Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVÍKUDAGUR’ 19. JÚNÍ 1991 Meira af Tálknafénu: Lömbin fengu nöfn hreppsnefndarmanna Patreksfiröi. UNDIRRITAÐUR kom í hús hér í þorpinu, þar sem eru fjórar ær af Tálknakyninu, það er fénu sem gengið hefur sjálfala í Tálknanum sem er á milli Pat- reksfjarðar og Tálknafjarðar. Það eru bræður tveir þeir Unn- steinn Jensson og Páll Jensson, sjómenn, sem halda þessar ær. Þeir hafa farið nokkrar ferðir í vetur, tveir saman, til að reyna að handsama eitthvað af þessu fé og hafa nú þessar fjórar ásamt þremur lömbum, á húsi með vitund sveitar- stjóra, sem þeir leituðu til, þar sem fé þetta gengur í landi Patreks- hrepps. Þeir bræður hafa engin svör fengið frá ráðamönnum hér um það hvort þeir fái að hafa féð áfram enda er þetta utan við kerfið EIGNASALAIM REYKJAVIK Yfir 30 ára reynsla tryggir öryggi þjónustunnar REYKÁS - RAÐH. - HAGST. ÁHV. LÁN Húsið er á tveimur hæðum auk bílsk., alls um 198 fm. 4 svefnherb. Góð eign. Hagst. áhv. lán. BREKKUB. - GBÆ - KEÐJUH. M/BÍLSK. Tæpl. 80 fm hús á einni hæð. í húsinu er 3ja herb. íb., öll í góðu ástandi. Bílsk. fylgir. Áhv. um 1,6 millj. í veðd. Til afh. strax. MOSFELLSBÆR - LÍTIÐ EINB. Vorum að fá í sölu ca 80 fm einbhús (timburh.) á 1000 fm eignarlóð. Bílskréttur. Til afh. nú þegar. Verð 6,0 millj. FLÚÐASEL - 5 HERB. - VÖNDUÐ M/BÍLSKUR Höfum í sölu mjög góða og vandaða 5 herb. íb. á hæð í fjölbhúsi. íb. skiptist í stofu og 4 góð svefnherb. m.m. Allar innr. mjög vandaðar. Bílskýli. Húsið nýmálað að utan. í NÁGR. HÁSKÓLANS 5 herb. 115 fm íb. á efri hæð í stein- húsi. Skiptist í 3 svefnherb. og sam- liggjandi stofur (geta verið 4 svefn- herb.). Sérinng. sérhiti. KVISTHAGI - RIS Mjög góð 96 fm risíb. Skiptist í saml. stofur og 2 svefnherb. m.m. Góðar sval- ir m. sérl. miklu útsýni. Áhv. um 3 millj. í veðdeild. HAMRABORG - 3JA 3ja herb. góð íb á hæð í fjölbhúsi. Bílskýli fylgir. Verð 6,1 millj. í NÁGR. V/HLEMM 3ja herb. íbúð á 2. hæð í steinh. Verð 5 millj. Áhv. 3 millj frá veðdeild. NJÁLSGATA - LÍTIL ÚTBORGUN 3ja herb. íb. á 2 hæð í steinh. Snyrtileg eign. Verð 5,2-5,3 millj. Lítil útb. Hagst. ávh. lán. SAFAMÝRI - 2JA 2ja herb. snyrtileg íb. á 1. hæð (jarðhæð) í fjölbhúsi. íb. er um 60 fm. Laus eftir samkomulagi. Verð 4,5-4,6 millj. í NÁGR. V/HLEMM - 2JA - LAUS STRAX 2ja herb. íb. í steinh. íbúðin er mikið endurnýjuð og er í mjög góðu ástandi. l.aus. Verð 4,2 millj. KLEPPSVEGUR - EINSTAKLINGSÍBÚÐ á hæð í lyftuh. innarlega v. Kleppsveg. Mjög snyrtileg eign. Suðursv. Góð sam- eipn. Húsvörður. Verð 3950 þús. JÖKLAFOLD - 2JA HAGST. ÁHV. LÁN Glæsil. 2ja herb. íb. í nýl. fjölb. Parket á gólfum. Flísal. baðherb. Áhv. tæpl. 3,2 millj. veðd. GLÆSILEGUR SUMARBÚSTAÐUR 46 fm sumarbústaöur á góðum og fallegum stað í Borgarfiröi. Myndir á skrifst. Skemmtil. eign. EIGNASALAN REYKJAVIK Ingólfsstræti 8 Sími 19540 og 19191 Magnús Einarsson, lögg. fastsali, Eggert Elíasson, hs. 77789 nema ef vera kynni að það heyrði undir sama ráðuneyti og hreindýrin. Þær eru allar ómerktar ærnar en þijú lömbin þeirra sem öll eru hrút- ar hafa fengið nöfn sveitarstjórnar- manna, Guðfinns, Stefáns og Sig- urðar. Ef til vill verður fénu skilað til síns heima. Þeir bræður telja féð ekki of vel haldið, en þó heilbrigt og hraust og telja að líta verði til þess og gera því til góða ef hægt er. Þeir telja mestu hættuna vera úrkynjun vegna skyldleika. Sem dæmi um hve skepnurnar eru styggar þá lagðist sú lamblausa og lést vera dauð þegar þeir loksins komu henni í hús og^þegar þeir veltu henni við ranghvolfdi hún augunum.en sýndi ekki önnur við- brögð. Uppgjöf. - Hilmar. Morgunblaðið/Hilmar Ámason Þáll Jensson með lömbin sem fengið hafa nöfn sveitarstjórnarmann- anna, Guðfinns, Stefáns og Sigurðar. 623444 1 [2ja—3ja herb. Hverfisgata — 2ja 2ja herb. 30 fm einstaklíb. í góðu ástandi. Verð 2,5 millj. Seilugrandí — 2ja Góð 52 fm íb. á 3. hæð ásamt stæði í bílskýli. Áhv. 1,5 millj. byggingarsj. Midvangur — Hf. 2ja herb. góð íb. á 2. hæð í lyftuhúsi. Verð 4,7 millj. Tómasarhagi — 2ja 2ja herb. stór og björt kjíb. Öll ný stand- sett. Verð 5,5 millj. Hamraborg — 3ja 3ja herb. góð íb. á 3. hæð. Parket. Bílskýli. Verð 6,5 millj. Blöndubakki — 3ja Góð 3ja herb. 90 fm íb. á 2. hæð. Stórt svefnherb., stór stofa, mögul. á þvottah. innan íb. Nýuppg. baðherb. Verð 6,5 millj. 4ra—5 herb. Smáíbúðahverfi — hæð 4ra herb. 84,3 fm nýendurn. falleg íb. í þríbhúsi. Allar innr., gólfefni og lagnir nýj- ar. Áhv. húsbréf 2,7 millj. Verð 7,2 millj. Hólmgarður — efri sérhæð Mikið endurn. efri sérhæð á eftirsóttum stað. Samþ. teikn. af rishæð fylgja ásamt járni á þak. Stóragerði — útsýni Góð 3ja-4ra herb. 110 fm íb. í fjölb. 2 svefnherb., 40 fm stofa. Bílskréttur. Verð 7.650 þús. Laus strax. Miðbraut — Seltj. Björt og góð 4ra herb. sérhæð á 1. hæð ca 110 fm. Nýlegar innr. Verð 8,6 millj. Reykás — tvær hæðir 141 fm glæsil. íb. á tveimur hæðum. 5 svefnherb. Stór stofa. Áhv. byggsj. kr. 2,7 millj. Háaleitisbraut m. bílsk. Falleg 5-6 herb. 120 fm íb. á 1. hæð ásamt 24 fm bílsk. íb. skiptist m.a. í 3 svefnherb., stóra stofu, borðst. og hol. Ákv. sala. Sólheimar — lyftuhús Góð ca. 100 fm íb. á 4. hæð í háhýsi. Mikið útsýni. Húsvörður. Stærri eignir Látraströnd — Seltj. 175 fm endaraðh. á 3 pöllum m. innb. 30 fm bílsk. Verð 13,0 millj. Bein sala. Ásbúð — Garðabæ Vandað parhús á tveimur háeðum 260 fm með 45 fm innb. tvöf. bílsk. Góð ræktuö lóð. Verð 16,0 millj. Þykkvibær — einbýli Eldra einbhús ca 80 fm á stórri lóð. Húsið er uppgert að stórum hluta, m.a. einangrun, raflögn, klæðning og gólf- efni. Teikn. af sólstofu fylgja. Bygging- arréttur. Verð: Tilboð. ÁSBYRGI INGILEIFUR EINARSSON, jm lögg. fastsali, Borgartúni 33. SÖLUMAÐUR: Örn Stefánsson. 28600 alllr þurfa þak vtlr höluOIO 4ra-6 herb. RÁIMARGATA. Gullfalleg 4ra herb. íb. Suðusv. Nýl. hús. LEIFSGATA - LAUS. 4ra herb. Arinn. 30 fm innréttaður skúrmeð snyrtingu. Verð 8,5 millj. SÖRLASKJÓL. 5 herb. haeð á þessum fráb. útsýn- isst. við sjóinn. Parket. Suð- ursv. Getur losnað fljótl. Verð 9 millj. ÁLFASKEIÐ. 4ra herb. ib. Bílsk. Mikil lán. Verð 7,5 millj. TUNGUVEGUR. Efri hæð með sérinng. og -hita. Verð 10,8 millj. 2ja-3ja herb. DRÁPUHLÍÐ. 3ja herb. kjíb. Sérhiti. Verð 5,2 millj. HRAUNBÆR. Falleg 2ja herb. íb. Góð lán 3,3 millj. Verð 5,3 millj. RAUÐARÁRSTÍGUR. 3ja herb. íb. Svalir. Verð 5,4 millj. VÍFILSGATA - LAUS. 3ja herb. efri hæð. Verð 6,2 millj. SKIPASUND. 3ja herb. risíb. Svalir. Sérhiti og inng. Verð 6,0 millj. BIRKIMELUR. Vorum að fá í einkasölu mjög vel umgengna 3ja herb. endaíb. á 3. hæð í blokk. Ibherb. í risi fylgir ásamt tveimur sérgeymslum og frystikl. Björt íb. m/suðursv. Verð ca 7,0 millj. ENGIHJALLI. 3ja herb. íb. í lítilli blokk. Verð 6,1 millj. FÍFUSEL - RAÐHÚS. 4 svefnherb., stofa og forstherb. Góð íb. í kj. Verð 14 millj. ÁSGARÐUR. Lítið endarað- hús á þessum skemmtil. stað. Húsið er kj. og tvær hæðir. Geng- ið inn á miðhæð. Verð 8,5 millj. Fasteignaþiíiwslan Austmslræti 17 - S. 26600 Þorsteinn Steingrímsson, Ig. fs. Kristján Kristjánsson, hs. 40396. David Pizarro ORGELTÓNLEIKAR _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson ' Bandarískur orgelleikari, David Pizarro, hélt tónleika sl. sunnudag í Dómkirkjunni og flutti verk eft- ir Handel, Albinoni, Stanley, J.S. Bach, Naumann, Cappelen, Guil- mant og Ragnar Björnsson. Tónleikarnir hófust á orgelkon- sert nr. XI, í g-moll, eftir Hand- el. Handel mun ekki ávallt hafa verið vandaður hvað snertir gerð verka sinna, oftlega tínt til eitt og annað úr eldri verkum sínum og annarra og þar með í raun eyðilagt sum verk sín, rétt eins og Rossini. Þetta á við marga af orgelkonsertunum og er sá ellefti, opus 7, nr. 5 engin undantekning hvað snertir útfærslu á eldri verkum. Konsertinn var leikinn af ör- yggi og auðheyrt strax að Pizarro er fær orgelleikari. Það margfræga Adagio eftir Albinoni og Voluntary eftir John Stanley teljast til léttari tónverka, sem aðeins er skemmtan að, ef þau eru frábærlega vel leikin. Lag Albinonis var heldur hratt leikið og lítið gert af því að móta syngj- andi tónhendingar verksins. Stan- ley (1712-86) var enskur orgel- leikari, blindur frá barnæsku og aðallega frægur fyrir fjörleg Vol- untaries, en Pizarro lék eitt af þessum Voluntaries, í d-moll. Það er í tveimur þáttum, Adagio og Andante sem er byggt á rompet- stefi. Pizarro lék þrjú verk eftir J.S. Bach og er fyrsta verkið sagt vera prelúdía, largo og fúga í c-dúr. Svona þriggja kafla skipan er ekki að finna hjá Bach í þeim verkum sem bera heitið prelúdía og fúga og mun largo-kaflinn vera tekinn úr 5. orgelsónötunni. Þrátt fyrir að óþarfi sé að breyta kaflaskipan á verkum meistarans, á þessi tónlist svo sem ekki illa saman og sérlega þegar svo vel tekst til eins og hjá Pizarro, sem lék prelúdíuna og fúguna vel og með miklum tilþrifum. Sinfónía úr kantöntu nr. 156 og kórallinn frægi úr kantötu nr. 147 voru þokkalega vel flutt en heldur þykir undirrituðum lítið nýnæmi í þessum margfluttu verkum. Sónata eftir Johann Gottlieb Naumann (1714-1801), Legende eftir Christian Cappelen (1845- 1916) og fúgato, sem Alexandre Guilmant gerði um stef úr órator- íunni um Júdas Makkabeus, eftir Handel, eru ekki sérlega spenn- andi verk, jafnvel þó beitt sé þrumuraddstyrk orgelsins. Piz- arro lék stutt en laglega gert verk eftir Ragnar Björnsson, kóralfor- spil yfir sálmalagið Himna rós, leið og ljós. Pizarro er fær orgel- leikari en fyrir undirritaðan var efnisskráin í heild af léttara tag- inu. SÓNÖTUKYÖLD Listahátíð í Hafnarfirði var tveggja heima sl. sunnudag, því annars vegar var rokkað á Kapla- krika en þar í mót haldið sónötu- kvöld í Hafnarborg, menningarm- iðstöð Hafnfirðinga. Þeir sem stóðu að sónötukvöldinu eru kenn- arar við tónlistarskóla Hafnar- fjarðar, auk tveggja gestaleikara. A efnisskránni voru verk eftir Kuhlau, Beethoven, Poulenc og Þorkel Sigurbjörnsson. Tónleikarnir hófust á samleik Guðrúnar Guðmundsdóttur píanó- leikara og Gunnars Gunnarssonar flautuleikara og skólastjóra tón- listarskólans í Hafnarfirði. Við- fangsefnið var Grand Sonate Con- sertante eftir Kuhlau og léku þau verkið af öryggi, einkum Gunnar, sem er ágætur flautuleikari og mætti láta heyra meira í sér. Gunnar hefur góða tækni og ör- uggan tón, og var framburður tónhendinga skýr og mótaður af sterkri tilfinningu fyrir heildar- svip verksins, sem er ekta klassík og ágætlega samið, enda var Kuhlau mjög gott tónskáld en hefur því miður staðið i skugga stómenna klassíska tímabilsins. Martin Frewer fiðluleikari og David Knowles píanóleikari fluttu Vorsónötuna eftir Beethoven en það verk er ljúflegur voróður, sem flytja verður mjög vel. Frewer er þokkalegur fiðluleikari, tónviss en náði samt ekki að gæða verkið þeim innileik, sem það er svo ríkt af. Ungur og efnilegur klarnettu- leikari, Ármann Helgason sá um seinni hluta tónleikanna og flutti þjóðlagaraddsetningar eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. Flutningur Ármanns á þessiim einföldu en ágætlega gerðu raddsetningum var frábærlega vel útfærður, hvað snertir alls konar tónmótun, allt frá mjög veiku upp í sterkt og samspil hans við David Knowles var einnig mjög gott. Tónleikunum Iauk með sónötu eftir Poulenc og þar sýndi Ármann að hann er feikna efnilegur klarin- ettuleikari og líklegur til stórra hluta í framtíðinni. Samleikur hans við David Knowles var mjög góður, í heild nokkuð agaður og hefði t.d. síðasti þátturinn, sem ber yfirskriftina Állegro con fu- oco, mátt vera ögn villtari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.