Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JUNI 1991 Kammerhljómsveit Akur- eyrar og strengleikar Björgvins Guðmundssonar eftir Margréti Björgvinsdóttur Ef leita á fregna af Kammer- hljómsveit Akureyrar, er vænlegast að koma fyrst við í Tónlistaskóla Akureyrar sem stendur við Hafnar- stræti í miðbænum. Hljómsveitin, sem nú hefur starfað í fimm ár, var stofnuð af kennurum skólans og hafa þeir borið upp starfsemina af áhuga og eljusemi. Það er margt um manninn í Tónlistarskólanum, sem mun vera stærsti skóli sinnar tegundar á þessu landi. Húsnæði er þannig að við fyrstu sýn virðist ekki líklegt að gestir komist aftur út úr því völundarhúsi. Þar hefur verið byijað þröngt en skólinn síðán fengið viðbótarhúsnæði í næstu húsum við götuna. Vegna þrengsla er ekki aðstaða til tónleikahalds fyrir hljómsveitina í skólanum sjálfum. Viðunandi tónleikasal fyrir stóra hljómsveit er raunar ekki að finna í höfuðstað Norðurlands, en margir binda vonir við að úr rætist þegar lista- og menningarmiðstöðvar í Listagili rísa. Jón Rafnsson kontrabassaleikari kennir við Tónlistarskólann og kom til starfa hjá Kammerhljómsveit Akureyrar sl. haust eftir langa námsdvöl í Svíþjóð. Hann segir það skipta miklu máli fyrir tónlistarfólk sem sækir um starf á Akureyri eða norðanlands að eiga kost á að leika með hljómsveitinni. Sjálfur hafí hann ekki gert sér grein fyrir því að áður en hann kom hversu um- fangsmikil starfsemin er né heldur að hljómsveitin væri eins stór og raun ber vitni. Af jafnaði eru haldn- ir fernir tónleikar á hveiju starfsári og æfingatíminn oft langur og strangur enda verkefnin mörg erfið í flutningi. Það er vitanlega ókostur að eftir langan æfingatíma séu haldnir einir tónleikar, en það er erfitt um ferðalög norðanlands yfir vetrarmánuðina og allra veðra von. Þó voru haldnir tónleikar í Varma- hlíð í vetur, og vonir standa til að hægt verði að fara víðar á næsta ári. _ Jon segir að þó að nafn hljóm- sveitarinnar tengi hana eingöngu við Akureyri sé það nokkuð villandi því hljóðfæraleikarar koma einnig frá Húsavík, Dalvík, Sauðárkróki og Varmahlíð og í nokkrum tiivik- um frá ísafirði. Þeir nemendur Tón- listarskólans á Akureyri sem komn- ir eru að lokaáfanga í námi fá einn- ig tækifæri til þess að leika með hljómsveitinni. Slík tækifæri bjóð- ast þeim ekki í stórborg til þess að leika með hljómsveitinni. Slík tæki- færi bjóðast þeim ekki í stórborg eins og Reykjavík. Þetta veitir þeim ómetanlegt öryggi, og ekki er ónýtt að halda til framhaldsnáms með slíka reynslu að baki. Aðalhljómsveitarstjóri er Roar Kvam en gestastjórnendur hafa einnig stjórnað hljómsveitinni. Á síðasta starfsári dvaldist Hafliði Hallgrímsson á Akureyri og stjórn- aði þá tónleikum þegar hljómsveitin frumflutti m.a. verk eftir Hafliða sjálfan. Það verk tileinkaði hann hljómsveitinni. í vetur stjórnaði Páll Pampichler Pálsson Vínartón- leikunum í íþróttaskemmunni. Vín- artónlist er vinsæl á Akureyri því þessa tónleika sóttu um 700 manns. Órn Óskarsson heimsótti Akureyri í vetur og stjórnaði Mozart-tónleik- um og jólatónleikum. „Við héldum veglega upp á 200 ára afmæli Mozarts," segir Roar Kvam, „en við lítum okkur einnig nær og minntumst þess í vor að 100 ár eru liðin frá fæðingu Björg- vins Guðmundssonar tónskálds.“ Þessi afmælisveisla stóð í tvo mán- eftir að Björgvin hóf samningu verksins. Siðan var það flutt aftur á Norrænni söngkeppni í Stokk- hólmi. í bæði skiptin af Kantötukór Akureyrar undir stjórn Björgvins sjálfs. „Mér finnst stundum ekki laust við að íslenskum tónskáldum sé ekki sýndur nægur sómi,“ segir Roar Kvam. „Við getum í því tilviki nefnt þá Jón Leifs og Björgvin Guðmunds- son. Þeir voru vitanlega ólíkir menn og tónlist þeirra ólík, en verk þeirra hafa ekki verið flutt eins oft og vera mætti. Björgvin Guðmundsson hóf samningu Strengleika í Kanada í kringum 1915 við ljóð Guðmundar Guðmundssoanr. Óratorían er í ný- barokstíl bg er því ekki nútímaverk. Björgvin samdi fimm óratoríur og eða söngdrápur eins og hann kall- aði þær auk fjölda sönglaga. Strengleikar voru ekki samdir fýrir hljómsveit heldur píanó, en árið 1989 hófst Roar Kvam handa Roar Kvam Félagar í Kammerhljómsveit Akureyrar. uði og endaði 2. júní þegar Kamm- erhljómsveitin, 40 manna kór og sex einsöngvarar fluttu óratoríuna Strengleika eftir Björgvin. „Björgvin var mikill andans snill- ingur,“ segir Roar, „Hann var ekki einungis tónskájd, heldur samdi hann m.a. leikritið Skrúðsbóndann, sem flutt var í Akureyrarkirkju nú í apríl." ðratorían eða „söngdrápan" Strengleikar var samin fyrir kór, einsöngvara og píanó og hefur ver- ið flutt tvisvar í þeirri mynd, fyrst á Akureyri árið 1941, um 20 árum um útsetningu píanóþáttarins fyrir hljómsveit með það fyrir augum að Kammerhljómsveit Akureyrar gæti flutt Strengleika á afmæli Björg- vins. „Þetta hefur verið erfitt verk,“ segir Roar, „en Strengleikar öðlast nýja vídd í hljómsveitarbúningi og það gefur innihaldi texta meiri blæ. Og það er svo undarlegt að þegar ég var að vinna að þessu verki fannst mér ég vera rekinn áfram af óskýranlegum krafti eða leiddur af ósýnilegri hendi." í handriti er hljómsveitarútsetningin nú 640 síð- ur og æfingar hafa staðið yfir frá aprílbyijun. Strengleikar verða fluttir í íþrótt- askemmunni á Akureyri, og þar hefur hljómsveitin haldið stærstu tónleika sína. Auk þess hefur flutn- ingur farið fram í Akureyrarkirkju og í leikhúsi staðarins. Roar segir það vera sinn draum að byggt verði nýtt hús fyrir Tónlistarskólann þar sem verði tónleikasalur fyrir sínfó- níuhljómsveit. En hann telur að slík- ir draumar séu ekki raunhæfir nú. Aftur á móti gæti afstaðan orðið þokkaleg í „Ketilshúsi í Listagili, ef því yrði breytt í tónleikasal. Þá gætu hljómsveitin og skólinn sam- nýtt þann sal sem tæki um 250 manns í sæti. En ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir enn sem komið er um uppbyggingu í Listag- ili. Það er mjög mikils virði fyrir ís- lenskt tónlistlíf að Norðlendingar búi vel að tónlistafólki sínu og skapi því góða afstöðu. Ekki er minna um vert að geta boðið norðlenskum áheyrendum upp á sinfóníutónleika. Margir hafa veitt Kammerhljóm- sveit Akureyrar stuðning, þar á meðal meðlimir Sinfóníuhljómsveit- ar íslands, sem hafa hvað eftir annað komið hingað norður til þess að leika með hljómsveitinni. Höfundur er kennari á Akureyri. Borgarleikhúsið: 3SUISSES Franska tískan... Næstu daga munum við gefa síðustu eintökin af fallega 1000 síðna sumarlistanum frá 3 SUISSES. Komið og fáið eintak eða pantið* í síma 91-642100. Listinn fæst einnig afhentur í bókaversluninni Kilju, Miðbæ, Háaleitisbraut. Kríunesi 7, pósthólf 213, 212 Garðabæ. *Burðargjald er kr. 293 ef listinn er sendur í pósti. Hátíðardagskrá í minn- ingn Ragnars í Smára HINN 23. júní næstkomandi verður hátíðardagskrá í Borgar- leikhúsinu til að heiðra minningu Ragnars í Smára. Árið 1961 gaf Ragnar Aiþýðu- sambandi Islands listaverkasafn sitt og lagði þar með grundvöllinn að stofnun Listasafns ASÍ sem var stofnað sama ár. Safnið er því 30 ára í ár en ASI heldur á sama tíma upp á 75 ára afmæli sitt. Listasafn ASÍ hvatti eftirtalin félög til samstarfs um að minnast Ragnars í Smára og framlags hans til íslenskrar menningar: Tónlistar- félagið, Bandalag íslenskra lista- manna, Rithöfundasamband ís- lands, Tónskáldafélagið, Tónlistar- skólann, Félag íslenskra leikara, Sinfóníuhljómsveitina, Félag ís- lenskra hljómlistarmanna, Leikfé- lag Reykjavíkur, Félag íslenskra tónlistarmanna og Samband ís- lenskra myndlistarmanna. Um 50 listamenn koma fram á þessari hátíðardagskrá, má þar nefna Tríó Reykjavíkur, Sigrúnu Eðvaldsdóttir og Þorstein Gauta Sigurðsson, flutt verður tónverk eftir Leif Þórarinsson, rithöfundar og fleiri rabba saman um Ragnar, Rúrik Haraldsson og Þorsteinn Gunnarsson leiklesa úr verki eftir Halldór Laxness. Kynnir verður Guðmundur Andri Thorssön. I hléi verður boðið upp á veiting- ar. Miðasalan verður opin í Borgar- leikhúsinu frá kl. 14.00-17.00 þriðjudaginn 18. til laugardagsins 23. júní en verður opnuð kl. 13.00 .Ragnar Jónsson í Smára. sunnudaginn 23. júní. Miðaverð er kr. 1.500 og rennur ágóðinn til byggingar tónlistarhúss. (Fréttatilkyiining.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.