Morgunblaðið - 28.06.1991, Side 11
nwr íív'h. n- n\('r
--------------------------------------MQRGUNBLADI& -FÖSTUDAGUR 28: JÚNÍ199I
Gífurlegur munur á útbreiðslu eyðni
í Norður-Evrópu og annars staðar
eftir Ólaf Ólafsson
Nú eru þekkt 334.000 eyðnitil-
felli í heiminum og þar af eru 85%
í Afríku, Norður- og Suður-
Ameríku. Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin telur að í raun séu tilfell-
in um 650.000 og 50% þeirra sé
að finna í Afríku, tæp 40% í Banda-
ríkjunum, Mið- og Suður-Ameríku
en um 7% í Evrópu.
Milli 77-87% eyðnitilfella á Vest-
urlöndum eru meðal samkyn-
hneigðra, tvíkynhneigðra og fíkni-
efnaneytenda. Útbreiðsla meðal
gagnkynhneigðra eykst nokkuð í
Miðjarðarhafslöndunum og á Norð-
urlöndum. Á Norðurlöndum smitast
meirihluti gagnkynhneigðra (ungt
fólk) í ferðum til suðrænna landa
og til Suður-Asíu (kynlífsferðir).
Ber að vekja athygli ungs fólks
á þessu.
Niðurstöður:
Lág smittíðni frá móður til barna
og meðal blæðara á Norðurlöndum
gæti bent til að betra eftirlit sé
með þessum málum þar en annars
staðar. Tíðni eyðni í Bandaríkjunum
er meiri en 10 sinnum hærri en á
Norðurlöndum og 4-5 sinnurn hærri
í Mið- og Vestur-Evrópu. Island
var 9. í röðinni í Evrópu 1987
en var 14. í röðinni 1989.
Um þróun sjúkdómsins í framtíð-
inni er erfitt að spá vegna þess að
veiran er „sein í svifum". Um 10
árum eftir HlV-sýkingu hafa um
50% fengið einkenni um lokastig
sjúkdómsins, (rannsóknir á sam-
kynhneigðum í San Francisco og
blæðurum í London).
Nýgengi sjúkdómsins á undan-
förnum 4 árum (1985-1989) er
hæst í þeim löndum þar sem fjöldi
fíkniefnaneytenda (sprautusjúkl-
inga) er mikill miðað við fjölda
sýktra samkynhneigðra. Til þessara
landa má telja m.a. Ítalíu, Spán og
Frakkland. Því ber m.a. sólar-
landaförum að vera sérstaklega
á verði við heimsóknir til þessara
landa. Smitið breiðist mjög ört út
á meðal sprautusjúklinga. I sumum
borgum, t.d. Dublin, Edinborg og
Útbreiðsla eyðni í Evrópu og Bandaríkjunum
Vestur-
Norður- lönd Saman- söfnuð tíðni á 100.000 íb. og Mið- Evrópa Saman- söfnuð tíðni á 100.000 íb. Banda- ríkin Saman- söfnuð tíðni á 100.000 íb. Ítalía/ Spánn Saman- söfnuð tíðni á 100.000 íb.
Samkynhneigðir/ tvíkynhneigðir 4,31 5,93 33,45 2,52
Sprautusjúklingar 0,21 1,40 15,78 8,57
Gagnkynhneigðir 0,52 0,91 2,80 0,74
Blóðgjafar 0,26 0,41 1,33 0,20
Smit móðir/barn 0,05 0,15 0,96 0,31
Blæðarar 0,18 0,33 0,50 0,36
Aðrir 0,16 0,45 1,92 0,58
Samtals 5,69 9,58 56,8 13,28
„Við verðum að efla
uppfræðsluna en hún
er öflugasta vörnin
gegn eyðni og mörgum
öðrum sjúkdómum. Við
megum ekki sofna á
verðinum gegn þesum
lífshættulega sjúk-
dómi.“
Varsjá, hefur tíðnin aukist úr örfá-
um prósentum í yfir 50% á 2-3
árum. í sumum löndum í Mið-
Afríku er ástandið hrikalegt en þar
eru allt að 30% 20-40 ára fólks
smitað. Sömu sögu er að segja frá
Brasilíu, Mexico og af löndum í
Suður-Asíu. Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin áætlar að ú’öldi
HlV-smitaðra í heiminum verði um
30 milljónir árið 2000 og eyðni-
veikra 10 milljónir.
Tíðni (nýgengi) lokastigs sjúk-
dómsins jókst í ölíum löndum vest-
urheims árin 1986-1989. En at-
hyglisvert er að dregið hefur úr
veldisaukningu sjúkdómsins
(exponential incidence) sérstak-
lega á Norðurlöndum og nokkr-
um löndum á meginlandinu en
þar fjölgar nýjum tilfellum á
lokastigi ekki sem áður. Fyrst
urðu menn varir við þessa þróun
1989, sem síðar staðfestist 1990,
samkvæmt upplýsingum frá Al-
þjóðaheilbrigðisstofnuninni í París.
Trúlega hafa lyfin haft veruleg
áhrif og mest þar sem allir HIV-
sýktir hafa möguleika á að fá lyfin.
Þetta eru fyrstu „batamerkin"
og vekur vonir. Vonin er að vísu
létt i fangi en afar styrkjandi.
Fólk verður þó að hafa í huga að
sjúkdómurinn verður meðal okkar
um langa framtíð. Við verðum að
efla uppfræðsluna en hún er öflug-
asta vörnin gegn eyðni og mörgum
öðrum sjúkdómum.
Ólafur Ólafsson
Við megum ekki sofna á verð-
inum gegn þessum lífshættulega
sjúkdómi.
Heimildir: WHO Collaborating Center,
Paris 1990.
Höfundur er landlæknir.
Þroskaþjálfaskóla Isíands slitíð
ÞROSKAÞJALFASKÓLA Is-
lands var slitið að viðstöddu fjöl-
menni í Bústaðakirkju 27. maí
s.l. Við athöfnina voru 19 þroska-
þjálfar brautskráðir úr grunn-
námi. Einnig luku 25 starfandi
þroskaþjálfar framhaldsprófi í
vor og voru þeir brautskráðir
sama dag.
Yfirstjórn skólans hefur frá upp-
hafi verið hjá heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu en sam-
kvæmt ákvörðun Alþingis flyst yfír-
stjórnin til menntamálaráðuneytis-
ins sumarið 1991. Ráðherrar heil-
brigðis og menntamála, Sighvatur
Björgvinsson og Ólafur G. Einars-
son, voru báðir viðstaddir athöfn-
ina. Veitti menntamálaráðherra
skólanum formlega viðtöku fyrir
hönd ráðuneytis síns. Ráðherrarnir
og formaður skólastjórnar, Haraid-
ur Ólafsson, fluttu ávörp. Fulltrúar
útskriftarnema og fulltrúar 10 og
20 ára þroskaþjálfa ávörpuðu einn-
ig samkomuna og færðu skólanum
árnaðaróskir og gjafir.
Guðni Guðmundsson organisti
Bústaðakirkju flutti tónlist ásamt
hópi söngvara. Hópur heimilis-
manna á sambýlum í Reykjavík og
nágrenni flutti frumsaminn leikþátt
sem þeir nefna „Veggi“. Stjórnandi
verksins var Kristín Á. Ólafsdóttir
kennari í leikrænni tjáningu við
Þroskaþjálfaskóla ísiands.
Skólastjórinn, Bryndís Víglunds-
dóttir, ávarpaði nemendur og hvatti
þá til að standa vörð um þau við-
horf gagnvart fötluðum sem haldið
er á loft í skólanum, fara að þeirn
fræðum sem þeir hafa numið við
skólann og stunda frið við sjálfa
sig og aðra.