Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 41
vini sem elskuðu hana heitt, þetta er okkur mjög mikill missir að missa svona góða vinkonu úr vinahópnum og hún skilur mjög stórt skarð eft- ir sig. Það er mjög erfitt að trúa að maður sjái hana aldrei aftur nema í hugsun eða draumi. Okkar upprunalegi vinskapur hófst fyrir u.þ.b. fimm árum er við kynntumst í grunnskóla og hefur sá vinskapur haldist síðan. Það er svo margt sem við höfum gert sam- an, farið í ferðalög og fleira og nú síðast um hvítasunnuhelgina, þá fórum við mörg saman í sumarbú- stað og þar var mikið sungið og hlegið og var Dóra þar kát og hress eins og vanalega. Hún var mjög uppfinningasöm og stakk upp á ýmsu sem manni myndi ekki detta í hug, og hún var líka mjög lífsglöð og átti auðvelt með að koma manni til að brosa. Við leituðum oft til hennar ef okkur lá eitthvað á hjarta og hún var ávallt tilbúin að hlusta. Hún var mjög hæfileikarík persóna, sérstak- lega í myndlist. Það er mjög sorglegt þegar svona efnileg og ung stúlka hverfur úr þessum heimi og lífsdraumar henn- ar verða að engu. Við vottum fjölskyldu og ættingj- um hennar okkar dýpstu samúð. Guð geymi Dóru vinkonu okkar. Betra er að elska og missa en elska ekki. Lína, Silvía, Gyða og Margrét Hinn 11. júní síðastliðinn bárust okkur þær sorglegu fregnir að vin- kona okkar væri látin. Við vildum ekki trúa að þessi hressa og skemmtilega stelpa væri ekki leng- ur meðal okkar. Hún sem hélt allt- af uppi ijörugum samræðum og kom öllum til að hlæja. Hún hafði alltaf ákveðnar skoðanir á öliu og var mjög hreinskilin. Ófáar skemmtilegar stundir koma upp í hugann er við hugsum til baka þessi fimm ár sem við fengum að njóta hennar og hún skilur eftir sig stórt skarð í vinahópinn sem verður aldr- ei fyllt. Við minnumst sérstaklega frumlegra hugmynda hennar um lífið og tilveruna sem komu skýrt fram í myndum hennar en Dóra var hæfileikaríkur teiknari. Við munum sakna hennar sárt en eins og hún sagði sjálf: „Betra er að elska og missa en að elska alls ekki.“ Við vottum fjölskyldu hennar og aðstandendum okkar dýpstu samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) María Ósk, Elfa Dögg og Hrönn. Sú harmafregn barst okkur að morgni 10. júní síðastliðin að Dóra væri látin. Af hveiju hún, hún sem var svo lífsglöð og hress, ófeimin við að gera tilraunir með útlit sitt, það er að segja háralit og klæðnað og þar fór hún ekki troðnar slóðir en sagði „fínnst þér ég ekki smart“. Ávallt gat maður leitað til Dóru með vandamál sín því að hún var bæði mjög skilningsrík og hreinskil- in. Hún átti til að setjast niður með tréliti, blokk af blöðum og teiknaði stundunum saman. Við höfðum ekki hist í nokkra daga og okkur hefði svo mikið lang- að til þess að hitta hana áður en hún fór frá okkur. Eftirsjáin er mikil, en við munum hittast einhvern tímann aftur. Foreldrum og systkinum Dóru viljum við senda innilegar samúðar- kveðjur og einnig þeim sem um sárt eiga að binda. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991 41 Minning hennar lifír. Eyðist dagur, fríður, fagur, fagur dagur þó aftur ris. Elífðardagur ununarfagur, eilíf skín sólin í Paradís. Ó, hve fegri og yndislegii unun mun sú, er þar er vís. (V. Briem.) Tóta og Árni Það er með trega í hjarta sem við kveðjum fyrrverandi skólasystur og vinkonu okkar, Dóru Þorsteins- dóttur. Hún kom í Laugarnesskóla í 6. bekk og vann strax hylli allra bekkj- arfélaga sinna með mikilli lífsgleði og kæti sem einkenndi hana alla tíð. Dóra var mjög félagslynd og tók virkan þátt í nemendastjórn Lauga- lækjarskóla. Myndlistin var henni einnig í blóð borin, enda hafði hún hug á því að stunda nám við lista- braut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og mörg listaverk hennar prýddu veggi Laugalækjaskóla lengi vel. Dóra hafði ríka kímnigáfu og jafnvel hinir verstu fýlupokar kom- ust ekki hjá því að brosa út í annað í návist hennar. Sérstaklega minnumst við skóla- ferðalaga okkar með henni, fyrst í Katlagil, ferð sem farin var í 6. bekk og allir skemmtu sér vel í, og líka Vestmannaeyjaferð okkar níundubekkinga í Laugalæk árið 1990. Það var ógleymanleg ferð. Aldrei munum við gleyma hvað allir urðu sjóveikir, þar á meðal Dóra, og hvað við skemmtum okkur vel við að hrella Vestmanneyinga. Mikill hluti ferðalagsins var kvikmyndað- ur á litla vél, af okkur nemendunum og var Dóra þar í stóru hlutverki. Minningarnar eru þess vegna ekki einvörðungu í hugum okkar, heldur einnig festar á filmu. Við vottum nánustu ættingjum og vinum hennar okkar dýpstu sam- úð, vitandi að allir sem einhvern tímann hafa kynnst Dóru munu sakna hennar sárt og við biðjum þess einnig að henni líði vel núna, hvar sem hún er. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Fyrrum skólasystur, Helga Snæbjörnsdóttir, Hrafnhildur Harðardóttir og Ásta Sigmarsdóttir. HITA- KÚTAR FYRIR HEIMIUÐ OG SUMARBÚSTAÐINN §! KJÖLUR hf. ÁRMÚLA30 S: 678890 - 678891 Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRUNNAR GUNNLAUGSDÓTTUR, Hjarðartúni 3, Ólafsvík. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki St. Fransiskusspítalans, Stykkishólmi, fyrir góða umönnun. Erna Guðmundsdóttir, Björn Jónsson, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Vilhjálmsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir ómetanlega vináttu og samúð vegna fráfalls og útfarar eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, JÓELS B. JACOBSON húsvarðar, Hæðagarði 56. Sérstakar þakkir til stjórnar Glímufélagsins Ármanns syo og félaga hans úr hnefaleikadeild fyrir honum sýnda virðingu. Málfríður B. Jónsdóttir, Richard B. Jacobson, Jóhann B. Jacobson, Ingunn Ericsdóttir, Ásgeir Jóef Richardsson, Richard Ingi Jóhannsson, Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, Fríða Tinna Jóhannsdóttir. + Innilegar þakkir sendum við þeim sem auösýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengda- móður og ömnrriu, RANNVEIGAR HANSÍNU GUNNARSDÓTTUR, Sogavegi 116. Bjarni Hermannsson, Kristín Bjarnadóttir, Sigurður Hafsteinsson, Aslaug Bjarnadóttir, Þórir Steingrímsson, Jóhanna Bjarnadóttir, Ólafur Jensson, og barnabörn. Sjónvarpstœki Sjónvarps- myndavélar MANEXsjampó MANEX næring Dreifing: S. 680630. am rosia - Hárlos - Kláði - Flasa - Litun \ - Permanent MANEX vítamín sérstaklega fyrir hár, húð og neglur. Jóna Björk Grétarsdóttir: Ég missti megnið af hár- inu 1987 vegna veikinda. Árið 1989 byrjaði hárið fyrst að vaxa aftur, en það var mjög lélegt; það var svo þurrt og dautt og vildi detta af. Síðan kynntist ég Manex hársnyrtilínunni og það urðu mjög snögg um- skipti á hári mínu til hins betra. Eftir 3ja mánaða notkun á Manex prótein- inu, vítamíninu og sjampóinu er hár mitt orðið gott og enn í dag finn ég nýtt hár vera að vaxa. Fæst í flestum apótekum hárgreiðslu- og rakara- stofum um land allt. Hljómtœkja- samstœður Ferðaviðtœki Útvarpsvekjarar Gœðatœki fyrir þig og þínal SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Simi 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.