Morgunblaðið - 19.06.1991, Side 56
IBM PS/2
KEYRIR STÝRIKERFI
FRAMTÍÐARINNAR:
IBM OS/2
- svo vel
sétryggt
SJOVA
MENNAR
MIÐVIKUDAGUR 19. JUNI 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
V estmannaeyjar:
Stórhveli
* 1 •• n • •
íhofmnm
V estmannaeyj u m.
STÓRHVELI sást í höfninni í
Eyjum um miðjan dag í gær.
Hvalurinn var að damla í smá-
bátahöfninni er starfsfólk á Fisk-
iðjuskrifstofunni kom auga á
hann.
Hjörtur Hermannsson, sem sá
hvalinn fyrstur sagðist hafa séð
hvalinn koma tvisvar upp úr með
bægslin en síðan hafi hann sést
synda undir yfirborðinu. „Hann var
úti í höfninni beint fyrir framan
Fiskiðjuna þegar ég sá hann fyrst.
Eg kallaði á samstarfsfólkið og við
fylgdumst með honum í góða stund.
Hann synti þarna fram og aftur í
rólegheitum og tvisvar kom hann
upp úr. Hann var mjög stór og fyrst
hélt ég að þetta væru tveir hvalir
en síðan sáum við að hann var bara
einn. Það er erfitt að segja hversu
stór hann var en ég giska á 7 til 8
metra á lengd,“ sagði Hjörtur.
Hjörtur sagðist í fyrstu hafa
haldið að þarna væri háhyrningur
á ferð en eftir að hann sá hann
koma upp í seinni skiptið hafi hann
ekki verið viss um að svo væri því
hann gat ekki komið auga á hvíta
rönd á honum.
- Grímur
Olöglegar
veiðar á laxi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Góðar heyskaparhorfur
Sláttur hófst á Hálsi í Kjós í lok síðustu viku, og þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið þar um í gær var unnið af krafti við heyskapinn
í góða veðrinu. Að sögn Ólafs Dýrmundssonar ráðunauts hjá Búnaðarfélagi íslands er sláttur óvíða hafínn nema á einstaka blettum heima
við bæi. Hann sagði að heyskaparhorfur væru góðar um allt land þrátt fyrir kuldakastið á Norðurlandi og þurrkana sem verið hafa und-
anfarið sunnanlands. Ólafur sagði að vel hefði vorað um land allt og leita þyrfti allt aftur til ársins 1964 til að fínna sambærilega gott vor
hvað varðar gróður og sprettu.
„VIÐ höfum undanfarin ár fengið
fréttir frá ýmsum um að lax hefði
verið veiddur í sjónum við norðan-
vert Snæfellsnes. Um helgina var
svo maður frá Grundarfirði stað-
inn þar að verki með ólögleg net
í sjó og í netunum var lax,“ segir
Július B. Kristinsson fram-
kvæmdastjóri hafbeitarstöðvar-
innar Silfurlax hf. í Hrauhsfirði.
Júlíus segir að vitni hafi verið að
því að viðkomandi maður hefði veitt
lax í þessi net og hann hefði viður-
kennt við lögreglurannsókn og yfir-
heyrslu að hann ætti netin.
Júlíus segist vera hræddur um að
veruleg brögð séu að ólöglegum lax-
veiðum í sjó við norðanvert Snæfells-
nes og víðar.
Sjá nánar í Ur verinu bls. Cl.
Ríkisstjómm forðar ekki
Alafossi hf. frá gjaldþroti
Forsætisráðherra segir 2,4 milljarða opinber framlög að verulegn leyti glatað fé
SAMÞYKKT var á fundi ríkis-
stjórnarinnar í gær að ekki væru
forsendur fyrir frekari fjár-
hagsstuðningi við Alafoss hf. og
að ríkisstjórnin muni ekki grípa
til frekari ráðstafana til að forða
Vigdís gefur kost á
sér til endurkjörs
VIGDÍS Finnbogadóttir, for-
seti íslands, hefur tekið þá
ákvörðun að gefa kost á sér
til endurkjörs í embætti for-
seta Islands næsta kjörtímabil,
sem er frá 1. ágúst 1992.
Þetta kom fram í fréttatil-
kynningu, sem barst frá skrif-
stofu forseta íslands í gærkvöldi.
Vigdís Finnbogadóttir var
fyrst kjörin forseti árið 1980.
Hún var endurkjörin án mót-
framboðs 1984. I kosningum til
embættis forseta íslands 1988
var Vigdís kjörin með yfirgnæf-
andi meirihluta atkvæða.
Vigdís Finnbogadóttir er 61
árs að aldri.
/
Vigdís Finnbogadóttir ]
h
I
S
t'
félaginu frá gjaldþroti. Davíð
Oddsson forsætisráðherra segir
mestar líkur á að fyrirtækið verði
tekið til gjaldþrotaskipta en end-
anleg ákvörðun um það verði tek-
in af stjórncndum fyrirtækisins.í
greinargerð starfshóps um stöðu
fyrirtækisins kemur fram að fyr-
irgreiðsla stjórnvalda við Alafoss
frá stofnun þess árið 1987 nemi
2,4 milljörðum kr., eigið fé félags-
ins sé neikvætt um 850 millj. kr.
en eignir félagsins hafi verið of-
metnar um a.m.k. 200-300 millj.
kr. Segir Davíð ljóst að þessir 2,4
milljarðar séu glatað fé að veru-
legu leyti.
Ólafur Ólafsson forstjóri Álafoss
hf. sagði mat starfshópsins ekki rétt
en stjórn Álafoss muni koma saman
til fundar í dag og gefa út yfirlýs-
ingu að honum loknum.
Forsætisráðherra sagði að til að
koma fyrirtækinu á réttan kjöl þyrfti
að útvega mikla fjármuni en auk
þess þyrfti einnig að koma til veru-
legur vöxtur á útflutningi til tiltek-
inna svæða Austur-Evrópu en í þeim
efnum væri ekki bjart framundan.
Á yfirliti yfir ráðstöfun fjár til
Álafoss úr Framkvæmdasjóði kemur
fram að sjóðurinn hefur veitt fyrir-
tækinu aðstoð í formi lána, ábyrgða
og kaupa á eignum að upphæð 1.807
milljónir og að á síðustu tveimur
árum hafi ríkissjóður veitt Álafossi
hf. 600 millj. kr. fyrirgreiðslu.
Starfshópur ríkisstjórnarinnar
kemst að þeirri niðurstöðu að tillög-
ur stjórnar Álafoss um að afskrifað-
ar verði 766 millj. kr. skuldir fyrir-
tækisins eða breytt í hlutafé nægi
ekki til að leysa vanda félagsins.
Telur starfshópurinn að tap ársins
verði allt að 400 milljónum kr.
Ólafur Ólafsson segist hafa lagt
uppsögn sína fyrir stjórn fyrirtækis-
ins 30-apríl sl. þar sem hann hafí
lýst því yfir að hann kærði sig ekki
um að veita því forstöðu lengur en
til 10. maí ef ekki yrði gripið til
ráðstafana til að bæta rekstrarstöðu
fyrirtækisins.
í dag mun iðnaðarráðherra taka
upp viðræður við starfsfólk Álafoss
og forsvarsmenn sveitarfélaga um
framhaldið ef fyrirtækið verður lagt
til gjaldþrotaskipta.
Sjá fréttir á bls. 28-29
Reykjavík:
Sólskinsmet í júní mögnlegt
SÓLIN hefur leikið við íbúa Reykjavíkur það sem af er júní eftir
hinar miklu rigningar í maí. Að sögn Trausta Jónssonar, veður-
fræðings iyá Veðurstofu íslauds, eru líkur á að nýtt met í sólskins-
stundum í Reykjavík í júní verði sett ef veður lielst gott áfram.
Trausti Jónsson veðurfræðingur
sagði að sólarmetið í Reykjavík í
júiií væri 313 stundir en 195 sól-
skinsstundir hafa þegar mælst það
sem af er þessum mánuði. Trausti
taldi að of snemmt væri að segja
um hvernig færi en ekki væri úti-
lokað' að sólarstundir í þessum
mánuði næðu gamla metinu.
Flestar sólskinsstundir á einum
degi í Reykjavík mældust á
þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17.
júní, en þá mældist sólskin í 18
klukkustundir. Að sögn Trausta
er þetta með því allra mesta er
mælst hefur á einum degi.
Umskiptin hafa orðið algjör frá
í maí, en litlu munaði að rigningar-
metið fyrir maímánuð yrði slegið
í síðasta mánuði í Reykjavík.