Morgunblaðið - 19.06.1991, Síða 52

Morgunblaðið - 19.06.1991, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1991 Hér stendur: Hjálp. Við er- um strönduð á eyðiey ... HÖGNI HREKKVÍSI Rökleysur og mótsagnir Enn einu sinni heldur Richardt Ryel fram á ritvöllinn og sendir pistla í Velvakanda. Að þessu sinni er það svar við grein undirritaðs sem birtist 4. þ.m. Sú grein hafði flett ofan af mistökum sem hann hafði gert í grein sinni sem birtist 30. maí. En þessi grein hans er ekkert skárri en hinar fyrri, en í henni gleymir hann að svara röksemdum mínum, gerir þó heiðarlega tilraun til að svara einni, en eyðir blekinu í að steypa einhveija vitleysu sem kemur málinu ekkert við og segir svo að ég hafi ekki fært nein rök máli mínu til stuðnings. Richardt Ryel hefur verið að rembast eins og ijúpan við staurinn við að reyna að sanna fyrir alþjóð að Krístur hafi ekki veríð læs. Hans eina „sönnun" í því efni er grein sem birtist 1. apríl í „Der Spiegel" og hljóðaði niðurlag viðkomandi greinar á þessa leið: „ .. .konnte gar nicht schreiben". Eins og ég nefndi í grein minni 4. þ.m. þá þýðir „schreiben" ekki að lesa eins og RR telur, heldur skrifa. Þar með er grundvelli skrifa hans kippt undan honum. Ég vitnaði í nokkur fræðirit og kom þeim sam- an um að Jesús hafi verið iæs. Þann- ig að það virðist allt benda til að Jesús hafi verið læs, jafnvel sagn- fræðilega séð. En samt heldur RR áfram og verður undirritaður því að svara þessa nýja ritverki hans, þó þess þurfi í raun ekki. Röksemda- færsla RR er engin. RR biður undirritaðan að halda sig við efnið. Það sem RR skrifar á eftir þeim orðum kemur efninu ekki mikið við, s.s. hæð Ararat, Ameríka, pönnukökur o.fl. Þessi bæn kemur því úr hörðustu átt. Hann skilur augljóslega ekki hver kjarni málsins er. Kjarninn er sá að RR hefur ekk- ert til að styðja þá skoðun sína að Jesús Kristur hafi verið óiæs. Til að fela það byijar hann að steypa ein- hveija tóma vitleysu, og segja hænsnabrandara. RR sér gyðingabörnin fyrir sér með bókastafla 1500 áruni fyrír fæðingu Gutenbergs, á leið til kennslu. Hefur RR ekki heyrt um bókrollur eða skinnhandrit? Það hlýt- ur að hafa verið hægt að skrifa bækur á annan hátt en með prent- tækni, er það ekki? Ólæsi í Miðausturlöndum er mik- ið, segir RR. Islömskum börnum er kennt að lesa á unga aldri, til að geta lesið kóraninn, á sama hátt og börnum gyðinga með lögmáli. Ólæsi Yíkveiji eir sem hafa forystu í rekstri hins nýja fyrirtækis Sorpu segja, að undirtektir almennings við áskorunum um flokkun á sorpi hafi farið fram úr björtustu vonum. Nýleg skoðanakönnun sem sýnir að almenningur telur umhverfismál brýnustu úrlausnarefni líðandi stundar bendir einnig eindregið til þess að þessar áskoranir eigi góðan hljómgrunn meðal alls þorra fólks. Menn eru fúsir til að leggja mikið á sig til að stuðla að umhverfis- vernd. Samhliða því sem þetta nýja fyr- irtæki sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu tekur til starfa breytist þjónusta við sorphirðu á þann veg, að í senn eru gerðar meiri kröfur til íbúa sveitarfélag- anna við flokkun á úrgangi og um að þeir annist sjálfir að koma sorp- inu frá húsum sínum. I stuttu máli má segja, að þjónustan minnki. Það þarf að hafa meira fyrir því en áður að losna við sorp, svo sem sjá má á þeim mikla fjölda fólks er leggur leið sína á svokallaðar gáma- stöðvar. I þessum stöðvum er að finna gáma undir mismunandi teg- undir sorps og eiga menn að setja í löndum islams er það minnta í heiminum utan Evrópu og evrópskra menningarsvæða. Fullyrðing RR um að ólæsi sé útbreitt í Miðausturlönd- um er því ekki alveg sönn,_þó vissu- lega sé ólæsi meira en á Islandi. Ararat og fleira. Þetta rugl er augljóslega örþrifaráð RR til að sýn- ast maður með mönnum. Steypan sem hann hefur verið að senda frá sér upp á síðkastið, villurnar, mót- sagnirnar, slæmar þýðingar o.fl. hafa afvopnað hann. Eina vopnið sem hann á eftir er steypuvélin. Hvar var ég að tileinka Kristi þá þekkingu að hann kynni deilingu, margföldun, stærð Ararats ...? Far- ísearnir komu til Jesú til að spyija um orð Guðs, en ekki margföldunar- töfluna. Eina þekkingin sem ég til- einkaði Kristi var að hann kynni að lesa, enda hef ég góðar ástæður til að halda það. RR segir að ég sé að niðurlægja Krist. en í lokaorðum sínum og seg- ir hann, að það sé óþarft að taka upp hanskann fyrir Jesúm Krist. Reyndu að ákveða þig, væni minn. Hvort er ég að taka upp hanskann fyrir hann, eða niðurlægja hann? Það er ekki ég sem er búinn að vera að skrifa greinar á síðustu misserum, sem ráðast á Krist. Jafnvel síðasta útgáfa Pressunar taldi mig vera að veija Krist en þig að ráðast á Krist. „Fúkyrði og skammir eru alltaf vottur þess að menn séu að komast í rökþrot. “ Ég er ekki kominn í rök- þrot. Ég þarf ekki annað en benda á þýðingarvillu yðar úr „Der Spieg- el“ til að slá öll rök úr hendi þinni. Hvað er maðurinn að hugsa? Flestur er víst kunnugt um að gangbrautir eru fyrir gangandi fólk og þar er ekki heimilt að leggja bílum. Ökumaður bílsins á myndinni veit þetta sjálfsagt eins og aðrir en telur sig ekki þurfa að fara eftir því. Hann leggur bíl sínum þvert fyrir gangbrautina svo enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Hvað er maðurinn að hugsa? Vegfarandi skrifar það sem þeir vilja fleygja í þessa gáma í samræmi við merkingarnar á þeim. xxx Aukið erfiði við að losna við sorp vekur kostnaðarvitund hjá mönnum og einnig skilning á því að fara sem best með alla hluti og nýta þá til hins ýtrasta. Breyting á þjónustu hlýtur jafnframt að vekja menn til umhugsunar um það hveiju þeir eiga rétt á fyrir fast- eignagjöldin sem þeir inna af hendi, öskutunnugjöld og önnur gjöld af sama toga. Víkveiji frétti af nágrönnum sín- um sem áttuðu sig á því fyrir skömmu, að sorphirðan væri hætt að tæma öskutunnur hjá þeim. Var að skapast vandræðaástand vegna þessa. Húseigandi hafði samband við rétt yfirvöld og spurði hveiju þetta sætti og var þá svarað, að hann væri kominn á svartan lista, af því að það hefði verið settur garðaúrgangur í öskutunnuna. Spyija má, hvort þetta séu ekki of harkalegar aðferðir við að venja borgarbúa við nýjar reglur aðeins sex vikum eftir að þær taka gildi. Það ert þú sem ert augljóslega kom- inn í þrot, þess vegna ert þú að fúk- yrðast og skammast út í mig. Kristur var eitt af þínum aðals- merkjum. Það er augljóslega þar sem okkur ber mest á milli. Ég nefnilega tel að það sé hægt að tala um Krist í nútíð. Ég segi því Kristur er. Einn- ig tel ég að Jesús Kristur hafi verið meira en spámaður eða mikill per- sónuleiki. Grundvöllur kristinnar trúar er að Jesús Kristur hafi risið upp frá dauðum og sé sonur Guðs. Ef hann er ekki sonur Guðs, þá er hann mesti lygari mannkynssögunn- ar, því þá hefur hann platað fleiri en nokkur annar. Kæri Richardt. Þú hefur verið að skrifa greinar hin síðustu misseri, sem særa tilfinningar þúsunda kris- tinna manna á íslandi. Þessi greina- flokkur yðar er aðeins sá síðasti í ritröð þeirri gegn kirkju og kristni sem þér hafið sent til Velvakanda. Samkvæmt íslensku stjórnarskránni er mönnum fijálst að birta skoðanir sínar á prenti, svo fremi sem þær misbjóði ekki almennu velsærni né trúarbrögðum landsmanna. Ur því að þér þurfið að fá útrás fyrir ein- hveijar annarlegar og bældar hvatir, reynið þá vinsamlegast að beina því í einhveija saklausari átt, s.s. stjórn- mála. Væntum vér þess að þér látið af þessum skrifum, þar sem þér hafið þegar tapað þessu einvígi með þýðingarvillunni frægu. Það er ekki viturt að strá salti í eigin sár. Guð blessi þig. S. Guðjón Bergsson Skorað hefur verið á áskrifendur dagblaða að safna þeim sam- an, binda krossband um bunkann og fara með hann í merktan gám á stöð í hverfinu. Er augljóst af því hve mikið magn er í þessum gámum að margir hafa farið að þessum óskum, sumir hafa jafnvel litið þannig á að ekki megi fleygja dag- blöðum í öskutunnur, sem er víst oftúlkun, svo að notað sé tískuorða- lag- I Sviss, þar sem hvað mest þróun hefur orðið í flokkun á heimilisúr- gangi, er sá táttur hafður á, að á vissum dögum er pappír hirtur við hús manna. Leggja menn þá inn- bundna blaðbunka við garðhliðið eða tröppurnar. Er ekki líklegt að þróunin verði svipuð hér? Er endi- lega hagkvæmast að stefna þús- undum eða tugþúsundum manna að gámastöðvum? Þegar deilt var um hvar aðsetur Sorpu skyldi vera, minntu yfirvöld á nauðsyn þess að góð skipan yrði á þessum málum, því að annars þyrfti fólk kannski urða sorp í görðum sínutn. Þróunin má ekki verða í þá átt, eftir að hin nýja og glæsilega stöð Sorpu er risin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.