Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 44
1 íM0RBÚNBL)ABIÐMIDMMUDA(5LrIlAiirtJ-.íÚNÍI'lffi)l 544 Minning: Kristín Guðmundsdóttír frá Gerðum, Garði Fædd 13. september 1915 Dáin 7. júní 1991 Með þessum fáu orðum langar mig að minnast einstakrar konu og og vinnufélaga um árabil, Kristínar Guðmundsdóttur. Hún starfaði á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins um 15 ára skeið, eða þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir fyrir 6 árum. Kristín var upphaflega ráðin sem fiskmatsmaður til stofn- unarinnar, einkum til að vinna við verkunartilraunir á síld. Á þeim árum þótti óvenjulegt af konu að afla sér slíkra réttinda. Það reynd- ist mikil gæfa fyrir stofnunina að fá Kristínu Guðmundsdóttur til starfa. Þegar farið var að verðleggja bræðslufisk eftir efnainnihaldi var Kristín fengin til að vinna við þær mælingar. Hún komst þó fljótlega í það hlutverk að vera jafnan kölluð til ef gera þurfti hlutina fljótt og vel. Það var sama hvort flaka þurfti fisk eða gæðameta, hella upp á könnuna, svara í síma eða aðstoða á rannsóknastofunni, það var sjálf- sagt að leysa hvers manns vanda. Ekki var laust við að kappið við að koma miklu í verk hafi stundum reynt á þrekið eins og oft er um atorkusamt fólk. Hafi Kristín haft ákveðna lífs- reglu þá held ég að hún hljóti að hafa verið sú að bera umhyggju fyrir öðrum. Henni virtist jafn um- hugað um okkur vinnufélaga sína og eigin fjölskyldu. Það var ósjaldan sem hún kom í vinnuna með heima- bakað góðgæti. Þá sagði hún stund- um eitthvað á þá leið að hana hafi langað svo mikið til að baka þetta handa okkur. Eftir að hún iét af störfum og meðan heilsan leyfði kom hún reglulega í heimsókn til okkar niður á Skúiagötu. Hún vildi fylgjast með sínu fóiki. Kristín Guðmundsdóttir var ein af þeim liljum vallarins sem fegraði og lífgaði upp á tilveruna og það ekki einungis í óeiginlegri merk- ingu. Hjá henni virtist enginn dagur hversdagslegur, aðeins mismunandi líflegur og hatt sinn bar hún af mikilli reisn. Þannig fólk lætur eng- an dauðlegan ósnortinn enda var ætíð bjart og létt í kringum hana. Ættingjum Kristínar, syni, tengdadóttur, barnabörnum og öðru venslafólki sendum við samstarfs- menn hennar á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Kristínar Guð- mundsdóttur. Grímur Valdimarsson Það er svo margt sem kefnur í huga mér nú þegar ég hugsa um samverustundir okkar Stínu, móð- ursystur minnar. Stína var sú eina úr fjölskyldu mömmu sern heim- sótti okkur í Kanada en þá var ég átta ára. Þetta var skemmtilegur og fjörugur tími, allir vildu vera með Stínu. Ljóst var að hún skemmti sér líka, því hún talaði oft um að fara þangað aftur í heim- sókn. Seinna var það mér mikils virði að geta rifjað upp þennan tíma í Kanada með Stínu. Stína tók svo á móti okkur þegar mamma flutti heim. Við krakkarnir vorum aldeilis ánægð með að koma til íslands en fluttum öll inn á heim- ili Stínu, Ingimundar og Guðmund- ar. Með hjálp þeirra gat ég sætt mig við tilveruna hér, en bræður mínir fóru fljótlega út aftur til náms. Ég var því ein hjá mömmu þegar hún veiktist. Stína var strax komin að hugsa um heimili mömmu, og tók mig til sín þegar rhamma fór á spítala. Ég skil ekki hvernig hún gat hugsað um tvö heimili í einu, en þannig var Stína, svo fórn- fús, alltaf reiðubúin að hjálpa öðr- um. Á þessum árum var Stína með lítið fyrirtæki í kjallaranum hjá sér, sem hét Frosti og framreiddi tilbúna fiskrétti. Markaðurinn hér heiina var því miður ekki alveg tilbúinn á þessum tíma að taka á móti þess- ari framleiðslu. Þó að möguleikar á útflutningi væru fyrir hendi, þá lagðist þetta niður. Stína bauð mér vinnu við þetta, þó hún í raun og veru þyrfti ekki á aðstoð að halda, en þá eins og ávallt var hún að hugsa um aðra fremur en sjálfa sig. Ég kynntist þar vinnubrögðun- um hennar. Hún var skipulögð og fljót, vandvirk og snyrtileg í öllm störfum sínum. Það var einmitt ein- kennandi fyrir Stínu að allt sem frá henni kom var smekkiegt og alltaf dálítið sérstakt. Stína samgladdist mér og styrkti mig í öllu sem ég gerði. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar Ingi- mundur hélt ræðu á brúðkaupsdegi okkar Atla, en Stína og Ingimundur voru sem eitt þegar um fjölskyldu Stínu var að ræða. Ingimundur hafði þekkt tengdaföður minn og einhvern veginn tengdust fjölskyld- ur okkar Atla betur við þessa ræðu, og verð ég alltaf þakidát honum fyrir þessi fallegu orð. Sem betur fer gátum við Atli boðið Stínu og Ingimundi heim til okkar, en þá voru ailtaf tekin upp spil. Þegar ég ólst upp í Kanada var ekki mikið talað um fjölskylduna á Islandi. Mér þótti þess vegna vænt um það þegar Stína þessi seinustu ár talaði um bernsku sína suður í Garði, um afa minn og ömmu, um mömmu og pabba, þegar þau voru ung og yfirleitt um lífið og tilveruna á þeim tíma. Stína var sjálfstæð, hugmyndarík og góð kona. Ég mun minnast henn- ar til æviloka með gleði í hjarta mínu og með þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Hún var tlbúin að kveðja þennan heim, og ég er sannfærð um að henni líð- ur vel. Við vottum Guðmundi og Rósu og börnum þeirra okkar fyllstu samúð. Biessuð sé minning Kristínar Guðmundsdóttur. Guðný, Atli og börn. Síminn hringdi á iaugardags- morgni, það var föðursystir mín. „Hún Stína systir er dáin,“ sagði hún. Af einhveijum ástæðum kom andlátsfregnin ekki á óvart, þó hafði Stína verið frísk að undanförnu og andlát hennar bar mjög brátt að. En eitthvað sagði mér hvað gerst hafði. Það var erfitt að tilkynna börnunum mínum andlát Stínu frænku, þau hafa nú misst þriðju ömmuna sína. Þegar móðir mín lést tók Stína okkur að sér, og það ent- ist á meðan hún lifði. Heimili hennar stóð okkur alltaf opið og allt vildi hún gera fyrir okkur. Þangað sóttum við styrk á erfiðum stundum, leið- sögn þegar við vissum ekki hvað við áttum að gera næst, andlega og lík- amlega næringu í þess orðs fyllstu merkingu. Þannig var Stína og ef eitthvert eitt orð lýsir henni frænku minni, þá er það umhyggjusemi. Alla sína ævi bar hún umhyggju fyrir öðrum, ailtaf var hún að hjálpa. Það var eins og hún fyndi á sér ef aðstoðar var þörf og þá var hún komin. Hún var ein íjórtán Gerðasystk- ina, sem svo voru kölluð, dóttir hjón- anna Guðmundar Þórðarsonar og Ingibjargar Jónsdóttur, Gerðum í Garði. Sjö þessara systkina létust ung og má því nærri geta að bernska Kristínar var að mörgu leyti erfið. Systkinin voru eigi að síður, og kannski einmitt þess vegna, alltaf mjög samheldin og þótt tilfinningar þeirra væru ekki á borð bornar, þá fór ekki á milli mála hversu vænt þeim þótti hveiju um annað. Nú eru aðeins þijú eftir á lífi og hafa misst mikið, þegar Stína er farin. Stína gekk í Kvennaskólann í Reykjavík en var kölluð heim úr námi vegna veikinda heima fyrir. Hún hefði vilj- að halda áfram námi og hugur henn- ar stóð til hjúkrunar, sem hefði án efa hentað henni mjög vel, enda var hún alla sína ævi að hjúkra öðrum, þótt hún stundaði ekki skólanám í þeirri grein. Hún hafði sérstakar hendur, þær voru svo hlýjar og frá þeim streymdi einhver kraftur, það vita þeir sem urðu þeirrar gæfu að- njótandi að fá nudd hjá Stínu. Nokkrar strokur á þreyttar og aum- ar herðar og þær urðu frískar að nýju og höfuðverkur og annað slíkt hvarf út í veður og vind. Bræður hennar og systur nutu góðs af líkn- andi höndum hennar og umhyggju- semi og reyndar svo margir, margir fleiri. Móðir Stínu bjó hjá henni, síð- asta árið sem hún iifði, mjög veik. Það hefur örugglega verið erfiður tími, en það var aldrei rætt. „Held- urðu að ég hafi ekki verið þakklát fyrir að geta haft hana mömmu hjá mér og hugsað um hana.“ sagði Stína ef á það var minnst. Eiginmaður Stínu var Ingimundur Gestsson frá Reykjahlíð. Hann var jafn kærleiksríkur og umhyggjusam- ur og hún og saman opnuðu þau heimili sitt, aftur og aftur, fyrir fólki sem þurfti á aðstoð að halda. Ekki þó vegna þess að húsrúmið væri svo stórt, heldur vegna þess að þau höfðu bæði svo stórt hjarta. Mundi dó fyrir ailmörgum árum og það hafa áreiðanlega orðið fagnaðar- fundir þegar þau hittust nú á nýjan ieik. Þau eignuðust íjóra drengi en misstu þijá, kornunga. Sonurþeirra, sem upp komst, er Guðmundur. Hann hefur erft í ríkum mæli hjarta- hlýju foreldra sinna. Það er ekki víst að krakkar og unglingar hefður ver- ið tilbúnir að víkja úr herbergi og flytja inn til foreldranna eins og hann gerði, vegna þess að einhveijir aðrir þurftu hjálp. Én það þótti alveg sjálfsagt. Stína vann utan heimilis og störf hennar tengdust mikið fiski. Saman stofnuðu þau Garðasystkinin, ásamt fleinim, Hraðfrystihús Gerðabá- tanna hf. og ráku í fjölmörg ár. Stína vann meðal annars í ísbirninum í Reykjavík og lengi var hún hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, og þá meðal annars í fiskmati. í því starfi fór hún víða um landið og talaði oft um þau ferðalög með mikilli ánægju. Hún var mjög félagslynd og mann- blendin og átti auðvelt með að kynn- ast fólki. Þegar ég vann í fiski í Garðinum var Stína í fiskmatinu og kom þá til okkar með reglulegu millibili til að fyigjast með. Alltaf gaf hún sér tíma til að fara um húsið og heilsa fólki, hress og kát í bragði eins og hennar var von og vísa. Hún var samviskusöm og vand- virk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Þess naut Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins í mörg ár og þar veit ég að Stína átti marga vini. Félagslyndi hennar naut sín líka vel þar og meðal annars stóð liún að stofnun bridsklúbbs og bauð iðu- lega heim spilafélögum, en hún hafði mjög gaman af því að spila brids. Stina og Mundi voru mjög gestris- in og skemmtileg heim að sækja. Hún var myndarleg húsmóðir og alltaf bjó hún út fallegt og ljúffengt veisluborð fyrir gesti sína. Og hún var ekki ánægð, nema vera viss um að allir fengju eitthvað, sem þeim þætti gott. Hún spurðist fyrir um uppáhaldsrétti allra og þegar við komum í heimsókn, fimm manna íjölskylda, þý var iðulega fimmréttað á borðum. Á síðustu árum, eftir að heilsan tók að bila og hún treysti sér síður til að standa í matseld, þá bauð liún okkur gjarnan út að borða. Þá gátu allir pantað það sem þeim þótti best, og það fannst Stínu svo ágætt. Hún var líka alveg sérstak- lega jákvæð manneskja, og sá alltaf björtu hliðarnar á hlutunum. Erfið- leikana bar hún innra með sér, ein- stöku sinnum bar þó við að hún segði mér eitt og annað þegar við sátum tvær saman, en bætti þá alltaf við: „Það var svo sem ekkert, það tekur því ekki að vera að tala um þetta.“ Og aldrei held ég að hún frænka mín hafi talað öðru vísi en vel um fólk. Hún Stína var ákaflega smekkleg kona. Hún var ávallt fallega klædd, grönn og bar sig vel. Heimili hennar bar einnig góðum smekk hennar vitni. Síðustu árin bjó hún í góðri íbúð við Hvassaleiti í Reykjavík, þar sem hún átti aðgang að þeirri aðstoð sem hún þarfnaðist. Guðmundur sonur hennar og fjölskylda hans gerðu allt sem'þau gátu til að styðja hana og styrkja. Guðmundur kom til móður sinnar daglega og jafnvel oftar og hann og Rósa kona hans og börnin þeirra þijú gerðu allt fyrir Stínu, sem í þeirra valdi stóð. Með þeirra hjálp gat hún séð um sig sjálf til hinsta dags og fyrir það veit ég að hún var þakklát. Við kveðjum Stínu með söknuði en vitum jafnframt að hún var tilbú- in að fara. Og sitji einhver í ljósi kærleikans handan við landamærin miklu, þá er það hún Stína frænka mín, því hún var svo sannarlega búin að vinna góðverkin á þessari jörð. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að njóta hennar og alls sem hún hafði að gefa. Hún gekk börnum mínum í ömmu stað, þegar ömmur þeirra féllu frá. Alltaf mundi hún eftir að hringja á afmælum og jólum, það komu jólapakkar og gjafir við ýmis tækifæri, allt til vitnis um kærleika hennar og umhyggju. Þeg- ar elsta dóttir mín fermdist lagði Stína á sig ferðalag austur á land, til að geta samglaðst með okkur. Það ætlaði hún líka að gera við næstu fermingu, en af því gat því miður ekki orðið. Og þegar dætur mínar áttu leið til Reykjavíkur heim- sóttu þær alltaf Stínu frænku og vildu helst gista hjá henni. Eldri dóttir mín sendir nú kveðjur saknað- ar og samúðar úr fjarlægu landi. Hún ætlaði svo sannarlega að heim- sækja Stínu, þegar hún kemur heim i sumar. Sonur minn, sem átti vísan samastað í faðmi frænku sinnar frá því að hann fæddist, á nú erfitt með að skilja það, að hún skuli farin. Elsku Guðmundur, við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Þið hafið misst mikið en þið eigið líka mikið eftir, minningu um ástríka móður, tengdamóður og ömmu. Hana tekur enginn frá ykk- ur. Guð blessi minningu Kristínar Guðmundsdóttur, föðursystur minnar. Inga Rósa Þórðardóttir Tengdamóðir dóttur minnar, Kristín Guðmundsdóttir, andaðist úr heilablæðingu 7. þessa mánaðar á 76. aldursári. Andlát hennar bar skjótt að og kom okkur öllum á óvart, því Krstín lifði lífinu lifandi til hinstu stundar. Kristín Guðmundsdóttir fæddist að Gerðum í Garði 13. september 1915, dóttir merkishjónanna Guðmundar Þorðarsonar útgerðarmanns frá Laxárnesi í Kjós og Ingibjargar Jónsdóttur frá Káraneskoti í Kjós. Guðmundur lærði trésmíði í Reykja- vík, en fluttist 1906 að Gerðum í Garði, þar stofnaði hann verslun og útgerð er hann rak í rúmlega 30 ár, af stórhug, dugnaði og framsýni. Einnig var hann í hreppsnefnd og oddviti lengst af. Ingibjörg studdi mann sinn í hvívetna og var heimili þeirra annálað fyrir gestrisni og rausn og myndarskap. Kristín eign- aðist þrettán alsystkin og eina hálf- systur. Sjö systkina hennar dóu, flest þeirra ung, en tvö náðu þó átján og nítján ára aldri, en þau létust bæði úr berklum. Kristín hjúkraði veikum systkinum sínum af mikilli óeigin- girni og veika, ósjálfbjarga móður sína annaðist hún heima seinustu árin sem móðir hennar lifði. Má nærri geta að þessi mikla lífsreynsla markaði djúp spor í hennar við- kvæmu og tryggu sál. Ekki voru það bara þeir nánustu er nutu umhyggju Kristínar, því þeir voru ekki fáir, er erfiðlega á sig komnir leituðu skjóls og trausts hjá henni, því hún fann alltaf einhver úrræði, öllum til góðs. Eftir heimanám tók Kristín próf upp í annan bekk Kvennaskólans í Reykjavík og lauk honum með af- bragðs árangri. Síðan fór Kristín í hússtjórn og eftir það vann hún við störf er að því námi lutu, í nokkur ár. Síðar fékk Kristín löggildingu sem fiskmatsmaður og rak sjálfstæðan atvinnurekstur í framleiðslu fisk- rétta um árabil, meðfram því að ferð- ast víða um land í sambandi við fisk- mat. Seinast vann hún við rannsókn- arstörf á Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins. Kristín kvæntist Ingimundi Kristni Gestssyni bifreiðarstjóra 31. október 1942. Hann var sonur Gests Guðmundsonar bónda í Reykjahlíð í Reykjavík og konu hans, Guðrúnar Ragnheiðar Jónsdóttur. Kristín og Ingimundur bjuggu lengst af í Hamrahlíð 25, og síðan í Seljalandi 3. Ingimundur Gestsson hafði til að bera fyrirhafnarlausa forystuhæfileika, enda afbragðs ræðumaður, rökfastur og ákveðinn. Hann var formaður bifreiðastjóra- félags Hreyfils í fjölda ára og einnig átti hann lengi sæti í stjórn Alþýðu- sambands íslands ásamt fleiri trún- aðarstörfum. Ingimundur var ljóð- aunnandi mikill og vitnaði gjarnan í Einar Ben. er hann dáði mjög. í hjónabandi Kristínar og Ingimundar ríkti kærleikur og skiiningur og hefði hún án efa fylgt bónda sínum yfir iandamæri lífs og dauða eins og Bergþóra forðum, því söknuður hennar var mikill er Ingimundur lést úr hjartaslagi 1981. Kristín og Guðmundur eignuðust fjögur börn, Guðmund viðskipta- fræðing (tengdason undirritarðar), og þijú er dóu í fæðingu. Er Guð- mundur giftist Rósu dóttur minni sagði Kristín við mig að nú hefði hún ekki bara eignast tengdadóttur, heldur líka dóttur sem hún hefði alltaf þráð að eignast og félli Rósa algjörlega inn í þá mynd. Milli Krist- ínar og Rósu var alla tíð innileg vin- átta, væntumþykja og gagnkvæm virðing er aldrei bar skugga á. Betri móður og ömmu var vart hægt að hugsa sér en Kristínu, og er hér mikið sagt, en heimili hennar stóð jafnan opið vinum og skólafé- lögum Guðmundar sonar hennar og litu margir á hana sem sína aðra móður. Eins vildi Kristín öllu fóma til velferðar afkomenda sinna, og gleði hennar var stór, ef góður árangur náðist í námi þeirra eða starfi en eins var hún fijótust allra að fyrirgefa ef eitthvað útaf bar og færði þá ailt til betri vegar. Kristín var skarpgreind og vel máli farin og hafði ákveðnar stjórn- málaskoðanir, einnig fylgdist hún af miklum áhuga með þjóðmálum og hefði vafalaust náð langt á þeim vettvangi, ef aðstæður hefðu leyft. Kristín var gæsileg kona og yfir henni var sú reisn er stafar af innri birtu og jákvæðum viðhorfum. Snyrtimennska var henni í blóð bor- in og bar heimili hennar gleggstan vott um það. Hún var skartkona með fágaðan smekk og listræna hæfileika — handavinnukona mikil og eftir að hún fluttist um sjötugt í íbúð sína fyrir aldraða í VR-húsinu í Hvassaleiti fór hún á náfnskeið í málaralist og málaði undurfallegar myndir. Ég veit að ef Kristín vin- kona mín stæði hjá mér, segði hún að nóg væri komið af hrósi því ekk- ert var fjær henni en hreykja sjálfri sér. Kristín var trúkona mikil og kirkjurækin. Hún var í kvenfélagi Bústaðasóknar og skilaði þar miklu starfi í sambandi við söfnun til bygg- ingar Bústaðakirkju o.fl. Eftir að hún fluttist í íbúð aldraðra í VR-hús- inu var hún mjög virk í sambandi við starf aldraðra í Grensássókn. Það eru margir sem eiga Kristínu Guðmundsdóttur mikið að þakka og það eru vissulega forréttindi að hafa tengst þessari stórbrotnu merkis- konu vináttu- og ijölskylduböndum. Við syrgjum öll Kristínu Guð- mundsdóttur — konu er kvaddi þessa jarðvist í einlægri trú á annað líf og aldrei vék frá þeirri sannfæringu sinni að hið góða í tilverunni sigraði að lokum. Kristín Þórarinsdóttir frá Störahrauni. Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um þessa ynd- islegu konu og tengdamóður mína, Kristínu, því tilfinningar verða ekki settar á blað. Upp i hugann kemur þegar ég kom fyrst á heimili hennar og Ingimundar, hvað mér fannst þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.