Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991 Hvað er að gerast á Heilsu hælinu í Hveragerði? Frá stjórn NLFÍ Er spurning sem heyrist oft þessa dagana og svo virðist sem frásögn fjölmiðla fari fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. Því áleit stjórn Náttúrulækningafélags íslands að rétt væri að útbúa nokkurs konar fréttaskýringu til þess að auðvelda mönnum að átta sig á framvindu þessa máls. Hverjir deila? Yfirlæknar Heilsuhælisins, þeir Gísli Einarsson og Snorri Ingimars- son annars vegar, stjórn Náttúru- lækningafélagsins, Heilsuhælisins hins vegar. Inn í málið hafa síðan blandast heilbrigðisyfirvöld og Læknafélag íslands. En áður en lengra er haldið skulum við aðeins líta á nokkur grundvallaratriði. Hver á Heilsuhælið? Heilsuhælið er í eigu Náttúru- lækningafélags íslands sem er sam- tök áhugamanna um náttúrulækn- ingar. Fyrsti forseti þess og aðal- hvatamaður var Jónas Kristjánsson læknir árið 1939. í lögum NLFÍ segir: „Tilgangi sínum hyggst fé- lagið ná með því að vinna að stofn- un heilsuhæla þar sem beitt er nátt- úrulegum heilsuverndar- og lækn- ingaraðferðum." Félagar eru nú um 700 talsins. Á vegum félagsins eru haldnir árlegir fræðslufundir og gefin út fréttabréf og á skrifstofu þess í Reykjavík er gefið út elsta tímarit landsins: Heilsuvernd. Heilsuhælið í Hveragerði var byggt árið 1950 og bygging heilsuhælis á Akureyri er á lokaáfanga. Heilsuhæli eða sjúkrahús — daggjöld og sérdaggjöld Upphaflega var draumur Jónasar Kristjánssonar sá að stofna heilsu- hæli í líkingu við þau sem þekkjast í nágrannalöndum okkar þar sem fólk getur sótt sér hressingu og heilbrigði þó það sé ekki sjúkt. En þörf ríkisins fyrir pláss fyrir endur- hæfingarsjúklinga hefur gert það að verkum að Heilsuhælið hefur smám saman þróast í átt að sinna eingöngu dvalargestum er þangað koma með tilvísun læknis og ríkið sér um að greiða daggjöld fyrir. Heilsuhælið hefur þó sérstöðu, í fyrsta lagi vegna þess að dvalar- gestir borga nokkurn hluta dvalar- gjaldsins (u.þ.b. 16%) ognefnistþað gjald sérdaggjald og í öðru lagi vegna þess að þar er aldrei tekið á móti ósjálfbjarga sjúklingum. Heilsuhælið í Hveragerði er því nokkurs konar blanda af heilsuhæli og endurhæfingarstofnun en það leikur þó enginn vafí á að það er sjálfseignarstofnun. Um hvað er deilt? Upphaflega var ágreiningur um fræðslumál á Heilsuhælinu. Þegar ákveðið var að stórauka fræðslu og jafnvel stofna sérstakan heilsuskóla á vegum NLFÍ töldu nýskipaðir yfirlæknar sig eiga að hafa alla umsjón með og bera ábyrgð á allri fræðslu. Stjórnendur Heilsuhælisins ætluðu læknum ekki að skipuleggja námskeið sem m.a. fjölluðu um heilbrigða lifnaðarhætti, mataræði, næringarfræði, lífræna ræktun, jurtatekju o.m.fl. Hugmynd stjórnar var að stofna skólaráð sem yfir- læknarnir ættu að sjálfsögðu aðild að. Út frá þessu spunnust deilur sem ágerðust ört og fljótlega hófu yfirlæknarnir bréfaskriftir með þungum ásökunum og ákærum á stjóm Heilsuhælisins. Upphaflega báru yfirlæknamir mál sitt upp við landlækni, því næst við Læknafélag ís'.ands og fleiri stéttarfélög, þá Heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra. Þáttur Jóhannesar Agústssonar Á sama tíma höfðu stjórnarmenn NLFÍ átt í sérkennilegum sam- starfsörðugleikum við einn stjórnar- manna, Jóhannes Ágústsson. Jó- hannes neitaði öllum tillögum sem ffam komu á fundum, þegar honum þóknaðist á annað borð að mæta. Hann neitaði að svara öllum spurn- ingum sem fyrir hann voru lagðar en lagði fram skriflegar tillögur um brottrekstur forseta NLFÍ, forstjóra NLFÍ, rekstrarstjóra NLFÍ, lög- fræðing samtakanna og var þá upptalinn meiri hluti fundarmanna. Jóhannes skrifaði ennfremur langt bréf til stjómar NLFÍ með órök- studdum ásökunum og skulu hér nefndar nokkrar þær helstu: fjár- málaóreiða, hlunnindi yfírmanna, vinna starfsmanna Heilsuhælisins á vegum einkaaðila, vanhæfni stjórn- armanna og yfírmanna Heilsuhæl- isins o.m.fl. Stjórn NLFÍ skildi ekki ástæður Jóhannesar fyrir þessum ásökunum né hvað fyrir honum vakti og kaus að haida að sér hönd- um. Fyrrnefnt bréf, sem merkt var trúnaðarmál, fór þó víðar en til stjómar NLFÍ, þ. á m. til heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins og varð það síðan, ásamt bréf- um frá yfirlæknum, tilefni rann- sóknar Ríkisendurskoðunar á fjár- reiðum Heilsuhælisins. Pjölmiðlar bætast í leikinn Er fjölmiðlar, með Pressuna í broddi fylkingar, fengu pata af rannsókn Ríkisendurskoðunar vaknaði áhugi þeirra og biðu þeir spenntir eftir að flett yrði ofan af stórfelldum fjársvikum. En þegar skýrslan loks birtist hafði enginn þeirra áhuga á yfirlýsingum eins og þeim að bókhald Heilsuhælisins væri til fyrirmyndar. Eftir stóð óljós grunur í huga almennings um að eitthvað gruggugt væri á seyði á Heilsuhælinu. Skýrsla Ríkisendurskoðunar í áratugi hefur Heilsuhælið selt ríkinu þjónustu sína, sem greitt hefur verið fyrir í formi daggjalda. Daggjaldanefnd hefur ákveðið stofnuninni daggjöld en þau hafa aldrei staðið undir kostnaði við reksturinn og því hefur hælið inn- heimt fyrrnefnd sérdaggjöld af dvalargestum til að brúa það sem upp á vantar — með fullu sam- þykki heilbrigðisyfirvalda. í öllum útreikningi sínum gengur Ríkisend- urskoðun út frá svokölluðum „vinn- ureglum daggjaldanefndar" sem dregnar voru fram nú á síðustu vikum og aldrei hafa verið kynntar stjórn Heilsuhælisins og fullyrða má að daggjaldanefnd hafi aldrei starfað eftir. Með þessum reikn- ingskúnstum tekst Ríkisendurskoð- un að reikna út að Heilsuhælið hafí fengið allt of mikil daggjöld. Slíkir útreikningar virðast einungis gerðir til þess að slá ryki í augu fólks og þjóna þeim aðilum sem vilja að stofnunin verði færð undir forsjá ríkisins. í öðru lagi lítur Ríkisendurskoð- un svo á að hér sé um ríkisstofnun að ræða og að öllum málum skuli farið sem á slíkri stofnun þó svo að hér sé um að ræða einkaaðila sem rekur heilsuhæli en selur ríkinu ákveðna þjónustu á lágmarksverði. Heilsuhælið hefur löggiltan endur- skoðanda í þjónustu sinni. Hann hefur gert ýmsar athugasemdir í skýrslum sínum til stjómar sem aldrei hefur þótt fréttnæmt en þeg- ar Ríkisendurskoðun sendir frá sér skýrslu slá ijölmiðlamenn upp stríð- sletri og hrópa úlfur, úlfur! Þrátt fyrir að þeir beri ekki skilning á veigamikil atriði í skýrslunni. Stuðningur við yf irlæknana Læknafélag íslands lýsti yfir full- um stuðningi við málstað yfírlækn- Dómnefndarrangindi eftir Örn Ólafsson Undanfarið hafa orðið miklar breytingar á stöðu kennara við Háskóla íslands. Tímabundnar lekt- orsstöður hafa komið í stað stunda- kennslu. Það eru miklar framfarir. Áður úthlutuðu fastráðnir kennarar stundakennslu og afleysinga- kennslu til skjólstæðinga sinna eins og lánsherrar bitlingum (sbr. grein mína í Mbl. 20. júlí 1988). En nú eru stöður auglýstar og síðan fjallar dómnefnd hlutlægt um starfs- reynslu umsækjenda, próf þeirra og fræðimennsku. Eða — þess hefði mátt vænta. Nú í maílok skilaði þriggja manna dómnefnd umsögn um þijár tímabundnar lektorsstöður í ís- lenskum bókmenntum. I dómnefnd- inni voru: Eiríkur Hreinn Finnboga- son, Matthías Viðar Sæmundsson og Sverrir Tómasson (formaður). Eg sótti um tvær staðanna, í ís- lenskum bókmenntum síðari alda, og til vara um kennslu í íslenskum bókmenntum fyrir erlenda stúd- enta. Umsagnir dómnefndar voru í ítarlegra lagi eftir því sem_ gerist hjá bókmenntakennurum HÍ. Ekki skal ég kvarta undan umsögninni um mig, hún var mestmegnis mjög jákvæð, einkum um fræðistörf, þeg- ar aðrir umsækjendur máttu þola harkalega ádeilu, enda þótt þeir væru síðar settir fram fyrir mig. En eftir umsagnirnar er umsækj- endum raðað, og það er gjörsam- lega án sambands við umsagnirnar og órökstutt: „Eins og fram kemur í einstökum umsögnum um umsækjendur eru þeir allir taldir hæfir. Nefndin vill samt sem áður raða þeim niður á grundvelli reynslu þeirra sem há- skólakennara og hæfni í rannsókn- um. Niðurstaða hennar er eftirfar- andi: íslenskar bókmenntir síðari alda: 1. D, 2-4: B, A, P.“ Ég set hér upphafsstafi í stað nafna, og nefni að D og P eru cand. mag. í íslenskum fræðum, A og B eru doktorar í almennum bók- menntum, og reyndar lauk B áður öllum námskeiðum til cand. mag. prófs í íslenskum fræðum, en skil- aði ekki kandidatsritgerð. Sjálfur er ég ekki tekinn með í röðunina, enda þótt ég hafí mestar prófgráð- ur, ég er bæði cand. mag. í íslensk- um fræðum og doktor í almennum bókmenntum. Auk þess hefí ég langmesta kennarareynslu af um- sækjendum, níu ár við mennta- skóla, og síðan tólf ár við þijá há- skóla, í Frakklandi, á íslandi og í Danmörku. Röðunin er því vægast sagt undarleg, og hefði ekki veitt af rökstuðningi. Hversvegna er hann enginn? Svarið blasir við, hann var ekki hægt að veita, af því að röðunin byggist ekki á faglegum rökum. Því hljóta að vakna sterkar grunsemdir um áð hún byggist á kunningsskap og klíkusjónarmið- um, útkoman úr dæminu var fyrir- fram gefin. En með þessari röðun var ég í raun útilokaður frá at- kvæðagreiðslu Heimspekideildar um þessa stöðu. Eftir að ég sá álitið hefí ég ítrek- að spurt dómnefndarmann á hveiju röðunin byggðist. Og ég hefí ekki getað fengið önnur svör en þau, að D væri svo hugmyndarík. Jú, það er hún stundum. En gallinn er sá, að bókmenntatúlkanir hennar eru ævinlega einhliða, það virðist ekki hvarfla að henni að sannprófa til- gátur sínar með samanburði við aðrar mögulegar túlkanir og með rökræðum um hvaða túlkun hæfi best. Þetta er þó lágmarkskrafa um fræðimannlegar aðferðir. Ég segi þetta hér, enda hefí ég áður rök- stutt þessa gagnrýni opinberlega (í Tímariti Máls og menningar 1989, l.h.). Þar gagnrýndi ég einn- ig umsækjandann B lítillega fyrir það sama — og reyndar öllu fremur dómnefndarmanninn Matthías. Ekkert er minnst á þessa grein mína í umsögn dómnefndar. Það má augljóst vera að svona órökstudd röðun er til þess eins fallin að fremja ranglæti. Ennfrem- ur, að hver heiðarlegur dómnefnd- armaður hlýtur að átta sig á því og skila séráliti — ef hann metur samvisku 'sína meira en að geðjast ranglátum meirihluta eða öðrum áhrifamönnum. Engin reglugerð getur Ieyst mann frá því að bera ábyrgð á gerðum sínum. Hvað er til ráða? Er einhver leið til að stuðla að þvf að réttlátari vinnubrögð verði við höfð? Það sýn- ist mér tvímælalaust. Til þess þarf fyrst og frémst méiralýðræði, öþn- GARÐASTÁL Lausn á steypuskemmdum = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000 anna og birti í fréttabréfí sínu yfir- lýsingu þess efnis að hver sá lækn- ir sem réðist til starfa á Heilsuhæl- ið yrði þar með gerður brottrækur úr félaginu. Þegar Heilsuhælið aug- lýsti eftir lækni til starfa nú í byij- un maí barst engin umsókn þrátt fyrir að launakjör eða vinnuálag hafí ekki verið umkvörtunarefni fyrir yfirlækna og þrátt fyrir skort á stöðum fyrir Iækna hér á landi. Þessar harkalegu aðgerðir Lækna- félagsins sýna að félagið sá ástæðu til þess að veita yfirlæknunum full- an stuðning — en hver er ástæðan? Á hvem hátt voru yfírlæknarnir misrétti beittir? Á því hefur Lækna- félagið aldrei gefið skýringu. Óskir yfirlæknanna Yfirlæknar Heilsuhælisins skrif- uðu enn eitt bréfið til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra með þungum ásökunum á hendur stjórn- ar Heilsuhælisins og einnig fóru þeir fram á að ráðuneytið taki Heilsuhælið úr „helgreipum Nátt- úrulækningafélagsins" og komi á fót annarri sjálfseignarstofnun sem annist rekstur Heilsuhælisjns. Ný- skipaður heilbrigðis- og trygginga- Örn Ólafsson „Það hlýtur að teljast í hag alþjóðar að tryggja að fagleg sjónarmið ráði stöðuveitingum við Háskóla íslands.“ ar umræður. Þessi dómnefnd skilaði áliti sínu mánudaginn 27. maí, en fundur Heimspekideildar afgreiddi svo málið föstudaginn eftir. Iðulega líður ein vika á milli í HI, og er þá naumast ráðrúm til að gera athuga- semdir og koma þeim til deildarliða í tæka tíð fyrir fundinn. Því síður nú, ég fékk álitið sama dag og fund- urinn var haldinn. Þetta er eins og skrípamynd af opnum umræðum. En ekki nóg með það. Sumir um- sækjendur (a.m.k. D og B) voru við kennslu í HÍ og fengu því umsagn- ir um alla umsækjendur. Aðrir (þ. á m. undirritaður) fengu aðeins umsagnir um sjálfa sig — nema þeir sem áttu vini í röðum kennara,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.