Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 18
eftir Urði Gunnarsdóttur. Mynd: Bjarni Eiríksson Miðbær Reykjavíkur má muna sinn fífil fegri. Verslunum, íbú- um og starfandi fólki hefur fækkað verulega síðustu ár, enda hröð uppbygging verslun- arkjarna í öðrum borgarhverf- um. Hátt lóðamat, ströng viður- lög við stöðubrotum, offjölgun vínveitingahúsa og lítil sem engin uppbygging eru dragbít- ar gamla bæjarins og þær radd- ir eru uppi sem segja að hann sé búinn að vera sem miðbær. I hverfaskipulagi er stefnt að því að skapa miðborginni glæsi- legt og virðulegt yfirbragð og gert er ráð fyrir að fleiri götum verði lokað fyrir umferð en nú cr. Kaupmenn í miðbænum hafa hins vegar sett fram kröf- ur um að Austurstræti verði opnað fyrir umferð á nýjan leik, annars eigi verslun litla sem enga framtíð fyrir sér. En hver er framtíð miðbæjarins? Til að samræma hugmyndir þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í miðbæn- um, stofnaði Reykjavík- urborg þróunarfélag í nóvember 1989. Hlut- verk félagsins er að efla miðborg Reykjavíkur sem miðstöð stjóm- sýslu ríkis og borgar, menningar- lífs, verslunar og þjónustu. Þá er því ætlað að samræma hugmyndir hagsmuna- og framkvæmdaaðila um uppbyggingu mannvirkja, við- hald, endurbætur og þjónustu í miðborginni og stuðla að eða ann- ast framkvæmd þeirra.„Okkar hlutverk er ekki að standa fyrir einstökum uppákomum heldur að hugsa um hvernig miðbærinn þró- ast til lengri tíma. Við vinnum náið með skipulagsyfirvöldum og veltum fyrir okkur þróun mannlífs, viðskiptahátta o.s.frv," segir Pétur Sveinbjamarson, framkvæmda- stjóri Þróunarfélagsins um starfs- svið þess. „Það þekkist víða erlend- is að miðborgir hafi orðið illa úti í samkeppni en síðan endurreistar, og þá gjarnan fyrir tilstilli þróunar- félaga sem veitt hafa opinbert fjár- magn til verksins. Félögin hafa síðan séð um sölu og leigu á hús- næði og Ióðum. Enn hefur ekki verið hugsað svo langt hér.“ Félagar í Þróunarfélaginu geta þeir verið sem búa á svæðinu, eiga fasteignir eða hafa með höndm rekstur á því svæði sem hefur ver- ið skilgreint í hverfaskipulagi sem Gamli bærinn. í stjóm félagsins eru tilnefndir tveir af borgarráði; Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for- maður og Árni Sigfússon, einn af forsætisráðherra; Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri, var- aformaður, einn af Sambandi ís- lenskra viðskiptabanka; Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri og einn af skrifstofu viðskiptalífsins; Jóhann J. Ólafsson. Hér verði stofnað sædýrasafn Byggingarnar við Tryggvagötu verði samtengdar í eina „Tryggvaborg", þar sem auk skrifstofunúsnæðis verði verslanir, veitingastaðir, list- sýningasalir oa fleira. Hafnarmegin liggi yfirbyggö gönguleið meðfram húsunum ölíum. Crófarbakki Reykjavíkurhöfn Hafnarhúsið Miðstöð SVR r„,r, ri^ Dómhús Rschersund Auslurslræli Allar götur verði opn ar fyrir bílaumferð. 200 stæða bílastæði verði grafið undir Áusturvelli. Hótel Borg Austur völlur Uppdrátturinn er sam- kvæmt hverfaskipulaai, en tillögur Þróunarfélags Reykiavíkur eru í römmum með blárri rönd. Dómtórk\a Göngusvæði Bílastæði Græn svæði Trjágróður Hús með bílastæðum 1 U Ráðhúsið Strætisvagnastöðvar Rætt viö Pétur Sveinbjarnarson, f ramkvæmdastjóra Þróunarfé- lags Reykjavíkur um framtíö miðbæjarins en Reykjavíkurborg stof naði félagið fyrir hálfu öðru ári til ef lingar miðborginni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.