Morgunblaðið - 28.06.1991, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.06.1991, Qupperneq 1
72 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 143. tbl. 79. árg. FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991 Júgóslavía: Slóvenar heyja stríð við sambandsherinn Prentsmiðja Morgxmblaðsins Brakið af þyrlu júgóslavneska hersins sem Slóvenar skutu nið- ur yfir Ljublana, höfuðborg landsins, í gær. I bakgrunni sjást slökkviliðsmenn breiða yfir lík tveggja hermanna sem voru um borð í þyrlunni. Slóv- enar segjast hafa skotið niður sex þyrlur Júgóslavíuhers og náð fimmtán skriðdrekum á sitt vald. - segir varnarmálaráðherra landsins BARDAGAR hafa blossað upp víða í Slóveníu milli Júgóslavíuhers og vopnaðra sveita Slóvena. Janez Jansa, varnarmálaráðherra Slóv- eníu, sagðist í sjónvarpsviðtali í gærkvöld telja að um hundrað manns hefðu fallið eða særst úr liði beggja í kjölfar þess að Júgóslavíuher freistaði þess að leggja landið undir sig. „I stuttu máli sagt, Slóven- ar heyja stríð,“ sagði ráðherrann. Fyrr um daginn höfðu slóvenskir embættismenn sagt að manntjón væri mun minna. Duzan Rogelj, talsmaður slóvensku sljórnarinnar, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, sagði að viðbrögð erlendis við sjálfstæðisyfirlýsingu Slóvena hefðu valdið vonbrigðum. Slóvenar hefðu að vísu ekki búist við viður- kenningu strax, en þeir væntu hennar, fyrst frá Austurríki og svo frá öðrum ríkjum Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA). Níu Evrópu- ríki hafa hvatt til þess að Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evr- ópu (RÖSE) láti ástandið í Júgóslavíu til sína taka. Stjórnmálanefnd Evrópuþingsins vill ennfremur að utanríkisráðherrar RÖSE komi saman þegar i stað til að ræða málið. Reuter Aðgerðir sérsveita sovéska innanríkisráðuneytisins í Litháen: Reynt að sverta Gorbatsj- ov fyrir iðnríkjafundinn - segir talsmaður Sovétforsetans Iielsinki, París, Moskvu. Reuter. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. Jansa varnarmálaráðherra Slóv- eníu kom fram í einkennisbúningi að sögn Reutere-fréttastofunnar og sagði að varðlið Slóvena hefði skot- ið niður sex júgóslavneskar þyrlur og náð fimmtán skriðdrekum. Slóv- ensk lögregla skýrði fréttamönnum frá því að júgóslavnesk þyrla hefði verið skotin niður yfir höfuðborginni Ljublana og hefðu tveir um borð farist. Ljósmyndari fréttastofunnar Associated Press sagðist hafa orðið vitni að því er Slóvenar skutu eld- flaugum á lest júgóslavneskra bryn- vagna og hefðu fimm farist. Júgóslavneski herinn náði á sitt vald í gær flugvellinum í Ljublana og fimm landamærastöðvum milli Slóveníu og Austurríkis og Italíu. Virðist honum hafa verið fyrirskipað að bijóta sjálfstæðisviðleitni Slóv- ena á bak aftur og riá aftur þeim landamærastöðvum sem Slóvenar tóku á sitt vald á miðvikudag. Fréttamenn í Slóveníu urðu víða vitni að því er skriðdrekar sam- bandshersins óku yfir vegartálma sem settir voru upp í útjaðri borga og bæja. Slóvenar hafa hafnað tilboði sam- bandstjórnarinnar í Belgrad um þriggja mánaða vopnahlé og segjast ekki til viðræðu um slíkt fyrr en herinn hverfi aftur til búða sinna. Blaðamaður Morgunblaðsins náði síðdegis í gær tali af upplýsingafull- trúa stjórnvalda í Slóveníu, Duzan Rogelj. Um aðgerðir Júgóslavíuhers hafði hann þetta að segja: „Við lítum f-kki á þetta sem stríðsyfirlýsingu, heldur hernaðarofbeldi að fyrra bragði af hendi annarrar þjóðar. Herinn og sambandsstjórnin sýna með þessu að sjálfstæðisyfirlýsing okkar er að engu höfð. Við munum veija okkar málstað. I desember í fyrra var haldin þjóðaratkvæða- greiðsla þar sem yfir 90% þjóðarinn- ar lýstu yfir þeim vilja sínum að þjóðin yrði sjálfstæð og sú afsaða bindur stjórnmálamenn í Slóveníu." Rogelj sagði að slóvenskt varðlið væri þó vart nógu vel vopnum búið til að takast á við sambandsherinn. „Við höfum lítið af vopnum, en við getum þó gert skriðdreka- og þyrlu- sveitum sambandshersins skrá- veifu.“ Hann sagði Slóvena óánægða með viðbrögð Bandaríkja- stjórnar við sjálfstæðisyfirlýsing- unni 25. júní og þá skoðun hennar að fyrirkomulag í Júgóslavíu eigi að haldast óbreytt. Rogelj var spurður af hveiju hann teldi að herinn væri einkum með viðbúnað í Slóveníu, ekki Króatíu, sem lýsti þó yfir sjálfstæði á sama tíma. „Fyrir þessu eru aðallega tvær ástæður. í fyrsta lagi er herinn ekki í stakk búinn til að hertaka hálfa Júgóslavíu, hann verður að einbeita sér að afmörkuðu landsvæði. í öðru lagi óttast stjórnendur hans að meiri mótspyrna yrði veitt í Króatíu. Serb- ar eru ekki minnihlutahópur í Slóv- eníu eins og þar, þannig að við átt- um auðveldara með að lýsa yfir sjálfstæði og framfylgja því. Við áttum ekki von á skjótri við- urkenningu frá neinni þjóð þegar við lýstum yfir sjálfstæði, en bú- umst við að verða viðurkennd sem ný fullgild Evrópuþjóð í nánustu framtíð, e.t.v. fyrst af Austurríki og síðan af öðrum EFTA-löndum. Það er afar flókið mál að breyta landamærum Evrópu, en við lítum svo á að ekki sé hægt að neita þjóð um eigið sjálfstæði. Við erum þjóð með þúsund ára langa sögu en höf- um samt aldrei notið sjálfstæðis. “ Sjá fréttir á bls. 24-25. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétforseti er þeirrar skoðunar, að taka símstöðvarinnar í Vilnius í fyrra- dag hafi e.t.v. verið tilraun af hálfu harðlínumanna til þess að eitra andrúmsloftið fyrir fund sinn með leiðtogum sjö helstu iðnrikja heims í London í næsta mánuði, að sögn Vítalys ígnatenk- os, talsmanns Sovétforsetans. Sér- sveitir sovéska innanríkisráðu- neytisins, sem lúta stjórn harðlínu- mannsins Boris Púgo innanríkis- ráðherra, réðust inn í símstöðina og rufu sainband Litháens við umheiminn I rúmar tvær klukku- stundir. ígnatenko sagði að Gorbatsjov hefði verið skýrt frá töku símstöðvar- innar þegar hún átti sér stað og hefði hann samstundis fyrirskipað Púgo innanríkisráðherra að rannsaka málið. „Vart er hægt að veijast þeirri tilhugsun að einhver sé með svo ögrandi aðgerðum að reyna að eitra andrúmsloftið áður en Sovétforsetinn hittir leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims í London," sagði ígnatenko. Hann bætti því að að þetta væri skoðun Gorbatsjovs sjálfs á málinu. Talsmaður sovéska innanríkis- ráðuneytisins sagði í samtali við Tass-fréttastofuna í gær að hertaka símstöðvarinnar hefði verið lögleg vopnaleit í samræmi við tilskipun Gorbatsjovs um aðgerðir gegn ólög- legri vopnaeign. Væri þar um svo hversdagslega aðgerð að ræða að ekki hefði verið ástæða til að til- kynna Púgo um hana fyrirfram, hann hefði öðrum hnöppum að hneppa. Talsmaðurinn sagði að heimasmíðuð skammbyssa, hvellhettur o.fl. hefðu fundist í símstöðinni og sýndi sov- éska sjónvarpið í gær myndir af hin- um meinta vopnafundi. Allir Pólverj- ar hluthafar Varsjá. Reutcr. STJÓRNVÖLD í Póllandi kynntu í gær áætlun um einkavæðingu 400 iðnfyrirtækja í eigu ríkisins fyrir lok ársins og fær hver full- orðinn Pólverji ókeypis lilut í fyr- irtækjunum. Hver Pólveiji fær kvittun fyrir hlut í tuttugu stjórnunarfyrirtækjum, sem - stofnuð verða til að annast rekstur iðnfyrirtækjanna. Alls fá 27 milljónir Pólveija slíkar kvittanir. 60% einkavæddu fyrirtækjanna verða þannig í eigu allra fullorðinna Pólveija. Starfsmenn fyrirtækjanna fá 10% hlut gefins og ríkið heldur 30%. Hernaðaraðgerð- ir gegn Irökum? Washington. Reuter. TALSMAÐUR bandaríska varn- armálaráðuneytisins, Pete Will- iams, vildi ekki svara því í gær hvort Bandaríkjastjórn væri að íhuga hernaðaraðgerðir til að koma í veg fyrir að Irakar gætu framlcitt kjarnorkuvopn. „Ef við værum að íhuga þann kost myndum við auðvitað ekki segja frá því,“ sagði Williams á blaðamannafundi í ráðuneytinu. „Ljóst er af því sem við höfum séð til þessa að Saddam Hussein (ír- aksforseti) er .enn að reyna að vernda það sem eftir er af þeim búnaði sem írákar þurfa til að geta framleitt kjarnorkuvopn. írakar eru augljóslega að reyna að fela eitthvað . . . og við getuin ekki lát- ið það viðgangast,11 sagði hann. Forseti Óryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, Jean-Jacques Bechio, sendiherra Fílabeinsstrandarinnar, fór þess á leit við íraka í gær að þeir sýndu þegar í stað búnað sem þeir eru taldir hafa falið fyrir bandarískum eftirlitsmönnum, sem eru að kanna hergagnaframleiðsl- una í írak samkvæmt vopnahlés- skilmála Sameinuðu þjóðanna. Tal- ið er að írakar hafi notað búnaðinn til að vinna úraníum í kjarnorku- vopn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.