Morgunblaðið - 13.06.1991, Page 47
.MORGUNBLAÐIÐ FIM.MTUPAGUR 13. JÚNÍ 19)91
47
FERÐAMAL
Blönduós býður upp
á óteljandi möguleika
STÓRHÁTÍÐ
FRAMUNDAN Á TVEIMUR VINUM
í kvöld: Laugardagskvöld:
K.K. BAND LOÐIN ROTTA
- segir Elíza Guðmundsdóttir, nýráðinn hótelstjóri
NÝR hótelstjóri hefur ver-
ið ráðinn að Hótel
Blönduósi, Elíza Guðmunds-
dóttir markaðsfræðingur.
Hótelið hefur verið starfrækt
frá árinu 1947 og er nýupp-
gert. Þar eru 18 herbergi og
tíu manna starfslið í sumar.
Að sögn Elízu býður staður-
inn upp á fjölmarga mögu-
leika og hefur hún ýmsar
hugmyndir um breytingar á
rekstrinum til að auka fjöl-
breytni í starfsemi hótelsins.
Elíza Guðmundsdóttir tók
við rekstri Hótels Blönduóss
þann 1. júní sl. Hún tók stúd-
entspróf frá Fjölbrautarskó-
lanum við Ármúlá árið 1982
og fór síðan til Þýskalands
og Austurríkis, þar sem hún
stundaði nám við Webster
University í Vínarborg. Það-
an útskrifaðist hún sem
markaðsfræðingur með ferð-
amál sem sérsvið árið 1990.
„Ég fór út strax eftir stúd-
entsprófið, lærði þýsku og
vann á ferðaskrifstofu auk
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Elíza Guðmundsdóttir,
hótelstjóri Hótels Blöndu-
óss
þess sem ég var fararstjóri
hjá Flugleiðum og Úrval í
fjögur sumur í Biersdorf og
Daun. Síðan ákvað ég að
skella mér í markaðsfræði
og taka ferðamálin sem sér-
svið en inni í því voru nám-
skeið í hótelstjórnun," sagði
Elíza í samtali við Morgu-
blaðið.
Eftir að Elíza kom heim
hefur hún starfað sem mark-
aðsstjóri tímaritsins Farvís
og sem móttökustjóri á Hótel
Óðinsvé. Þann 1. júní sl. tók
hún svo við sem hótelstjóri
á Hótel Blönduós. „Mér líst
afar vei á nýja starfið. Hótel-
stjórnun úti á landi er mun
Ijölbreyttari heldur en í
Reykjavík. Á Hótel Óðinsvé
sá ég um takmarkaða þætti,
eins og bókanir. Hér tek ég
þátt í öllu. Fyrstu nóttina var
ég næturvörður, ég ber fram
mat, þríf herbergin auk þess
sem ég sé um bókanir og
annað sem viðkemur rekstr-
inum,“ sagði Elíza.
„Blönduós er líka mjög
góður staður sem býður upp
á óteljandi möguleika og ég
er með fullt af hugmyndum.
Ég ætla að byrja á því að
vinna' að því að fá fólk til
að dvelja hér lengur en eina
nótt á ferð sinni um landið,
með því að benda á mögu-
leika staðarins. Hér er m.a.
hægt að fá ódýr veiðileyfi
og góðar gönguleiðir eru fjöl-
margar. Síðast en ekki síst
er ekki nema þriggja tíma
akstur hingað frá Reykjavík
og malbikaður vegur nær
alla leiðina," sagði Elíza.
Hótelið er opið allan ársins
hring og hyggst Elíza stuðla
að aukinni nýtingu þess með
ýmsum uppákomum Jregar
líða tekur á haustið. „Eg hef
hugsað mér að vera með
heilsuviku í haust, hálfgert
húsmæðraorlof fyrir bæði
kynin þar sem fólk gæti
komið til að slappa af, borða
heilsusamlegan mat og njóta
útiveru. Á Blönduósi er auk
þess gott tónlistarfólk, sem
ég hefði hug á að fá til að
spila hér á Vínarkvöldum eða
ítölskum kvöldum," sagði
Elíza að lokum.
Aldnar skíðakempur
frá Siglufirði
Jón Þorsteinsson, skíða-
kappi frá Siglufirði,
varð sjötugur á dögunum
og í tilefni af því hélt El-
len Sighvatsson hjá Skíð-
afélagi Reykjavíkur hon-
um og nokkrum öðrum
siglfirskum kempum kaff-
isamsæti. Þar voru sam-
ankomnir, auk afmælis-
barnsins, Ketill Ólafsson,
Jónas Ásgeirsson og Einar
Ólafsson — sem voru
ásamt Jóni upp á sitt besta
á árunum frá 1937, þegar
fyrsta íslandsmótið var
haldið, og fram yfir 1940,
á tímum Thule-mótanna
svokölluðu, þegar Siglfirð-
ingar unnu nánast allt
sem hægt var að vinna.
Einnig Skarphéðinn Guð-
mundsson, sem er nokkru
yngri en fjórmenningarnir
en gerði garðinn einnig
frægan á skíðunum og
lauk ferlinum á Ólympíu-
leikunum í Bandaríkjun-
um 1960. Þess má geta
að bæði Jónas og Jón hafa
verið sæmdir gullmerki
ÍSÍ.
Frá vinstri: Ketill Ólafsson, Jónas Ásgeirsson, Skarphéð-
inn Guðmundsson, Jón Þorsteinsson og Einar Ólafsson.
Föstudagskvöld:
K.K. BAND
Sunnudagskvöld:
SNIGLABANDIÐ
Mánudagskvöld:
ARTCH OG EIRfKUR HAUKSSOR
Um þessa helgi er liðið
ár síðan Tveir vinir
opnuðu stóra salinn og
nú höldum við hátíð.
Kántrý partý á Borgarvirkinu
í kvöld.
„Sveitin í Borginni"
leikur öll helstu kántrýlögin.
Kristján og Þorleifur breyta
út af vananum og taka létta
kántrýsveiflu kl.22 - 22.30,
ásamt hinni ókrýndu
drottningu kántrýsöngs á
íslandi, Önnu Vilhjálms.
Fleiri kántrý uppákomur.
Allir kántrýunnendur, nú er
tækifærið. Mætum öll.
Opnum kl. 18.00.
Partý hefst kl. 20.00.
Aðgangseyrir aðeins 100 kr.
iillllllli
BOHOARVIRKIIÐ
ÞINGHOLTSSTRÆTI 2, SÍMI: l 3 7 3 7
Föstudagskvöld 14. júní
Húsið opnað kl. 23.30.
Laugardagskvöld 15. júní
Húsið opnað kl. 22.00.
tiúm IaIjAnd
Miða- og borðapantanir í síma 687111.