Morgunblaðið - 16.06.1991, Page 10
- . ■ v .*s |
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991
LANASJOÐUR ISLENSKRA NAMSMANNA
Lánasjóður íslenskra
námsmanna (LÍN)
var stofnaður árið
1961, en frá árinu
1952 hafði verið
starfandi Lánasjóð-
ur stúdenta við
Háskóla íslands.
Miklar breytingar hafa orðið á starf-
semi sjóðsins í gegnum tíðina og
hefur löngum staðið styr um starf-
semi hans.
Núgildandi lög um Lánasjóðinn
voru sett árið 1982. Þar segir í 1.
grein, að meginhlutverk sjóðsins sé
að veita íslenskum námsmönnum
fjárhagsaðstoð til framhaldsnáms
við stofnanir, er geri sambærilegar
kröfur til undirbúningsmenntunar
nemenda og gerðar eru vegna há-
skólanáms hérlendis. í 3. grein seg-
ir svo að opinber aðstoð við náms-
menn skuli nægja hverjum náms-
manni til að standa straum af eðli-
legum náms- og framfærslukostnaði
þegar eðlilegt tillit hafi verið tekið
til fjölskyldustærðar, framfærslu-
kostnaðar þar sem nám sé stundað,
tekna námsmanns og maka hans,
lengdar árlegs námstíma og annarra
atrfða, sem áhrif kunni að hafa á
fjárhagsstöðu námsmanns. í lögun-
um er gert ráð fyrir að menntamála-
ráðherra kveði nánar á um þessi
atriði í reglugerð. Hefur ráðherra
þannig úrslitaáhrif á það á hverjum
tíma, hversu há lánin era og með
hvaða hætti er tekið tillit til að-
stæðna námsmanna.
Lánin fryst en hækkuð aftur
eftir Birgi Ármannsson
MÁLEFNI Lánasjóðs íslenskra námsmanna
snerta marga íslendinga beint og þau snerta
þá alla með einhverjum hætti. Um 8.000
manns munu fá námsaðstoð frá sjóðnum á
þessu ári og auk þess er miklum upphæðum
úr sameiginlegum sjóð-
um landsmanna varið til
hans á ári hverju. Það
vekur því mikla athygli
í hvert sinn sem breyt-
ingar eru gerðar á út-
hlutunarreglum sjóðs
ins. Reglunum var
breytt nú fyrir
skömmu og hafa tals-
menn ríkisstjórnar-
innar og náms-
mannahreyfinganna
deilt hart um rétt-
LÉN 1991
Fjöldi lánþega: Um 8.000
Útgiöld:
Heildarnámsaðstoð: 3.920 m.kr.
Afborganir af lánum: 1.750 m.kr.
Rekstrarkostnaður: 71 m.kr.
Tekjur:
Ríkisframlag: 1.730 m.kr.
Lántaka: 3.400 m.kr.
Afborganir lána: 600 m.kr.
Hér er mlðod við oð ðtoim sljðrnor ÚH um ollt oð
Námak í /eiguáúsnædi
SJÉÉ0 k á mámii
mæti þess. Báðir aðilar segja að nauðsyn
hafi verið á niðurskurði útgjalda til þess
að koma í veg fyrir halla á rekstrinum,
en þá greinir á um hvort rétt leið var
farin. Hér verður gerð nokkur grein
fyrir stöðu sjóðsins og fjallað um við-
brögð við breyttum úthlutunarreglum.
á mánuafs^ * fær tiJ, f
ins. Áður var h/*mtnýjum ú^n^ærsIu 46.716 kr
íMánuðiþann,VnðhU'PPhæðkomin upp /
P gaðhereru,„ lG,7%sWa- °6kró,,Ui'á
... ’ skerð,ngx, að raeða
}> Gnmnfran,kl 1 mSJoðs»'s- Helstu
KK
ðÞ,,”á"íÆ^'
SgsfeS8
1 «ámi með tvö börnfÁnfÁ** barn 116-790 kvTo'^'hjÓn sem
Hj4n
Eins og sjá má af ákvæðum lag-
anna frá 1982 var þá tekin sú af-
staða, að lánin skyldu að fullu duga
námsmanni til framfærslu og varð
það að veruleika 1985. í febrúar
það ár var ákveðið, að hækkanir á
lánunum skyldu fylgja svokallaðri
vísitölu ráðstöfunartekna. Þann 1.
september 1985 tók þáverandi
menntamálaráðherra, Ragnhildur
Helgadóttir, þá ákvörðun, að ijúfa
vísitölutengingu lánanna og var það
rökstutt með því, að kaupmáttur
þeirra hefði aukist mun meira en
kaupmáttur launa á árunum þar á
undan. Lánin voru síðan tengd við
framfærsluvísitölu um það bil ári
síðar og var þá mat manna, að'
skerðingin, sem hlaust af þessari
frystingu, hafi verið um 20%.
Námsmannahreyfingarnar mót-
mæltu frystingu lánanna harðlega
og eftir að vísitölutenging var tekin
upp aftur hófu þeir baráttu fyrir
því að fá þessa skerðingu bætta.
Þegar Svavar Gestsson tók við emb-
ætti menntamálaráðherra 1988 hét
hann námsmönnum því, að hækka
lánin um 20% og gerði það á árunum
1989 og 1990. Samhliða því voru
gerðar breytingar á öðrum atriðum
i námslánakerfinu til að fjármagna
hluta hækkananna, svo sem að auka
skerðingu á lánum vegna tekna í
leyfi og að lækka lán til einstaklinga
í foreldrahúsum.
Stefndi í 700 milljóna halla
Þegar Ólafur G. Einarsson varð
menntamálaráðherra í Vor skipaði
hann nýja stjórn LIN. I byijun þessa
mánaðar samþykkti hún breytingar
á uthlutunarreglunum, sem fela í
sér 16,7% skerðingu á framfærslu-
grunni lánanna, auk annarra breyt-
inga. Er mat sjóðsins, að með þessu
megi skera útgjöld hans niður um
um það bil 300 milljónir á þessu
ári. Rökin fyrir skerðingunni eru
þau, að útgjöld sjóðsins hafi vaxið
svo mikið umfram framlag ríkisins
á fjárlögum, að með sama áfram-
haldi hafi hann stefnt í þrot.
Þórður Gunnar Valdimarsson,
framkvæmdastjóri LÍN, segir að
hallinn á rekstri sjóðsins hafi stefnt
í að verða 700 milljónir króna á
árinu. Við afgreiðslu fjárlaga hafí
verið gert ráð fyrir að veitt yrði
námsaðstoð upp á 3,8 milljarða
króna. í vor hafi hins vegar stefnt
í að þessi upphæð yrði 4,2 milljarð-
ar vegna fjölgunar námsmanna og
Sjá bls. 12