Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ /MIÐVIKUDAGUR 19. .JÚNfi 1991 óvenju einlægar manneskjur og átti ég eftir að kynnast því betur eftir því sem árin liðu. Kristín og Ingi- mundur eignuðust fjögur böm, en aðeins elsta barnið, Guðmundur, lifði. Þetta var mikil lífsreynsla og erfið að gleyma, en þar hjálpaði trú- in henni eins og svo oft í gegnum árin. Kristín var jákvæðasta og bjartsýnasta manneskja, sem ég hef nokkurn tíma hitt. Hún talaði oft um það, að sig hefði langað að læra hjúkrun, enda sýndi það sig í gegn- um árin að hún hafði hjúkrunarhæfi- leika af Guðs náð. í ijögur ár hjúkr- aði hún bróður sínum af svo mikilli óeigingirni að um var taiað. Seinna þegar móðir hennar fékk hægfara heilablæðingu, tók hún hana heim og sá um hana í tvö ár, eða þar til hún lést. í gegnum árin eru þeir ófáir, bæði börn og fullorðnir, sem hún tók inn á heimili sitt og hjúkr- aði og studdi. Ég held að flestir, ef ekki allir, sem hún kynntist á lífsleið- inni, hafi einhverntíma notið um- hyggjusemi hennar. Mér finnst að vinkona hennar, Þórhildur Sveins- dóttir skáldkona, hafi lýst henni vel í litlu ljóði sem hún orti til hennar, eitt sinn þegár Kristín var að hjálpa henni. Þú átt yl og eld í sál alla vilt þú kæta. Laus við hræsni, laus við tál, lífið viltu bæta. (Þórhildur Sveinsdóttir) Oft hef ég hugsað með mér að Kristín hafi verið ung á röngum tíma, hún hefði átt að vera ung í dag, hún var svo langt á undan sinni samtíð. I þá daga þegar ungar kon- ur áttu að vera heima og hugsa um börn og bú, var hún uppfull af ýmis- konar hugmyndum, sem hefði verið auðvelt að framfylgja í dag. Ég ætlá ekki að tala um allt sem hún ■ vildi gera eða gerði, því það yrði of langt mál. En mig langar að minn- ast á litla fyrirtækjð hennar, Frosta. Þegar Ingimundur varð alvarlega veikur árið 1958 varð hún einhvern- veginn að drýgja tekjur heimilisins. Þá keypti hún fiskblokkir af bræð- rum sínum í Garðinum, hún sagaði þær niður í þunnar sneiðar, velti upp úr raspi og eggi og síðan pakkaði hún þessu í handhægar umbúðir og frysti. Þetta var síðan selt í verslan- ir til mikillar ánægju fyrir húsmæð- ur. Þetta munu hafa verið fyrstu neytendapakkningar á fiski á ís- landi, þar sem allt var tilbúið beint á pönnuna. Á þessum tíma fór hún líka í skóla og fékk réttindi sem fisk- matsmaður og aila tíð hafði vinnan hennar með fisk að gera, nú síðast hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins. Kristín var mikið fyrir alia handavinnu, var sama hvort það var útsaumur, prjón eða hekl. Hún var líka snilldarkokkur og kökurnar hennar hreinustu listaverk. Henni þótti mjög gaman að baka fyrir af- mæli bamabarnanna. Þau fengu að ráða hvemig kökur þau vildu og útkoman varð oft skemmtileg. Það var bíll fyrir Einar Þór, járnbrautar- lest fyrir Ingimund og dúkka fyrir Kristínu og ýmislegt annað. Og oftar en ekki fékk maður sting í hjartað að þurfa að skera og borða þessi listaverk. Þegar við Guðmundur giftum okk- ur báðu Ingimundur og Kristín okk- ur að gleyma aldrei orðunum, aðgát skal höfð í nærveru sálar, úr kvæði eftir Einar Ben. sem þau höfðu mikl- ar mætur á, seinna gáfu þau okkur þessi orð útskorin í tré. Þetta lýsir Kristínu og Ingimundi betur en nokkuð annað. Barnabörnin voru Kristínu alltaf ofarlega í huga og vildi hún allt fyrir þau gera. Um það leyti sem sonarsonurinn Ingiinundur byijaði í Verzlunarskólanum, keypti hún íbúð í Hvassaleiti 56 og var það mikil tilhlökkun að flytja þangað svo hún gæti eldað fyrir Ingimund í hádeginu, hann borðaði hjá henni á hveijum degi næstu þijá vetur. Hún talaði oft um hvað þetta væri gott, því þá hefði hún eitthváð að gera. En hún sat nú aldeilis ekki auðum höndum, því alltaf var hún að heim- sækja einhvern sem átti bágt og þetta gerði hún þangað til í vetur þegar kom að því að hún treysti sér ekki lengur að ferðast með strætis- vagninum. Fyrir ári kynntist Kristín háöldr- uðum manni, Jóni .Þorsteinssyni, og urðu þau miklir vinir. Þau urðu hvort öðru mikill stuðningur og held ég að varla hafi liðið sá dagur að hann kæmi ekki til hennar og fór hann allra sinna ferða í strætó. Ég hef oft verið spurð í gegnum árin hvort ekki væri erfitt að vera gift einbirni, hvort tengdamamma vildi ekki skipta sér af. En þannig var Kristín ekki, hún skipti sér aldr- ei af hvernig aðrir lifðu sínu lífi en hún var komin um leið og maður þurfti einhveija aðstoð, það var hennar aðalsmerki að létta öðrum sporin. Ég kveð þessa stórbrotnu tengda- móðui mína með ljóði sem hún mat mikils. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skál- ar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson) Rósa Einarsdóttir Sælla er að gefa en þiggja. Þetta eru þau orð sem mér koma fyrst í huga þegar Kristínar Guðmunds- dóttur skal minnst. Það eru komnir nær þrír áratugir síðan ég kynntist Kristínu fyrst á heimili þeirra hjóna, Kristínar og Ingimundar í Hamrahlíðinni. Það hafði tekist góð vinátta með mér og Guðmundi syni hennar er við vorum við nám í Verzlunarskólanum. Var maður því tíður gestur á heimili Kristínar hér á árum áður. Það var ekki nóg með að manni væri vel tekið frá fyrstu tíð á heimili hennar heldur hafði hún gjarnan áhyggjur af því að það færi nú ekki alveg nógu vel um okkur og hvort við hefðum nú öi-ugglega fengið alveg nógu vel að borða og drekka. Slík var um- hyggjan og kom þar fram eðlislæg þörf hennar fyrir að gefa öðrum og gera öðrum vel til. Ég minnist þess líka frá mörgum útilegum okkar Guðmundar á þessum árum hve vinsælt það var að vera nærri Guðmundi þegar nesti skyldi snætt en það hafði móðir hans gjarnan útbúið þannig að vel hefði farið á veisluborði. Þó aðrir leifðu af sínu nesti þá var það víst að nesti Guð- mundar kláraðist. Eftir að Guðmundur stofnaði eigið heimili kom maður sjaldnar á heimili Kristínar en þó hélst sá sið- ur alla tíð að á þeim tíma sem skattframtal skyldi gert þá var það langtum léttbærara verk ef^úr væri gerð smá matarveisla! Að sjálfsögðu fékk maður síld- arkrukku eða humar með sér heim! Úr því ég minnist á mat þá er nú vart hægt að minnast Kristínar án þess að geta þáttöku hennar í íslensku átvinnulífi. Það eru rúm- Iega 30 ár síðan hún hóf að fram- leiða fiskrétti í neytendapakkning- um og í þeim efnum var hún kannski of langt á undan sinni sam- tíð, en þennan rekstur var hún með í röskan áratug. Kristín gerði meira en að gefa gjafi, hún gaf mikið af sjálfri sér. Ef einhver voru veikindi og bágindi þá lá Kristín ekki á liði sínu í þeim efnum. Á síðustu mánuðum fór Kristínu ört að hraka og við blasti að hún yrði frekar í hlutverki þiggjanda en gefanda en það gat aldrei orðið. Blessuð sé minning Kristínar Guð- mundsdóttur. Elsku Guðmundur, Rósa og fjöl- skylda. Ég votta ykkur mína inni- legustu samúð og bið Guð að veita ykkur samfylgd yfir erfiðar þrautir syrgjenda. Valdimar Tómasson Kristín Guðbrands- dóttir - Minning Fædd 1. september 1895 Dáin 12. júní 1991 Andlátsfregn góðs vinar leiðir mann inn á svið hugljúfra minn- inga. Betri vinur en Kristín Guð- brandsdóttir er vandfundinn. Þegar ég var 12 ára, fór ég eitt sumar að Skálmholti Það var eitt yndislegt sumar. Þar bjuggu Hólmf- ríður Hjartardóttir og Guðbrandur Tómasson, foreldrar Kristínar. Það var eins og að koma inn í faðm kærleika og friðar. Hólmfríður var kona sem var búin að eignast 13 börn og missa 3. Það heyrðist aldr- ei styggðaryrði frá henni. Það var eins og hún stjórnaði öllum þessum stóra hóp af töframætti ástar og kærleika. Ef mér fórst eitthvað ekki rétt úr hendi, sem ég veit að oft hefur skeð, voru hennar orð: „Þetta gengur betur næst.“ Undir verndarhendi þessarar góðu móður var Stína, eins og hún var alltaf kölluð, fædd og uppalin og með þetta veganesti fór hópur hennar út í lífið og öll þræddu þau veg sinn í hennar anda. Ef öll börn ættu slíka móður liði börnunum okkar betur í dag. Þó að Stína og Þórður eignuðust ekki börn sjálf, þá voru öll börn þeirra yndi. Þegar ég var á ferð í bænum með mínum barnahóp, var oft spurt, ætlar þú ekki að koma til konunnar á Hverfisgötunni. Það voru ófáir sokkar og vettlingar sem hún gaf þeim. Mér að sagt að enn séu til trébílar sem Þórður smíðaði handa börnum fjölskyldu þeirra. Það var alltaf svo hlýtt og gott að koma á heimili þeirra. Blómin í glugganum og garðinum, uppá- haldstréð, gullregnið, skálin sem stóð úti handa kisunum, allt bar vott um lífsmáta góðrar konu. Síðasta ferð mín til Stínu var á dvalarheimili aldraðra að Blikastöð- um á Skeiðum. Hún þekkti mig strax og sagði, ósköp er ég fegin að þú ætlar að vera hérna hjá mér. Þegar ég sagði henni að ég væri bara í heimsókn, æ komdu þá fljótt aftur. Enn ég skammast mín fyrir að hafa ekki gert það. En nú er of seint að iðrast. Hún er horfin yfir móðuna miklu, og ég veit að hún er búin að fyrirgefa mér. Stína fæddist á Bolafæti í Hruna- mannahreppi, síðan fluttust þau að Önundarholti í Flóa og svo að Skálmholti. Sú saga sem býr að baki, móðir með stóra hópinn sinn, væri efni heila bók. í minningunni á ég ijársjóð sem aldrei mun eyðast. Guð blessi alla hennar ástvini og þakklæti mitt til ykkar allra. Laufey Jakobsdóttir --------------- Leiðrétting I blaðinu á sunnudag birtust minningarorð um Guðmund Jó- hannsson. Nafn greinarhöfundar misritaðist í grein eftir Sigurð Ben. Þar stóð Sigríður. Beðist er velvirðingar á mistökunum. 45 Guðjón Guðjónsson - Kveðjuorð Fæddur 8. júlí 1972 Dáinn 17. maí 1991 Þegar vorið er að stíga sín fyrstu skref og vetur konungur hopar, það finnst mér yndislegasti tími ársins. Þá vaknar allt af dvala vetrarins og blessaðir fuglarnir koma aftur, en stundum vill það til að það koma vorhret og þá verður manni ljóst að allur yndisleikinn er ekki sjálf- sagður hlutur, heldur eitthvað sem maður ræður ekki yfir. Þannig varð mér við þann fallega dag er ég frétti lát Guðjóns vinar míns. Oft hefur lífi manns verið líkt við árs- tíðir og þá er vorið æskan. En kynni mín af Guðjóni voru stutt, tæpt ár en á því ári kynntist ég góðum og vönduðum dreng sem með sinni ein- stöku greiðvikni og ljúfmennsku kynnti sig allstaðar vel. Fótboltinn tengdi okkkur saman því báðir vor- um við áhugasamir og settum okk- ur ekki úr færi að komast í spark. Þar vildi ég heldur hafa Guðjón með mér en á móti því hann var vel liðtækur og seiglan mikil, hann var jafn prúður innan vallar sem utan. Það lýsir því kannski þest hve ljúfur drengur hann var að börn hændust að honum. Það er skrítið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta hann aftur og sárt að missa góðan kunningja en það er trú mín að þegar minn tími kemur þá verði Guðjón þar með sitt létta bros og hlýja fas sem var svo einkennandi fyrir hann. Foreldrum og öllum öðrum aðstandendum bið ég guðs blessunar og segi að lokum, guð blessi Guðjón minn. Logi Ottarsson Hvaba kröfur gerir þú til nýrrar þvottavélar ? Væntanlega þær, ab hún þvoi, skoli og vindi vel, en sé jafnframt sparneytin á orku, vatn og sápu. Ab hún sé au&veld í notkun, nljó&lát og falleg. Sí&ast en ekki síst, a& hún endist vel án sífelldra bilana, og a& varahluta- og vi&ger&aþjónusta seljandans sé gó&. Séu þetta kröfurnar, líttu þá nánar á ASKO hjá Fönix. ASKO stenst þær allar og meira til, javí þa& fást ekki vandaöari né sparneytnari vélar. Og þjonusta Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur. Ver&ib svíkur engan, því nú um sinn bjó&um vi& ASKO þvottavélarnar, bæ&i framhla&nar og topphla&nar, á sérstöku kynningarverði: ASKO 10003 framhl. 1000 sn.vinding KR. 71.500 (67.920 stgr.) ASKO 11003 framhl. 900/1300 snún. KR. 79.900 (75.900 stgr.) ASK0 12003 framhl. 900/1300 snún. KR. 86.900 (82.550 stgr.) ASKO 20003 framhl. 600-1500 snún. KR. 105.200 (99.940 stgr.) ASK013002 topphl. 1300 sn.vinding KR. 62.900 (59.750 stgr.) ASK016003 topphl. 900/1300 snún. KR. 78.900 (74.950 stgr.) V. Góbir greibsluskilmálar: 5% stabgreibsluafsláttur (sjá ab ofan) og 5% ab auki séu keypt 2 stór tæki samtímis (magnafsláttur). VISA, EURO og SAMKORT rabgreibslur til allt ab 12 mán. ,án útborgunar. ÞVOTTAVÉLAR 6 GERÐIR TAUÞURRKARAR 8 CERÐIR UPPÞVOTTAVELAR 5 CERÐIR JrQ nix HATUNI 6A SIMI (91) 24420 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.