Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 9
Keflavík MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991 9 Brenndist illa eftir leik með eld og bensín TVEIR ungir menn brenndust þegar þeir gerðu sér leik að því að kveikja i bensíni siðastliðinn laugardag í Keflavík. Annar mannanna var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík, mikið brenndur á fæti. Mennirnir voru í hópi unglinga sem unnu að slætti á vegum bæjar- ins við pósthúsið í Hafnarstræti. í kaffitímanum gerðu piltarnir sér leik að því að hella bensíni úr brúsa á stein og kveikja í því. Eldurinn varð meiri en þeir áttu von á og ætlaði annar þeirra að fjarlægja bensínbrús- ann með því að sparka honum frá eldinum. Vildi svo illa til að bensín úr honum skvettist á fót félaga hans og eldur læsti sig í hann. Talið er að pilturinn hafi hlotið 2. stigs bruna. Hinn pilturinn slapp með minniháttar bruna á höndunum. Hugabu að sparnaðinum þegar þú gerir innkaupin. Þjónustu- miðstöð ríkisverðbréfa er líka í Kringlunni Hringdu eða komdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar um áskrift að spariskíríeinum ríkissjóðs. Þjónustuniiðstöðin er fyrir fólkið í landinu. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, 2. hæð, sími 91- 626040 og Kringlunni, sími 91- 689797 Með og á móti allaböllum Steingrímur Hermannsson, sem er svo mikill snillingur, að hann getur ekki einasta verið með og á móti sömu ríkisstjórninni; hann fer létt með að vera með sama málinu og á móti í sömu málsgrein- inni. Arásin Þessi árás á fráfarandi forsætisráðherra og formann Framsóknar- flokksins var gerð í for- ustugrein helgaiblaðs Þjóðviljans um sl. lielgi. Hún er skrifuð af engum öðrum en Svavari Gests- syni, fráfarandi mennta- málaráðherra. Hann tel- ur sig geta trútt um tal- að, því hann er rétt slopp- inn úr samstarfi með Steingrími og framsókn- armönnum, sem staðið hefur allt frá haustinu 1988. Forystugrein Svavars í flokksmálgagninu er ein allsheijarárás á fyrr- um sartistarfsflokka í ríkisstjóm Steingi-íms Hermannssonar, Alþýðu- flokk, en þó einkum Framsóknarflokk. Það er augljóst, hvers vegna kratar sæta árásum Al- þýðubandalagsfor- ustuimai', því hún getur ekki fyrirgefið Alþýðu- flokknum að hafa mynd- að ríkisstjóm með Sjálf- stæðisflokki og skilið allaballana utan stjómar- ráðsins. Bráðhlægilegt Ráðlierrasósíalistar Alþýðubandalagsins geta ekki hugsað sér að hverfa frá kjötkötlum valdastólaima. Þeir hafa ekki verið mönnum sinnandi frá myndun nú- verandi ríkisstjómar. Vonbrigði sín og sárindi hafa þeir borið á torg og hefur stundum verið bráðhlægilegt að fylgjast með þeim. Það er lúns vegar erfð- ara að sjá og skilja, hvers vegna Svavar beinir spjótum sínum að Fram- sóknarflokknum um þessai' mundir, því fram- sóknarmenn sitja jú úti í kuldanum eins og hann. Eina skýringin, sem hægt er að lesa út úr fomstugreinhmi er sú, að Svavar og félagar ótt- ist að framsóknarmenn muni enn einu sinni venda sínu kvæði i kross í pólitíkinni, gefa vinstri stjórn upp á bátimi og leita eftir og undirbúa stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Nema þetta eigi að vera dulbúin árás á flokks- formamiiim Olaf Ragnar, sem er gamall framsókn- armaður. En sjón er sögu ríkari og lesendur geta hér á eftir gluggað í forystu- grein Svavars, sem bar fyrirsögnina „Ný fram- sóknaraðferð": SöMgnrinn „Framsóknarflokkur- iim átti sem kunnugt er aðild að ríkisstjórnum svo lengi að nú þegar hami lenti í stjómarand- stöðu hafði aðeins eiim þingmaður flokksms einu simú konúð nálægt stjórnarandstöðu: Steingrímur Hermamis- son. Framsóknarflokkur- iim átti fyrst aðild að stjórmnni 1971 til 1974 með Alþýðubandalaginu. Sumarið 1974 var reynt að mynda vinstri stjóm, en tókst ekki vegna af- stöðu Alþýðuflokksins. Framsókn myndaði þá ríkisstjóm með ihaldinu. Og Tímimi og Framsókn- arforystan hóf sönginn um það að aldrei eða sjaldan hefði setið hér verri stjórn en sú siðasta. Framsókn sat svo í stjóm með íhaldinu til vors 1978. Þá beið hún afhroð í kosningabaráttumú, sneri við blaðinu og heimtaði vinstristjóm og samvinnu við samtök launafólks. Ekki var sú stjórn fyrr farin frá og svo stjómin vorið 1983 en Framsóknarforystan sneri enn við blaðinu og taldi allt hafa verið í kalda koli þegar ríkis- stjómin skildi við. Þá liafði tekið við forystu í Framsóknarflokknum Steingrímur Hermanns- son sem er svo mikill snillingur að haim getur ekki cinasta verið með og á móti sömu ríkis- stjórninni; hann fer létt með að vera með sama málinu og á móti því i sömu málsgreimmú." I kaldakoli „I lok stjómarinnar 1983 til 1987 taldi Fram- sókn enda allt með mikl- um blóma, en fór samt inn í ríkisstjóm með íhaldinu. Sú stjórn skildi við í beii'mi útsendingu í sjónvarpi í sláturtíðiniú miðri haustið 1988. Hún skildi við allt í kalda koli. Það lag söng Framsókn sem þó hafði verið í stjórninni og hælt sér af því. En þann söng fór Alþýðuflokkuriim líka með sem þó hafði verið í stjórninni frá 1987. Mátti ekki á milli sjá hvor var snjallari i að svívirða þessa stjórn Framsókn- arforystan eða Alþýðu- flokkurinn." Hræsni Fomstugrein Svavars lýkur þannig: „Þessi aðferð á sér gamla sögu og langa; frægt var það þcgar fjár- málaráðherra Fram- sóknarflokksins kvaðst i kosningum skilja við blómlegt bú. Myndaði svo sjálfur ríkisstjóm og varð aftur fjármálaráð- hei-ra og sagðist aldrei hafa tekið við öðrum eins hryllingi. Þessi aðferð var um áratugi kciuid við Framsóknarflokkinn. Nú hefur hann fengið skæð- an keppinaut í hræsni og yfirdi-epsskap, sem því miður hefur svo að lok- um þau álirif að enginn tekur mark á stjómmála- mönnum." Þitt framlag - þín eign Hjá Almennum lífeyrissjóöi VÍ B, ALVÍ B, eru iðgjöld hvers sjóðsfélaga færð á sérreikning hans. Inneignin erfist og ársfjórðungslega er sent yfirlit um stöðu. Hver sem er getur gerst félagi í AL.VÍ B. Þeir sem ekki eru skyldugir til að greiða í annan lífeyrissjóð geta greitt öll sín iðgjöld í ALVIB, aðrir geta greitt viðbótariðgjöld. Ráðgjafar VTBveitafrekari upplýsingar um eftirlauna- og lífeyrismál í afgreiðslunni Armúla 13a, og í síma 91-681530. Verið velkomin í VÍB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.