Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991 „Að sögn aðstand- enda voru örfáir sem ekki vildu á tónleikana án Poison, en þorri áheyrenda lét sér nægja hinar sveitirnar Morgunblaðið/Bjami Útihátíðarstemmning Varla hefur það farið framhjá mörgum að á sunnudag voru haldnir mestu tónleikar íslenskrar rokksögu. Tónleikarnir, sem haldnir voru i Kaplakrika, státuðu af sex erlendum hljómsveitum og einni íslenskri og skipuleggjendur ætluðu sér að fá inn 10—12.000 gesti. Fram að tónleikum fór tvennum sögum af miðasölu og tölur heyrð- ust um allt frá 4.000 til 10.000 miða sölu og í hádegisfréttum á sunnu- dag sagði Ríkisútvarpið að 10.000 miðar hefðu selst. Hvað sem því líður þá kom 5.061 miðaafrifa í hendur hliðvarða á sunnudag og því vel á sjöunda þúsund manns inni á vellinum þegar mest var, gæsla og annað starfsfólk með- talið. Fyrir utan völlinn var svo drjúgur hópur fólks, jafnvel hátt í þúsund, sem lét sér nægja berg- málið sem barst yfir girðinguna. Forföll Þegar fólk kom að Kaplakrika voru uppi spjöld sem á stóð að Ijósmynd/BjÖrg Sveinsdóttir Poison kæmi ekki fram. Að sögn frammámanna Rokks hf. hringdi umboðsmaður hljómsveitarinna- um eittleytið aðfaranótt sunnu- dagsins og sagði að bassaleikari sveitarinnar hefði brotið tvo fingu ■ á vinstri hendi og því yrði hljóm- sveitin að aflýsa íslandsförinni. Uppi varð fótur og fit hjá Rokk- mönnum og segjast þeir um tíma hafa hugleitt að aflýsa öllu saman, til að vera ekki sakaðir um að lokka fólk á tónleika á fölskum forsend- um. Á endanum var þó skynsemin látin ráða, enda mátti vera Ijóst að flestir sem á tónleikana ætluðu væru að koma vegna tónleikanna, en ekki bara til að sjá Poison. Við hliðið var því tilkynnt að þeir sem vildu gætu fengið miða sína stimpl- aða og horfið frá við svo búið. Mið- arnir yrðu endurgreiddir eftir helgi. Að sögn aðstandenda voru örfáir sem ekki vildu á tónleikana án Pois- on, en þorri áheyrenda lét sér nægja hinar sveitirnar sex. Útihátíð Þó helsta hljómsveitin hafi geng- ið úr skaftinu gekk skipulag lítið úr skorðum og undravert að fylgjast með því hve allar skiptingar og uppstilling tækja gekk vel fyrir sig. Allar hljómsveitir léku aðeins lengur en ætlað hafði verið og dagskráin styttist því nánast ekkert. Hljóm- burður var þokkalegur framan af tónleikum, en wöttin 70.000 skiluðu Af viðskiptafrelsi og verslunarhömlum eftir Harald Johannessen Tæplega er lengur um það deilt að frelsi í viðskiptum, bæði landa á milli og innan hvers lands fyrir sig er öllum til hagsbóta. Sam- keppnin á hinum fijálsa markaði leiðir af sér lægra vöruverð, betri vörur og þægilegri þjónustu en unnt er að ná eftir öðrum leiðum. Af þessum sökum er rétt að leyfa samkeppninni að njóta sín til fulls, þar sem þess er nokkur kostur. Þetta á bæði við um viðskipti innan- lands og milliríkjaviðskipti. Á ís- landi eru því miður fyrir hendi ýmsar viðskiptahömlur og -hindran- ir, sem nauðsynlegt er að koma auga á og ryðja úr vegi. Sem dæmi má nefna óeðlilega viðskiptahætti með landbúnaðarafurðir, nánast enga samkeppni um bensínverð, einkaleyfi ýmissa flutningafyrir- tækja út um landið, ástæðulausa takmörkun á aðgangi að ýmsum atvinnugreinum og, nokkuð sem menn gleyma æði oft í umræðu um þessi mál, tollheimtu á innflutningi. Hér verður fjallað um hið síðast nefnda. Hugmyndin að baki tollheimtu er tvenns konar. Annars vegar eru tollar lagðir á vegna þess að menn óttast að innlend framleiðsla stand- ist ekki samanburð við hina erlendu og muni því leggjast af og hins vegar eru tollar nýttir til að afla tekna fyrir ríkið. Hvorug ástæðan er þó nægileg til að réttlæta toll- heimtu, eins og hér verður reynt að sýna fram á. Tollarnir gera okkur fátækari Ef litið er á fyrri röksemdina, þá sést að hún er beinlínis mjög órökrétt. Telja menn að hin inn- „Ef vörur fá að fara óhindrað um heiminn er það besta trygging okkar fyrir því að á hverjum stað sé fram- leitt það sem þar á best við, en önnur fram- leiðsla sé eftirlátin öðr- um.“ lenda framleiðsla standist ekki sam- keppnina erlendis frá, hlýtur það að stafa af því að erlenda fram- leiðslan er betri eða ódýrari, nema hvort tveggja sé. Þá eru menn ein- faldlega að gera sjálfa sig fátækari með tollheimtunni. Þeir þurfa að borga meira en ástæða er til og Haraldur Johannessen geta því veitt sér minna. Ef vörur fá að fara óhindrað um heiminn er það besta trygging okkar fyrir því að á hveijum stað sé framleitt það sem þar á best við, en önnur fram- leiðsla sé eftirlátin öðrum. fjarstæðan í þessu sést best ef við ímyndum okkur til dæmis að Selfyssingar legðu toll á físk frá Þorlákshöfn, en Þorlákshafnarbúar legðu í staðinn toll á mjólkurafurð- ir frá Selfossi. Selfyssingar, sem væru að bisa við fiskveiðar í Ölf- usá, sæju í hendi sér að til þess að geta boðið upp á jafn ódýran fisk og Þorlákshafnarbúar, þyrftu þeir að leggja á verulega háa tolla. Mjólkurbúslausir Þorlákshafnarbú- ar yrðu á sama hátt varir við að til þess að vera samkeppnisfærir við mjólkurafurðaframleiðslu frá Selfossi, yrðu þeir að taka upp verndartolla. Atvinna myndi auðvit- að skapast á báðum stöðum í hinum óarðbæru atvinnugreinum, fjöldi fólks stæði með stangir og neta- stubba á bökkum Ölfusár og annar eins fjöldi væri við að strokka mjólk á Þorlákshöfn. Ljóst er þó að þetta fólk starfar við hreina vitleysu og væri mun betur komið í öðrum at- vinnugreinum. Niðurstaðan yrði því sú að báðir aðilar töpuðu stórlega. Það sama gildir um viðskipti á milli landa, enda er auðvelt að heimfæra dæmið upp á tvö ríki í stað tveggja bæja. Slæm leið til skattheimtu Seinni röksemdin, að tollar séu ágætir til að afla ríkinu tekna, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.