Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGIJR 19. JÚNÍ 1991 Víkingaskipið „Gaia“ í Reykjavík: Tilgangur siglingar- innar að kynna víkinga- ferðir og umhverfismál — segir Þórður Einarsson formaður samstarfsnefndar- innar sem skipuleggur ferð skipsins I Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, heilsar skipstjóra víkinga- skipsins, Ragnari Thorseth. VÍKIN GASKIPIÐ „Gaia“ lagðist að bryggju í Reykja- víkurhöfn á þjóðhátíðardag- inn. Meðal þeirra sem tók á móti skipinu var Vijgdís Finn- bogadóttir, forseti Islands, og gaf hún skipinu nafn við það tækifæri. „Gaia“ siglir bæði undir íslenskum og norskum fána en skipið er skráð hér- lendis og er íslenski fáninn því á stjórnborða þess en norski fáninn á bakborða. Ferð skips- ins er sameiginlegt verkefni íslenskra og norskra stjórn- valda og er tilgangur hennar að kynna siglingar víkinga- skipa fyrr á tímum, sögu land- Víkingaskipið leggst við bryggju í Reykjavíkurhöfn afunda og umhverfisvernd dagsins í dag. Fimm íslending- ar eru í áhöfn skipsins. Skipið lagði upp í siglingu sína vestur yfir haf þann 17. maí á þjóðhá- tíðardegi Norðmanna og held- ur héðan áleiðis til Grænlands þann 25. júní nk. íslensk og norsk samstarfs- Morgunblaðið/Sverrir nefnd hefur skipulagt ferð vík- ingaskipsins. Nefndin er skipuð fulltrúum frá utanríkisráðuneyt- um beggja landa, frá Útflutn- ingsráðum beggja landa og út- gerðarfélagi Knut Utstein Klost- ers en hann hefur ásamt stjórn- völdum íslands og Noregs fjár- magnað ferð skipsins. Að sögn Þórðar Einarssonar, formanns íslensku nefndarinnar, beinist ferð skipsins fyrst og fremst að fólki í Bandaríkjunum og Kanada. „Tilgangur ferðar- innar er að kynna siglingar vík- inga vestur um haf fyrr á tímum, sögu landafunda og síðast en ekki síst að tengja ferðina um- hverfisvernd og umhverfismál- um í dag. Auk þess tekur Út- flutningsráð mikinn þátt í þessu verkefni svo óbeint er tilgangur þess einnig að kynna íslenskar og norskar vörur vestan hafs,“ sagði Þórður á blaðamanna- fundi, sem haldinn var í tilefni af komu skipsins hingað til lands. Víkingaskipið lagði upp frá Bergen í Noregi þann 17. maí sl. á þjóðhátíðardegi Norðmanna og sigldi til Orkneyja, Hjaltlands og Færeyja á leið sinni hingað til lands. Hér verður skipið og áhöfn þess til 25. júní en þá fer það til Nuuk í Grænlandi áleiðis til Nýfundnalands. „Gaia“ er langskip sem smíðað Knut Utstein Kloster, útgerðar- maður, sem fjármagnar ferð skipsins að hluta var veturinn 1989 til 1990. Fyrir- mynd skipsins, hin upprunalega „Gaia“ var ekki ætluð til vöru- flutninga heldur fyrst og fremst til flutninga á vopnum og mönn- um. Sextán árar eru um borð og tvöfalt fleiri ræðarar geta róið ef á þarf að halda. Að sögn Valgeirs Guðjónsson- ar tónlistarmanns, sem var far- þegi á skipinu frá Hjaltlandi til Orkneyja, hafa íslenskir og nor- skir tónlistarmenn í hyggju að heíja í næsta mánuði upptökur á hljómplötu sem tengjast mun ferð skipsins og bera nafn þess. 17. júní á Dalvík: Viðbót við safna- húsið tekin í notkun Dalvík. DALVÍKINGAR fögnuðu þjóðhátíðardeginum með því að taka formlega í notkun viðbótarhúsnæði við safnahúsið Hvol, en safnið var stofnað árið 1987. Fjöldi fólks tók þátt í hátíðahöldunum á Dalvík, sem voru með hefðbundnum hætti. Eiður Guðnason um- hverfisráðherra flutti hátíðarræðu og Elísa Rán Ingvarsdóttir ávarp fjallkonunnar. Hátíðarhöldin hófust með víða- vangshlaupi Ungmennafélagsins en eftir hádegi fór fram skrúð- ganga undir forystu skáta á Dal- vík. Gengið var til kirkju þar sem kirkjukór söng ættjarðarlög. An- ton Guðlaugsson annaðist ritning- alestur og sóknarpresturinn, sr. Jón Helgi Þórarinsson, fór með bæn og blessunarorð. Blíðskaparveður var og fóru hátíðahöldin fram utandyra, á lóð ráðhúss og heilsugæslustöðvar, þar sem umhverfisráðherra flutti ræðu sína, fjallkonan las kvæði Matthíasar Jochumssonar, Sigling inn Eyjafjörð, og Edda Björgvins- dóttir og Þórhallur Sigurðsson, Laddi, fóru með gamanmál. Skát- ar höfðu byggt upp tívolí sem yngri kynslóðin sýndi mikinn áhuga á meðan þeir eldri fengu sér í blíðviðrinu kaffisopa hjá Hjálparsveit skáta. Liður í hátíðarhöldunum var formleg opnun efstu hæðarinnar í minjasafninu í Hvoli. Minjasafns- nefnd hefur á undanförnu ári unn- ið við að innrétta rishæð hússins og koma safngripum þar fyrir. Því verkefni er nú lokið og var hús- næði formlega tekið í notkun. Afhenti formaður nefndarinnar, Gylfi Björnsson, bæjarstjóra Kristjáni Þór Júlíussyni húsnæðið að viðstöddum umhverfisráðherra og fleiri góðum gestum. Þakkaði INNLENT bæjarstjóri nefndarmönnum vel unnin störf, en þeir hafa unnið mjög óeigingjarnt starf í þágú varðveislu sögulegra minja byggð- arlagsins. Fól bæjarstjóri nefnd- inni frekri umsjá safnsins. Gestum gafst tækifæri til að skoða safnið sem hefur að geyma ýmsa muni úr atvinnu- og menn- ingarsögu Dalvíkur og Svarfaðar- dals. Þá er þar einnig gott safn náttúrugripa, fugla, eggja, steina og jurta. Einna mesta athygli vek- ur þó safn muna og minja um Jóhann Pétursson, Svarfdæling. Jóhann var um tíma talinn einn hæsti maður í heimi og hefur safn- ið að geyma ýmsa muni sem sýna hversu risavaxinn Jóhann var. Lengst af ævi sinnar dvaldi hann erlendis en síðustu árin bjó hann á Dalvík og lést árið 1984. Minjasafnsnefnd fyrirhugar nú að minnast annars Svarfdælings í safninu, ekki síður óþekktum, en það er Kristján Eldjárn forseti. Kristján fæddist á Tjörn í Svarfað- ardal og lét sér ætíð mjög annt um svarfdælska byggð, sögu hennar og framtíð. Fréttaritari. Morgunblaðið/Silli Fjallkonan, Erna Björnsdóttir stúdent, með hirðmeyjar sínar. Húsavík: 17. júní í gúðu veðri Húsavik. 17. JÚNÍ var haldinn hátíðlegur á Húsavík í hinu fegursta og besta veðri, eftir nokkuð lang- vinnt kuldakast. Hátíðarhöldin hófust með messu í Húsavíkurkirkju og í messunni bæði skírði og fermdi sóknarpresturinn sr. Sighvatur Karlsson og kirkjukórinn söng við undirleik Helga Péturssonar. Á íþróttavellinum hófust svo hátíðarhöldin kl. 14.00 með blæstri Lúðrasveitar tónlistarskól- ans og ávarpi formanns þjóðhátíð- arnefndar, Péturs Péturssonar. Hátíðarræðuna flutti Kári Arn- þórsson skólastjóri og ræddi hann um þau tímamót, sem við íslend- ingar stæðum nú frammi fyrir, bæði hvað varðar verndun lands og lýðs og gagnvart þeim málum, sem nú eru efst á baugi, bæði til lands og sjávar, innanlands og utan. Ávarp Fjallkonunnar flutti Erna Björnsdóttir stúdent. Síðan fóru fram ýmsar íþróttir og leikir og íþróttamaður síðastlið- ins árs var heiðraður og þann titil hlaut Hákon Hrafn Sigurðsson. Hestamenn sýndu gæðinga sína og hinn ýmsa gang hestsins, sem útskýrður var um leið. Hátíðinni lauk með sundkeppni í sundlaug- inni. - Fréttaritari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.