Morgunblaðið - 19.06.1991, Side 19

Morgunblaðið - 19.06.1991, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991 19 ekki vinstri samstöðuna með því að reyna að koma landráðastimpli á jafnaðarmenn í Evrópumálunum? Eða Svavar Gestsson sem á vinnu- staðafundi sagði að kannski væri verið að kjósa í síðasta sinn í lýð- veldinu íslands, einkum vegna af- stöðu Alþýðuflokksins í Evrópu- málum. Eða á núverandi kvóta- kerfi í sjávarútvegi, sem bæði Al- þýðubandalag þó frekar Framsókn- aiflokkurinn hafa stutt, eitthvað skylt við viristrihyggju eða jafnað- armennsku? Eða voru það ekki jafnmikil „svik“ þegar Alþýðubandalagið á Akureyri hljóp beint í fangið á íhaldinu eftir síðustu sveitarstjórn- arkosningar? Sama gerðu þeir í Njarðvík. Eða hvað um framsókn- armenn í Keflavík og í Grindavík eða í höfuðvígi félagshyggjunnar Kópavogi? Á öllum þessum stöðum var ekki einu sinni reynt að tala við neina nema sjálfstæðismenn. Svona má að sjálfsögðu halda áfram, en það skilar okkur ekki áleiðis. í svona máli duga aðeins rök, ekki einskisverðar tilgátur og ásakanir. En í ásökuninni um svik meðal jafnaðarmanna getur falist meira en þetta. Hún er hættuleg söguleg skírskotun til banvænnar fortíðar, þegar pólitískir herskarar bóndans í Kreml töldu sig hafa höndlað hinri eina hreina og tæra sannleika sögulegra framfara. Allir sem stæðu í veginum fyrir þeim sannleika væru framtíðarlausir andstæðingar sem öreigar allra landa myndu mylja undir hæl sín- um. Sósíaldemókratískir verkalýðs- flokkar sem eðli málsins samkvæmt gátu ekki verið sammála málamiðl- unarlausri túlkun Kremlveija á framvindu sögunnar — sem stund- um er kölluð Stórisannleikur - voru brennimerktir svikarar við hinn kórrétta málstað og taldir hættulegri en sjálfur stéttarand- stæðingurinn. Þau svikabrigsl urðu íslenskri jafnaðarmannahreyfíngu dýrkeypt og sárin tæpast fullgróin enn. Lát- um söguna ekki endurtaka sig á svo hrapallegan hátt. Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. r í tilefni ílutninga hefst sumar- r UTSALA 19. JÚNÍ Gamla góða þolínmæðin eftir Þórunni Gestsdóttur Gamla góða þolinmæðin gefst best, var sagt við mig nýlega. Ég leitaði ráða hjá mér reyndari aðila varðandi þrek og þol - eftir tveggja mánaða skokk vildi ég mæla meiri og betri árangur. Nú legg ég upp á hveiju morgni með gömlu góðu þolinmæðina sem veganesti og mér líður betur, árangurinn skilar sér. Ég hef ákveðið að taka þátt í Kvennahlaupinu í Garðabæ nú í júníriiánuði og veit hvað kemur best fram að þeim tíma. Hlaupa létt og ganga hratt með þolinmæð- ina innanborðs. Kvennahlaupið í Garðabæ er hvatning til góðs for- dæmis fyrir samstöðu kvenna. Fyr- ir ári hlupu þúsundir kvenna í þessu fyrsta Kvennahlaupið hér á landi, fyrsta tilraun gafst vel og því er haldið áfram. Kyrrsetufólkið, sem um langa hríð hefur gleymt sér í vinnu og argaþrasi hve'rsdagsins, veitist oft erfítt að staldra við og huga að eigin stýribúnaði, eigin bústað, lík- amanum. En sú stund rennur upp að aðvörunarljós kviknar og þá er sagt hingað og ekki lengra. Þá er ákveðið að taka sér tak og byijað að synda, ganga, hlaupa og ham- ast í erobikk og ætlast til að árang- urinn komi strax í ljós. Þetta sama sjónarmið er oft leiðarljós þeirra sem ákveða að léttast um nokkur kíló, árangurinn verður að mælast strax. Lífsstíll er stundum meðfæddur en oftast er hann áunninn. Við höfum fyrirmyndir, sjáum hvernig aðrir fletta sitt lífsmynstur og ör- lagaþræðir spinnast. Það sem blas- KVENNAHLAUP ir við í vestrænu samfélagi, nokkuð góðu borgarasamfélagi eins og okkar, er að hollt mataræði, hreyf- ing og íþróttaiðkun eru eftirsóknar- verð atriði. Einu sinni þótti „flott“ að reykja sígarettur og það er dæmi um mótandi almenningsáhrif og fyrirmynd sem var barn síns tíma. Við sem erum komin til vits og ára nú getum verið ánægð með það sem við blasir - hollusta, hreyf- ing og útivera er það sem brýnt er fyrir okkur og við eigum að láta hrífast með. Þetta er líka gott for- dæmi fyrir unga fólkið sem tileink- ar sér þessa siði frekar. Þessi orð eru sett á blað sem hvatning til þeirra sem vilja, geta en þora jafnvel ekki að vera með. Þau eru stundum erfið, fyrstu spor- in. Það er líka erfitt að halda áfram og halda áfram til að ná einhveijum árangri. Fyrir nokkrum árum var það viss mánudagsviðburður að ég hóf nýjan megrunarkúr, kúr sem nálgaðist föstu og stóð yfir til þriðjudags. Það var einhver lenska að byija í megrunarkúr á mánudög- um og er kannski enn. Sama við- horf var um hreyfinguna, sundið skokkið og leikfímina. Það eru víst margir sem hafa ákveðið að byija - á mánudaginn. Svo rennur mánu- dagurinn upp og ekkert gerist nema að sá sem tók ákvörðunina verður ósáttur við sjálfan sig. Með allt upplýsingaflæðið um hollan Þórunn Gestsdóttir mat, hreyfingu, „rétta“ megruna- rkúra og almennari íþróttaiðkun - er auðvitað að fylgja straumnum og breyta rétt. Með nútímamataræði, nútíma- þekkingu og gömlu góðu þolin- mæðinni geta allir náð árangri. Við getum náð þeim markmiðum sem við setjum okkur sjálf. Sníða verður markmiðin eftir getu morgundags- ins en alls ekki næsta árs. Hætta er á að þolinmæðin yfirgefi okkur ef takmarkið virðist í órafjarlægð. Markmið mitt er að skokka eða híaupa smáspöl í morgunsárið alla daga, en lengra þó rrieð hveijum deginum. - Síðar í mánuðinum ætla ég að hlaupa í stórum hópi kvenna I sjálfu Kvennahlaupinu í Garðabæ. Þar mun ég sameina tvennt - stuðla að bættri heilsu og leggja mitt lóð á vogarskálina sem að þessu sinni er tákn um samheldni og dug kvenna. Verið með, byijið - ekki bíða til mánu- dags. Höfundur er ritstjóri Farvís, formaðurjafnréttisnefndar Reykjavíkurborgar og skokkari. KASMIR tískuverslun Grensásvegi 50 Borðaðu með bestu samvisku. L * j Ó * N I * Ð Reykjavíkurflugvelli, sími 9 1 -2 23 22, telefax 25320, telex 3121 DANMÖRK KAUPMANNAHÖFN KR. 15.800 Leiguflugið okkar til Kaupmannahafnar er svo vinsælt að öll vikuleg flug okkartil Kaupmannahafnar á miðvikudögum eru fullbókuð fram í september. Við höfum bætt við föstudagsflugum frá og með 28. júní svo nú eru nokkur sæti laus. Sama lága verðið frá kr. 15.800 til 18.900, eftir brottfaradögum og lengd ferða. 20-40% afsláttur af hótelum og bílaleigum. UNGVERIALAND Brottför 24. júlí í 14. daga kr. 86.700 Fararstjóri Utassy Ferenc söngstjóri (íslenskumælandi Ungverji) Dvalið í Budapest. Farið um fagrar og sögufrægar byggðir Ungverjalands. Dvalið við fagurt umhverfl við Balatonvatnið. Flogið um London og gist tvær nætur þar. Hægt að framlengja dvöl f London um eina viku. Óvenjulegt tækifæri til að heimsækja heillandi land og kynnast þvf með leiðsögn fslenskumælandi heimamánns. Notið þetta einstaka tækifæri. Aðeins 40 sæti. — pi i irtPERQiR ■= SOLHRFLUG Vesturgata 12, Símar 620066, 22100, 15331 öll verð eru staðgreiðsluverð miðað við gengi 1. feb. flugvallagjöld og forfallatrygging ekki innifalin f verðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.