Morgunblaðið - 13.06.1991, Side 52
52
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991
Til sölu Volvo F-7, árg. *79
Ekinn 365 þús. 45 þús. á vél. Selst með eða án
flutningakassa.
Upplýsingar í símum 985-21878 og 98-75980.
•SAilVOr
IVIDEO:
Hvar sérðu
það betra?
VRD 4890 kr. 123.766,-
stgr.
O ’ O"o i i Í2.TI.
• Super VHS myndbandstæki • Mynd í mynd
(PIP) • Fjögurra hausa • Tveir hraðar á mynd
og hljóð • HiFi Stereo • Nicam • Stafrænt
(Digital) o.fl.
VHR 5700 kr. 65.772,-
• HiFi Stereo • Nicam • Fullkomin kyrrmynd
og hægspilun • Hleður sig á einni sekúndu •
Audio-video • SCART-tengi o.fl.
VHR7350 kr. 51.124,-
stgr.
• Tveir hraðar á hljóði og mynd • Fjögurra
hausa • SCART-tengi • Hleður sig á einni sek-
úndu
VHR 7100 kr. 35.990,-
stgr.
• Hraðstart, hleður sig á einni sekúndu •
SCART-tengi • Leitar að eyðu á spólu • Mynd
frá sjónvarpi meðan horft er á myndbandstæki.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780
IÞROTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA 7. FLOKKUR
Leikgleðin í fyrirrúmi
Morgunblaöið / Frosti
Fyrirliði a-liðs Fylkis með boltann en tveir Fjöinismenn sækja að honum í
úrslitaleiknum. Fylkir hafði nokkra yfirburði og sigraði 5:0.
Á GAMLA Víkingsvellinum við
Hæðargarð var haldið svokall-
að „Pepsí-mót“ fyrir yngstu
knattspyrnumennina, fimm til
átta ára drengi sem eru í 7.
flokki.
Tuttugu lið kepptu á mótinu frá
tíu félögum og voru flestir ieik-
irnir jafnir og spennandi. Fjölnir
kom á óv-art í a-liðakeppninni með
því að vinna sigur í
Frosti sínum riðli og keppa
Eiðsson til úrslita. Þeir áttu
skrifar þó Htið svar í úrslita-
leiknum gegn
frískum Fylkispjökkum sem skor-
uðu fimm mörk án svars frá Grafar-
vogsfélaginu. í b-liðakeppninni
sigraði FH en jteir unnu Breiðablik
í spennandi úrslitaleik 1:0.
Óiafur Víðir Ólafsson, leikinn og
útsjónarsamur leikmaður úr ÍK var
valinn leikmaður mótsins og Hann-
es, aðal markvarðahreliir Fjölnis
varð markahæstur með fimmtán
mörk. Báðir fá þeir bikar fyrir af-
rek sín.
Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist
með mótinu í blíðskaparveðri.
Óhætt er að hvetja þá sem sátu
heima um helgina að mæta á næstu
mót. Áhuginn og leikgleðinn er í
fyrirrúmi og geta þeirra yngstu fer
vaxandi með hveiju árinu og er
hægt að tala um byltingu frá því
að greinarhöfundur steig sín fyrstu
spor á gloppóttum knattspyrnuferli
um 1970. Án efa má þakka það
betri þjálfun og víst er að þau félög
sem hlúa vel að unglingunum munu
njóta þess í meistaraflokkum er
fram líða stundir.
FH-ingar í stórsókn að marki Breiðabliks í úrslitaleik b-liða en Jæja strákar, við skulum koma. Þjálfari ÚBK vísar
í þetta skipti tókst þeim ekki að skora. leikmönnum veginn.
Verslunar-
skólinn
í neðsfa
sæti
Sveit Verslunarskóla íslands í
golfi hafnað í 12. og neðsta
sæti á Alþjóðlegu framhaldsskóla-
móti sem fram fór í Englandi fyr-
ir skömmu. Sveitin var skipuð
Hauki Óskarssyni, Sturla Ómars-
syni og Ástráði Sigurðssyni. Þjálf-
ari liðsins var Arnar Már Ólafs-
son.
Þremenningarnir, sem ailir eru
í unglinglandsliði íslands í golfi,
náðu sér ekki á strik að eigin
sögn - gekk illa að pútta. Þeir
léku samtals á 510 höggum, en
sigurvegararnir sem komu frá
Frakklandi léku á 448 höggum.
Haukur Óskarsson lék best ís-
lendinganna, (80-84) 164 höggum
og hafnaði í 22. sæti í einstakl-
Golf:
Golfsveit Verslunarskólans sem tók þátt í framhaldsskólamótinu í
Englandi. Frá vinstri: Haukur Óskarsson, Sturla Ómarsson, Astráður Sig-
urðsson og Arnar Már Ólafsson, þjálfari.
ingskeppninni. Ástráður lék á 170
(84-86) og Sturla á 176 (89-87).
Fjölbrautarskóli Vesturlands tók
þátt í þessu sama móti í fyrra og
varð þá í 7. sæti.
Stuðningsaðili sveitarinnar var
Sævar Karl, sem sá um einkennis-
klæðnað kylfinganna.