Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 2
2 etii mui .ei HuóAauawmM aiaAaauyuHOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JUNI 1991 Verðmerking- grænmetis hjá Bónus: Reglur um upplýs- ingaskyldu brotnar MIKILLAR óánægju hefur undanfarið gætt hjá samkeppnisaðilum Bónusverslananna vegna ófullnægjandi verðmerkinga á grænmeti hjá Bónus, en þar er grænmeti selt í stykkjatali en ekki eftir þyngd. Georg Ólafsson verðlagsstjóri staðfesti í samtali við Morgunblaðið að margar athugasemdir hefðu borist Verðlagsstofnun vegna þessa, og sagði hann ljóst að þetta fyrirkomulag hjá Bónus bryti í bága við gildandi reglur um upplýsingaskyldu. Georg sagði að af hálfu sam- þyngd, en að sjálfsögðu gæti það keppnisaðila hefði því jafnframt verið haldið fram að Bónus beitti blekkingum í skjóli þessa fyrir- komulags, og því væri marklaus sá verðsamanburður á grænmeti, sem fjölmiðlar hefðu gert og birt að undanfömu. „Samkeppnisaðilar hafa einnig komið því á framfæri við Verðlags- stofnun, að grípi hún ekki til viðeig- andi aðgerða í þessu máli, þá muni þeir íhuga það alvarlega að hætta að verðmerkja grænmeti miðað við Hvalur inni á Seyðisfirði Seyðisfirði. haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir neytendur. Verðlagsstofnun hefur gert athugasemdir við þessa framkvæmd mála hjá Bónus, en það hefur ekki borið tilætlaðan árangur enn sem komið er. Stofnunin vænt- ir þess þó að þetta mál muni leys- ast á farsælan hátt, en fyrirtækinu hefur verið gerð grein fyrir því að leysist þetta mál ekki nú þegar, þá verði ekki hjá því komist að grípa ti! annarra aðgerða. Bónus hefur vissulega gert góða hluti og stuðlað að lækkun vöruverðs, en það veitir fyrirtækinu þó ekki rétt til að snið- ganga reglur um upplýsingaskyldu, sem ætlað er að treysta heiðarlega samkeppni,“ sagði Georg Ólafsson. Islenzkur iðnaðarróbóti til Noregs Morgunblaðið/Þorkell Fyrsti íslenzki iðnaðarróbótinn eða vélmennið, sem flutt er til útlanda, verður fluttur til Noregs í dag. Framleiðandinn er JHM-fyrirtækið, en hönnuður og framleiðandi í samvinnu við Landssmiðjuna er Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur. Kaupandi ró- bótans er norsk álverksmiðja. Kaupverðið er 10 milljónir íslenzkra króna. JMH á nú í viðræðum við 15 álverksmiðjur víða um heim, sem hafa sýnt íslenzka róbótanum áhuga. Davíð Oddsson forsætisráðherra: Milljarðar króna falla á ríkissjóð og skattborgarana Felur Ríkisendurskoðun að gera úttekt á Byggðastofnun og Framkvæmdasjóði íslands DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra ritaði í gær Ríkisendurskoðun bréf þar sem forsætisráðuneytið fer þess á leit við stofnunina að hún geri nú þegar ítarlega úttekt á fjárhagsstöðu Byggðastofnunar og Framkvæmdasjóðs íslands, eins og hún var við sljórnarskiptin. Forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þvert ofan í yfirlýsingar fyrri ríkissljórnar um að bjart væri framundan og staða mikilvægra fyrirtækja ætti að vera tryggð, þá blasi við miklar ógöngur og erfiðleikar á fjölmörgum sviðum. „Málum hefur aðeins verið skotið á frest og lengt í snörum fyrirtækja," sagði Davíð. HVALUR hefur gert sig heima- kominn innst á Seyðisfirði, svo nálægt kaupstaðnum að Seyð- firðingar geta horft á hann út um stofugluggann heima hjá sér. Fyrst varð vart við hvalinn á sunnudag. Talið er að þetta sé búr- hvalur, um 12-15 m á lengd, þ.e.a.s. eitthvað minni en fullvaxinn búr- hvalur en þeir eru um 18-20 m. Hvalurinn heldur sig að mestu í kafi en kemur þó upp öðru hveiju til að blása. Ýmsar getgátur eru uppi um hvað valdi veru hvalsins svona inn- arlega í firðinum. Telja flestir að hann sé annað hvort villtur eða meiddur. Það er afar sjaldgæft að hvalir komi alveg inn á fjörðinn. - Garðar Rúnar » ♦ ♦------ Veiði að hefj- ast á Arnar- vatnsheiði SALA veiðileyfa í vötnin á Arnar- vatnsheiði hefst á Húsafelli á fimmtudag. Færð er nú orðin góð á heiðinni, en þar hefur verið talsverð aurbleyta í vor. Að sögn Snorra Jóhannessonar veiðivarðar stóð til að opna heiðina um síðustu helgi en það reyndist ekki unnt vegna aurbleytu. Færð sé nú orðin nokkuð góð, að minnsta kosti á neðri hluta heiðarinnar. Tíð hafi verið góð að undanfömu en ekki sé nema um hálfur mánuður síðan ís hafi farið af sumum vötnun- Félag íslenskra stórkaupmanna sendi Jóni Baldvin Hannibalssyni, utanríkisráðherra, bréf í gær þar sem skorað er á hann að afnema þegar í stað allar hömlur á við- skipti við Suður-Afríku. Félagið „Ég tel algjörlega nauðsynlegt fyrir nýja ríkisstjórn að fá hreint borð, þannig að fyrir liggi hvernig staðan er hvað þessa tvo mikilvægu sjóði varðar. I framhaldinu þarf síðan að gera sambærilega athugun á stöðu þeirra sjóða sem snúa beint að atvinnulífinu og jafnframt því hvernig þessi mál horfa við gagn- vart viðskiptabönkunum,“ sagði forsætisráðherra. Davíð sagði að ríkisstjórnin liti þannig á að það væri afskaplega mikilvægt að „sullast ekki áfram með þeim hætti sem gert hefur verið. Að mínu mati er algjörlega ljóst að sú aðgerð sem ríkisstjórnin stærði sig hvað mest af haustið 1988,.þegar hún tók erlend lán til að endurlána fyrirtækjum hefur gjörsamlega mistekist, því nú blasir við að milljarðar króna falla á ríkis- sjóð og skattborgarana. Fyrrver- andi ríkisstjórn lét ekkert Ijármagn telur að forsendur viðskiptabanns- ins séu ekki lengur fyrir hendi enda hafi Qölmörg önnur lönd, þ.á m. Danmörk, aflétt slíku banni. Stórkaupmenn telja mjög brýnt að þetta verði gert sem fyrst þar af hendi sem hún hafði til ráðstöf- unar, heldur tók eingöngu erlend lán til að endurlána atvinnufyrir- tækjunum og það kemur í hlut þess- arar ríkisstjórnar að afla fjármuna til þess að greiða fyrir þessar að- gerðir sem ekki voru haldbetri en raun bar vitni,“ sagði forsætisráð- hen-a. Bréfið sem forsætisráðherra rit- aði Ríkisendurskoðun er svohljóð- andi: „I kjölfar nýafstaðinnar stjórnar- myndunar hefur íjárhagsvandi ríkissjóðs og nauðsynlegar aðgerðir til þess að leysa hann verið til sérs- takrar skoðunar. Af sama tilefni þykir forsætisráðuneytinu eðlilegt að kanna gaumgæfilega fjárhags- stöðu þeirra opinberu stofnana og sjóða sem meðal annars hafa það meginhlutverk að treysta stöðu fyr- irtækja í undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar og koma í veg fyrir sem íslendingar verði nú af hag- kvæmum viðskiptum við Suður- Afríku. Ennfremur hafi ýmsir stór- kaupmenn orðið þess varir að danskir heildsalar séu nú teknir að safna einkaumboðum fyrir suður- afrískar vörur á íslandi og öðrum Norðurlöndum. Slíkt geti Félag íslenskra stórkaupmanna aldrei sætt sig við. byggðaröskun. Að baki þessu mati ráðuneytisins býr fyrst og fremst sú staðreynd að við stjórnvöldum blasir að fjalla um og taka ákvarð- anir um hvort og með hvaðá hætti taka eigi á þeim gríðarlega vanda sem við blasir í ýmsum atvinnufyrir- tækjum, einkum í útflutnings- og samkeppnisgreinum. Má í þessu sambandi nefna vanda fiskeldisfyr- irtækja, fyrirtækja í ullar- og V estmannae^jar: Heitasti júnídagur í í áratugi Vestmannaeyjum. SÓL OG blíða hefur ríkt í Eyjum undanfarið og um helgina var veðrið eins og gerist á suðlægum slóðum. Mánudagurinn 17. júní var heitastur en þá komst hitinn á Stórhöfða í 17,6 gráður um miðj- an daginn og er það mesti hiti sem mælst hefur á júnidegi í Eyjum í áratugi og er reyndar sjaldgæft að hiti gerist öllu meiri í Eyjuin yfir sumartímann. Óskar Sigurðsson, vitavörður á Stórhöfða segir að það sem af er júnímánuði sé veðrið með því betra sem verið hefur síðustu áratugi. „Það var frekar heitt alla helgina. Á laug- ardag komst hitinn mest í 13 stig. Á sunnudaginn komst hann í 16 stig en á mánudag fór hann upp í 17,6 stig um nónbilið og var vindhraðinn þá aðeins eitt stig,“ sagði Óskar. Hann sagði að mjög lítil úrkoma hafi verið í júní en ákaflega sólríkt og heitt. „Eg tók saman hitastigið í júní 1988 til samanburðar og komst hitinn í júnímánuði þá mest í 10,2 gráður,“ sagði Óskar. Eyjamenn kunnu svo sannarlega að meta veðurblíðuna. Fólk lá um allt í sólbaði og í Klaufinni, sólar- strönd Eyjamanna var fjöldi fólks sem sleikti sólina og lék sér í fjöru- borðinu. bræðsluiðnaði og útgerð og vinnslu. Með vísan til þessa, svo og með hliðsjón af lögum númer 12 frá 1986 um Ríkisendurskoðun fer for- sætisráðuneytið hér með þess á leit við stofnunina að hún geri nú þegar ítarlega úttekt á fjárhagsstöðu Byggðastofnunar og Fram- kvæmdasjóðs íslands. Æskilegt er að úttektin taki og til fjárhagsstöðu Atvinnutryggingadeildar Byggða- stofnunar, áður Atvinnutrygginga- sjóður útflutningsgreina og Hluta- ijársjóðs Byggðastofnunar, sbr. lög númer 9 frá 1989 um efnahagsað- gerðir með síðari breytingum. Mikilvægt er að Ríkisendurskoð- un meti hve mikið af útistandandi lánum og kröfum Byggðastofnunar og framangreindra sjóða séu annað hvort töpuð eða óvíst um innheimtu á. Þá sé gerð grein fyrir að hve miklu leyti framangreindir aðilar hafa nú þegar áætlað fyrir töpuðum útlánum með sérstöku framlagi í afskriftasjóði og þá hvort Ríkisend- urskoðun telji að það hafi verið fullnægjandi á liðnum árum. Enn- fremur að fram komi hvort sam- ræmi sé á milli vaxtakjara inn- og útlána og hvort lánveitingar sjóð- anna séu í miklum mæli með niður- greidd vaxtakjör. Lögð er sérstök áhersla á að úttekt þessari eða könnun verði hraðað svo sem kostur er.“ Jarðskjálft- ar í Ölfusi NOKKRIR skjálftar hafa mælst í Ölfusi síðan í gær- morgun. Sá stærsti mældist 2,8 stig á Ricther-kvarða. Að sögn Barða Þorkelssonar hjá Veðurstofu íslands mældist sá stærsti, 2,8 stig á Richter- kvarða, suðaustan við Hjalla í Ölfusi klukkan 5.09 í gærmorg- un en þá var mest skjálfta- virkni. Skjálftahrinan stendur enn en þó hefur smádregið úr henni. Fólk varð vart við skjálftana í Villingaholti. um. Félag íslenskra stórkaupmanna: Vilja afiétta viðskipta- hömlum á Suður-Afríku FÉLAG íslenskra stórkaupmanna hefur sent utanríkisráðherra bréf þar sem skorað er á ráðherrann að afnema tafarlaust öll höft á viðskipti við Suður-Afríku. Félagið telur talsverða hættu á að dansk- ir stórkaupmenn taki að safna einkaumboðum fyrir suður-afrískar vörur á íslandi ef viðskiptabanni á Suður-Afríku verði ekki aflétt hér á landi. - Grímilr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.