Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR fimmtu
(TIQ AJÍIÍÍUOU OM
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991
03
53
KNATTSPYRNA / PÆJUMÓT ÞORS OG RC-COLA
ÚRSLIT
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar
Markahæstu leikmenn mótsins, frá vinstri: Kátrín Jónsdóttir, UBK, Dögg
Lára Sigurgeirsdóttir, Tý, Ve., Hind Hannesdóttir Tý, Ve., Una Þorleifsdóttir,
UBK, Sigurbjörg Júlíusdóttir, UBK, íris Andrésdóttir, Vai, Helena Harðardótt-
ir, Þór, Ve. Vantar á mynd Sigríði Sigfúsdóttur, Haukum, og Önnu Björg
Björnsdóttur, Vai.
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar
Hrefna og Fjóla leikmenn með Þór;
Æfum átta sinnum í viku
Við erum nýbyijaðar að æfa fótbolta, byijuðum nú 4-sumar og við
æfum þrisvar í viku með 4. flokki og svo erum við í fótboltaskóla Þórs
og hann er 5 sinnum í viku þannig að við æfum alls átta sinnum í
viku. Við mætum alltaf nema ef við erum veikar eða uppi á landi.
Þetta var nokkuð strembið mót, 4 leikir á stuttum tíma, en það er
virkilega gaman að fá svona margar stelpur í heimsókn til að keppa
við og þetta var mjög skemmtilegt mót og við ætlum að æfa fótbolta
áfram og vera með næsta sumar í þessu móti, sögðu þær vinkonur
Hrefna og Fjóla eftir mótið.
Lokastaðan
í Pepsí-mótinu
Leikið var í tveimur riðlum hjá bæði a-, og
b-liðum í 7. flokks mótinu á Víkingsvelli.
Röð liðanna varð þessi.
A-lið
1. riðill: 1. Fylkir, 2. Haukar, 3. Þróttur,
4. FH, 5. Víkingur. 2. riðill: 1. Fjölnir, 2.
ÍA, 3. ÍK, 4. UBK, 5. Grótta.
B-lið
1. riðill: 1. FH, 2. Fylkir, 3. Þróttur, 4.
Haukar, 5. Víkingur. 2. riðill: 1. UBK, 2.
ÍA, 3. Fjölnir, 4. IK, 5. Grótta.
Fylkir vann Fjölni í úrslitaleik a-liða 5:0
og FH vann UBK í úrslitaleik b-liða 1:0.
Pæjumótið
2. flokkxir
Úrslit 1.-2. sæti:
Týr —Valur ..................... 0:1
Lokastaðan í 2. flokki var sem hér
segir:
1. Valur
2. Týr
3. Stjarnan
4. Haukar
5. BÍ
6. FH
7. Þór
3. flokkur A
Úrslit 1.-2. sæti:
ÍA-UBK ......................... 0:1
(Týr vann eftir vítaspyrnukeppni.)
3. flokkur B
1. Haukar
2. ÍA
3. UBK 6L 8 stig 15:5
4. Valur
5. Þór
6. Stjarnan
7. Tindastóll
4. flokkur A
Úrslit 1.-2. sæti:
UBK Valur 2:0
Úrslit 3.-4. sæti:
KR — Haukar 1:0
4. flokkur B
1. UBK .... 6L10 stig 18:2
2. Haukar
3. Stjarnan 6L 6 stig 13:6
4. Valur
5. KR
6. Týr
7. Þór
5. flokkur A:
1. riðill:
1. UBK .... 6L 11 stig 22:5
2. ÍA
3. Valur
4. Týr
5. Stjaman
6. Haukar .... 6L 3 stig 4:19
7. Þór .... 6L lstig 4:22
5. flokkur B:
1. riðill:
1. Týr 3L 6 stig 15:0
2. Stjaman
3. Haukar
4. Þór 3L 0 stig 0:22
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson
Frá úrslitaleiknum í 2. flokki þar sem Valur og Týr áttust við.
Valur sigraði með einu marki gegn engu.
Blikastúlkur
sigursælar
Það voru um fimmhundruð
stelpur mættar til leiks með
13 félögum og léku þær fótbolta
'frá morgni til kvölds í ágætis veðri
í Eyjum, oft sáust
Sigfús ágætis tilþrif hjá
Gunnar stúlkunum og jafn-
Guðmundsson framþ þvj sem áhugi
á þessu móti hefur
aukist, en nú voru um helmingi
fleiri sem tóku þátt en í fyrra, hafa
einnig orðið þó nokkrar framfarir
í kvennaknattspyrnunni hjá þessum
flokkum og kemur kvennafótbolti
vonandi til með að njóta góðs af
því að eiga þessar stelpur til taks
í framtíðinni. 5., 4. og 3. flokkur
léku í sjö manna liðum þvert á
knattspymuvellinum hálfum en í
2. flokki léku 11 í liði á stómm
velli. Hjá 2. flokki vom eingöngu
A-lið en í hinum flokkunum var
bæði Ieikið hjá A- og B-liðum. í 3.
fíokki var einn riðill hjá A- og B-lið-
um. Allir léku við alla og hjá A-lið-
unum stóðu Blikar uppi sem sigur-
vegarar, gerðu aðeins eitt jafnteflu
en unnu hina fímm leikina. Hjá
B-liðum urðu það Týrarar frá Eyj-
um sem unnu alla þijá ieiki sína
og gerðu í þeim fimmtán mörk en
fengu ekkert á sig. Hjá fjórða flokki
léku A-liðin í tveimur riðlum, UBK
og Valur urðu efst, unnu alla leiki
sína en UBK sigraði síðan í úrslita-
leik um fyrsta sæti. Um þriðja sæt-
ið léku KR og Haukar og þar sigr-
uðu KR-ingar 1:0. Hjá B-liðum
vann Breiðablik einnig, hlaut 10
stig í sex leikjum. Hjá 3. flokki A
urðu ÍA og UBK efst í sínum riðl-
um, hlutu sjö stig hvort af 8 mögu-
legum og enn sigmðu Blikar. Um
þriðja sæti léku svo KR og Týr,
eftir venjulegan leiktíma var jafnt,
2:2, svo að það varð áð fara fram
vítaspyrnukeppni og þar höfðu Týs-
stelpur betur og urðu þær því í
þriðja sæti.
Hjá B-liðum urðu það Haukar frá
Hafnarfirði sem sigruðu, hlutu 9
stig af 12 mögulegum en í 2. og
3. sæti, skammt á eftir, komu svo
ÍA og UBK með átta stig hvort
félag. í 2. flokki urðu Týr og Valur
efst í sínum riðlum og léku því til
úrslita þar sem Valur sigraði 1:0,
og var það eina markið sem Týr
fékk á sig í mótinu, höfðu áður leik-
ið 3 leiki í riðlakeppninni, gert 23
mörk án þess að fá nokkuð á sig.
Eftir mótið fengu þær sem voru
markahæstar veglegan bikar og
einnig voru valdir bestu leikmenn
í hveijum flokki hjá A- og B-liðum
en þær hlutu einnig RC-bikara.
HANZ
Málaðu
tilveruna
með
LACOSTE
litum
LACOSTE
Helga Gunnlaugsdóttirfyrirliði UBK:
„Átti von á sigri“
Þetta er bara búið að vera
nokkuð skemmtilegt mót, við
höfum æft vel í sumar og ég átti
alveg eins von á að okkur mundi
takast að vinna
Sigfús Gunnar alla leikina eins og
Guðmundsson tókst hjá okkur.
skrifar En leikurinn gegn
ÍA í riðlakeppninni
var þó erfiður eins og einnig úr-
slitaleikurinn gegn Val en þetta
tókst. Við höfum fengið að spila
alla ieikina hér á góðum grasvöll-
um sem er mjög gaman og hingað
mæti ég sko aftur næsta ár, sagði
fyrirliði UBK í 4. flokki A, eftir
að þær höfðu lagt Val að velli,
2-0, í úrslitaleik um fyrsta sætið
og það var einmitt Helga sem
gulltryggði sigur Blika þegar hún
skoraði annað mark þeirra í seinni
hálfleik.
Helga Gunnlaugsdóttir.
Bestu leikmenn, frá vinstri: Anný Jakobsdóttir, Haukum, 5. fl. B, Þóra
Björg Helgadóttir, UBK, 5. fl. A, Guðrún B. Sigursteinsdóttir, ÍA, 3. fl. A,
Hildur Ólafsdóttir, UBK, 3. fl. B, Harpa Hauksdóttir, KR, 4. fl. A, íris B.
Eysteinsdóttir, Val, 2. fi.
KRINGLUN N I
ARGUS/SlA