Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 26
26 MORQUNBLÍVÐEÐ' MIÐVIKUDAGUR' 19.' 3ÚNÍ 1991 Samvinna Evrópu og N-Ameríku: Sovétmenn verða að taka þátt í samstarfmu -segir James Baker Berlín. Reuter. JAMES Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að hætta væri á átökum í Evrópu i framtíðinni ef Sovétmenn yrðu ekki aðilar að „nýju samfélagi Evrópu- og Atlantshafsríkja". Baker lét þessi orð falla er tveggja daga fundur utanríkisráð- herra aðildarríkja Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) hófst í Berlín. Baker sagði að friði og lýðræði í álfunni yrði stefnt í hættu ef S.ov- étmenn tækju ekki þátt í auknu samstarfi Evrópu- og Norður- Ameríkuríkja í framtíðinni. Banda- ríkjastjórn væri reiðubúin að að- stoða Sovétmenn við að koma á róttækum efnahagsumbætum, til að mynda með því að sjá þeim fyr- ir matvælum, aðstoða við uppbygg- ingu í orkuiðnaði og beita sér fyrir því að þeir tengist Alþjóðabankan- um og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Noregur: Hrefnuveiðar á ný Ósló. Reuter. NORSKIR hvalveiðimenn til- kynntu á sunnudag að þeir ætl- uðu að hefja ólöglegar hrefnu- veiðar í ágóðaskyni 4. júlí nk. þrátt fyrir framlengt alþjóðlegt hvalveiðibann og loforð stjórn- valda um að hvalir yrðu ekki veiddir á þessu ári. „Við munum hefja hvalveiðar á þessu ári. Við bjóðum öllum til Noregs til hvalveiða 4. júlí nk. Þá munið þið borða hvalkjöt þangað til þið kastið upp,“ sagði Steinar Bastesen, formaður Samtaka norskra hrefnuveiðimanna, í sam- tali við norska ríkisútvarpið. „Okk- ur finnst þjóðhátíðardagur Banda- ríkjamanna, 4. júlí, tilvalinn til að hefja veiðarnar,“ bætti Bastesen við. Milli 15 og 20 skip munu taka þátt í veiðunum, samkvæmt ákvörð- un ársfundar Norsku hvalveiðisam- takanna. „Við ætlum að verða til vandræða," sagði Bastesen. Norskir embættismenn, sem höfðu lýst því yfir að hvalveiðar án samþykkis yfirvalda yrðu ekki liðn- ar, gáfu í skyn að þær yrðu stöðvað- ar af skipum norsku landhelgis- gæslunnar ef þær hæfust. Reuter Albanir vilja á brott Albanskir flóttamenn á hrörlegum fleka grípa reipisenda sem skipveijar á ítölsku strandgæsluskipi fleygja tii þeirra við mynni hafnarinnar í Brindisi. ítalir hyggjast senda hundruð flóttamanna, er komið hafa til landsins síðustu daga, til síns heima á ný. Fyrir eru á Italíu tugþúsundir manna sem flúðu meðan kommún- istar voru einráðir í Albaníu en þar hefur nú tekið við völdum samsteypustjórn stærstu flokkanna. Tímamót í Suður-Afríku: Grundvelli apartheid end- anlega varpað fyrir róða Höfðaborg, Jóhannesarborg, Washington, SUÐUR-AFRÍSKA þingið sam- þykkti á mánudag að fella úr gildi lög um skráningu íbúa eft- ir kynþætti og er þar með búið að afnema formlega lagabálk- ana sem voru grundvöllur að- New York, Tókýó. Reuter, Daily Telegraph. skilnaðarstefnunnar, apartheid, í fjóra áratugi. 103 hvítir þing- menn voru samþykkir en 38 Ihaldsmenn á móti; í þingdeild- um manna af indverskum upp- runa og kynblendinga voru allir samþykkir. Svertingjar hafa ekki kosningarétt í landinu en F.W. de Klerk, forseti og leið- togi Þjóðarflokksins, hvatti til þess að aflokinni atkvæða- greiðslunni að haldin yrði ráð- stefna fyrir árslok með þátttöku allra aðila, þar á meðal helstu samtaka svertingja, Afríska þjóðarráðsins (ANC), um nýja stjórnarskrá þar sem m.a. verði kveðið á um kosningarétt svert- ingja. Nóbelsverðlaunahafinn Desm- ond Tutu sagði afnám laganna skref í rétta átt en taldi mikilvægt að de Klerk lýsti hryggð sinni yfir þeim þjáningum sem lögin hefðu valdið. De Klerk hefur hafnað þeirri áskorun. Helsti leiðtogi ANC, Nelson Mandela, sagði á útifundi á sunnudag að samtökin myndu ekki hvika frá þeirri kröfu að komið verði á fót bráðabirgða- stjórn að loknum fijálsum kosn- ingum með þátttöku svertingja og þá geti stjórnlagaþing samið nýja Reuter Stuðningsmenn Sinn Fein, stjórnmálahreyfingar írska lýðveldishers- ins, mótmæla friðarviðræðum kaþólikka og mótmælenda á Norður- írlandi sem hófust í Belfast á mánudag. Sinn Fein tekur ekki þátt í viðræðunum þar sem hreyfingin hefur ekki viljað afneita vopnaðri baráttu. Friðarviðræður hefjast í Belfast: Breska stjórnin sendir aukið herlið til N-írlands Belfast. Reuter. BRESKI herinn sendi í gær 500 manna liðsauka til Norður-írlands vegna hættu á hryðjuverkaárásum frá írska lýðveldishernum (ÍRA) á meðan fram fara friðarviðræður milli kaþólikka og mótmælenda i Belfast. Friðarviðræðurnar hófust á mánudag og er gert ráð fyrir því að af þeim loknum öðlist Norður- írar sjálfstjórn eftir að hafa lotið stjórn Breta í seytján ár. í viðræð- unum taka þátt fulltrúar norður- írskra stjórnmálaflokka og írsku stjórnarinnar. Stjórnmálahreyfing IRA, Sinn Fein, er þó ekki með þar sem hreyfingin hefur ekki viljað afneita vopnaðri baráttu. IRA hefur hert á árásum sínum frá því undirbúningur viðræðnanna hófst. Talsmaður breska hersins sagði að því hefði verið gripið til þess að ráðs að senda liðsauka til Norður-írlands. Alls eru nú um 17.000 breskir hermenn í landinu og lögreglan er skipuð 13.000 mönnum. Breska leyniþjónustan telur að 250 manns séu í „virkum hryðjuverkasveitum IRA“. Liðsmenn IRA réðu þijá hermenn af dögum fyrr í mánuðinum er sendibifreið, sem var full af sprengi- efnum, var látin renna niður brekku á herstöð þeirra. Breskir hermenn svöruðu árásinni þremur dögum síðar o g drápu þijár af helstu leyni- skyttum IRA úr launsátri. Liðs- menn IRA skutu síðan breskan hermann til bana á mánudag, skömmu áður en friðarviðræðurnar hófust. Norður-írska lögreglan sætti harðri gagnrýni í gær eftir að um þúsund trúnaðarskjöl hennar höfðu fundist á öskuhaugum. í skjölunum var meðal annars fjallað um ferðir stjórnmálamanna á Norður-írlandi og talsmenn Sinn Fein sögðu að þau hefðu verið sett á haugana af ásettu ráði til að herskáir mótmæl- endur kæmust yfir þau. Talsmaður lögreglunnar vísaði þessu á bug og sagði að henni hefðu orðið á mistök. stjórnarskrá. „Hlusti þeir ekki á okkur munum við beita okkar valdi - fjöldaaðgerðum," sagði Mand- ela. Mangosuthu Buthelezi, leiðtogi Inkatha-hreyfingar zúlumanna, fagnaði ákvörðun þingsins en But- helezi hefur sætt hörðum árásum ANC-manna fyrir að hafa ávallt mælt gegn viðskiptaþvingunum sem hann segir að komi meira niður á svörtum en hvítum. Banda- rískir sérfræðingar álíta að þjóðar- framleiðsla Suður-Afríku sé um 35% minni en ella vegna refsiað- gerðanna sem flest ríki hafa beitt landið undanfarin ár. Samþykkt þingsins var vel tekið á Vestur- löndum en George Bush Banda- ríkjaforseti sagði þó að refsiað- gerðum yrði ekki aflétt strax; kanna þyrfti betur ástand mála. Ekki er Ijóst hvort de Klerk er búinn að uppfylla fullkomlega skil- yrði Bandaríkjastjórnar fyrir slíkri stefnubreytingu. Japanar ákváðu að afnema hluta þeirra refsiað- gerða sem þeir hafa beitt minni- hlutastjórn hvítra. Kröfur ANC ANC hefur fagnað afnámi skráningarlaganna en lagt áherslu á að ekki sé nóg að gert. Utrýma þurfi misrétti í lífeyrismálum milli svartra og hvítra og sömuleiðis í menntamálum; fyrr sé ekki hægt að segja að apartheid-lögin hafi í reynd verið lögð á hilluna. Einnig er deilt um það hvort stjórnvöld hafi leyst alla pólitíska fanga úr haldi eins og de Klerk hefur heit- ið. ANC hafnar boði de Klerks um að svertingjar fái aðild að núver- andi ríkisstjórn hvíta minnihlut- ans. Samtökin hvetja ríki heims til að halda áfram efnahagslegum refsiaðgerðum þar til áðurnefnd- um kröfum hafi verið sinnt og fullljóst sé að apartheid hafi runn- ið sitt skeið. Helsti samningamaður de Klerks í viðræðum við samtök svertingja, Gerrit Viljoen, sagði fyrir nokkru að ekki kæmi til mála að samþykkja kröfu ANC um kosningar til stjórnlagaþings þar sem einfaldur meirihluti ákveði val fulltrúa. Stjórnmálaský- rendur telja þó að de Klerk sé ljóst að hann geti orðið að sættast á málamiðlun þar sem stjórn hans hefði ella óeðlilega stöðu í samn- ingaviðræðum um ný stjórnlög, væri í senn þátttakandi og úr- skurðaraðili. Sviss: Grænfrið- ungar flúðu fótboltalið Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNFRIÐUNGAR lokuðu helstu leiðum um Alpana á mánudagsmorgun til að mótmæla síaukinni bílaum- ferð um fjöllin. Þeir gáfust upp af sjálfsdáðum við Brenner-skarðið í Aust- urríki eftir að fjöldi öku- manna hafði í hótunum en ítalskt fótboltalið hrakti þá á flótta við Gotthard-göngin í Sviss. Fótboltaliðið Mineo frá Sik- iley hlaut verðlaun fyrir prúða framkomu á knattspyrnumóti í Solothorn um helgina. En liðsmenn misstu þolinmæðina þegar þeir höfðu setið fastir í þijár klukkustundir í umferð- arteppu á leiðinni suður til ít- alíu. 30 Grænfriðungar stóðu hlekkjaðir saman fyrir framan göngin sem þeir höfðu lokað með timburvegg og lagt flutn- ingabíl fyrir. Fótboltakapparn- ir hlupu með reiðiöskri í átt til þeirra og þeir losuðu sig með hraði úr hlekkjunum og höfðu sig á brott. Nokkrir lögðust í götuna en knatt- spyrnumennirnir drógu þá umsvifalaust í burtu og brutu niður timburvegginn. Lögreglan lét loks til sín taka eftir að fótboltamennirnir höfðu riðið á vaðið við góðar undirtektir annarra ferða- manna. Umhverfissinnarnir voru bókaðir en knattspyrnul- iðið hélt sigurglatt áfram 30 stunda ferð sinni til Sikileyjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.