unni mjög lífinu og samvistum við börn sin og barna- börn sem og aðra nána ættingja. Hún var sérstaklega frændrækin og vinmörg. Við gerum ráð fyrir, að margir vinir hennar sakni hennar mjög. Hún var mikill höfðingi heim að sækja og eigum við bræður margar góðar minningar af þeim vettvangi. Heimili hennar var sérstaklega róm- að fyrir snyrtimennsku. Erna var fædd í Reykjavík 1932 en ólst að mestu upp á Akureyri. Foreldrar hennar voru Ásgeir Árna- son vélstjóri og kona hans, Theodóra Tómasdóttir. Hún stofnar heimili á Akureyri og giftist 12. desember 1952 Jóni Vilhjálmssyni rafvirkja. Þau skildu og flutti Erna þá suður og bjó í Kópavogi og síðar í Reykja- vík. Starfaði lengi vel við slysadeild Borgarspítalans á rneðan kraftar leyfðu. Þau eignuðust fjögur mannvæn- leg börn, Fríðu Margréti, Vilhjálm, Valgerði og Ásgeir. Þau eru gift nema Ásgeir, sem annaðist móður sína undir lokin ásamt systrum sín- um. Vilhjálmur er kvæntur maður og starfandi á Indlandi. Vegna fjar- lægðar var erfiðleikum bundið að halda nánu sambandi á milli, en Ema gladdist yfir öllum fréttum af syni sínum, tengdadóttur og mörg- um börnum þeirra. Vilhjálmur sendi móður sinni kveðjur við öll tækifæri sem gáfust og sendi henni myndbönd af fjölskyldu sinni, sem gladdi Ernu mjög innilega. Við minnumst hennar með mikl- Útför STEFÁNS BJÖRNSSONAR fyrrum bónda á Grund í Svarfaðardal, . til heimilis á Skíðabraut 7, Dalvík, verður gerð frá Dalvikurkirkju laugardaginn 15. júní kl. 14. Blóm afþökkuð. Líknarstofnanir njóti minningargjafa. Dagbjört Ásgrímsdóttir, Þorsteinn Sv. Stefánsson, Jóhannes Stefánsson, Anna Stefánsdóttir, Björn Stefánsson, Sigurlaug Stefánsdóttir og aðrir vandamenn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRLEIFUR MAGNÚSSON fv. bæjarfógetafulltrúi, Siglufirði, sem lést í Borgarspítalanum laugardaginn 8. júní sl., verður jarð- settur frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 15. júní kl. 11.00. Þ'eim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Herdis Hjörleifsdóttir, Magnús Þ. Hjörleifsson, Jóhanna Hjörleifsdóttir, Þorkell Hjörleifsson, Edda Hjörleifsdóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Kristín Hjörleifsdóttir, Stefán Ólafsson, Giovanna Hjörleifsson, Geir Pétursson, Stefanía Vigfúsdóttir, Viktor Már Gestsson, Páll E. Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. um söknuði og vottum ástvinum hennar okkar dýpstu samúð. Árni Jón, Sigurður, Theodór Áralangri erfiðri og sársaukafullri baráttu er lokið. Hún Erna, sem barðist svo hetjulega fyrir lífi sínu, er fallin í valinn. Við sem hana þekktum vissum að henni þótti hún eiga svo miklu ólokið og því var erfítt að sætta sig við orðinn hlut. En hún gerði sér grein fyrir að hveiju stefndi, og eins og hennar var von og vísa reyndi hún að ganga frá öllum sínum málum áður en kallið kæmi. Nákvæmni og sam- viskusemi voru henni í blóð borin og umhyggja fyrir afkomendum hafði forgang í öllu lífí hennar. Hún fór ekki varhluta af raunum lífsins, en stóð líkt og klettur við sjávar- strönd er brýtur af sér hveija hol- skeflu sem yfir ríður. En við síðasta storminn réð hún ekki, þótt vel og lengi væri barist. Foreldrar Ernu, Ásgeir Ámason, vélstjóri og kona hansj Theódóra Tómasdóttir, fluttu til Akureyrar frá Reykjavík þegar hún var á unglings- aldri. Við urðum nágrannar og fljót- lega var stofnað til vináttu sem aldr- ei rofnaði, þótt stundum væri vík milli vina. Málin þróuðust á þann veg að ég flutti til Reykjavíkur og stofnaði þar heimili en forlögin hö- guðu því svo að við lágum sængur- konur saman á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri árið 1962 og eignuð- umst báðar drengi á sama degi. Síð- ar átti ég eftir að flytja aftur til Akureyrar og búa þar um árabil. Var það mér gleðiefni að vera í ná- lægð við hina góðu vinkonu mína og held ég að sú gleði hafi verið gagnkvæm. Ema giftist Jóni Vilhjálmssyni rafvirkja hinn 12. desember árið 1952. Stofnuðu þau í fyrstu heimili að Helgamagrastræti 38 hjá foreldr- um Jóns, Vilhjálmi . Vilhjálmssyni eftirlitsmanni og konu hans, Magneu Daníelsdóttur, en síðar bjuggu þau í Kringlumýri 23. Eignuðust þau 4 mannvænleg börn, Fríðu Margréti, Vilhjálm, Valgerði og Ásgeir. Eru börnin búsett í Reykjavík, en Vil- hjálmur hefur fest rætur í Madras á Indlandi, er giftur þarlendri konu og á 6 börn. Samtals eru barnaböm Ernu orðin ellefu og eitt átti hún bamabarnabarnið. Jón og Erna slitu samvistir. Fluttist Ema suður í Kópavog. Síðar eignaðist hún íbúð í Neðstaleiti 2 í Reykjavík. Erna var fríð og glæsileg kona sem búin var hinum bestu kostum. Hún var heiðarleg og hreinskilin og átti það til að segja fólki fölskva- iaust það sem henni bjó í brjósti. Tel ég að flestir hafí kunnað að meta þessa eðliskosti hennar, því fólk fann að góður hugur fylgdi máli. Hún var framúrskarandi myndarleg og dugleg í öllum sínum störfum hvort sem var við húsmóð- urstörf eða við aðra vinnu. Get ég borið um það vitni, því hvort tveggja þekkti ég af eigin raun. Ævilöng vinátta sem aldrei ber skugga á er ómetanleg eign þeim sem hana hlotnast. Þessi fátæklegur orð eru viðleitni mín til þess að þakka henni þá góðu gjöf sem hún gaf mér. Ég hef misst góða vinkonu sem ég sakna mikið og lífið verður fátæk- legra á eftir. Sárari er þó söknuður barna hennar og annarra afkom- enda. Ég votta þeim mína dýpstu samúð. Guð geymi Ernu vinkonu mína. Sigurlaug Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.