Morgunblaðið - 13.06.1991, Qupperneq 45
I
]
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991
45
Þorsteina Helga-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 7. ágúst 1910
Dáin 18. maí 1991
Við systkinin viljum minnast
ömmu okkar Þorsteinu Helgadóttur
með örfáum orðum. „Steina
amma“, eins og við kölluðum hana,
lést 18. maí síðastliðinn. Lát ömmu
kom okkur mjög á óvart, því þótt
alltaf megi búást við dauðanum
þegar fólk hefur náð þeim aldri sem
amma náði þá var hún amma alltaf
svo hress og kát að okkur grunaði
ekki að hennar tími væri kominn.
Við systkinin eigum margar
skemmtilegar og góðar minningar
um Steinu ömmu enda engin logn-
molla í kringum hana, hún var
ákveðin kona með ákveðnar skoð-
anir á öllum málum. Oft var því
ansi heitt í kolunum þegar við kom-
um til hennar og þjóðmál voru
rædd. Það var gaman að tala við
ömmu um mál líðandi stundar, hún
var vel að sér í þjóðmálum og mjög
pólitísk. Við systkinin höfðum oft
gaman af að vera á móti hennar
skoðunum og spunnust af því hinar
skemmtilegustu umræður. Amma
átti til að hneykslast eða reiðast
ef henni fannnst skoðanir okkar
óbilgjarnar en hló manna hæst. þeg-
ar hún áttaði sig á að við vorum
að gera að gamni okkar. Samband
okkar við ömmu var samband vina.
Steina amma hafði alltaf ráð-
leggingar á reiðum höndum og vitn-
aði oft í greinar sem hún sagðist
hafa lesið máli sínu til stuðnings.
Eitt sumar fyrir um 20 árum, vann
elsta systir okkar með ömmu á Sil-
ungapolli. Ömmu var meinilla við
þann ferðamáta hennar að ferðast
til og frá vinnustað á puttanum.
Amma hafði hinar hroðalegustu
lýsingar á örlögum putíaferðalanga
fyrir henni í hvert'sinn sem hún fór
eitthvað, og vitnaði óspart í blaða-
og tímaritsgreinar. Eitt kvöld er
amma var að koma úr fríi ætlaði
hún að vera með Selfossrútunni að
Silungapolli. Sigrún beið við þjóð-
veginn til að taka á móti ömmu úr
bænum. Rútan fór framhjá og ekki
var amma með. Stuttu seinna
stoppar vörubíll og út klöngrast
amma, við stríddum henni auðvitað
miskunnarlaust af hættum við
puttaferðalög eftir þetta. Amma
hafði góða kímnigáfu og hló mest
sjálf að atvikinu.
Við systkinin þökkum fyrir að
hafa átt vináttu og þekkt svo stór-
brotna og gáfaða konu sem amma
var. Við þökkum henni samfylgdina
og allar yndislegu góðu og kímnu
minningarnar sem hún lætur eftir
sig.
Hennar er sárt saknað.
Sigrún, Kristín, Kolbrún,
Hörður, Gunnar og Erna.
Gíslína H. Magnús-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 9. febrúar 1934
Dáin 22. maí 1991
Einu sinni, þegar ég var lítil
stelpa, sagði einhver við mig að
mér svipaði nú bara nokkuð til
hennar Helgu móðursystur minnar.
Það fannst mér hrós og því gleymi
ég aldrei. Helga frænka mín var
bæði góð og falleg í mínum augum
og það var alltaf líf og fjör í kring-
um hana. Það gustaði af henni hvar
sem hún fór og hún gaf sér alltaf
tíma til að tala við alla, hvort sem
þeir voru stórir eða smáir.
Helga hafði líka alltaf einhverju
jákvæðu að miðla samferðamönn-
um sínum, þó svo að ævi hennar
hafi ekki alltaf verið dans á rósum.
Enda leituðu ófáir til hennar ef eitt-
hvað bjátaði á og fengu oftar en
ekki plástur á sárin.
Helga var búin að beijast lengi
og hetjulega við erfiðan sjúkdóm
og hefur síðustu árin þurft að vera
meira og minna viðloðandi sjúkra-
Fæddur 19. september 1895
Dáinn 27. maí 1991
Látinn er móðurbróðir minn, Pét-
ur Ólafsson bóndi í Stóru-Tungu,
Fellsstrandarhreppi, Dalasýslu.
Pétur var sonur Olafs Péturssonar,
áður bónda í Stóru-Tungu, og konu
hans, Guðbjargar Helgu Jóhannes-
dóttur. Pétur var næstelstur sinna
systkina sem öll eru látin nema
Inga, sem var yngst þeirra. Pétur
kvæntist árið 1924 Guðrúnu Jó-
hannsdóttur, merkiskonu, sem nú
er látin. Pétur og Guðrún eignuðust
fímm börn sem öll eru mannkosta-
fólk. Elstur þeirra var Þorsteinn
Biynjólfur, fæddur 12. júlí 1927,
bóndi á Ytra-Felli, dáinn 11. des-
ember 1988. Ólafur Guðbjöm,
fæddur, 9. júní 1929, býr í Galtar-
tungu, kvæntur Erlu Ásgeirsdóttur
og eiga þau tvö uppkomin börn.
Agnes Eyrún, fædd 9. apríl 1931,
býr í Stóru-Tungu og á hún upp-
komna dóttur. Jóhann Guðmundur,
fæddur 20. apríl 1933, bóndi í
Stóru-Tungu. Einar Gunnar, fædd-
ur 25. júlí 1941, íslenskufræðingur
og starfsmaður við Ámasafn,
kvæntur Kristrúnu Ólafsdóttur og
eiga þau tvo syni.
Pétur var stórbrotin persóna sem
deildir. Oft hefur þótt tvísýnt um
að Helga myndi snúa heim aftur,
en hún sýndi fram á það ítrekað,
að allt virðist vera hægt ef viljinn
er fyrir hendi. Óbilandi kjarkur og
bjartsýni á lífið hélt henni gangandi
mun lengur en veikburða líkaminn
var í raun fær um. Helga var aldr-
ei tilbúin að gefast upp fyrr en í
fulla hnefana og hún hefur eflaust
ætlað sér að hafa betur í þessari
hinstu baráttu sinni við manninn
með ljáinn.
En enginn ræður sínum nætur-
stað og nú hefur góður Guð veitt
þjáðum líkama hennar hvíld. Hvað
svo sem tekur við að loknu þessu
jarðlífi, þá efast ég ekki um það
eitt augnabiik, að vel hefur verið
tekið á móti henni Helgu frænku
minni þegar hún skildi við þennan
heim; sem okkur hinum er sýnileg-
ur. Eg vona bara að hún sé nú,
eins og hún svo oft óskaði sér, frjáls
eins og fuglinn og sátt við sitt hlut-
skipti.
seint mun gleymast þeim sem hon-
um kynntust. Hann var konungur
í sínu ríki enda höfðingi heim að
sækja. Elsti sonur minn, Pétur, var
eitt sumar hjá þeim hjónum Guð-
rúnu og Pétri í Stóru-Tungu. Hann
minnist þeirra með hlýju og þakk-
læti og bar hann mikla virðingu
fyrir Pétri bónda. Ég sendi mínar
innilegustu samúðarkveðjur til
barna, barnabarna og tengdabarna
og aldraðrar systur. Með hlýju í
huga vil ég kveðja frænda minn,
Pétur Ólafsson, með ósk um að
hann sé búinn að hitta Guðrúnu
sína aftur.
Guðbjörg Elín Þórarinsdóttir
Nú hefur bjartsýnishljómsveitin
hennar Helgu leikið sitt síðasta lag.
Við sem eftir sitjum getum fátt
annað gert en haldið merki hennar
hátt á lofti og leikið áfram á sömu
nótum.
Ég og litla fjölskyldan mín þökk-
um Helgu fyrir samfylgdina og
sendum dætrum hennar og fjöl-
skyldum samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Kristín Alexíusdóttir
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Pétur Olafsson, Stóru-
Tungu - Minning
Minning:
Ámi Bjömsson
Fæddur 13. desember 1908
Dáinn 31. maí 1991
Tengdafaðir minn, Árni, er lát-
inn. Hann lést í Landspítalanum
eftir stutta sjúkrahúsdvöl. Að hans
ósk hefur jarðarförin farið fram í
kyrrþey.
Árni var alla tíð hægur maður
og orðvar. Aldrei féll eitt einasta
styggðaryrði af vörum hans. Hann
var einnig hjálpsamur mjög, þeim
er til hans leituðu. Laghentur var
hann, eins og sjá mátti í sveitinni
fyrir norðan, þar sem hann og kona
hans, Guðríður, dvöldust meira og
minna undanfarin sumur. Einnig
hafði Árni mikinn áhuga á skóg-
rækt seinni árin og eru þær ófáar
plönturnar sem farið var með í
sveitina og gróðursettar þar. Afa-
drengurinn Árni var yfirleitt með í
sveitinni og voru þær margar stund-
irnar sem þeir nafnarnir eyddu þar
saman.
Bjartasti tími ársins er runninn
upp. Árni var farinn að huga að
störfum sumarsins, hvað skyldi
gróðursett og hverju þyrfti að dytta
Fegrunar-
átak í Bessa-
staðahreppi
Myndasýning
hefst 17. júní
UM síðustu helgi lauk miklu fegr-
unarátaki í Bessastaðahreppi. Þar
lögðu fram krafta sína öll félaga-
samtökin í hreppnum og sveitar-
stjórn. Um 70% hreppsbúa tóku
þátt í þessu átaki og fylltu 70
gáma af rusli fyrir utan ótal bíl-
flök og stærri hluti. Best.u þakkir
eru færðar öllu þcssu fólki og
óskir um að hin 30% hreppsbúa
hreinsi til við byggingar sínar hið
fyrsta.
I samvinnu við skólastjóra og
kennara Álftanesskóla var efnt til
myndasamkeppni meðal skólabárna
um „Hreint og fagurt umhverfi".
Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir, afhendir verðlaun fyrir bestu
myndimar 17. júní kl. 13.00 'í
Iþróttahúsinu. Allar myndirnar í
samkeppninni verða til sýnis í félags-
heimilinu á þjóðhátíðardaginn.
(Fréttatilkynning)
Honda 1
Civic
3ja dyra
16 ventla
Verð frá 815 þúsund.
GREIÐSLU SKILMÁL AR
FYRIR ALLA.
WHONDA
VATNAGÖRÐUM 2A, RVÍK., SÍMI 689900
að, en þá kom kallið eina sem eng-
inn fær umflúið.
Því skógræktarátaki sem Árni
hóf er þó ekki lokið, heldur mun
fjölskylda hans taka við þar sem
frá var horfið.
Minningin um góðan mann lifir.
Jóna Kristjánsdóttir
ÞETTfl El MAMMA OKKAL
...BIDDU FYRil OKKVR!
HÁSKÓLABÍÓ