Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991 Eyrarbakki: Karamellum rigndi af heiðum himni Eyrarbakka. EYRBEKKINGAR héldu sína þjóðhátíð í dýrlegu sumarveðri eins og flestir landsmenn. Hit- inn var 20 stig í forsælu og sól skein á heiðum himni. Hátíðin hófst með guðsþjónustu í Eyrarbakkakirkju sem var full- setin. í lok guðsþjónustunnar voru vígðir 9 nýskátar. Vígsluna fram- kvæmdu sóknarpresturinn, séra Ulfar Guðmundsson, og skátafor- inginn á Eyrarbakka, frú Hafdís Óladóttir. Vígsla nýskáta er að verða fastur liður í þjóðhátíðar- guðsþjónustunni. Skátafélagið Birkibeinar sá um hátíðarhöld við Sjóminjasafnið. Ræðumaður dagsins var Þór Vigfússon skólameistari. Að ræðu hans lokinni tóku við hin margvís- legustu skemmtiatriði. Leikskóla- börnin sungu við góða undirtektir og einnig sungu fjórar pólskar stúlkur, sem hér vinna í fiski, nokkrar pólska söngva. í lok hátíðardagskrárinnar fengu síðan börnin sannkallaða himnasendingu, þegar okkar ágæti yfirlögregluþjónn flaug yfir túnið að baki Hússins og gómsæt- um karamellum rigndi niður. Varð þá uppi fótur og fit meðal yngri kynslóðarinnar. Skátarnir buðu síðan öllum að koma og sitja með þeim við varð- eld þar sem þeir hafa haslað sér völl, rétt vestan þorpsins og syngja með þeim. Að lokum var dansað úti til miðnættis. - Oskar. Morgunblaðið/Sverrir Um 50 þúsund manns voru í miðbæ Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn Hátíðarhöldin 17. júní í Reykjavík: 50 þúsund manns í miðbænum MIKIÐ fjölmenni tók þátt í hátíðarhöldunum á 17. júní í Reykjavík og fór hátíðin í alla staði mjög vel fram. Að sögn lögreglu voru um 50 þúsund manns í miðbænum síðdegis enda veður með eindæmum gott. Hátíðarhöldin í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mos- fellsbæ tókust einnig vel og gengu slysalaust fyrir sig. Að sögn Jónasar Hallssonar hjá lögreglunni í Reykjavík voru um fimm þúsund manns við upphaf hátíðarhaldanna á Austurvelli um morguninn. Mannijöldinn jókst síðan þegar líða tók á daginn og var mestur síðdegis, um 50 þús- und manns, sem er mun meira en verið hefur undanfarin ár. Um kvöldið voru milli 20 og 25 þúsund manns í miðbænum. Hátíðarhöldin fóru friðsamlega fram og mjög lítið bar á ölvun. Mikill manníjöldi tók þátt í hátíðahöldunum í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mos- fellsbæ og fór allt vel fram. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði var skrúðgangan á þjóðhátíð- ardaginn sú stærsta sem farin hefur verið þar í bæ. Ávarp forsætisráðherra á Austurvelli 17. júní: Getum ekki flúið á vit einangrunar Davíð Oddsson flytur ræðu sína á Austurvelli. Morgunbiaðið/Bjarni Góðir íslendingar. 17. júní er hátíðisdagur í mörgum skilningi, hann er afmælisdagur sjálfstæðrar þjóðar, sem deilir hon- um með ötulasta baráttumanni sín- um, frelsishetjunni góðu, sem fædd- ist á þessum degi fyrir 180 áram. 17. júní er dagur gleði og skemmtun- ar, frá honum er horft til liðinnar sögu; „lifi minning liðins tíma“ segj- um við með Hannesi Hafstein, og hann bætir við „en langtum meir þó tímans starf“. En einmitt 17. júní er rétti tíminn til að gefa fyrir- “'heit um framtíðina, því við vitum að sjálfstæðisbaráttunni lauk ekki 17. júní 1944. Vissulega fékk hún þá viðurkenn- ingu og nýja merkingu, en henni var hvergi nærri lokið, miklu fremur var hún rétt að byrja. Nú er lýðveldið tæplega fimmtugt og heimurinn all- ur annar en hann var. Hann hefur skroppið saman og er orðinn óþekkj- anlegur. Fjarlæg lönd og ókunnar álfur eru nú innan seilingar. Nábýlið krefst þess að þjóðirnar setji sér umgengnisreglur, og samningar og r sáttmálar þjóða á milli og innan þjóð- ’ arbandalaga verða æ umfangsmeiri og taka til fieiri og fleiri þátta. Þessi þróun hefur þýtt að sjálfsákvörðun- arréttur einstakra þjóða hefur i raun verið takmarkaður með beinum og óbeinum hætti. Fámenn þjóð eins og okkar verður að fylgjast náið með þessari þróun. Sá tími er liðinn að hin íslenska þjóð geti látið sér nægja að standa álengdar og horfa með heimóttar- svip á það sem gerist með öðrum þjóðum. Við getum ekki flúið á vit einangr- unar og verið ráðin í að búa örugg og jafnframt ein að okkar, hvað sem annarra þjóða menn kunna að tauta eða raula. Engin þjóð, hvorki stór né smá, getur lengur farið sínu fram án tillits til annarra. Hafi hinn ís- lenski „Palli“ nokkru sinni verið einn í heiníinum, þá er hann það örugg- lega ekki lengur. En þrátt fyrir að þjóðirnar séu með þessum hætti fluttar úr sérbýli í fjölbýli með öllum þeim skyldum og kvöðum sem slíku fylgja, er ekki þar með sagt að þær eigi ekki lengur erfítt val. Auðvitað eiga þær enn sem fyrr margra kosta völ. Við íslendingar þurfum að hyggja vel að öllum þeim kostum sem okkur bjóðast um þessar mundir. Við þurfum að sýna mikla aðgát og varúð þegar átt er í samningum sem takmarka svigrúm þjóðarinnar til að fara með eigin mál. Hitt er auðvitað rétt, að samning- ar sem binda þjóðir við tilteknar leik- reglur, geta ekki síst orðið hinum minni þjóðum verulegur styrkur. Slíkar reglur eru einmitt settar til þess að koma í veg fyrir að fjölmenn- ar þjóðir geti neytt aflsmunar í skipt- um við hinar fámennari. Það er eðlilegt að minna á þessi sannindi einmitt á þessum degi og einmitt nú þegar Islendingar eiga í mikilvægum viðræðum í hópi ann- arra EFTA-ríkja við Evrópubanda- lagsþjóðirnar. A miklu ríður að þar náist niðurstaða sem við íslendingar getum unað við. Það er deginum ljósara, að í næstu framtíð verða miklir umbrotatímar í öllum þessum efnum, eins og nýleg ósk Svíþjóðar um inngöngu í Evr- ópubandalagið sýnir. Forsætisráð- herra Svíþjóðar, Ingvar Carlsson, hringdi til mín daginn áður en hann kynnti ákvörðun ríkisstjórnar sinnar opinberlega. Skýrði hann ítarlega frá þeim ráðagerðum öllum, en fullviss- aði migjafnframt um að áhugi Svía á samningum um evrópskt efna- hagssvæði hefði ekki minnkað við þessa ákvörðun, þvert á móti. Afdrifaríkar ákvarðanir vina- og nágrannaþjóða okkar munu fyrr eða síðar hafa veruleg áhrif á okkar aðstæður og efnahagslegar kring- umstæður. Hávær þjóðmálaumræða hér á landi gæti stundum bent til þess að íslendingum hefði mistekist flest og hér gangi margt á afturfótunum. Því fer sem betur fer fjarri. Þjóðin er í íörystu þeirra sem hvað best skilyrði búa þegnum sínum um víða veröld. Auðvitað hljótum við þó að kannast við að sumt sé á sandi byggt. Þannig höfum við vissulega sýnt mikla óvarkárni í skuldsetningu þjóðarinnar. Gáleysi okkar í þessum efnum hlýtur'að koma okkur í koll fyrr en síðar. Við verðum að taka okkur á, ef ekki á ilia að fara. - Fyrir nokkrum árum komst upp í opinberri stofnun að nokkrar konur, sem þar störfuðu, hefðu um skeið tekið kaffipakka úr mötuneyti stað- arins ófijálsri hendi. Þessum konum var öllum sagt upp laust fyrir jól, sem þá fóru í hönd. Sjálfsagt hefur það verið réttlætanleg ákvörðun. Mér hefur stundum verið hugsað til þessa atburðar þegar ég hef orð- ið vitni að því að stórkostlegum fjár- munum hefur verið veitt, eytt eða sóað út og suður, stundum í svokall- aða björgun atvinnuveganna, án þess að tekið sé á nokkrum vanda, stundum til þess að stofna fyrir- hyggjulaust til nýjunga í atvinnu- rekstri eftir því sem tískan hefur kallað á hveiju sinni. Þær fjárhæðir hafa ekki mæist í þúsundum króna eins og í kaffipakkadæminu forðum, ekki í hundruðum þúsunda eða millj- ónum, heldur í milljörðum eða tugum milljarða. Allt það fé hefði dugað til að fylla allar kornhlöður landsins og heilu flugskýlin af kaffipökkum, svo aldrei hefðu önnur eins ógrynni af kaffí sést á einum stað. í fyrra dæminu voru menn látnir sæta ábyrgð og sagt upp illa launuð- um störfum, í hinu síðara ber enginn ábyrgð á einu eða neinu. Allar skýrslunar og greinargerðirnar, sem legið hafa til grundvallar slíkum ákvörðunum, eru sjálfsagt ennþá til, og margir þeir sem allar þessar ákvarðanir hafa tekið eru sjálfsagt ennþá að. Her verður að bijóta blað. „Kaffipakkaréttlæti" af þessu tagi er ekki réttlæti sem nokkur þjóð getur verið stolt af. Reglumar mega aldrei vera eins og net sem smáfisk- arnir einir festast í en stórfiskarnir ijúfa. Hér bíður okkar allra mikið starf; við verðum að skilgreina opinbera ábyrgð á nýjan leik og gera ríkar kröfur til okkar sjálfra, og bera okk- ur þannig að í framtíðinni að við getum horft keik til baka, þegar sú framtíð er orðin að fortíð; „lifandi minningu um liðna tíð“. Lifi minning liðins tima, langtum meir þó tímans starf. Lifi og blessist lífsins glima, leifi framtíð göfgan arf. Hverii ofdrambs heimsku víma heQist magn til ails, sem þarf. Lifi og blessist lífsins glíma Lifi og blessist göfugt starf. Góðir íslendingar, nær og fjær, gleðilega þjóðhátíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.