Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 46
MQRPV’NBLAÐIE) MIÐVIKUDAGUH .13. jýNÍ 1991; “I Minning: 46| + Faðir okkar, HALLSTEINN TÓMASSON, Hraunbæ 156, Reykjavík, andaðist á Vífilsstöðum 17. júní. Fyrir hönd áðstandenda, Guðmundur Guð- jónsson skipstjóri Trausti Hallsteinsson, Guðmundur Hallsteinsson. Eiginkona mín, móðir og systir, KRISTÍN FINNBOGADÓTTIR BOULTON frá Hítardal, andaðist í Norwich í Englandi hinn 15. júní. Bálför hennar fer fram frá St. Barnabas-kirkju í Norwich föstudag- inn 21. júní. Minningarathöfn í Reykjavík og greftrun í Hítardal verður auglýst síðar. John Boulton, Ingrid Statman, Helen Statman, Richard Boulton, Kristófer Finnbogason, Leifur Finnbogason, Bergþór Finnbogason, Gunnar Finnbogason. + Áskær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR GUÐBJARTSSON, Eskihlíð 29, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 15. júní sl. Sigrún Einarsdóttir, Sigurgísli Jörgen Einarsson, Mai-Britt Einarsson, Ragnheiður Ingibjörg EinarsdóttirKristinn Einarsson, Ingi Dóri Einarsson, Sigurlaug Gísladóttir, Jónina Þóra Einarsdóttir, Ægir Ólason, Guðbjört Einarsdóttir, Jón Ómar Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR, Sæviðarsundi 40, Reykjavík, andaðist á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins 18. júní. Haukur Kristófersson, Margrét Hauksdóttir, Bragi Kr. Guðmundsson, Guðrún Helga Hauksdóttir, Jóhannes Bjarni Jóhannesson, Sigríður Herdís Leósdóttir og barnabörn. + Maðurinn minn, GUNNAR SIGURMUNDSSON prentari, lóst í Borgarspítalanum 18. júní. Vilborg Sigurðardóttir. + Ástkær móðir okkar, KRISTIN AÐALSTEINSDÓTTIR frá Lyngholti, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð 16. júní. Börnin. + Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNU JÓNSDÓTTUR, Signýjarstöðum, Hjarðarhaga 33, Reykjavík, fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 20. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Landssamtök hjarta- sjúklinga. Signý Hermannsdóttir, Gunnar Jónsson, Sigfríður Hermannsdóttir, Magnús Jónsson, Auður Hermannsdóttir, Magnús Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. Fæddur 31. ágúst 1900 Dáinn 10. júní 1991 Guðmundur Guðjónsson, móður- bróðir minn, var fæddur á Ljúfu- stöðum í Fellshreppi, Strandasýslu, sonur hjónanna Guðjóns Guðlaugs- sonar, alþingismanns, og Jóneyjar Guðmundsdóttur. Árið 1902 fluttist íjölskyldan að Kleifum í Steingríms- firði, og fimm árum síðar lá leiðin til Hólmavíkur, en þar veitti Guðjón forstöðu Verzlunarfélagi Stein- grímsljarðar, sem hann hafði haft forgöngu um að stofna. Árið 1918 fluttust þau Guðjón og Jóney til Reykjavíkur og bjuggu til dauða- dags Guðjóns á Hlíðarenda, sem nú er aðsetur Knattspyrnufélagsins Vals. Strax á æskuárum sínum á Hólmavík hneigðist hugur Guð- mundar að sjómennsku, og 14 ára gamall var hann farinn að starfa á bátum á Steingrímsfirði. Árið 1915 fór hann til náms í Flensborgar- skóla í Hafnarfirði, og síðan tók við nám í Stýrimannaskólanum. Hann lauk farmannaprófi árið 1921, og að því loknu stundaði hann sjómennsku í hálfan fimmta áratug, fyrst á erlendum skipum, en síðan á íslenzkum flutninga-, farþega- og varðskipum. í aldar- íjórðung var hann skipstjóri á skip- um Skipaútgerðar ríkisins, síðast á ms. Heklu. Árið 1966 urðu breyt- ingar á rekstri Skipaútgerðarinnar, og hætti Guðmundur þá siglingum. Eftir það annaðist hann um árabil sjókortasölu hjá Vita- og hafnamál- astjórn. Guðmundur var farsæll skip- stjórnarmaður, athugull og stjórn- samur. Kom það nokkrum sinnum í hans hlut að stjórna björgun skipa, sem strandað höfðu hér við land, og var björgun farms úr flutninga- skipinu Persier, sem strandaði við suðurströnd landsins á styijaldarár- unum, stærst þessara. verkefna. Eftir styrjöidina var þörfin fyrir umbætur í strandferðasiglingum orðin brýn. Var Guðmundur til ráð- uneytis um gerð strandferðaskip- anna Herðubreiðar og Skjaldbreið- ar, sem þóttu á sínum tíma mikil samgöngubót, og fylgdist hann með smíði þeirra í Skotlandi. Fyrir björg- unarstörf hlaut hann brezkt heið- ursmerki, og á sjómannadaginn 1978 var hann heiðraður fyrir störf sín._ Árið 1929 kvæntist Guðmundur Ingibjörgu Þórðardóttur Daníels- sonar, bónda á Gnúpufelli í Eyja- firði. Þau eignuðust ekki börn sam- an, en stjúpsonur Guðmundar er ívar Andersen, vélstjóri. ívar var kvæntur Hjördísi Jónsdóttur, sem nú er látin. Þá ólst elzta barn þeirra Ivars og Hjördísar, Ingibjörg, hjúkr- unarfræðingur, gift Kjartani Páls- syni, lækni, upp hjá þeirn Guð- mundi og Ingibjörgu. I minningum barnsáranna er Guðmundur eini frændinn, sem ég átti, enda var ættin ekki fjölmenn að Qarskyldari ættingjum frátöld- um, Guðnlundur barnlaus og ég einkabarn móður minnar. En þótt ég ælist til fermingaraldurs upp hjá afa mínum og ömmu og kært væri með Guðmundi og foreldrum hans, var samgangur ekki svo mikill, að ég kynntist honum þá náið. Fannst mér einhvern veginn, að hann væri alltaf úti á sjó eða a.m.k. á hraðri leið um borð í skip sitt. Á mennta- skólaárum mínum fékk ég hins veg- ar tækifæri til að kynnast bæði honum sjálfum og starfi hans. Hafði ég vorið 1944 orðað við hann áhuga minn á að komast í sumarstarf á sjó, en hann var þá skipstjóri á strandferðaskipinu Þór. Tók hann því fálega, og taldi ég málið úr sögunni. En tveimur mánuðum síð- ar kom í ljós, að hann hafði ekki gleymt mér þegar starf kyndara á Þór losnaði. Fyrir hálfri öld voru verkefni strandferðaskipa fjölþættari en nú, og trúlega eru þeir margir, sem ekki átta sig á þeirri byltingu, sem orðið hefur í samgöngumálum. Mörg byggðarlög voru algerlega háð samgöngum á sjó, bæði um flutninga á vörum og farþegum, og víða voru hafnir svo lélegar, að strandferðaskip gátu ekki lagzt að bryggju. í hafnleysunni austur í Öræfasveit fengu heimamenn að- föng sín í belgjum, sem draga þurfti á land og sæta lagi, þegar sæmi- lega viðraði. Það kom í hlut skip- stjóra að stjórna skipi sínu við komu á hvern áfangastað, sjá um, að af- greiðsla gengi snurðulaust og halda áætlun. Varð svefn oft lítill, þegar stutt var milli áfangastaða. Ekki var unnt að haga ferðinni svo, að komið væri á hentugum tíma sólar- hrings á hvern viðkomustað. Þetta virtist engum þykja tiltökumál, en ég átti þó eftir að komast að raun um, að hér átti stjórnsemi Guð- mundar sinn þátt í, að áætlun tókst að halda, og menn gengu á lagið, þegar eftirlátari stjórnandi leysti hann af í sumarleyfi. Þegar ég kom aftur til starfa á Þór vorið 1945, var þar annar brag- ur um borð. Hafði skipið verið leigt til flutninga á fiski til Englands þetta síðasta styijaldarár. Siglt var á minni hafnir í kringum land, báta- fiski skipað um borð og hann flutt- ur út ísaður. Þegar fullfermi var fengið og haldið af stað til Eng- lands, tók skipstjórinn vaktir, en þurfti ekki að vakna á fárra stunda fresti. Fyrir kyndarann var þetta líka allt annað líf, þar sem einungis þurfti að halda dampi, en ekki sí- fellt ýmist að draga úr eða auka hann. I þessum ferðum var skips- höfnin sem ein fjölskylda, og þá kynntust skipsmenn betur glettni Guðmundar og hlýju viðmóti bak við yfirborðið, sem sumum virtist hijúft í fyrstu. + Eiginmaður minn, INGÓLFUR GUÐMUNDSSON (Bifreiðaverkstæðið ÁKI), Hólavegi 21, Sauðárkróki, lést hinn 16. þ.m. Fjóla Þorleifsdóttir. LEGSTEiNAR Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður, pósthólf 93, símar 54034 og 652707. Ingibjörg bjó Guðmundi vistlegt heimili og stjórnaði því af skörungs- skap. Það var því þungt áfall fyrir hann, er hún lézt árið 1975. En eins og endranær tók hann æðru- laust því, sem að höndum bar og annaðist upp frá því heimilishald sitt af einstakri snyrtimennsku. Kaus hann að vera á eigin heimili, meðan hann gat nokkru þar um ráðið, og gerði það raunar mun lengur en hann hafði krafta til. Naut hann til þess einstæðrar að- stoðar og umhyggju ívars stjúpson- ar síns, Ingibjargar og Kjartans og fjölskyldna þeirra. Síðustu æviárin voru Guðmundi þó erfið, heilsa hans fór þverrandi, og skömmu fyrir ní- ræðisafmælið fluttist hann á Hrafn- istu. Lífsþróttinum hélt hann þó nær óbuguðum fram undir það síð- asta, og ekki er langt síðan hann tók síðasta sundsprettinn, en sund stundaði hann daglega sér til ánægju og heilsubótar, meðan heils- an leyfði. Langt líf er að baki, og vegmóð- ur samferðamaður hefur fengið hvíld. Á kveðjustundinni þakka ég, kona mín og börn Guðmundi ræktarsemi hans og ánægjulegar samverustundir. Guðjón Hansen Enn einn aldamótamaðurinnn hefur kvatt okkur eftir langan og gæfuríkan starfsdag. Guðmundur var góður fulltrúi þeirrar kynslóðar sem lagði grunninn að velferðar- þjóðfélagi okkar tíma. Oft var á brattan að sækja í þeirri þróun, en ekki var gefist upp fyrr en í fulla hnefana. Gott dæmi um þetta eru stórstígar framfarir í fiskveiðum og kaupskipasiglingum á fyrstu ára- tugum aldarinnar þar sem Guð- mundur kom mikið við sögu. Ég kynntist Guðmundi fyrir 28 árum þar sem hann var uppeldisfað- ir konu minnar og mér er ljúft að minnast hans hér með fáeinum orð- um. Hann fæddist 31. ágúst árið 1900 á Ljúfustöðum í Strandasýslu. Foreldrar hans voru Guðjón Guð- laugsson bóndi þar, f. 13. des. 1857, d. 6. mars 1939, kaupfélagsstjóri á Hólmavík, alþingismaður Stranda- manna 1893-1914 og landskjörinn þingmaður 1916-1922, og kona hans, Jóney Guðmundsdóttir, f. 29. júní 1870, d. 7. apríl 1957. Systir Guðmundar hét Mundhildur Ingi- björg, f. 15. maí 1907, d. 12. júní 1951. Sonur hennar er Guðjón Han- sen tryggingasérfræðingur í Reykjavík. Guðmundur var við nám í 1. og 2. bekk Flensborgarskóla 1915- 1917 og lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1921. Guðmundur var ungur að árum þegar hann hélt fyrst til sjós. Til ársins 1926 var hann háseti á ýmsum verslunarskipum og stýri- maður á dönsku skipi, en það ár hóf hann störf hjá Landhelgisgæsl- unni og Skipaútgerð ríkisins sem stýrimaður á varðskipinu Þór (I). Skipstjóri á varðskipinu Þór (II) var hann 1942 til ársins 1946. Hann hafði eftirlit með smíði ms. Herðu- breiðar og Skjaldbreiðar í Skotlandi og sigldi þeim skipum heim. Hann var skipstjóri á Skjaldbreið til 1952, þvi næst á Esju (II) 1952-1961 og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.