Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.06.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐYIKUDA'GUR' 19. JÚNÍ'1991 37 Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Spike, söngvari Quireboys. sér ekki að marki fyrr en hjá síð- ustu hljómsveitunum þremur, Thunder, Slaughter og Quireboys. Lítið fór líka fyrir Ijósum á sviðinu, enda sól enn á lofti þegar síðasta hljómsveit hætti að spila um mið- nættið. Tónleikastemmning var hófleg hjá áheyrendum, utan um þúsund gesta sem var í kös framan við sviðið og skemmti sér konung- lega ef marka mátti öskur og óp. Þorri áheyrenda var upptekinn við að slæpast um svæðið, sýna sig og sjá aðra, og ölvun var nokkur; þó ekki til vansa. Útihátíðar- stemmning ríkti á svæðinu — kannski voru menn að taka forskot á Vestmannaeyjar eða Húnaver. Að sögn aðstandenda var nánast ekkert að gera í sjúkratjaldinu og lítil sem engin vandræði vegna ölv- unarláta, utan að striplingur var fjarlægður. Veðrið skipti verulegu máli og næsta ótrúleg heppni að hitta á annan eins sólardag. Og svo... Aðstandendur Rokks hf. léku við hvern sinn fingur eftir tónleikana, enda allt farið á besta veg. Þeir segja að líklega hafi fjarvera Poison dregið töluvert úr miðasölu, enda mest lagt uppúr sveitinni í auglýs- ingum. Erfitt sé þó að geta í slíkt, en þeir teldu þó að þeir hefðu orð- ið af 3—5.000 miða sölu fyrir vikið. Ekki er Ijóst hvert framhaldið verð- ur, en þó segjast menn ætla að halda ótrauðir áfram að flytja inn hljómsveitir. Einhver bið verður þó á, því eftir er að greiða úr trygginga- málum vegna forfalls Poison og því nokkuð í að gera tónleikana upp, en framkvæmdastjórn fyrirtækisins er á förum utan til viðræðna við Lloyd’s í Lundúnum. Rokk-menn segja að það hve tónleikarnir heppnuðust vel opni fyrir þeim allar dyr hjá umboðsskrifstofum um heim allan og því geti þeir nánast valið úr hljómsveitum, þegar þeir vilja fara af stað á ný. Árni Matthíasson einnig ógæfuleg. Eins og bent var á hér að framan leiðir frjáls mark- aður til ódýrari og betri vöru en unnt er að fá eftir öðrum leiðum. Þess vegna er best að þær tekjur sem ríkið aflar sér hafi sem minnst áhrif á gang hins ftjálsa markaðar, þar sem niðurstaðan verður að öðr- um kosti minni hagsæld viðkomandi þjóðar. Betra er að skattheimtan leggist jafnt á allt, til dæmis með virðisaukaskatti og raski þannig sem minnstu. (Því fer þó fjarri að hér sé verið að mæla með hærri virðisaukaskatti, hann er þegar allt of hár. Þess í stað væri sjálfsagt verkefni að skera niður þau tíu pró- sent af tekjum ríkisins sem það hirðir árlega með tollheimtu.) Þessi atriði tel ég rétt að hafa í huga í þeirri umræðu sem á sér stað hérlendis og víða um minnk- andi heim og aukin milliríkjavið- skipti. Menn ættu ef til vill að gefa GATT-viðræðunum um tollamál meiri gaum en gert hefur verið, en gjalda meiri varhug við reglugerð- arfargani Evrópubandalagsins. Það sem við og aðrir þurfum er nefni- lega niðurfelling tolla og fijáls við- skipti landa á miili. Það væri öllum til hagsbóta. NORDIA 91 Stærsta frímerkjasýning til þessa á íslandi Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson NORDIA 91 verður stærsta frí- merkjasýning, sem haldin hefur verið hérlendis. Alls verða um 1.000 rammar á sýningunni með fjöl- breyttu og vönduðu sýningarefni. Ekki er unnt að gera hér grein nema fyrir broti af þessu efni, enda verður sjón sögu ríkari. Samt skal reynt að segja í stuttu máli frá þeim söfnum, sem ætla verður, að sýningargestir hafí helzt hug á að skoða. í þessum og næsta þætti verður að miklu leyti dvalizt við íslenzk frímerkjasöfn, enda er óhætt að fullyrða, að aldrei áður hafa menn átt þess kost að sjá jafn- fallegt og um leið fágætt íslenzkt frímerkjaefni á sýningu hér á landi. Mætti segja mér, að mörg ár líði, þar til annað eins tækifæri gefst aftur. Þessi þáttur verður helgaður íslenzkum sýnendum. í hefðbundinni deild, landsflokki, sýnir Helgi Gunnlaugsson safn sitt af Kristjáni IX. 1902—22. í safninu eru stök merki með ýmsum stimpl- um frá þessum tíma. Þá hefur Helgi safnað alls konar afbrigðum, t.d. prentgöllum og plötugöllum, sem komu frain við prentun þessara merkja. Einnig leggur hann áherzlu á að sýna þessi frímerki á heilum póstsendingum og afkiippingum (snyfsum). Sigurður P. Gestsson sýnir íslenzk frímerki frá 1902—30 Eru það stök frímerki og eins í röð- um, blokkum og stærri einingum frá þessum tíma. Þá eru hér frí- merki_ á margs konar póstsending- um. í safninu eru sýnishorn af stimplum frá þessum tíma, bæði innlendum og erlendum. Þetta safn hefur ekki áður komið fyrir augu almennings. í póstsögulegri deild, landsflokki sýnir Hjalti Jóhannesson íslenzka stimpla af svonefndri antikva- og lapidargerð 1873 til um 1930. Hjalti hefur dregið mikið efni saman á þessu sviði og sýnir hér hið bezta úr safni sínu. Jón Halldórsson sýnir í þessari deild hluta af safni sínu af margs konar stimplum á 20 aura Safnahúsmerkinu frá 1925. Er mér tjáð, að hann hafi breytt safninu verulega. Hefur hann hætt við að raða safni sínu eftir sýslum og póst- stöðvum, en fer í þess stað eftir þeim stimplagerðum, sem hann hefur fundið á þessu merki. Byijar þá á elztu stimplunum fyrir alda- mót og svo allar götur, meðan frí- merkið var í notkun. Eins tekur Jón með erlenda stimpla og sjópóstst- impla. Mikið af þessu efni er á heil- um umslögum. Guðmundur Ingi- mundarson sýnir áttahagasafn sitt frá Vestmannaeyjum. Hann hefur dregið saman margvíslegt póstsög- ulegt efni frá þessu þrönga póst- svæði. Hér verður aðeins til sýnis hluti af stærra safni. í þessari sömu deild sýnir Frímerkjaklúbburinn Askja skemmtilegt safn, sem Oskj- umenn kalla Úr póstsögu Suður- Þingeyjarsýslu. Þessi fjögur söfn hafa áður verið á sýningum, en öll munu þau hafa verið bætt töluvert fyrir NORDIU 91. í flugpóstdeild sýna tveir félagar okkar flugsöfn sín og reyndar í tvennu lagi. Þau eru áður kunn af sýningum, en vitað er, að þau breyt- ast töluvert milli sýninga. Páll H. Ásgeirsson sýnir flugsafn 1928— 1940. Hefur hann dregið ótrúlega mikið efni saman um þetta tímabil. Hið sama má og segja um seinna tímabilið í flugsögu okkar frá 1940—60. Þorvaldur S. Jóhannes- son er einnig kominn vel á veg með flugsöfn sín, sem ná frá 1928 til 1966. í bókmenntadeild sýnir Rannveig Gísladóttir bókina íslensk frímerkj- asöfnun og póstsaga: heimildaskrá. Hér er dregið saman allt það efni, sem hún hefur fundið ritað um ís- lenzk frímerki og póstsögu frá upp- hafi. Þetta er því hið þarfasta verk sem handbók eða uppsláttarrit. Þá sýnir Sigurður H. Þorsteinsson verðlista sinn íslensk frímerki 1991. Þá er komið að unglingadeild- inni, þar sem eru mörg mjög áhuga- verð söfn. Deildinni er skipt niður í §óra aldurshópa. í A-hópnum sýna þeir, sem er 15 ára og yngri. Þar sýnir Kári Sigurðsson safn, sem hann kallar Merkir íslendingar. Fyrir þetta safn fékk hann fyrir nokkru stórt silfur og heiðursverð- í Laugardalshöll verður NORDIA 91 haldin 27,—30. þ.m. laun á unglingasýningu í Dan- mörku. I sama hópi sýnir Björgvin Ingi Ólafsson safn sitt Fuglar Evr- ópu. Fyrir það fékk hann silfur á sömu sýningu í Danmörku. Bæði þessi söfn eru skemmtileg. Er eng- inn vafí á því, að þessir drengir eiga eftir að ná langt, um það er lýkur, ef svo heldur fram sem horfir. Þrír íslenzkir dómarar taka þátt í dómaradeild. Hálfdán Helgason sýnir ísl. bréfspjöld 1879—1920 og Jón Aðalsteinn Jónsson hluta af safni sínu af tvílitu dönsku frímerkj- unum frá 1870—1912. Bæði þessi söfn hafa verið á sýningum og eru kunn ísienzkum. frímerkjasöfnur- um. Hins vegar er safn þriðja dóm- arans ekki almennt þekkt hérlendis. Er það safn Sigurðar R. Pétursson- ar af Tveim kóngum. Hefur hann dregið saman mjög fallegt og gott safn af þessari útgáfu. í næsta þætti verður m. a. sagt nokkuð frá íslenzkum söfnum í eigu erlendra safnara. 1 § 4 á Flúðum Siguijón og Gíslína fæddust á Helgastöðum í Reykjavík. Foreldrar þeirra voru Sigríður Jónsdóttir frá Snotru í Þykkvabæ og Sigurður Jónsson bóndi áð Lykkju á Kjalar- nesi. Nánari upplýsingar gefur Þór- unn Reynisdóttir í Reykjavík. Siguijón og Gíslína Sigurðarbörn. Ættarmót ÆTTARMÓT verður lialdið á Flúðum í Hrunamannahreppi dagana 21. og 22. júní, en þann 20. júní verða liðin 100 ár frá fæðingu tvíburanna Sigurjóns og Gislinu og ætla niðjar þeirra að hittast af því tilefni. nýtt Þeir rækta kaffijurtina af aldagamalli hefð við bestu aðstæður í fijósömum fjallahlíðum Colombiu. ^ Við veljum bestu baunimar þeirra. tfShb Þú færð ilmandi nýbrennt Colombiakaffi í stjörnuflokki nánast beint úr kvörninni - njóttu þess. W KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF Höfundur stundar nám við HÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.