Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JUNI1991: 4S Þorkell Þorleifs son — Minning• Fæddur 9. maí 1907 Dáinn 14. maí 1991 Margt það sem okkur þykir mest til koma eða sértækast í fari manna er lítt snertanlegt og verður ekki í orðum reifað. Hér ætla ég heldur ekki að gera ákafa tilraun til mann- lýsingar; á þetta stutta spjall ber að líta sem hugleiðingu í kveðju- skyni ásamt kærri þökk fyrir allt, og kemur þó snöggt um fleira í hugann en tíundað verði. Það er misskilningur að ætla að unnt sé að setjast niður og festa menn eins og Þorkel Þorleifsson á blað og geyma þá þar til lengri eða skemmri tíma; menn eins og hann eru í veðr- inu, vindum, regni og sólskini og hríðarkófi ef í það fer, Blær fornra kynna hefur borist mér ríkulega með vorgolunni þá daga sem liðnir eru frá láti hans. Ég var strákur innan við tvítugt þegar ég hitti Þorkel fyrst á heim- ili hans, líkast til fyrir 35 árum eða svo, en það var ekki fyrr en um það bil áratug síðar að leiðir okkar tóku að skerast að verulegu marki; þau vegamót urðu á ýmsum stöð- um, líklegum sem ólíklegum. Eftir á séð finnst mér sem ýmsir þeir er margs höfðu að spyrja og vissu ráð sitt á reiki, komnir á krossgötur, hafi laðazt að Þorkeli, sem var flest- um öðrum næmari og skilningsrík- ari á allar hamfarir í háttsemi manna og sálarlífi. Hann var kempulegur á velli og dró til sín athygli alira á mannfundum, þar fór sannur höfðingi í sjón og raun, þeirrar gerðar sem geymdi sjálfa tryggðina í sínu breiða en við- kvæma brjósti. Hann var ekki allra viðhlæjandi, geðríkur og einn sér of sefa í mörgum greinum, og þeg- ar á leið ævina var sem hann nyti sín bezt á tveggja manna tali; en öll mannleg átakaraun mætti hjá honum örlæti og samkennd; þar var hann hugumhollur og hlustandi sálufélagi og förunautur, hvort heldur var á köldu hjarni eða sól- bökuðum stígum, bróðir á göngunni, sem er ekki það sama og Lausnin mikla, Úrræðið eina, sem svo margur þykist hafa á reið- um höndum í tíma og ótíma fyrir sig og aðra. Þorkell hafði sagnaranda úr ýms- um stað, var margspakur og manna fróðastur um sögu landa og lýða. Minning hans er í mínum huga óijúfanlega tengd fornum stöðvum feðra okkar, sem hann kunni svo glögg skil á, beru og blásnu hijóstri jafnt sem gróðursælum og blómber- andi hlíðurn; allt var það yndi hans að ræða, reika um og skoða sér til sálubótar. Ég lagði eitt sinn eyrun við þegar hann, slíkur fræðaþulur, kvaðst láta lönd og leið allar hu- grenningar um sagnaminjar eða minnisverð' tíðindi þegar leið hans lægi um svonefndar söguslóðir. — Þetta er annað land en var, aðrir tímar, og allt breytt, sagði hann, — en fegurðin er sönn og á sínum stað, nú og hér. Kannski var hann þar á svipuðu reiki og Halldór Lax- ness forðum í kvæði sínu um hinn forna þingstað þjóðarinnar: Sögulaus auðnin, ímynd allrar gnægðar, andar á ný um skóginn dularbláan og Þingvöll. Það er aftur hún sem á hann ósnortinn traðki þúsund ára frægðar. Ó hátíð, frægð og frami þúsund ára, ó flóra hinna saungnu skældnu vína, nú kveð ég yður í kvöldbæn smæru og smára á meðan nóttin situr um sálu mína og sjöstirnd vitjar bládeplunnar tára. Þessi stundlega aðgreining stað- ar og sögu var líka meira og minna í samræmi við næmt skynbragð Þorkels á síbreytileik sögunnar, tímanna, hugsjónanna, heimsins og lífsins, þar sem fátt er sem sýnist stundinni lengur — og fegurð augnabliksins dýrmæt að sama skapi. Enda segir í sama kvæði og ég var að vitna til — mjög í anda Þorkels: Hvert spor mitt var sem gleymska langra lifa. Þau liðu burt. Þau verða ei framar stigin. Þegar við strákar vorum að ætl- ast tii einhverrar varanlegrar rök- vísi af tilverunni, okkur til hægðar- auka, halds og trausts, var Þorkell vís með að halda því fram að lífið væri umfram allt skemmtileg vit- leysa, jafnvel yndisleg vitleysa, eins og mig minnir að hann hafi oftar en einu sinni komizt að orði á góðri stund. Að baki þverstæðukenndum fullyrðingum í vinahópi bjó ást á lífinu og kvikusárt næmi þess manns sem lengst af var fyrirmun- að að gleyma nokkru, smáu eða stóru. Fyrir bar, á því skeiði sem leiðir okkar Þorkels lágu tíðast saman, að þungi af skugga, samfara nokkr- um sársauka, hvíldi á lund hans. Sú skotta er vel kunn hérlendis. „Komdu, dagsljósið dýra!“ kvað Jónas. Ég geri mér í hugarlund að einmitt sú ósk hafi á stundum verið ríkust í bijósti Þorkels, enda var skottan skjótt á dyr hrakin; birtan hafði yfirhöndina inni fyrir. Hin síðustu ár seig rökkur á augu Þor- kels, en allt um það myrkvaðist ekki sálarglugginn. Andinn var sem fyrr opinn, gjöfull, gagnrýninn, langminnugur og hrifnæmur. Hann kunni manna bezt að meta hinar björtu, ylríku og kátlegu hliðar til- verunnar, sólskinsbletti í heiði; hann var sem kjörinn í öndvegi góðs fagnaðar, þegar svo bar und- ir, þótt hversdagslega lifði hann um síðir í hljóðri einveru. Seint verða allar rúnir ráðnar í fari manna, ekki koma allir dagar í einum böggli, menn breytast frá einu skeiði til annars, og óvíða er fremur skylt að fara gætilega með orð, en þegar rætt er um persónu- legar eigindir. Hið gleggsta sem við er að styðjast um náungann ef blærinn af návist hans, sem hver skilur síðan á sína vísu. Verið getur að eitthvað af ótal mörgu sem mér er minnisstætt og kært í fari Þor- kels Þorleifssonar hafi komizt til skila í þessum fátæklegu kveðjuorð- um, en smátt er það hjá öllu sem ég hef að þakka mínum góða vini. Fari hann sæll. Þorsteinn frá Hamri HAMBORCAJU iqqt ny frönskum og sósu 3Z5& oVosti, frönskum og sósu 345& m/bacon, frönskum og sósu 3T5& 2.faldur oyfrönskum og sósu 425& GríUkfúklmgur 599& /r\ rrllffclÉi*-**- 2. IrnllKftUiSlflflir AÐEINS 299‘~ B'ONVS BORCARI V 81 29 90 J t Eiginmaður minn, ÚLFAR K. ÞORSTEINSSON, Hraunbæ 6, er látinn. Sigurlfna Hannesdóttir. t Fænka mín, MARGRÉTÁRNADÓTTIR MICHELSEN frá Kálfsstöðum í Hjaltadal, lést í Sönderborg, Danmörku, 14. júní sl. María Eyþórsdóttir. t Faðir okkar, OTTÓ G. VESTMANN, Uppsölum, Fáskrúðsfirði, lést að morgni 16. júní á heimili sonar síns. Jarðarförin fer fram frá Búðakirkju, Fáskrúðsfirði, laugardaginn 22. júní kl. 14.00. Börn hins látna. JACOBS Skmsælt JACOB’S tekex Ekki bara tekex I fjeídur JACOB S tekex EA EGGERT KRISTJÁNSSON H/F SÍMI 685300 STERKAR ÞAKRENNUR SEM ENDAST 06 ENDAST PLASTHÚÐ MEÐ LIT GRUNNUR BINDIGRUNNUR VALSAÐ GALVANHÚÐ LP þakrennukerfið sameinarkostí ólíkra efna—kjarninn úr stáli, húðað zinki og plasti. STYRKURINN í stálinu ENDINGIN í plastinu HEILDARLAUSN BLIKKSMIÐJAN SMIÐSHOFÐA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91 -685699 • Auðvelt í uppsetningu. • Engin suða - ekkert lím. • 4 litamöguleikar: Rautt, svart, hvítt, brúnt. • Ávallt til á lager. • Verðið kemur þér á óvart. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.