Morgunblaðið - 19.06.1991, Síða 28

Morgunblaðið - 19.06.1991, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991 29 Plnrga Útgefandi mlritaMfe Árvakurh.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Námslánakerfið A Aþessu ári er gert ráð fyrir, að 8.000 námsmenn fái lán hjá Lánasjóði námsmanna samtals um fjóra milljarða króna. Lánasjóðurinn sjálfur þarf að greiða 1.750 milljónir króna á árinu í afborganir af þeim lánum, sem sjóðurinn hef- ur tekið til þess að lána náms- mönnum. Framlag ríkissjóðs, sem nemur í ár 1.730 milljónum króna, dugar varla til þess að standa undir þeim greiðslum. Þá mun sjóðurinn taka lán að upphæð um 3,4 milljarða til þess að endurlána til náms- manna og gert er ráð fyrir, að námsmenn endurgreiði um 600 milljónir til sjóðsins á árinu. Hér er um háar tölur að ræða eins og sjá má. Á sama tíma og ijárþörf Lánasjóðs náms- manna er svo mikil, sem raun ber vitni, standa ríkisstjórn og fjármálaráðherra frammi fyrir því, að óhjákvæmilegt er að efna til verulegs niðurskurðar á út- gjöldum ríkissjóðs á þessu ári og næstu árum. Hinn mikli hallarekstur ríkissjóðs undanf- arin ár og þar af leiðandi mikil fjárþörf er ein helzta skýringin á því hve vextir eru háir hér en háir vextir koma námsmönn- um að sjálfsögðu mjög illa, þeg- ar þeir koma heim frá námi og huga að fjárfestingu í íbúðar- húsnæði. Námsmenn geta því ekki eigin hagsmuna vegna fjallað um námslánin án þess að skoða þau í víðara samhengi. Vandi ríkisfjármála er svo stórfelldur, að hann verður ekki leystur nema með einhveijum þeim breytingum á velferðar- kerfi þjóðarinnar, sem leiðir til umtalsverðs sparnaðar. Hér er komið að kjarna málsins. Ríkis- sjóður hefur ekki lengur efni á að leggja eins mikla fjármuni til Lánasjóðs námsmanna og nauðsyn krefur að óbreyttu. Námslánakerfið er orðið svo dýrt, að skattgreiðendur standa ekki lengur undir því. Þar verða líka að koma til ráðstafanir til aukins sparnaðar. Fulltrúar námsmanna hafa fyrir sitt leyti tekið undir þau sjónarmið, að ná þurfi fram sparnaði í námslánakerfinu. Hins vegar hafa þeir og mennta- málaráðherra af einhveijum ástæðum ekki náð saman um breytingar, sem báðir aðilar gætu verið sáttir við og er það miður úr því að námsmenn ljá yfirleitt máls á breytingum, sem leiði til niðurskurðar. Það er afar óþægilegt fyrir námsmenn, að gerðar séu breyt- ingar á útlánareglum sjóðsins á nokkurra ára fresti,--eins og hvað eftir annað hefur gerzt á undanförnum árum. Náms-' menn, sem á annað borð eru í alvarlegu námi byggja á ákveðnum fjárhagslegum for- sendum. Það kemur sér mjög illa fyrir þá, að gerðar séu breyt- ingar á lánareglum, sem þá varðar, þegar þeir eru kannski miðja vegu í námi. í sumum tilvikum getur þetta leitt til þess, að námsmenn neyðist til að hverfa frá námi. Þess vegna m.a. er höfuðnauðsyn, að náms- menn og stjórnvöld komi sér saman um lánareglur, sem geti staðið til einhverrar frambúðar. Spyija má, hvort vandi Lána- sjóðs námsmanna sé að ein- hveiju leyti fólginn i því, að of stór hluti hvers árgangs leggi fyrir sig framhaldsnám, sem veitir rétt til lántöku úr Lána- sjóði námsmanna. Fyrir rúmum tveimur áratugum var Morgun- blaðið þeirrar skoðunar, að of fámennur hópur hvers árgangs íslenzks æskufólks, legði fyrir sig langskólanám. Nú má spyija, hvort of auðvelt sé að ná stúdentsprófi og komast inn í Háskóla Islands, hvort tíma- bært sé orðið að gera meiri kröf- ur um námsárangur og koma þar með í veg fyrir, að einhver hópur námsmanna, sem hugs- anlega lýkur aldrei námi, bindi umtalsverða fjármuni hjá lána- sjóðnum. Það hefur verið okkur íslend- ingum metnaðarmál að greiða fyrir menntun æsku okkar, svo sem kostur er og að allir hafi jafna möguleika til náms, hver svo sem efni þeirra eru. Við þurfum að halda í það grund- vallaratriði en miðað við þann kostnað, sem þjóðin hefur af þessu kerfi er ef til vill ekki ósanngjarnt að gera meiri kröf- ur en áður til námsárangurs þeirra, sem njóta góðs af því og takmarka að einhverju leyti aðgang að því, sem óhóflegur getur talizt. Námslán eru nú verðtryggð en vaxtalaus. Það getur líka verið til umræðu að taka upp tvöfalt kerfi á þann veg, að þegar ákveðnu hámarki er náð beri viðbótarlán fulla vexti. Þá eiga námsmenn, sem eru í löngu námi kost á láni en verða að standa undir fullum kóstnaði við það. Þótt samkomulag hafi ekki náðst á milli námsmanna og menntamálaráðherra að þessu sinni skiptir máli, að þess- ir aðilar noti næstu mánuði til þess að ræðast við og fjalla um þær breytingar á lánakerfi námsmanna, sem geti staðið til .einhverrat frarabúðar. VANDI ALAFOSS HF Mestar líkur á að fyrir- tækið verði gjaldþrota - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gærmorgun að leggja ekki meira fé í Álafoss og sam- kvæmt því sem Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær eru mest- ar líkur á því að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta, þó svo að endanleg ákvörðun þar að Gerði mér vonir um úrlausn - segir Asa Gunn- arsdóttir formaður starfsmannafélags Álafoss STARFSMENN Álafoss hf. í Mosfellsbæ héldu fundi í gær til að ræða stöðu málsins en starfsmenn Álafoss á Akur- eyri hyggja á fund í dag. Þá mun iðnaðarráðherra eiga fund með fulltrúum starfs- fólks fyrirtækisins í dag til að kynna þeim ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Ása Gunnarsdóttir formaður starfsmannafélagsins Ála- foss í Mosfellsbæ segir að sfarfsmenn muni fylgjast með framvindu málsins og séu tilbúnir til viðræðna verði eftir því óskað. Starfsmenn Álafoss eru um 360 og fengu allir uppsagnar- bréf um seinustu mánaðamót. Að sögn Ásu er uppsagnar- ■fresturinn allt frá 1 til 6 mán- aða eftir starfsreynslu hvers og eins. „Manni er brugðið við þessi tíðindi," sagði Ása um ákvörð- un ríkisstjórnarinnar. „Maður gerði sér vonir um að það yrði hægt að finna leið út úr erfið- leikunum. Fólki er órótt, ekki síst þeim sem eiga að láta af stöfum um næstu mánaðamót. Við hljótum að fá frekari upp- lýsingar á næstu dögum,“ segir hún. lútandi verði tekin af stjórnend- um fyrirtækisins. Forsætisráðherra sagði að ríkið hefði frá öndverðu lagt um 2,4 milljarða króna til fyrirtækisins, sem ekki hefði dugað til þess að koma því á réttan kjöl. „í rauninni þyrfti nú að útvega mikla fjármuni af ríkisins hálfu, ef fyrirtækið ætti að geta gengið. Jafnframt liggur það fyrir að þeir ijármunir einir sér myndu ekki duga til, heldur þyrfti einnig að koma til verulegur vöxtur á útflutningi til tiltekinna svæða i Austur-Evrópu og í þeim efnum er ekki bjart framundan," sagði Davíð, „þannig að ríkisstjórnin hefur tekið endanlega ákvörðun um það að Ieggja ekki peninga af sinni hálfu, eða sinna stofnana til fyrirtækisins umfram það sem þegar hefur verið gert. Stjórn fyrirtækisins verður nú að meta hvort fyrirtækið verður tekið til gjaldþrotaskipta, en það er afskaplega sennilegt að hún eigi ekki anna kost en þann.“ Forsætisráðherra sagði að það væri ljóst að þessir 2,4 milljarðar króna sem ríkissjóður hefði lagt í fyrirtækið væri glatað fé að veru- legu leyti. „Hætt er við því að eign- ir fyrirtækisins hafi verið ofmetnar og að eigið fé fyrirtækisins er nei- kvæðara en um hefur verið getið, en það er nú sagt neikvætt um 600 milljónir króna,“ sagði forsætisráð- herra. Á ríkisstjórnarfundinum í gær- morgun var ákveðið að Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra tæki upp við- ræður að beiðni starfsmanna fyrir- tækisins við starfsfólk Álafoss, stjórnendur, sveitarfélög og aðra aðila um það hvort þessir aðilar gætu komið inn í myndina eftir að skipti hefðu verið ákveðin, ef stjórn fyrirtækisins tekur ákvörðun um slíkt. Viðskiptaráðherra sagði í gær að hann myndi strax í dag hefja þær viðræður. Úr vélasal Álafoss hf á Akureyri. Ríkisstjóniin segir engar for- sendur til meiri fjárstuðnings RÍKISSTJÓRNIN ræddi fjárhagsvanda Álafoss hf. á fundi sínum í gær. Á fundinum var samþykkt að ekki væru forsendur fyrir frekari fjár- hagsstuðningi við fyrirtækið en það hefur notið úr opinberum sjóðum allt frá stofnun þess 1987. Á fundi ríkisstjórnarinnar var lögð fram greinargerð starfshóps þriggja ráðuneyta sem ríkisstjórnin fól að meta tillögur stjórnar Álafoss hf. sem fram komu í bréfi fyrirtækisins til forsætisráðherra, dags. 27. maí sl. Helstu niðurstöður starfshópsins eru þessar: 1. í drögum að rekstrarreikningi 1990 er reiknað með 296 mkr. tapi á rekstrinum, en rekstraráætlun i ársbyijun gerði ráð fyrir 25 mkr. tapi. Áf þessu er tap fyrir afskriftir og fjármagnsliði 80 mkr. Þessi nið- urstaða er þó betri en árið áður þeg- ar gert var ráð fyrir í byijun árs 1989 að reksturinn stæði í járnum en raunin varð 747 mkr. tap. 2. Skv._ drögum að efnahags- reikningi Álafoss hf. fyrir árið 1990 er eigið fé félagsins neikvætt sem nemur 604 mkr. og veltufjárstaðan neikvæð (skammtímaskuldir um- fram veltufjármuni) sem nemur 435 mkr. 3. Á undanförnum árum og þá ekki síst í tengslum við stofnun Ála- foss hf. eftir samruna gamla Álafoss og iðnaðardeildar Sambandsins 1987, hefur Framkvæmdasjóður veitt fyrirtækinu aðstoð í formi lána, ábyrgða og kaupa á eignum, sam- tals að fjárhæð 1.807 mkr. Á síðasta ári veitti sjóðurinn því lán að fjárhæð 324 mkr. og gekkst í ábyrgð fyrir félagið að ijárhæð 94 mkr. og eru báðar þessar tölur meðtaldar í fram- angreindri fjárhæð. Á árunum 1989-90 veitti ríkis- sjóður Álafossi hf. fyrirgreiðslu sam- tals að fjárhæð 600 mkr. m.v. verð- lag í apríl 1991 og þar af er 100 mkr. hlutaíjárkaup úr Hlutafjársjóði og 240 mkr. lán frá Atvinnutrygg- ingasjóði. Framangreind fyrirgreiðsla hefur verið veitt í sambandi við fjárhags- lega endurskipulagningu félagsins eftir stofnun þess, en veruleg frávik hafa orðið frá þeim rekstraráætlun- um sem lágu að baki framangreind- um stuðningi. 4. í rekstraráætlun Álafoss hf. fyrir árið 1991, sem gerð var í jan- úar sl., er gert ráð fyrir 100 mkr. hagnaði fyrir afskriftir og fjár- magnsliði en að tap ársins verði 239 mkr. Verulegar fjárhæðir vantar því til að ná upp í afskriftir og fjár- magnsgjöld. I áætluninni er þó gert ráð fyrir 20% söluaukningu á árinu og að útflutningur aukist um 25%. Ekki liggur fyrir endurskoðun á þessari rekstraráætlun. Forsenda Fyrirgreiðsla við Álafoss hf. 1987-1990: Heildarfjárstuðningur hins opinbera 2.4 milljarðar króna í YFIRLITI Framkvæmdasjóðs yfir ráðstöfun fjár úr Framkvæmda- sjóði Islands vegna Álafoss hf. á árunum 1987 - 1989 kemur fram að samtals hefur verið veitt aðstoð í formi lána, ábyrgða og kaupa á eignum fyrir samtals 1.388 milljónir kr. Auk þess veitti sjóðurinn 324 millj. lán vegna fasteignar i Mosfellsbæ og gekkst í ábyrgð fyrir 94 millj. kr. á siðasta ári. Samtals nemur því aðstoð Framkvæmda- sjóð við fyrirtækið 1.807 millj. á núvirði. Þá kemur fram í yfirliti iðnaðarráðuneytisins að önnur framlög hins opinbera við Álafoss á árunum 1989 - 1990 nemur 600 milljónum. Heildarfyrirgreiðsla stjórn- valda við fyrirtækið á þessum tíma þremur árum nemur því samtals 2.4 milljörðum kr. Meðal ráðstafana Framkvæmda- sjóðs vegna Álafoss á árunum 1987 - 89 eru kaup á fasteignum og lóð- um af Álafossi, kaup á hlutabréfum í íslenskum markaði og breyting á iáni í hlutafé í september 1987 þeg- ar fyrirtækið hóf starfsemi, samtals að upphæð tæplega 7 millj. banda- ríkjadala. Á árinu 1988 greiddi Framkvæmdasjóður 6,7 millj. bandaríkjadala vegna neikvæðrar stöðu Gamla Álafoss en jók auk þess hlutafé sitt í Álafossi hf. Á árinu 1989 var áfram aukið hlutafé í fyrirtækinu auk áframhaldandi greiðslna sjóðsins vegna ábyrgðar á viðskiptakröfum Gamla Álafoss auk fleiri aðgerða sem Fram- kvæmdasjóður stóð fyrir til aðstoð- ar fyrirtækinu. Samtals var því ráð- stöfun fjár úr Framkvæmdasjóði ásamt vöxtum 1.388 millj. áþessum árum. Á móti eignfærði Fram- kvæmdasjóður fasteignir í Mos- fellsbæ, hlutabréf sín í íslenskum markaði og húseign á Vesturgötu 2 í Reykjavík fyrir samtals 348 millj. kr. Á yfirlíti iðnaðarráðuneytisins yfir aðstoð opinberra aðila við Ála- foss kemur m.a. fram að framlag Hlutafjársjóðs í fjárhagslegri end- urskipulagningu Álafoss var 100 millj. Loforð fyrir skuldbreytingu Atvinnutryggingasjóðs nam 300 míllj. og þar af hafa verið greiddar 240 milljónir. 1990 var veitt víkjandi lán vegna sameiginlegra markaðsaðgerða Hildu hf. og Ála- foss hf í Bandaríkjunum að upphæð 82,5 millj. kr. Arið 1989 keypti ríkissjóður Hekluhús af Álafossi hf. á Akureyri á 59 millj. Eftirgjöf á húsaleigu vegna Hekluhússins á árunum 1990-1992 nemur samtals 24 milljónum, veitt var 5 millj. kr. framlag úr ríkissjóði vegna ullar- þottastöðvar. Veitt var víkjandi lán við fjárhagslega endurskipulagn- ingu að fjárhæð 60 millj. Auk þess sem Álafoss hf. var þátttakandi í sérstöku framleiðniátaki sem Iðn- tæknistofnun stóð fyrir ásíðassta ári en iðnaðarráðuneytið veitti því fjárstuðning. Heildarframlög ríkis- sjóðs til Álafoss á árunum 1989 - 1990 nema því um 600 milljónum króna miðað við verðlag í apríl sl. þessarar aukningar er áætlun um verulega aukinn útflutning til Sov- étríkjanna. 5. Stjórn Álafoss hf. hefur lagt til aðstoð stjórnvalda þess efnis að afskrifaðar verði eða breytt í hlutafé 766 mkr. Yrði það liður í um 1.017 mkr. niðurskurði á skuldum félags- 6. Starfshópur hinna 3ja ráðu- neyta telur að þessar tillögur nægi ekki til að leysa vanda félagsins heldur þurfi til að koma verulegt nýtt ijármagn inn í félagið a.m.k. 150-200 mkr. Telur starfshópurinn að eignir félagsins séu ofmetnar um a.m.k. 200-300 mkr. og að eigið fé félagsins sé því í raun neikvætt um fjárhæð sem nemur yfir 850 mkr. þá megi gera ráð fyrir að tap ársins verði allt að 400 mkr. og að neik- vætt veltufé sé því sem næst 500 mkr. Mikill vafi sé á því að rekstrará- ætlunin fyrir 1991 standist þannig að hallinn verði jafnvel ennþá meiri en þar sé spáð. 7. Starfshópurinn bendir á að skuldir Álafoss hf. í opinberum sjóð- um séu yfírleitt tryggðar á fyrstu veðréttum i eignum félagsins og að lagaheimild þurfi fyrir niðurfellingu slíkra skulda. 8. Starfshópurinn telur verulega hættu á að tillögur stjórnar Álafoss hf. nægi ekki að forða félaginu frá gjaldþroti heldur muni þær aðeins fresta því um nokkurra mánaða skeið, nema til komi verulegt nýtt fé í félagið sem stjóm félagsins hefur ekki tekist að benda á hvaðan geti komið. Með hliðsjón af framansögðu hef- ur ríkisstjórnin ákveðið að ekki sé veijandi að leggja félaginu til aukið ljármagn og mun ekki grípa til frek- ari ráðstafana til að forða því frá gjaldþroti. í því sambandi er vísað til þess að 2.400 mkr. fyrirgreiðsla stjórnvalda á árunum frá stofnun þess 1987 (sem að hluta til á sér eidri rætuij hefur ekki megnað að tryggja tilvist félagsins, markaðs- stöðu þess og atvinnu starfsfólksins. Einnig er vísað til þess að mikil tvísýna er um markaðsmál félagsins á erlendum mörkuðum og óvissa sé um þróun mála á helsta markaði félagsins í Sovétrikjunum. Sag-ði upp störfum í apríl til að knýja fram niðurstöðu - segir Olafur Olafsson forstjóri Alafoss ÓLAFUR Ólafsson forstjóri Álafoss, hf. segir að í niðurstöðu starfs- hóps þriggja ráðuneyta um stöðu Álafoss hf. komi fram hrein ósann- indi um fyrirgreiðslu Framkvæmdasjóðs við fyrirtækið. Hann segir að vandi Álafoss stafi einkum af því að eigendur hafi ekki tekið af skarið um aðgerðir til að reisa rekstur fyrirtækisins við og seg- ist liafa sagt upp störfum 30. apríl sl. „Þá hafði ég barist fyrir því að fá fram afstöðu eigenda og lýsti því yfir að ég myndi ekki veita fyrirtækinu forstöðu lengur en til 10. maí,“ segir hann. Hann vildi ekki svara því hvort gjaldþrot væri ófrávíkjanlegt og sagði að stjórn fyrirtækisins kæmi samaii í dag til að fara yfir stöðuna. „Það er alls ekki rétt að Fram- kvæmdasjóður íslands hafi lagt Álafossi til 1.807 milljónir króna, langt því frá. Hann hefur ekki lagt fram nema lítinn hluta af þessari upphæð,“ segir Ólafur. Hann segir að stjórn fyrirtækisins muni kynna réttar tölur eftir stjórnarfundinn í dag. „Það er líka alfarið rangt að heildarfyrirgreiðsla stjórnvalda til fýrirtækisins frá stofnun þess 1987 hafí verið 2.4 milljarðar króna. Þar munar verulegum fjármunum frá því sem rétt er,“ segir hann. Starfshópurinn telur að eignir félagsins séu ofmetnar uni 200 - 300 milljónir króna. Ólafur segir að um þar sé m.a. um að ræða eign- ir sem Framkvæmdasjóður lagði til fyrirtækisins í upphafi og ef þetta sé rétt þá séu þær enn minna virði en þeir hafi talið sig vera að leggja fram. „Það er Iíka rangt að rekstrará- ætlun 1990 hafi skeikað frá 25 milljónum í upphafi árs í 296 millj- óna króna tap. Þessar tölur eru ekki samanburðarhæfar. Það er hins vegar rétt að eigið fé fyrirtæk- isins sé neikvætt um 604 milljónir enda höfum við greint frá því. Stjórn félagsins gerði eigendum grein fyrirþessu snemma árs,“ seg- ir Ólafur. „Þegar mér var boðið að kynna mér rekstur fyrirtækisins í lok árs 1989 kom í ljós að afkoman var miklu verri en áður var talið og skeikaði um hundruð milljóna. Á öðrum stjórnarfundi mínum lýsti ég því yfir að fyrirtækið væri órekstr- arhæft. Þá var farið í aðgerðir en ríkið stóð meðal annars ekki við þau framlög sem það ætlaði að leggja til,“ segir hann og bendir ennfrem- ur á að gengi dollars hafi lækkað úr 62 í 54.70 krónur á síðasta ári sem hafi haft mikil áhrif. Eigendur hafi hins vegar dregið að taka af- stöðu þar til að Ólafur sagði upp störfum á stjórnarfundi 30. apríl og tilkynnti að hann veitti því ekki lengur forstöðu ef engin ákvörðun yrði tekin. „Þá var ákveðið að ganga til fundar við forsætisráðherra og iðnaðarráðherra þar sem stjórnin lýsti því yfir að hún hefði ekki önn- ur ráð en að setja fyrirtækið í gjaid- þrot,“ segir Ólafur. „Var þessi starfshópur skipaður sem hefur nú skilað niðurstöðu sem við erum ekki sáttir við. Ef þetta er niðurstaða ríkisstjórnarinnar mun stjórn Álafoss taka afstöðu til þess í dag,“ segir hann. „Framkvæmdasjóður stóð að stofnun þessa fyrirtækis árið 1987 þegar Friðrik Sophusson var iðnað- arráðherra ogÞorsteinn Pálsson var forsætisráðherra. Það var staðið mjög illa að stofnuninni og fyrir- tækið fór af stað með alltof mikla fjármuni sem nefnd ríkisstjómar- innar telur núna að hafi verið of- metnir. Það var fljótt ljóst að rekst- urinn gengi ekki og var ráðist. í aðgerðir sem ekki hafa gagnast fyrirtækinu. Aðstæður í efnahags- umhverfínu hafa verið allt aðrar og verri. Frá því að ég tók til starfa fyrir einu og hálfu ári síðan höfum við staðið að ýmsum aðgerðum sem ekki skiluðu árangri en í beinu framhaldi af því verður að leiða í Ijós hvernig staðið var að þessu í upphafi, hvernig til hefur tekist á þessum tíma og hver viðskilnaður- inn er. Það má margt Iæra af þeirri sögu,“ segir Ólafur. -En telurðu að það -hafi enn mátt finna leiðir til bjargar fyrir- tækinu? „Það átti að gera það fyrir löngu. Við lögðum til að ríkið drægi sig út úr fyrirtækinu. Það er ekki fyrir bestu að ríkið eigi fyrirtækið því pólitísk afskipti eru öllum fyrirtækj- um dýrkeypt,“ segir Ólafur. Sigríður Stefánsdóttir forseti bæjar- stjórnar Akureyrar: Afleiðingarnar hrikaleg- ar ef starfsemin stöðvast „ÞETTA eru vonbrigði fyrir okkur vegna þeirra áhrifa sem þetta hefur á atvinnulífið en höfðum við þó séð að þessi kynni að verða niðurstaðan," segir Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar. „Um er að ræða 200 manna vinnustað hér á Akureyri fyrir* utan önnur afleidd störf og afleið- ingarnar verða hrikalegar ef starfssemin leggst af. Ríkið og Sambandið eru eigendur fyrirtæk- isins en öll spjót standa hins veg- ar á Akureyrarbæ vegna atvinnu- stöðunnar. Það er því ekki síður horft til okkar í þessu máli þótt við séum ekki eigendur fyrirtæk- isins,“ segir Sigríður. Hún segir að fulltrúar bæjar- stjórnar færi til fundar við iðnað- arráðherra í dag og í fraamhaldi af því verði metið hvað hægt verði að gera. „Við höfum sagt að við getum ekki setið hjá og horft á þessa starfsemi leggjast af án þess að gera það sem í okkar valdi stendur. En ein getum við ekki bjargað ullariðnaðinum í landinum," segir hún. Sigríður segir að nokkrir full- trúar bæjarins auk bæjarstjóra hafi að undanförnu metið hvort finna megi leiðir til áframhaldandi rekstrar á einhverri starfsemi Álafoss en of snemmt sé að segja til um niðurstöðuna. Hún segir að talsvert atvinnu- leysi sé á Akureyri nú þegar eða á bilinu 150 - 170 manns. „Af því má vera ljóst að hér er ekki vinnumarkaður til að taka á móti þessu fólki og þess vegna er ástandið hérna svona alvarlegt," segir hún. Ljósmynd/Björgvin Pálsson Frank Lacy. Islenskur djass: Nýr hljóm- diskur með Tómasi R. og félögum NÝR íslenskur djassdiskur og -snælda, Islandsför/Journey to Iceland, er nýlega komin út með tónlist eftir kontrabas- saleikarann og tónskáldið Tómas R. Einarsson. Á diskn- um leika bandaríski básúnu- Icikarinn Frank Lacy, Sigurð- ur Flosaon saxafónleikari, Eyþór Gunnarsson píanóleik- ari, Pétur Östlund trommu- leikari og Ellen Krisljánsdótt- ir söngkona. Á hljómdisknum er að finna níu lög sem hljómsveitin hljóðrit- aði í Stúdíó Sýrlandi 16. og 17. mars síðastliðinn. Það er P.S. músík sem gefur diskinn út. Hljómdiskurinn hlaut nafn eftir kvæði sem enska skáldið W.H. Auden samdi um ferð sína til íslands árið 1936. Á honum eru tvö lög sem Tómas samdi við ljóðið, en það birtist í ferða- bók skáldanna W.H. Auden og Louis McNeice, Letters from Ice- land. Frank Lacy hefur leikið með stórsveitum Dizzy Gillespie og Cörlu Bley, Lester Bowie í Brass Fantasy. Holland: Islenskir listamenn áberandi Hollandi, frá Kjartani I. Pálssyni, frétta- niaiini Morgunblaðsins. ÍSLENSK list og íslenskir lista- menn hafa verið mjög áberandi í hollensku listalífi að undanförnu. Gallerie ísland í Haag hefur verið með verk íslenskra listamanna frá því það var opnað og hafa þau vakið mikla athygli. I þessu gall- eríi á eingöngu að sýna verk eftir íslcnska listamenn og er allt bókað marga mánuði fram í timann. Hollenska ríkið er nú að kynna erlenda listamenn, sem búa og starfa í Hollandi. Voru 70 listamenn valdir og í þeim hópi eru tveir íslendingar, þeir Stefán Axel Valdimarsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Verk þeirra eins og hinna sem valdir voru eru í sýningarsölum og galleríum um allt Holland og standa þessar sýningar yfir út þetta ár. Stefán Axel var með sýningu í maí í Gallerí Delta í Rotterdam, en það er eitt frægasta gallerí í Hol- landi. Sýning á verkum Þorvaldar verður opnuð í Lumen Trave í Amst- erdam 28. júní nk. og mun standa út júlímánuð. Þorvaldur var einnig valinn til að setja upp verk, stóran útiskúlptúr, í bænum Goes. Voru 9 listamenn vald- ir til að setja þar upp verk sín og ber þessi sýning nafnið Byggt á vatni. Samtímis er kynning á verkum Þorvaldar í galleríi í Goes. í sýningarskránni Art Amsterdam 1991 kemur fram að Hreinn Frið- finnsson er með sýningu í Galerie Van Gelder og Sigurður Guðmunds- son, sem er án efa þekktasti íslenski listamaðurinn í Hollandi um þessar mundir, er með sýningu á verkum sínum í nóvember og desember í Galerie De Expeditie í Amsterdam.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.