Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JUNI1991- 25 Eru þeir að fá 'ann ■ Helgamámskeið og fyrirlestur með GURUDEV (Yogi Amrit Desai) I ímasetmng: Föstudag 28. júní Laugardag 29. júní 30. júni Sunnudag kl. 19:15-21:00 kl. 9:00-18:30 ld. 9:00-13:30 A»9»na«V« '2r277 iúnímiir. W. 17 »9 ». Verð kr. 7.900,- ( hjón 13.800.-) Upplýsingar og innritun í síma 679181 milli kl. 17 og 19 ^ | mánudag til föstudag HEIMSLJÓS Laxveiði hófst í nokkrum ám til viðbótar um helgina, en sömu sögu er að segja víðast hvar, miklir kuldar fyrir norðan, minnkandi vatn og sólskin með næturkuldum fyrir sunnan og vestan standa göngum og veiði fyrir þrifum. Víðast hvar er lítið gengið af laxi og veiðin miðað við afleit skilyrði í samræmi við það. Það er helst Þverá i Borgar- firði ásamt efri hluta sínum Kjarrá sem gefa þolanlega veiði, en á því svæði hafa komið yfir 250 laxar á land. Mjög dræmt í Vatnsdalnum. Að sögn Gylfa Ingasonar kokks í veiðihúsinu Flóðvangi við Vatns- dalsá i gærdag voru þá aðeins komnir 4 laxar á land. Gylfi sagði opnunarhollið hafa staðið við í tvo og hálfan dag og allan tímann hafi verið 2 til 4 stiga hiti með norðan roki á daginn og við frost- mark við jörðu á nóttunni. „Nú er hins vegar íjómaveður, 18 stiga hiti og sól, það er því ýmist í ökkla eða eyra hérna og óhætt að segja að draumaskilyrði veiðimannsins láti bíða eftir sér,“ sagði Gylfi. Þá um morguninn veiddist enginn lax þrátt fyrir snarhlýnandi veður og því er spurningin hvort að laxinn er genginn yfirleitt. Ögn skárra í Víðidalnum Það var ívið skárra í Víðidal held- ur en Vatnsdal, þar veiddust þó 10 laxar fyrstu tvo og hálfa dag- inn. í fyrrakvöld bættist einn lax við, en í gærmorgun veiddist eng- inn lax, að sögn kokksins. Þetta er þó lítil veiði og kokkurinn taldi það ekki óeðlilegt í ljósi þess að skilyrði frá því að veiði hófst gætu vart hafa verið verri. Laxarnir voru upp í 13 pund, en flestir 10 til 12 pund. Léleg byrjun í Grímsá. „Fyrsta daginn fengu þeir 7 laxa, en síðan hefur lítið verið um að vera og nú eru komnir 10 laxar á land. I morgun veiddist enginn lax,“ sagði Gunnar Páll kokkur í veiðihúsinu við Grímsá í samtali við Morgunblaðið í gær. Gunnar sagði laxana yfirleitt hafa veiðst á svæðinu frá Þingnesstrengjum nið- ur í Lambaklettsfljót. „Það er æðis- legt veður hérna og menn koma kaffibrúnir úr ánni. Veiðin mætti þó vera meiri og menn telja að það sé frekar lítið gengið af fiski enn sem komið er,“ sagði Gunnar Páll að lokum. Hér og þar... Veiði er einnig hafin í Langá, en aðeins örfáir laxar komnir á land. Veiði hefur verið seinkað á mið- og efri svæðum árinnar og því hefur aðeins verið veitt í löndum Langárfoss og Ánabrekku. Þokka- legt vatn er í ánni, en ekki virðist mikill fiskur vera genginn í ána sem stendur. Það er einnig að fregna, að emi láta nýjar göngur á sér standa í Norðurá, menn eru að reyta upp fáa eða enga laxa heilu vaktirnar og aðeins um 130 laxar komnir á land. Evrópumótið í brids hafið á írlandi: Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson hafa verið fastamenn í íslenska bridslandsliðinu í 17 ár. Skoðanakönnun SKÁÍS: Þriðjungnr styður Arna Sigfússon ÁRNI Sigfússon borgarfulltrúi hlaut mestan stuðning í skoðanakönnun sem SKAÍS gerði fyrir Stöð 2 dagana 12. til 15. júní um val á næsta borgarstjóra í Reykjavík. 34,2% þeirra sem tóku afstöðu sögðust myndu styðja Árna, en borgarfulltrúarnir Katrín Fjeldsted, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, Magnús L. Sveinsson og Ellert B. Schram ritstjóri hlutu stuðning 7 til 14% af þeim sem tóku afstöðu. Skoðanakönnun SKÁÍS var gerð dagana 12. til 15. júní. Hringt var í alls 600 númer í Reykjavík og svör- uðu 433 einstaklingar 18 ára og eldri. í fyrsta lagi var spurt hvaða flokk svarendur myndu kjósa væri kosið til borgarstjórnar í dag. 60,6% þeirra sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, 12,1% sögðust styðja Alþýðubandalagið, 9,2% Framsóknai-flokk, 8,9% Al- þýðuflokk og 9,2% þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja Kvennalista. Spurt var hvort svarendur styddu meirihiuta borgarstjórnar. 61,8% þeirra sem tóku afstöðu voru fylgj- andi meirihlutanum en 38,2% andvíg- ir. 53,5% af þeim sem tóku afstöðu sögðust telja rétt að kjósa borgar- stjóra en 46,5% töldu að hann ætti að vera valinn af borgarstjórnar- meirihlutanum. Þá var spurt hvern myndu helst styðja sem borgarstjóra og sögðust 34,2% þeirra sem tóku afstöðu styðja Árna Sigfússon. Katrín Fjeldsted hlaut stuðning 14,1% svarenda, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson 12,8%, Ellert B. Schram 11,1% og Magnús L. Sveinsson 7,3%. í skoðanakönnuninni var einnig spurt hvernig fólk teldi að Davíð Oddsson hefði staðið sig í hlutverki forsætisráðherra. Stærsti hópurinn, eða 30,7%, töidu að engin reynsla væri komin á frammistöðu hans. 7,9% töidu hann hafa staðið sig mjög vel, 12,9% nokkuð vel, 13,4% töidu frammistöðu hans viðunandi, 15,9% sögðu hann hafa staðið sig fremur illa og 9,5% mjög illa. Aðrir voru óákveðnir eða neituðu að svara spurningunni. Þá var að lokum leitað álits á því, hvort opna ætti Austurstræti fyrir bílaumferð. Meirihlutinn eða 60% var andvígur því, 31,2% fylgj- andi því en 8,8% voru óákveðnir eða kusu að svara ekki spurningunni. JOGA, MEÐVITUND OG SAMSKIPTI Vestur Norður Austur Suður — — — 1 hjarta pass 2 grönd pass 3 hjörtu pass 3 spaðar pass 4 tíglar pass 4 grönd pass 5 spaðar pass 6 hjörtu 2 grönd sýndu slemmuáhuga með hjarta sem tromp og 3 hjörtu sýndu 6-lit en neituðu einspili. 4 grönd spurðu um ása og 5 spaðar sýndu 2 ása af fimm, (trompkóngur telst ás) og trompdrottningu. Vestur spilaði út spaða sem Guð- mundur tók með drottningu. Hann tók hjartahjónin og spilaði laufi á ás, og vestur svaf á verðinum þegar hann lét lítið. Nú tók Guðmundur spaðaás og kóng og henti laufi, og spilaði sig út á laufi. Vestur átti aðeins kónginn og var nú endaspilað- ur. Hann reyndi lítinn tígul, en Guð- rnundur bað um níuna í blindum, og þegar hún veiddi kóng austurs var spilið unnið. Við hitt borðið spiluðu Frakkarnir einnig 6 hjörtu og Guðlaugur spilaði út litlu laufi frá kóngnum! Nú var hægt að vinna spilið á svipaðan hátt og við hitt borðið, en franski sagn- hafinn fann ekki réttu leiðina og fór einn niður og ísland græddi 14 stig. I f|órðu umferð mættu Islendingar Búlgurum og Aðalsteinn, Jón, Guð- laugur og Órn gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik, unnu hann 89-14. í seinni hálfleik komu Guðmundur og Þorlákur inn fyrir Guðlaug og Örn og Búlgararnir náðu aðeins að klóra í bakkann, unnu hálfleikinn 37-31 en ísland vann leikinn 25-4. Guðlaugur og Örn spiluðu allan leikinn gegn Liechtenstein í 5. um- ferð. Jón og Aðalsteinn spiiuðu fyrri hálfleikinn, sem endaði 92-24 fyrir ísland, og Guðmundur og Þorlákur spiluðu seinni hálfleikinn sem endaði 47-18. Leikurinn endaði 139-42 eða 25-1. Nú gefst einstakt tækifæri til þess að njóta tilsagnar jógaheimspekingsins Gprudevs sem þekktur er víða um lönd fyrir útfærslu sína á jóga, Kripalujóga. Kripalujóga er jóga vitundar og sjálfskönnunar og við iðkun þess ljúkast upp augu einstaklingsins fyrir þeim ómældu möguleikum er lífið felur í sér. Helgamámskeiðið býður m.a. upp á: - Kenningar Gurudevs úm listina að lifa lífinu. - Hugleiðslu og slökun. - Tilsögn í jóga. - Aðferðir til þess að losna við kvíða. - Sjálfskönnunaræfingar. ___________Brids_____________ GuðmundurSv. Hermannsson ÍSLENSKA landsliðið í brids var í 2. sæti eftir fimm umferðir á Evrópumótinu í brids, sem nú fer fram í bænum Killarney á Irl- andi. Liðið hefur unnið fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum, þar af þrjá síðustu með fullu húsi stiga, og er þetta besta byrjun íslands á Evrópumóti í áratugi. ísland sat yfir í 6. umferð í gær- kvöldi og fékk fyrir það 18 stig. Staða efstu þjóða eftir fimm umferðir var þessi: Ítalía 103 stig, ísland 101 stig, Bretland 99,5, Svíþjóð 98, Sovétríkin 98, Grikk- land 89, Pólland 89, Noregur 88, Frakkland 87, Austurríki 85 og Danmörk 83. Elín Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Bridgesam- bands íslands, sagði í gær, að ef fyrsti leikurinn væri frátalinn hefði íslenska liðið spilað mjög vel og verið í góðu formi. í dag spilar ís- land við Tyrkland og Pólland. Mótið hófst á sunnudag og spil- aði íslenska liðið fyrsta leikinn við Breta, sem taldir eru einna sigur- stranglegastir á mótinu. Lið þeirra er skipað mjög leikreyndum spilur- um, þeim Armstrong, Kirby, Forr- ester, Robson, Smolski og Sowter. Ef til vill hefur verið einhver skjálfti í íslendingunum, því þeim voru mjög mislagðar hendur og Bretar þurftu lítið að hafa fyrir sigrinum. í annari umferð mætti ísland Júgóslaviu. Nú snérist dæmið við og Guðmundur, Þorlákur, Guðlaug- ur og Örn unnu fyrri hálfleikinn 52-22. Jón og Aðalsteinn komu inn fyrir Guðmund og Þorlák í seinni hálfleik og unnu hann 48-26 og leikinn 23-7. í þriðju umfe>-ð mætti íslenska liðið því franska, sem var í efsta sæti eftir 2 umferðir. Frakkar hafa verið eitt helsta stórveldið í brids í áratugi en að vísu vantar stærstu stjörnurnar í franska liðið á Evrópu- mótinu nú. Þar eru þó nýbakaðir Evrópumeistarar í tvímenning, Qu- antin og Abecassis, og fleiri kunnir spilarar eins og Cronier og Leen- hardt. Aðalsteinn, Jón, Guðmundur og Þorlákur spiluðu fyrri hálfleikinn og unnu hann 90-20. í seinni hálf- leiknum komu Guðlaugur og Örn inn fýrir Jón og Aðalstein og enn bætti íslenska liðið við, vann seinni hálfleikinn 46-34 og leikinn allan 136-54 sem þýðir 25-3 í vinnings- stigum. Þetta spil kom fyrir í seinni hálf- leiknum: S/enginn. Norður ♦ ÁK4 ♦ Á1073 ♦ D9 ♦ Á862 Vestur ♦ 107632 ♦ 2 ♦ G8753 ♦ K4 Austur ♦ G95 V65 ♦ K642 ♦ DG109 Suður ♦ D8 ♦ KDG984 ♦ Á10 ♦ 753 Við annað borðið sátu Þorlákur og Guðmundur NS og Cronier og Salama AV Island í 2. sæti eftir fjóra stórsigra í röð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.