Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JUNI 1991
21
málaráðherra ríkisstjórnar sem hef-
ur að yfirlýstri stefnu að greiða
fyrir einkarekstri er ekki öfunds-
verður af að taka við störfum nú,
þar sem eitt hans fyrsta verkefni
er að fjalla um hvort ríkið skuli
hafa afskipti af rekstri þessarar
rótgrónu sjálfseignarstofnunar:
Heilsuhælis Náttúrulækningafé-
lagsins.
Hvers vegna voru
yfirlæknarnir leystir
frá störfum?
Forsendur stjórnar Heilsuhælis-
ins voru eftirfarandi:
1. Margskonar bréfaskrif til heil-
brigðisyfirvalda og heilbrigðisstétta
(Heilbrigðisráðherra, Heilbrigðis-
ráðuneytis, landlæknis, Læknafé-
lags íslands o.fl. stéttarfélaga). Auk
þess ærumeiðandi ummæli í fjölm-
iðlum, sem er óumdeilanlega hreint
niðurrifsstarf sem hefur stórskaðað
heiður Heilsuhælisins og stjórnenda
þess, en yfirlæknarnir hafa óskað
eftir lögreglurannsókn bæði á starf-
semi Heilsuhælisins og hæfni
stjórnenda þess.
3. Ranghugmyndir yfirlækna um
stöðu sína á Heilsuhælinu stefna
nú atvinnuöryggi starfsfólks stofn-
unarinnar í hættu svo og starfsmög-
uleikum þessa stærsta vinnustaðar
í Hveragerði.
4. Vinnveitanda er eðlilega og
lögum samkvæmt heimilt að leysa
frá störfum starfsmenn sem vinna
gegn rekstri fyrirtækisins.
Hvað gerist næst?
Það veit enginn en núverandi
ástand stefnir Heilsuhælinu hrað-
byri í hrun. Búið er að segja upp
öllu starfsfólki og heilbrigðisyfir-
völd leyfa ekki innritun fleiri gesta
á Heilsuhælið fyrr en ráðnir verða
læknar í stað þeirra Gísla og Snor-
ra eða fyrir 28. júní nk. Að öðrum
kosti verði gripið til aðgerða.
Heilsuhælinu virðast því allar bjarg-
ir bannaðar aflétti Læknafélag Is-
lands ekki banni sínu og gera félag-
inu kleift að ráða til sín lækna svo
að það megi halda áfram starfsemi
sinni.
sem gátu sent þeim umsögnina í
heild. Þetta er augljóst misrétti, og
hvernig á umsækjandi að vita hvort
hann sé metinn eftir sama mæli-
kvarða og aðrir, ef hann sér einung-
is umsögnina um sjálfan sig? Vand-
séð eru rök til þess, umsögnin í
heild getur hvort eð er naumast
verið trúnaðarmál eftir að hún er
komin til tuga manna.
Við danska og norska háskóla
er stórum betri kerfi viðhaft, og
sjálfsagt er sá háttur víðar. Hver
umsækjandi fær umsögn dóm-
nefndar um alla umsækjendur og
tveggja vikna frest til að gera at-
hugasemdir, telji hann ástæðu til.
Dómnefnd er þar að auki skylt að
svara slíkum athugasemdum fyrir
þann deildarfund sem velur milli
umsækjenda. Þarna er það aðhald
sem gerir deildarlimum kleift að
greiða atkvæði eftir bestu upplýs-
ingum og samvisku. Sé tekið fram
að álitsgerðin sé trúnaðarmál, þá
bera þeir sjálfir ábyrgð sem trúnað
ryfu. Þessi skipan þarf því alls ekki
að halda aftur af dómnefnd að segja
óþægileg sannleiksorð. Enda er síð-
ur en svo ástæða til að dæma fræði-
rit á laun, fræði þróast áfram í
opinberum rökræðum. Þetta er lýð-
ræðisleg aðferð, því hún miðast við
að ákvörðunin sé skiljanleg hveijum
sem kynnir sér málin.
Ég vil ljúka þessari grein með
því að skora á Háskólaráð, mennta-
málaráðherra eða Alþingi að færa
aðstæður við Háskóla íslands sem
allra fyrst í þetta lýðræðislega horf
sem tíðkast á Norðurlöndum. Það
hlýtur að teljast í hag alþjóðar að
tryggja að fagleg sjónarmið ráði
stöðuveitingum við Háskóla ís-
lands, en ekki 18. aldar geðþótti
klíkuskapur eða lítilmótleg hefni-
girni.
Höfundur er lektor í íslensku við
Kaupmannahnfnarháskóla.
Rit um spunasetningar í
flokki málfræðirannsókna
MÁLVÍSINDASTOFNUN Há-
skóla íslands hefur nýlega gefið
út 3. bindið í flokknum Málfræði-
rannsóknir. Það nefnist Spuna-
setningar í máli tveggja íslenskra
barna (118 bls.) og er eftir Sig-
ríði Siguijónsdóttur cand. mag.
Meginefni ritsins er rannsókn á
þróun spunasetninga í máli tveggja
íslenskra barna þegar þau eru á
aldrinum tveggja til þriggja og hálfs
árs. Niðurstöður eru fjölþættar en
í þeim kemur meðal annars fram
að fyrstu spurningar íslenskra
barna byija á orðinu viltu og að
þær gegna flestra hlutverka beiðna.
Ritið er fáanlegt í Bóksölu stúd-
enta en einnig er hægt að panta
það hjá Málvísindastofnun.
Sigríður Sigurjónsdóttir
ÓDÝR SENDIBÍLL
★ Lítil fjárbinding ★ Ódýrírekstri
★ Burðarmikill ★ Auðveld hleðsla frá 3 hliðum
NIÐURSTAÐAN ER:
HAGNÝTUR BÍLL
FYRIR HAGSÝNA KAUPENDUR!
Praktik er lipur sendibíll í minni
stærðarflokki, sérstaklega gerður
fyrir hverskonar atvinnurekstur.
Hann hentart.d.iðnaðarmönnum,
heildsölum, verslunum, matsölu-
stöðum og öðrum sem leita að
hagkvæmri lausn.
ASTÆÐAN:
Kr. 385.450 án vsk.
Hafðu samband við sölumenn strax í dag. Söludeildin
er opin alla virka daga kl. 9-18 og laugardaga
kl. 13-17. Síminn er: 42600.
JÖFUR HF
Nýbýlavegi 2, sími 42600