Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991 Ný ríkissljóm eftir Þröst Ólafsson Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum. Myndun hennar varð með mjög snaggaralegum hætti og kall- aði margvísleg viðbrögð. Þótt liðnar séu um sex vikur frá myndun henn- ar eru umræður um tilurð hennar og vanrækta vinstri möguleika enn lifandi. Altalað var meðal vinstri sinna að fráfarandi stjórn hafi ver- ið kosin til áframhaldandi setu. Þótt fjölmargir hafí fagnað myndun ríkisstjórnarinnar, var einnig til staðar fólk sem var óánægt með þetta stjórnarmynstur, þótt það væri jákvætt í garð annars hvors núverandi stjórnarflokks. í hópi þeirra sem ákafast mótmæltu þessu stjórnarmynstri voru þeir sem töldu, að Alþýðuflokkurinn væri að svíkja alla vinstri hyggju um aldur og æfi. Flokkurinn breiddi fram rauða dregilinn fyrir fjöl- skyldurnar fjórtán og uppskæri pólítíska eyðimerkurgöngu um langa framtíð, og kafnaði að lokum í faðmlögum við kolkrabbann. Þetta var einkum svokallað félags- hyggjufólk sem telur samstarf og sameiningu vinstri flokkanna vera megintilgang stjórnmálaafskipta sinna og afar eftirsóknarvert pólít- ískt markmið til að keppa að. Þetta fólk taldi sig svikið. Á hinn bóginn var sá hópur fólks sem bæði fagnaði og óttaðist í senn. Þennan hóp var að fínna bæði í Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki. Ótti þessa fólks átti sértvær ástæð- ur. Sú fyrri var sú að þeir sögðu Sjálfstæðisflokkinn ósamstæðan og sundraðan flokk eftir erfítt flokks- þing og ný flokksforysta gæti ekki skuldbundið flokkinn til sameigin- legra ákvarðana sem skiptar^skoð- anir væru um. Auk þess sem varð- hundar framsóknarmennskunnar, einkum í landbúnaðar- og sjávarút- vegsmálum, væru hvað grimmastir í Sjálfstæðisflokknum. Það væri fólgin í því mikil þversögn að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum til að hefja pólitíska end- urreisn þessara mikilvægu mála- flokka. Hin ástæðan var tengd þjóðarsáttinni og byggðist á ótta um skemmdarverkastarfsemi Al- þýðubandalagsins á vinnumarkaði, sem flokkurinn myndi hefja um leið og hann hætti stjórnarþáttöku. Óvíst væri hvort þessir tveir flokk- ar réðu við þá eftirvæntingarskriðu skjótbættra lífskjara sem ýtt yrði af stað meðal almennings. Við upphaf ríkisstjórnarsam- starfsins fínnst mér full ástæða til að ræða rök þeirra sem efasemdir hafa, ekki hvað síst vegna þess, að hér er um að ræða fólk sem ber í brjósti miklar eftirvæntingar í garð Alþýðuflokksins. Það sér í honum von um fijálslyndan, fram- sýnan og raunsæjan jafnaðarmann- aflokk á vestur-evrópska vísu. Nú- tíma jafnaðarhyggju í stað fortíðar- hyggju gærdagsins. Það er mikil- vægt og jákvætt, því ekkert er hættulegra einum flokki en lenda í einskismannslandi almenningsá- litsins. I Ef stjórnarsamstarf á að geta varað í heilt kjörtímabil þarf að uppfylla þrjár megin forsendur. í fyrsta lagi þarf ríkisstjórn að hafa meirhluta á Alþingi. í öðru lagi þarf hún að njóta trausts almenn- ings og hafa þjóðfélagslegan styrk til að geta tekist á við erfið úrlausn- arefni. í þriðja lagi verða flokkar sem að henni standa að vera inn- byrðis samstæðir og útávið sam- mála um stefnu stjórnarinnar í öll- um aðal málaflokkum. Innan henn- ar þarf að ríkja gagnkvæmur skiln- ingur og jákvæður vinnuandi. Sé þetta síðasttalda ekki fyrir hendi, þarf þeim mun meiri þingstyrk á Alþingi. Með þetta í huga er rétt að skoða hveijir voru hinir raunverulegu kostir við myndun ríkisstjórnar eft- ir síðustu Alþingiskosningar. Hreint reikningslega voru þrír megin kostir fyrir hendi: í fyrsta lagi þriggja flokka ríkisstjórn vinstri flokkanna. í annan stað fjögurra flokka stjórn. Að lokum stjórn Sjálfstæðisflokksins, sem veldi sér einn til tvo flokka með sér til samstjórnar. Var þriggja flokka vinstri stjóm raunverulegur kostur eða bara lífseig óskhyggja? Var fyrrverandi ríkisstjóm kosin tii áframhaldandi setu? Hafí svo verið var sú kosning afar knöpp. 32 þingmenn af 63 er svo naumur meirihluti, að í reynd má aldrei neitt útaf bera til að stjórnin lendi í minnihluta. Þegar taka þarf af- drifaríkar ákvarðanir um jafn mik- ilvæg og umdeild mál og evrópskt efnahagssvæði, byggingu álvers, endurskoðun sjávarútvegsstefnu, breytta landbúnaðarstefnu, nýja þjóðarsátt o.s.frv gefur það auga- leið, að skoðun þeirra sem bera fyrir sig persónulegar ástæður and- stöðu sinnar vegur mjög þungt. Þeir geta alltaf ógnað með mótat- kvæði. Slíkt er ekki vinnandi vegur til lengdar, þótt hægt sé að lifa við það í bráð. Flokkar geta að sjálf- sögðu verið heilshugar í stuðningi við ríkisstjóm en jafnframt verið svo klofnir innbyrðis til einstakra mála, að til að ná sameiginlegri niðurstöðu.ríkisstjómarinnar þurfí sífelldar umfangsmiklar samninga- viðræður. Og vissulega var og er mikill ágreiningur milli fyrrverandi ríkisstjórnarflokka um ýmis mikil- væg mál. Það sýndi sig best nú á sumarþinginu í umræðunum um Evrópska efnahagssvæðið. Nú kannast fyrrverandi ijármálaráð- herra ekki við neina samstöðu um þetta mál í fyrrverandi ríkisstjórn, og framsóknarmenn uppgötva agnúa sem engir vom áður. Halda menn virkilega að þessir flokkar séu svo ómerkilegir að þeir snar- skipti um skoðun við það að lenda utan stjórnar? Það ætla ég þeim alls ekki. Bjuggust menn við sam- stöðu um lækkun framlaga til land- búnaðarmála í ríkisstjórn þar sem fráfarandi landbúnaðarráðherra kastaði ljögurra milljarða tuggu á garðann hjá bændastéttinni rétt áður en hann hætti, til viðbótar þeim 30-35 milljörðum, sem búvör- usamningurinn fól í sér? Halda menn að Steingrímur Sigfússon hefði nokkurn tíma samþykkt að éta það allt ofan í sig? Hvað halda menn með samstöðu um breytingar á stjórnun fiskveiða í þá átt sem Alþýðuflokkurinn hef- ur lagt til, með höfund gamla kerf- isins innan stjórnar? Þannig má halda áfram með málaflokka og niðurstaðan verður aðeins ein. Málefnaleg samstaða fyrrverandi samstarfsflokka dugði til árangursríkrar aðstoðar við þjóðarsátt. Þó var samstaðan þing- manna fyrrverandi samstarfs- flokka um bráðabirgðalögin það knöpp að reikna þurfti með hjásetu stjórnarandstöðuþingmanna til að meirihlutinn væri þokkalega ör- uggur um samþykki Alþingis. Þó var þetta aðalmál fyrrverandi ríkis- stjórnar. Því hníga öll rök að sömu niðurstöðu. Þingstyrkur fyrrver- andi stjómarflokka eftir síðustu kosningar var of naumur, því í margflokka stjórnum vegur neiið alltaf óeðlilega mikið, vegna þeirrar kúgunaraðstöðu sem það veitir. I umræðum um þessi mál er oft minnt á þá staðreynd að gamla viðreisnarstjórnin hafí stjómað um nokkurt skeið með afarknöppum meirihluti og gengið vel. Þá er því til að svara að þar voru aðeins tveir flokkar í ríkisstjórn og auðveldara að skapa það aðhald sem dugði, auk þess sem málefnaleg samstaða þeirra var mjög mikil. Þessvegna nægði knappur meirihluti, þótt komið hafi fyrir að iila fór fyrir einstaka máli. Þeirri hugmynd var hreyft innan Alþýðuflokksins, hvort hugleiða bæri ríkisstjóm A-flokka með Sjálf- stæðisflokki. Sú stjórn hefði sterka stöðu gagnvart aðilum vinnumark- aðarins um leið og málamiðlunar- eðli hennar hefði orðið meira. Meg- in röksemd á móti var sú, að í slíkri stjórn væri annar A-flokkurinn allt- af óþarfur og Sjálfstæðisflokkurinn gæti leikið hina flokkann grátt með hugvitssamlegum leikfléttum og Þröstur Ólafsson „Sósíaldemókratískir verkalýðsflokkar sem eðli málsins samkvæmt gátu ekki verið sam- mála málamiðlunar- lausri túlkun Kreml- veija á framvindu sög- unnar — sem stundum er kölluð Stórisannleik- ur - voru brennimerkt- ir svikarar við hinn kór- rétta málstað og taldir hættulegri en sjálfur stéttarandstæðingur- inn. Þau svikabrigsl urðu íslenskrijafnaðar- mannahreyfingu dýr- keypt og sárin tæpast fullgróin enn. Látum söguna ekki endurtaka sig á svo hrapallegan hátt.“ markvissum ágreiningi. Til lengdar hefði það stjórnarsamstarf verið mjög vandmeðfarið. Skoðana- og áherslumunur A-flokkanna var og er of mikill til að þeir geti handjárn- að sig pólitískt eins og um einn flokk sér að ræða. II Valkostirnir voru því miður í aðalatriðum bara tveir, ljögurra eða tveggja flokka ríkisstjórn. Hveijir voru kostir fjögurra flokka vinstri stjórnar? Ég var og er þeirr- ar skoðunar að veik þriggja flokka stjórn hefði veikst enn frekar með þátttöku Kvennalistans. Sú skoðun mín er m.a. byggð á þeirri stað- reynd að mikill málefnalegur ágreiningur einkum milli Alþýðu- flokks og Kvennalista hefði gert að engu aukinn þingstyrk slíkrar ríkisstjórnar. Þetta segi ég þrátt fyrir yfírlýsingu Kvennalistans um að falla frá nokkrum ítrustu kröf- um sínum, ef það gæti orðið til þess, að þær yrðu þátttakendur í nýrri ríkisstjórn. Ég dreg ekki í efa alvöru, ábyrgð og vilja þeirra fory- stukvenna Kvennalistans sem knúðu fram þessa afstöðubreyt- ingu. Ég dreg hinsvegar í efa pólitíska getu þeirra þegar á hólminn væri komið og taka þyrfti erfíðar ákvarðanir um ótalmörg snúin og viðkvæm mál sem ganga að ýmsu leyti þvert á hugmyndafræðilegan grundvöll Kvennalistans. Þá er komið að alvöru málsins, því eins og Brecht sagði, þá er sannleikur- inn fólginn í smáatriðum ekki í al- hæfingum, og trúði hann þó opin- berlega á Stórasannleik alla sína ævi. Það er deginum ljósara að Kvennalistinn hefði aldrei megnað að sveigja jafn snarlega af leið nema fá það margfalt borgað á öðrum sviðum. Þær hefðu verið knúnar til að gera kröfur í öðrum grundvallaratriðum, sem hefði leitt ríkisstjómina í ógöngur fyrr eða sfðar bæði í ríkisfjármálum og í efnahagsmálum. Það var mikill misskilningur sem kom fram hjá ýmsum áköfum stuðningsmönnum fyrrverandi ríkisstjórnar að fyrir hafí legið eitthvert allsheijar pólit- ískt valdaafsal Kvennalistans. Þær stóðu nefnilega eitilharðar á flest- um megin stefnumálum sínum, og lái þeim hver sem vill. Af þessum augljósu ástæðum var fjögurra flokka stjórn andvana fædd og hefði kallað á yfírburðastöðu Sjálf- stæðisflokksins. III Niðurstaða mín er sú að í reynd hafí aðeins tveggja flokka ríkis- stjórn verið raunhæfur kostur. Þessi niðurstaða leiðir af sér aðra og hún er sú, að þegar öllu var á botninn hvolft, þá stóð spurningin um stjómarmyndunarmöguleika aðeins um það hvort Sjálfstæðis- flokkurinn myndaði stjórn með Al- þýðuflokki eða Alþýðubandalagi. Allt annað tal var óraunhæft og byggt á óskhyggju. Alþýðuflokknum bar að sjálf- sögðu skylda til þess gagnvart kjós- endum sínum að stefna að myndun ríkisstjórnar sem væri í senn raun- hæf og hefði á stefnuskrá sinni að vinna að framgangi helstu stefnu- mála hans. Honum var beinlínis óheimilt að láta reka á reiðanum þar til Davíð og Ólafur Ragnar höfðu náð saman. Slík vinnubrögð hefðu verið svik við flokksmenn og kjósendur Alþýðuflokksins. Allt tal Alþýðubandalagsmanna um að jafnaðaramenn hafi með þátttöku í núverandi ríkisstjórn svikið hugmyndina um sameinaðan vinstri flokk er því út í hött. Hún er álíka mikið mgl og sú fullyrðing að Steingrímur Sigfússon hafi sjálfur með undirritun búvöru- samningsins svikið vinstri menn um aldur og ævi. Sveik Framsóknarflokkurinn RIVERIAN - ENGLAN D - LONDON JERSEY ENSKA RIVERIAN - TORQUAY Stóglæsiiegur sumarleyfisstaður. Fagurt landslag. Góðar baðstrendur. Strandgötur með Pálmatrjám. Fjölbreytt skemmtanalíf. Ódýrar verslanir. Stóryfirbyggð sundlaugarsvæði með veitingarhúsum og verslunum. Búið á hinu stórkostlega kastalahóteli Manor House undir stjóm fslensks eiganda Magnúsar Sigþórssonar. Rúmgóð og velbúnar setustofur, barirog veitingastaðir. Garðurog innisundlaug. Gufubaðstofa, Ifkamsþjálfunartæki. Falleg herbergi með útsýni yfir Torquay flóann. Vegna beina leiguflugsins okkar til London Heathrow og hagstæðra hótelsamninga bjóðast vikuferðir á ótrúlega hagstæðu verði kr. 38.650 með morgunmat (2 f herbergi). Aðeins 16 sæti á hverjum miðvikudegi á þessu verði. LONDON KR. 14.700 Leiguflugið okkartil London opnar þér ótal ferðamöguleika. Við fljúgum alla miðvikudaga til London kl.16:00. Heathrow flugvöllur Terminal 4. Farþegaafgreiðsla hjá KLM. 20-40% afsláttur af hótelum og bílaleigum fyrir okkar farþega vegna hagstæðra stórsamninga. Lundúnarflugið okkar gerir öllum kleift að komast til útlanda. Til London fyrir kr. 14.700 til 18.800 eftir brottfarardögum og lengd ferða. Ódýr framhaldsflug og ferðir með enskum ferðaskrifstofum. Brottför aíla miðvikudaga 1,2 eða 3 vikur. Hægt að bæta við Lundúnardögum. Nú er tækifærið til að eyða glöðum frídögum á þessari töfrandi og fögru Ermasundseyju. Skammt undan Frakldandsströndum. Fjölbreytt skemmtanalíf og skoðunarferðir um eyna og til Frakklands. Verðfrákr. 43.800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.