Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 24
24 MÖRG!tíN:BLÁÐlÉ) MIÐVIKUDAGL’R ið. JtJNI 199Í Tveir menn rændu söluturn í Síðumúla RÁN VAR framið í söluturninum Toppnum í Siðumúla 8 síðastliðinn sunnudag. Tveir menn voru þar að verki og komust á brott á stoln- um bíl. Tvær stúlkur voru við afgreiðslustörf í söluturninum þegar ránið var framið. Þjófarnir höfðu 15 þúsund kr. upp úr krafsinu. Mennirnir komu inn í söluturninn um kl. 12 á sunnudag og báðu um að fá að hringja. Annar mannanna stökk við svo búið yfir afgreiðslu- borðið og tók alla þá peninga sem í sjóðsvélinni voru meðan hinn sleit símann úr sambandi. Mennirnir beittu ekki vopnum og höfðu ekki í hótunum við afgreiðslustúlkuna. Sjónvarvottur sá mennina aka á brott á rauðum Lada-skutbíl austur Síðumúla. Samkvæmt framburði annarrar afgreiðslustúlkunnar höfðu mennirnir komið inn í sölut- urninn um hálfri klukkustund áður en þeir frömdu ránið, fengið að hringja og keypt sælgæti. Mennirnir eru um 25 ára gamlir, annar ljóshærður, stuttklipptur, klæddur ljósum gallabuxum og hvitum stutteiTnabol. Hinn var um 1,80 cm á hæð, grannur, dökkhærð- ur, klæddur svörtum leðurjakka og öróttur í andliti. Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Fremst sést viðbygginging það- an sem fangarnir sex struku á laugardagskvöldið. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir Námsráðgjöf HÍ: Ásta K. Ragn- arsdóttir for- stöðumaður NÝLEGA var Ásta Kristrún Ragnarsdóttir ráðin forstöðu- maður við Námsráðgjöf Háskóla Islands, en sú staða er ný eftir breytingar á stjórnskipulagi skólans. Ásta var fyrsti námsráðgjafinn sem ráðinn var til Háskólans og hefur hún gegnt því starfi síðastlið- in 10 ár. Ásta hefur verið brautryðj- andi á sviði námsráðgjafar hér á landi og staðið fyrir uppbyggingu og mótun námsráðgjafar á háskóla- stigi. Asta lauk BA-prófi frá Háskóla íslands í frönsku, sálar- og uppeld- isfræðum. Jafnframt lauk hún eins árs viðbótarnámi í námsráðgjöf frá Háskólanum í Þrándheimi. Ásta er fædd í Reykjavík 1952 og maður hennar er Valgeir Guð- jónsson félagsráðgjafí og tónlistar- maður og eiga þau tvo syni. Sex fangar struku úr Hegningarhúsinu á laugardag: Einn fanganna leik- ur enn lausum hala EINN strokufangi úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg gengur enn laus, en sex fangar komust úr húsinu gegnum þakglugga í ein- um klefanum á laugardagskvöldið. Grunur leikur á að tveír fang- anna hafi framið rán í söluturni í Síðumúla á sunnudag. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík voru tveir fanganna handteknir aðfaranótt sunnudagsins á Kópavogsbraut, þar sem þeir voru á stolnum bíl. Þrír voru handteknir í flugafgreiðslunni á Reykjavíkurflugvelli á mánudags- morgun en ekki fengust upplýsing- ar hjá lögreglu um hvað þeir ætluð- ust fyrir þar. Að sögn Guðmundar Gíslasonar forstöðumanns fangelsa í Reykja- vík, fóru fangarnir sex út um þak- glugga á einum fangaklefanum sem er í viðbyggingu við Hegningarhú- sið. í klefanum er venjuleg lofthæð og síðan stokkur upp í gluggann, sem er í rúmlega 3ja metra hæð yfir jörðu, og fyrir honum eru riml- ar eða grind úr steypustyrktar- járni, og höfðu fangarnir náð að sveigja þá frá glugganum. Þaðan komust þeir upp á þak viðbygging- arinnar, út í garð og yfir vegg á Skólavörðustíginn. „Við höfðum ekki áttað okkur á að okkur á að þetta væri veikur punktur. Bæði er hátt upp í gluggann og hann þröngur og við gerðum okkur ekki grein fyrir því að rimlarnir væru svona lélegir. En húsið er gamalt og úr sér gengið enda hefur ekki fengist fé til að halda því nægilega vel við,“ sagði Guðmundur. Allir klefar í Hegningarhúsinu eru opnir frá klukkan 8 til 23.30 og samgangur mikill á milli manna. Guðmundur sagði, að fundist hefðu vegsummerki víðar í fangelsinu um tilraunir fanganna til að finna út- gönguleið. Strokufangarnir sex eru flestir ungir síbrotamenn, sem hafa fengið dóma fyrir ýmiskonar auðg- unarbrot, og áttu áttu eftir að af- plána mislangan tíma. Sagði Guð- mundur Gíslasson að sumir þeirra hefðu átt ótrúlega stuttan tíma eft- ir, eða nokkrar vikur. Hámarksrefs- ing fyrir að sammælast um strok er 3 ár samkvæmt lögum. Húsið úr sér gengið Atvik þetta hefur enn beint at- hygli að Hegningarhúsinu en á síð- ustu árum hefur oft verið rætt um að ástand hússins, og annara fang- elsa einnig, sé óviðunandi. „Það kemur alltaf betur og betur í ljós, hve húsið er úr sér gengið. Við höfum sífellt farið fram á það í við- ræðum við stjómvöld, og í kringum fjárlagagerð, að eitthvað verði að- hafst í þessum málum. Ráðherrar hafa komið hér og lýst því yfir að ástandið væri ótækt, en síðan hefur ekkert gerst vegna þes að fé fæst ekki til úrbóta,“ sagði Guðmundur Gíslason. Þorsteini Pálssyni dómsmálaráð- herra er erlendis og ekki náðist í hann í gær, en hann sagði í fjölmiðl- um um helgina, að hann ætlaði að láta gera úttekt á fangelsismálum hérlendis. Haraldur Johannessen forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins sagði við Morgunblaðið, að í mörg ár hefði verið vakin athygli á ýms- um vandamálum í sambandi við fangelsismál, án árangurs. í fyrstu ársskýrslu Fangelsismál- astofnunar árið 1989 skrifaði Har- aldur meðal annars: „í umræðu um fangelsismál á opinberum vettvangi hefur hefur þeirri alhæfingu verið haldið á lofti, að þau séu alfarið í ólestri. Undir það verður ekki tekið hér, en hins vegar er ástand ýmissa þátta húsnæðismála fangelsanna, aðbúnaður fanga og meðferð geð- sjúkra afbrotamanna með þeim hætti, að óviðunandi er. Öll tök eru á að leysa vandann. Til þess þarf vilja og fjármagn. Ljúka verður verki nefndar Alþingis frá árinu 1982 um heildarúttekt á stöðu fangelsismála, tillögur um brýnar úrbætur í þeim efnum og áætlun um æskilega framtíðarskipan fang- elsismála á íslandi. Það er löngu tímabært að móta heildstæða fang- elsismálastefnu þar sem markmið og leiðir eru sett fram. Það er ekki veijandi að ýta þessum málaflokki ætíð aftast í röðuna." „Mín afstaða er óbreytt frá því sem þarna kemur fram,“ sagði Haraldur Johannessen við Morgun- blaðið í gær. „Vonandi verður breyting til batnaðar í húsnæðis- málum fangelsanna áður en mjög langt um líður.“ Asmundarsalur: Austurrískir lista- menn sýna í tvo daga TVEIR austurrískir listamenn, Emo Henricks og Heinz Hofer, halda sýningu í Ásmundarsal miðvikudaginn 19. júní og fimmtudaginn 20. júní milli klukkan 17 og 19. Þeir munu sýna vatnslitamyndir sem þeir hafa málað á ferð um ísland. Emo Henricks og Heinz Hofer koma frá Lech i Austurríki sem margir íslenskir skíðaunnend- ur þekkja vel og eru allir Islendingar er tengjast Lech velkomnir á þessa sýningu. Morgunblaðið tók þessa aust- urrísku listmálara tali og spurði hvers vegna þeir hefðu komið til íslands. Að sögn Emos höfðu þeir lengi haft hug á því að koma til landsins. Hann hafði heyrt mikið um það frá íslendingum í Lech og einnig frá vinum sínum í Lech sem höfðu heimsótt ísland. Allir hefðu talað um fegurð landsins og hversu sérstakt væri fyrir listmálara að mála hér. Emo er mikill heimshornaflakk- .ari og hefur hann ferðast og starf-- að víðs vegar um heiminn. Sem dæmi má nefna að hann rak skíða- skóla í Bandaríkjunum í nokkur ár. Emo titlar sig frísstundamálara en Heinz lifir eingöngu á sinni list. Emo og Heinz eru mjög hrifnir af íslandi og höfðu báðir málað fjöl- margar myndir. Þegar Heinz var spurður hvaða staður á íslandi væri að hans mati fallegastur nefndi hann strax Breiðamerkurlón. Honum fínnst stórkostlegt að mála -á íslandi -og~ sagði að Jitimir hér Heinz Hofer og Emo Henricks. Morgunblaðið/Bjami væru engu líkir. Emo taldi einnig að Breiðamerkurlón væri sérstak- lega áhrifamikill staður en sagði jafnframt að að hans mati væri samsetning íslenskrar náttúru í alla staði einstök. Samspil jökla, fjalla og vatna væri ekki líkt neinu sem hann hefði séð í öðrum heimsálfum. Sagði Emo að lokum að hann ætl- aði áreiðanlega að koma aftur til Islands til þess að mála. .. .Emo er fleira.til lista .lagt en að mála því að hann mun syngja og spila á gítar lög frá Austurríki og fleiri löndum á sýningunni . Hann reynir alltaf að læra nokkur lög í þeim löndum sem hann kemur til og er þessa daganna að læra ís- lenska lagið „Sprengisandur" utan að. Einnig spilar Emo á suður - ameríska leirflautu er nefnist ok- arina og mun hann jafnvel spila nokkur lög á hana á sýningunni í 'Ásmimitarsat. ' ........................... Fundu ain- fetamín við húsleit LÖGREGLAN á ísafirði hand- tók sex menn grunaða um fíkniefnaneyslu í húsi á Flat- eyri aðfararnótt laugardags- ins. Gerð var leit í tveimur húsum á Flateyri og í öðru húsinu fannst hálft gramm af amfetamíni og áhöld til fikni- efnaneyslu. Fjórum mannanna var sleppt fljótlega eftir handtöku en tveir þeirra voru í haldi fram á laugar- dag. Þeir hafa báðir áður komið við sögu lögreglunnar. Lögreglan hafði fylgst með mönnunum um nokkurt skeið. ♦ t ♦---- Hjólastuldur á Háteigsvegi REIÐHJÓLI var stolið frá Háteigsvegi 6, þar sem er heimili fyrir þroskahefta, að kvöldi 17. júní. Hjólið er af gerðinni DBS, fimm gíra, blátt og hvítt að lit. Eigandi hjólsins notar það við vinnu, en hann er sendill. Svört kerra var aftan í hjólinu. Lög- reglan biður þá sem geta gefið upplýsingar um hjólið að hafa samþand. Vart líður sá dagur að ekki sé tilkynnt um þjófanði á reiðhjólum og hvetur lögreglan eigendur þeirra til að ganga tryggilega frá þeim læstum. --------------- Hringt í neyð- arsíma til að forvitnast um eldsvoða LÖGREGLAN í Reykjavík hafði ekki undan að svara í neyðarsíma lögreglunnar 11166 aðfaranótt sl. sunnu- dags þegar fjölmargir borg- arbúar kröfðust skýringa á reyk sem lagði frá vinnusvæði Hringrásar i Sundahöfn. Varð lögreglan að bregða á það ráð að leggja á fyrirspyijendur til að teppa ekki neyðars- ímann. Eldur kom upp í vélarhlutum á svæðinu og myndaðist mikill reykur þegar vélarolía brann. Fólk á einungis að hringja í 11166 í neyðartilfellum. Lög- reglan hefur einnig upplýsinga- síma sem fólki er ráðlagt að hringja í tilvikum sem þessum. ------*-♦-♦---- Lagðist til sunds í Tjörninni ÞRJU innbrot voru framin í verslunarmiðstöðinni í Mjódd sl. sunnudagsmorgun. Rúður voru brotnar í öllum innbrot- unum. 30 þúsund kr. var stolið úr Videohöllinni. Óvíst er hveiju var stolið úr hárgreiðslustofunni Möggurnar en engu var stolið úr Café Jensen. Þá var tilkynnt um syndandi mann í Tjörninni skömmu eftir miðnætti aðfaranóttar sunnu- dagsins. Var þar stúlka á ferð í alklæðnaði og var henni vísað upp úr. Henni mun ekki hafa orðið meint af volkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.