Morgunblaðið - 16.06.1991, Side 18

Morgunblaðið - 16.06.1991, Side 18
eftir Urði Gunnarsdóttur. Mynd: Bjarni Eiríksson Miðbær Reykjavíkur má muna sinn fífil fegri. Verslunum, íbú- um og starfandi fólki hefur fækkað verulega síðustu ár, enda hröð uppbygging verslun- arkjarna í öðrum borgarhverf- um. Hátt lóðamat, ströng viður- lög við stöðubrotum, offjölgun vínveitingahúsa og lítil sem engin uppbygging eru dragbít- ar gamla bæjarins og þær radd- ir eru uppi sem segja að hann sé búinn að vera sem miðbær. I hverfaskipulagi er stefnt að því að skapa miðborginni glæsi- legt og virðulegt yfirbragð og gert er ráð fyrir að fleiri götum verði lokað fyrir umferð en nú cr. Kaupmenn í miðbænum hafa hins vegar sett fram kröf- ur um að Austurstræti verði opnað fyrir umferð á nýjan leik, annars eigi verslun litla sem enga framtíð fyrir sér. En hver er framtíð miðbæjarins? Til að samræma hugmyndir þeirra sem hagsmuna eiga að gæta í miðbæn- um, stofnaði Reykjavík- urborg þróunarfélag í nóvember 1989. Hlut- verk félagsins er að efla miðborg Reykjavíkur sem miðstöð stjóm- sýslu ríkis og borgar, menningar- lífs, verslunar og þjónustu. Þá er því ætlað að samræma hugmyndir hagsmuna- og framkvæmdaaðila um uppbyggingu mannvirkja, við- hald, endurbætur og þjónustu í miðborginni og stuðla að eða ann- ast framkvæmd þeirra.„Okkar hlutverk er ekki að standa fyrir einstökum uppákomum heldur að hugsa um hvernig miðbærinn þró- ast til lengri tíma. Við vinnum náið með skipulagsyfirvöldum og veltum fyrir okkur þróun mannlífs, viðskiptahátta o.s.frv," segir Pétur Sveinbjamarson, framkvæmda- stjóri Þróunarfélagsins um starfs- svið þess. „Það þekkist víða erlend- is að miðborgir hafi orðið illa úti í samkeppni en síðan endurreistar, og þá gjarnan fyrir tilstilli þróunar- félaga sem veitt hafa opinbert fjár- magn til verksins. Félögin hafa síðan séð um sölu og leigu á hús- næði og Ióðum. Enn hefur ekki verið hugsað svo langt hér.“ Félagar í Þróunarfélaginu geta þeir verið sem búa á svæðinu, eiga fasteignir eða hafa með höndm rekstur á því svæði sem hefur ver- ið skilgreint í hverfaskipulagi sem Gamli bærinn. í stjóm félagsins eru tilnefndir tveir af borgarráði; Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson for- maður og Árni Sigfússon, einn af forsætisráðherra; Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri, var- aformaður, einn af Sambandi ís- lenskra viðskiptabanka; Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri og einn af skrifstofu viðskiptalífsins; Jóhann J. Ólafsson. Hér verði stofnað sædýrasafn Byggingarnar við Tryggvagötu verði samtengdar í eina „Tryggvaborg", þar sem auk skrifstofunúsnæðis verði verslanir, veitingastaðir, list- sýningasalir oa fleira. Hafnarmegin liggi yfirbyggö gönguleið meðfram húsunum ölíum. Crófarbakki Reykjavíkurhöfn Hafnarhúsið Miðstöð SVR r„,r, ri^ Dómhús Rschersund Auslurslræli Allar götur verði opn ar fyrir bílaumferð. 200 stæða bílastæði verði grafið undir Áusturvelli. Hótel Borg Austur völlur Uppdrátturinn er sam- kvæmt hverfaskipulaai, en tillögur Þróunarfélags Reykiavíkur eru í römmum með blárri rönd. Dómtórk\a Göngusvæði Bílastæði Græn svæði Trjágróður Hús með bílastæðum 1 U Ráðhúsið Strætisvagnastöðvar Rætt viö Pétur Sveinbjarnarson, f ramkvæmdastjóra Þróunarfé- lags Reykjavíkur um framtíö miðbæjarins en Reykjavíkurborg stof naði félagið fyrir hálfu öðru ári til ef lingar miðborginni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.