Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 33
lMbkÍM:BLAÐ&1 'ÍáÖ^ÚÍDÁbtíá' 'ið! 38 í hópi kátra sveina Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hrói höttur („Robin Hood“). Sýnd í Bíóborginni. Leikstjóri: John Irvin. Aðalhlutverk: Patrick Bergin, Uma Thurman, Jeroen Krabbe, Jurgen Prochn- ow, Edward Fox. Bandaríkin. 1991. í byijun myndarinnar Hrói hött- ur með írska leikaranum Patrick Bergin er hin fræga þjóðsagna- hetja, sem rændi ríka og gaf fá- tækum, aðalsmaðurinn Robert Hode. Dag einn þegar hann viðrar fálkann sinn rekst hann á fátækl- ing á harðahlaupum undan veiði- mönnum héraðshöfðingjans en þeir vilja stinga úr honum augun fyrir veiðiþjófnað. Robert forðar því en kemst í ónáð og þegar hann neitar að láta refsa sér hefst þjóðsagan. Hann gerist útlagi og heldur til skógarins ásamt vini sínum Villa Scarlett, þar hitta þeir Litla Jón og síðar útilegumenn í sínu Ódáða- hrauni og til verður æfintýrið um Hróa hött og hans kátu sveiná. Hrói hefur alltaf þótt gott efni í æfintýramynd með hetjudáðum, bardögum og gamanmálum á létt- um nótum. Bergin bætir sáralitlu nýju við persónuna en leikur Hróa á alvörulausan og galsafenginn hátt, án þess að skapa eftirminni- legan karakter á neinn hátt. Hann brosir mikið og skemmtir sér, sér- staklega í hættulegum kringum- stæðum, er fimur á boga og sverð (auðvitað) og pólitískur aðalsmað- ur sem tekur að sér að veija alþýð- una gegn hinum illu og skatt- hungruðu yfirvöldum sýslunnar. Hann missir land sitt og tign í byijun fyrir að bjarga fátækling frá vondum örlögum en mest storkar hann yfirvöldum vegna þess að hann er Saxi undir óþo- landi stjórn Normanna. Hann er friðarsinni fyrst og fremst og telur að Normenn og Saxar geti lifað í sátt og samlyndi en til þess að svo megi verða þarf hann að ná yfirráðum í héraðinu og heyja borgarastyijöld. Hann verður n.k. uppreisnarforingi hinna kúguðu og stjórnar byltingu alþýðunnar sem ræðst á hinn illa kastala Normanna. Ágæt útgáfa af sögunni en út- færslan er einhvern veginn lítt spennandi og snertir mann lítið. Einn gallinn er sá að lokabardag- inn, sem alltaf mátti treysta á, bregst þegar kemur í ljós að Nor- maðurinn illi í kastalanum (Jeroen Krabbe) er í aðalatriðum sammála pólitík Hróa innst inni, afsalar sér völdum og lifir sennilega ham- ingjusamur það sem eftir er. Þá er hinn skemmtilegi æfintýramað- ur Hrói óþarflega litlaus persóna í meðferð Bergins. Hin alvarlega pólitík íþyngir myndinni nokkuð því meðfram henni reynir leikstjórinn John Irvin að skapa skemmtilegt og fjörugt, andrúmsloft en æfíntýraljóminn í sögunni fær aldrei skinið í gegn. Búningar og leikmyndir eru eins og best verður á kosið. Það er mjög dimmt og þungskýjað yfir allri myndinni, útlitið er kuldalegt og hráslagalegt því ekki getur sól- in skinið í löndum Saxa fyrr en Normenn eru undir. Þegar Hrói hefur sigrað birtir ailt í einu yfir, sólin skín og tré taka að laufgast í einkar undarlegu atriði, er svíkur raunsæið sem á undan er gengið og er á væmnum nótum. En það er líka gaman að mörgu í myndinni og hún vekur stundum upp æfintýraþrána, sem blundar í öllum góðum Hróum. Hinir kátu sveinar í fylgd hetjunnar eru góðir í að reka upp stórar hláturrokur en þeir gera sáralítið þess á milli. Uma Thurman leikur Marian hina fögru, sem verður Marian hin harða því kvenréttindakona er hún hin mesta og beygir sig síst undir vilja frænda síns Krabbe, sem vill að hún giftist frönskum vini sínum og aðalsmanni (Jurgen Procknow). Sá ágæti leikari Edward Fox stej- ur senunni í stuttu atriði sem Jo- hann prins og yfírleitt standa leik- ararnir sig vel þótt Prochnow, sem er hinn eiginlegi illingi myndarinn- ar, sé heldur annarlegur með fran- skan hreim. Lifað í Los Angeles Saga úr Stórborg („L.A. Story). Sýnd í Stjörnubíói. Leiksljóri: Mick Jackson. Handrit: Steve Martin. Aðalhlutverk: Steve Martin, Victoria Tennant, Rich- ard E. Grant. Bandaríkin. 1991. Grínarinn Steve Martin þekkir vel sína heimaborg, Los Angeles, og fólkið sem hana byggir en nýj- asta gamanmyndin með honum, Saga úr stórborg, er mestan part háðsleg og skemmtileg úttekt á kostum og kynjum borgarinnar undir eilífu glaðasólskini. Hann bregður upp skopmyndum sem sumar eru full fáránlegar en aðrar hitta beint í mark og minna á Woody Allen þegar hann filmar í New York (Állen gerði reyndar eftirminnilegt gys að lífinu í Los Angeles á löngum kafla í Annie Hall). Steve Martin, sem skrifar hand- ritið að myndinni, leikur „víraða veðurfræðinginn" Harry K. Tel- emacher, sem engu hefur að spá nema áframhaldandi sólskini á nokkurra daga fresti á sjónvarps- stöðinni þar sem hann vinnur. Hann missir starfið þegar óvart rignir í borginni, kynnist fallegri afgreiðslukonu, sem buktar sig látlaust og beygir í kringum hann, og helsti sálufélagi hans verður ljósaskilti við þjóðveginn, svipað þeim sem mjög rvðja sér til rúms í Reykjavík nú um stundir. Hjá ljósaskiltinu, sem byijar á því að biðja hann um að faðma sig, fær hann ýmsan vísdóm en mitt í öllu saman kynnist hann breskum blað- amanni sem komin er til Los Ange- les að skrifa um borgina. Eigin- kona Martins, breska leikkonan Victoria Tennant, leikur hana, og brátt stefnir í rómantík af hæstu gráðu. Tennant er ekki sérlega aðlað- andi gamanleikkona og virkar heldur þunglamaleg og alvarleg fyrir efniviðinn. Atriðin með henni og stigmagnandi ástarsagan á milli hennar og Martins er talsvert á skjön við alvöruleysið sem ann- ars ríkir í myndinni. Martin er aft- ur eins og leiktækjapinni, sífellt á harðaspani, upp og niður, út og suður. Myndin virkar best í kynd- ugum lýsingum á lífsstíl, þanka- gangi og gerðum, framkomu og tilfinningum fólksins í borginni og maður fær á tilfinninguna að í handritinu hitti Martin oftar en ekki naglann á höfuðið á sinn gam- ansama hátt. Sumstaðar skýtur hann langt framhjá reyndar eins og þegar hann tekur fyrir umferðamenning- una og bílstjórarnir draga allir upp skammbyssur. Annarstaðar hlær maður auðveldlega. Heilsuæðið fær sinn skerf (það er bannað að hlaupa í heilsuklínikkinni), fram- hjáhaldið, sjáifsafgreiðslubankar (þjófarnir bíða í jafnlöngum röðum eftir fórnarlömbunum) og fínu veitingastaðirnir; þegar veður- fræðingurinn pantar sér borð á nýjasta, fínasta og ekki síst dýr- asta veitingastaðnum (sá nefnist „L’idiot") þarf hann að fá staðfest- ingu á að honum sé það fært hjá Ríkisbankanum í Hamborg. Rick Moranis (frábær kokney- framburður), og Chevey Chase koma fram í gestarullum. Myndin er hlægileg þegar best lætur og alltaf þekkileg að horfa á. Martin er skemmtilegur sem fyrr en Saga úr stórborg er varla með stærstu myndum hans. Þú átt með honum góða stund en svo er það búið. Nýstúdentar frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Skólaslit Fjölbrautaskóla Vesturlands: Yfir 1.000 nemendur við nám í vetur Akranesi. SKÓLASLIT Fjölbrautaskóla Vesturlands fóru fram laugar- daginn 18. maí sl. í vetur voru um 1.000 nemendur við nám í skólanum í dagskóla, kvöldskóla og námskeiðum sem skólinn stóð fyrir. Kennt var á fjórum stöðum, Ákranesi, Borgarnesi, Stykkis- hólmi og Hellissandi. Alls voru brautskráðir 46 nem- endur frá skólanum. Þar af luku 27 nemendur stúdentsprófi, 8 nem- endur luku prófi af tveggja ára starfsmenntabraut og 11 luku próf- um af iðn- og verknámsbrautum. Þá hlutu 8 nemendur viðurkenning- ar fyrir ágætan námsárangur. Árni Böðvarsson stúdent af Eðlisfræði- braut náði bestum árangri stúdenta. í skólaslitaræðu Þóris Ólafssonar skólameistara kom fram að skólinn starfaði á fjórum stöðum á Vestur- landi sl. skólaár. Kennt var á Akra- nesi, í Borgarnesi, í Stykkishólmi og á Hellissandi en þangað var daglegur akstur fyrir nemendur frá Ólafsvík. Á stöðunum utan Akra- ness voru yfir 100 nemendur við nám. Alls sóttu yfir 1.000 nemend- ur nám í skólanum á skólaárinu, í dagskóla, í kvöldskóla og á nám- skeiðum sem skólinn stóð fyrir. Framkvæmdir við þjónustubygg- ingu skólans eru á lokastigi og verð- ur flutt í hana í haust. Þörf fyrir aukið heimavistarrými er mikil en 2-3 umsóknir eru um hvert laust Samband dýraverndunarfélaga: Ekki skemmtigarð við Húsdýragarðinn SAMBAND dýraverndunarfé- laga Islands mótmælir harðlega áformum um að byggja skemmtigarð í Laugardalnum í Reykjavík á meðan Húsdýra- garðurinn er staðsettur þar. Sambandið telur að það álag á dýrin, sem fylgja myndi hávaða frá tækjum og fólki í skemmti- garðinum, yrði hrein dýr- aníðsla. Þetta kem.ur fram í fréttatil- kynningu frá Sambandi dýra- verndunarfélaganna. Þar segir enn fremur, að Sambandið ítreki margendurteknar kröfur um að þau villtu dýr, sem eru í Húsdýra- garðinum, verði flutt í náttúruieg heimkynni sín og sleppt þar fijáls- um. Þá skorar Sambandið á borg- arstjórn að stækka Húsdýragarð- inn, láta honum eftir allt það svæði, sem ætlað sé undir fyrir- hugaðan skemmtigarð og fjar- lægja jafnframt villtu dýrin úr garðinum. Þannig verði hægt að búa betur að húsdýrum Húsdýra- IVAKORTALISTI Dags. 19.6.1991. NR. 37 5414 8300 1564 8107 5414 8300 2013 1107 5414 8300 2675 9125 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORTHF. Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 garðsins og sinna mun betur þeim samskiptum sem yngsta kynslóð borgarbúa eigi að geta notið við þau. pláss á heimavist skólans. Margir ágætir viðburðir urðu í félagslífi nemenda á liðnu skólaári. 4 erlendir skiptinemar voru í skól- anum í vetur og er von á nýjum /skiptinemum næsta haust. Hópur nemenda fór í skólaheimsókn til Svíþjóðar en norræn nemendaskipti eru að verða fastur liður í skóla- starfínu. Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akra- nesi kynnti þá ákvörðum bæjar- stjóra Akraness að styðja árlega einn nemenda til framhaldsnáms með 250.000 kr. námsstyrk. Er styrkurinn hugsaður sem hvatning til nemenda um að leggja sig fram í námi og leita sér framhaldsmennt- unar. Styrkurinn verður veittur í fyrsta sinn 17. júní nk. Skóiaslit Fjölbrautaskóla Vestur- lands sóttu að þessu sinni um 300 gestir. Nemendur léku á hljóðfæri fyrir gesU og flutt var bókmennta- dagskrá. í lok athafnarinnar flutti María Karen Sigurðardóttir nýstúd- ent ávarp brautskráðra nemenda. Skólameistari kvaddi nemendur og flutti þeim árnaðaróskir. Að loknum skólaslitum var brautskráðum nem- endum, aðstandendum þeirra, kennurum og öðrum starfsmönnum boðið til veislukaffis í skólanum. - J.G. Hercules Demparar í margar gerðir bíla, Gæðademparar. _______Hagstætt verð._ Bíiavörubúðin JFJOÐRIN, Skeifan 2 simi 82944
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.