Morgunblaðið - 28.06.1991, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ F.ÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991
Flugfargjöld:
Engin nið-
urstaða en
annar fund-
ur boðaður
ENGIN niðurstaða varð af fundi
Flugeftirlitsnefndar með fulltrú-
um Flugleiða í gær um hækkanir
á millilandafargjöldum félagsins.
Annar fundur var ákveðinn á
mánudaginn og verða þá lagðar
fram nánari upplýsingar um
ýmis atriði sem tengjast far-
gjaldahækkununum.
Birgir Þorgilsson, ferðamála-
stjóri og formaður Flugeftirlits-
nefndar, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að á fundinum í gær hefði
verið farið yfír ýmsa kostnaðar-,
þætti í fargjöidunum, svo sem olíu-
verð, gengisþróun Bandaríkjadoll-
ars og fleira.
Fargjöld Flugleiða til Evrópu
höfðu hækkað um 17,5-18,7% frá
því í fyrrasumar er þau lækkuðu
10. júní síðastliðinn um 4%. Frakt-
gjöld hafa hins vegar ekkert iækkað
og sagði Birgir að á fundinum hefði
komið fram að þau hefðu ekki
hækkað eins mikið og fargjöldin,
en þau færu mikið fram með sér-
stökum leiguflugum, sem hefðu
hækkað minna en fargjöldin.
Flugeftiriitsnefnd fylgist með og
heimilar hækkanir á fargjöldum
milli landa. Í henni eiga sæti, auk
ferðamálastjóra, fulltrúar Flug-
máiastjómar, samgönguráðuneytis
og Verðlagsstofnunar.
Dýraspítalinn í Víðidal:
Morgunblaðið/Sverrir
Kötturinn Snúlli og Þorvaldur H. Þórðarson dýralæknir.
Innfellda myndin er röntgenmynd sem sýnir hvernig
mjaðmagrind Snúlla var sett saman.
KÖTTURINN Snúlli, tveggja og hálfs árs gamall, fór í mjaðma-
grindaraðgerð á Dýraspítalanum í Víðidal sl. mánudag. Hann
hafði brotnað er hann varð fyrir bíl aðfaranótt sunnudagsins 23.
júní sl. og var illa haldinn. I stað þess að vera lógað var fram-
kvæmd skurðaðgerð á Snúlla af Þorvaldi H. Þórðarsyni og Katrínu
Harðardóttur, dýralæknum Dýraspítalans, og er hann á batavegi.
Kötturinn Snúlli varð fyrir því
óhappi aðfaranótt sl. sunnudags
að bíll keyrði á hann. Eigandi
Snúlla, Kolbrún Ingibergsdóttir,
fann hann af tilviljun liggjandi í
Garðastræti. Hún taldi víst að það
yrði að lóga kettinum vegna þess
hvemig hann var útleikinn og fór
með hann á Dýraspítalann í þeim
tilgangi. Þorvaldur H. Þórðarson,
dýralæknir, benti Kolbrúnu þá á
að hægt væri að bjarga Snúlla
með skurðaðgerð. Að sögn Þor-
valdar gerir fólk sér sjaldan grein
fyrir því að hægt sé að laga bein-
brot dýra eins og manna.
Það var tilviljun sem réð því
að Kolbrún fann Snúlla á götunni
og vill hún beina þeim tilmælum
til ökumanna að þeir hugi að dýr-
um ef þeir aka á þau. Það er
mjög slæmt fyrir eigendur að vita
ekkert um örlög gæludýra sinna
og enn verra ef þau em skilin
eftir til þess að deyja þegar hægt
er að bjarga þeim.
Að sögn Þorvaldar H. Þórðar-
sonar hefur hann oft gert að bein-
brotum katta og hunda en aðgerð-
in á Snúlla var sérstaklega flókin
vegna þess hve brotið var slæmt.
Hafði mjaðmagrindarspaði Snúlla
tvíbrotnað og einnig kvamast úr
beinum. Þorvaldur sagði að Snúlli
ætti að ná sér að fullu innan 5-6
vikna og yrði þá jafn hress og
fyrir slysið.
Flókin skurð-
aðgerð á ketti
Ljósmynd/Jón Stefánsson
Slökkviliðsmenn að störfum í Miðbæjarskólanum í gær.
Miðbæjarskólinn:
Komið var í veg
fyrir stórbruna
SJÁLFVIRKUR eldvarnabúnaður fór í gang í Miðbæjarskólanum
í Reykjavík um kl. 19 í gærkvöldi og fóru þrír dælubílar
slökkviliðsins á staðinn. Eldur reyndist vera í ruslakörfu á ann-
arri hæð I vesturálmu og var slökkt í honum með handslökkvi-
tæki.
Að sögn varðstjóra hjá
slökkviliðinu hefði ekki mátt
miklu muna að mikill eldsvoði
hefði hlotist af. Eldurinn var í
Ijósritunarherbergi og hefði hann
náð að læsa sig í húsgögn hefði
voðinn verið vís. Miðbæjarskólinn
er bámjárnsklætt timburhús.
Greiðlega gekk að reyklosa
húsið en einhveijar skemmdir
munu hafa orðið í herberginu.
Ekki er ljóst hver upptök eldsins
voru en rannsókn þess er í hönd-
um Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Fiskvinnslufyrirtæki í Grundarfirði og á ísafirði:
Sameining er ekki
talin tímabær í bili
Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. „Það segir Guðmundur. Hann sagði þó
er nokkuð ljóst að um augljósa að ekki væri verið að ræða um sam-
hagræðingu væri að ræða þar,“ einingu eystra.
Evrópumótið í brids:
Gífurleg spenna
á lokasprettinum
ALLAR hugmyndir um samein-
ingu fiskvinnslufyrirtækja I
Grundarfirði annars vegar og
Isafirði hins vegar hafa verið
lagðar á hilluna í bili. Forsljóri
Byggðastofnunar telur stöðu
rækjuvinnslunnar á ísafirði það
slæma að ekki sé grundvöllur
fyrir sameiningu.
„Starfsmenn stofnunarinnar
undir forystu Bjarka Bragasonar
áttu all marga fundi með fulltrúum
fyrirtækjanna í Gmndarfirði, sér-
staklega Hraðfrystihússins og Sæ-
fangs, sem em stórir fiskverkendur
þama. Sumir aðrir fylgdust með
viðræðpnum f fjarlægð en vissu af
þeim. Ur þessu varð ekkert, a.m.k.
ekki í bili,“ segir Guðmundur
Malmquist forstjóri Byggðastofn-
unar.
„Á ísafirði var raunverulega
reynt það sama að beiðni rækju-
vinnslunnar þar. Við rákumst fljótt
á vissan vegg enda er ekki hægt
að raða saman erfíðri fjárhagsstöðu
margra fyrirtækja og fá út góða
fjárhagsstöðu. Það má því segja að
þetta hafí verið ómögulegt og menn
sáu ekki leiðir til sameiningar.
Það er opinberlega viðurkennt
að það þarf að fækka rækjuverk-
smiðjum á ísafirði, sem nú em fjór-
ar, og það er ekki hægt að sameina
þessi fyrirtæki nema það takist að
selja einhverjar fasteignir þeirra,
þá er strax komin betri staða. Fyrr
en það gerist er ekkert að frétta
af hugsanlegri sameiningu," sagði
Guðmundur.
Hann segir nóg að gera við undir-
búning við hugsanlega sameiningu
fískvinnslufyrirtækja á Suðurlandi
og í lok næstu viku eigi að liggja
fyrir gögn þannig að samningsaðil-
ar geti tekið afstöðu til þess hvort
þeir vilja halda viðræðum áfram.
Hann segir að oft hafi verið rætt
um sameiningu á Austfjörðum og
þá sérstaklega á Fáskrúðsfirði,
ÍSLENDINGAR og Pólveijar eru
í þriðja til fjórða sæti á Evrópu-
mótinu í brids þegar þijár umferð-
Ráðherra
óskar grein-
argerðar
landlæknis
DEILUR hafa undanfarið staðið
milli Hallgríms Magnússonar
læknis og landlæknis og hefur
læknastofa Hallgríms á Sel-
Ijarnanesi verið lokuð að undan-
förnu. Heilbrigðisráðherra hefur
óskað eftir greinargerð frá land-
lækni vegna þessa máls.
Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðisráðherra sagðist í gærkvöldi
ekkert vilja segja um málið annað
en að hann hefði óskað eftir því við
landlækni að fá frá honum greinar-
gerð um málið.
Ekki náðist í Ólaf Ólafsson land-
læknis í gærkvöldi, en ríkisútvarpið
sagði frá því, að í dag yrði haldinn
fundur landlæknis og Hallgríms
Magnússonar.
ir eru eftir. Hollendingar einu
stigi á eftir.
Islendingar voru 7 stigum yfir í
hálfleik gegn ímm. í seinni hálfleik
bættu þeir 30 stigum við og unnu
leikinn 21-9 og munaði þar mest um
hálfslemmu, sem Guðlaugur Jó-
. hannsson og Öm Amþórsson fóm í.
í seinni leiknum gerði íslenska
sveitin jaftefli við ítala. Bretar em
enn efstir, með 487,5 stig og Svíar
em í öðru sæti með 475 stig. íslend-
ingar og Pólverjar em með 442 stig
og Hollendingar 441.
Bretar fengu 16 stig í gærkvöldi
gegn Ungveijum og Svíar unnu
Búlgari 23-7. Hollendingar unnu 25
stig gegn Tékkum en Pólveijar fengu
aðeins 13 stig gegn Portúgölum.
Rúðubrot til
rannsóknar
Grindavík.
RANNSÓKN á því hvað olli rúðu-
brotinu í bifreið í fyrradag er
ekki lokið.
Vinnueftirlit ríkisins skoðaði
sláttuvélina í gær og töldu menn
að nær útilokað væri að steinn
gæti hafa skotist frá vélinni.
f;ó