Morgunblaðið - 28.06.1991, Síða 12

Morgunblaðið - 28.06.1991, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991 Morgunblaðið/Olafur K. Magnússon Willy Brandt ræðir við Björn Jóhannsson, blaðamann Morgunblaðsins, við komuna til Keflavíkurflugvall- ar í júní 1968. Brand’1, bhii sljórnaði fundi Atlantshafsráðsins, flytur ræðu sína í Háskólafcíói. Við hlið hans situr Bjarni Benediktsson forsætisráð- herra. Merkið frá Reykjavík og „OstpoIitik“ Brandts MERKIÐ frá Reykjavík, afvopnunarfrumkvæði Atlantshafsband- alagsins, sem til varð á íslandi árið 1968, er Willy Brandt, fyrr- um kanslara Vestur-Þýskalands, minnisstætt eins og fram kem- ur í endurminningum hans. Brandt var þá utanríkisráðherra og hafði hleypt af stokkunum „Ostpolitik" sinni, sem miðaði að slökun í samskiptum austurs og vesturs. Þótt nokkur bið yrði á að merkinu frá Reykjavík. væri svarað í Moskvu markar það upphafið að því ferli sem leiddi til Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu og Vínarviðræðnanna um gagnkvæman og jafnan niðurskurð vopna. Eins og fram kom í ræðu Brandts á Reykjavíkurfundinum fyrir 23 árum ber hann hlýjan hug til íslendinga. Það staðfesti Brandt í nóvember 1972 þegar Walter Scheel, utanríkisráðherra og formaður Fijálsa demókrataflokks-' ins í Vestur-Þýskalandi, vildi ekki ræða landhelgisdeiluna við íslendinga en Brandt, sem þá var kanslari, tók fram fyrir hend- urnar á honum og lýsti yfir miklum samningavilja í samtali við Morgunblaðið. Brandt varð kanslari árið 1969, hinn fyrsti, sem Jafnaðar- mannaflokkur Þýskalands eignast eftir stríð. Tveimur árum síðar hlaut hann friðarverðlaun Nóbels fyrir slökunarstefnu sína gagnvart Austur-Evrópu. Árið 1972 undirrit- uðu síðan stjórnir þýsku ríkjanna tveggja sáttmála þar sem skipting ríkjanna var innsigluð og viður- kenndur tilveruréttur þeirra beggja. Árið 1974 sagði Brandt af sér kanslaraembætti þegar einn af helstu ráðgjöfum hans var af- hjúpaður sem austur-þýskur njósn- ari. Hann hélt þó áfram stjórnmála- þátttöku og helgaði sig baráttunni gegn fátækt í heiminum og afvopn- un. Gegndi hann m.a. formennsku í svonefndri Norður-suður-nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem jafnan var kölluð Brandt-nefndin. Hann er nú heiðursformaður þýskra jafn- aðarmanna og á sæti á þýska þing- inu. Brandt fæddist 18. desember 1913 ,og er því á 78. aldursári. Hann vakti fyrst á sér verulega athygli meðan hann var borgar- stjóri Vestur-Berlínar. Var hann kjörinn borgarstjóri árið 1957 og gegndi því starfi þegar Austur- Þjóðverjar reistu Berlínarmúrinn árið 1961. Brandt hefur ætíð verið mótfall- inn hemaðarstefnu og beitti sér fyrir að skriður kæmist á stórvelda- viðræður um afvopnun. Sem utan- ríkisráðherra í samsteypustjórn Kurt-Georgs Kiesingers kanslara árið 1966 hóf hann að móta slökun- arstefnu sína gagnvart Austur-Evr- ópu, hina svokölluðu „Ostpolitik“. A árunum 1966-69 kom hann á stjórnmálasambandi við Rúmeníu og Júgóslavíu og gekk þar með gegn þeirri afstöðu, sem stjómvöld í Bonn höfðu haft, um að eiga ekki formleg samskipti við ríki, sem við- urkenndu austur-þýska ríkið. Sem kanslari gerði hann gmnd- vallarbreytingar á stefnu Vestur- Þjóðverja gagnvart Austur-Evrópu og var tilgangurinn að binda enda á aldarfjórðungslanga tortryggni og hatur. Leiddi það m.a. til undir- ritunar griðarsáttmála við Sovét- menn, þar sem ríkin tvö hétu því að ráðast ekki hvert á annað. I kjölfarið kom hann síðan á sáttum og eðlilegu sambandi við Pólverja, sem þjáðst höfðu hvað mest undan oki Hitiers. Hver sigurinn af öðrum í utanríkismálum fylgdi í kjölfarið og árið 1970 heimsótti hann Aust- ur-Þýskaland, fyrstur kanslara Vestur-Þýskalands. Hann breytti nafni sínu úr Her- bert Karl Frahm í Willy Brandt á stríðsámnum til þess að viila um fyrir Gestapó til þess að sleppa frá pólitískum ofsóknum, sem Adolf Hitler hóf gegn andstæðingum nas- ismans. Um síðir flýði Brandt til Noregs og fékk norskt ríkisfang þegar hann var sviptur þýskum borgararétti. Segir Brandt í endur- minningum sínum að veran í Nor- egi og síðar í Svíþjóð hafi haft mikil áhrif á þróun stjórnmálavið- horfa sinna og sé honum síðan fjarska hlýtt til Norðurlandabúa. Brandt stjórnaði fundinum Vorfundur Atlantshafsráðsins í Reykjavík í júní 1968, sem Brandt 32 StoUR Willy Brandt i viðtali við MorgunblaðiO Um landhclgismálið: Leggjum okkur fram umaðnásamkomulagi Walter Scheel vildi ekki tala um fisk Miklar vonir um samkomulag, ef viðrœður fœru fram, segir Lange, þingmaður jafnaðarmanna Kri i lnndhrlgisdrilunni, v»r Matthíaai Johannessen. hann þeear 1 aU8 tilbúinn a8 Bonn I gmr. r*8a míUS. Harrn <a«8i: „Vi8 > iokinnl opinbarri opnun- mnnum gera aUt, wm i ohk- >iti8 þingmannafundar At- « valdi ttrndur tli a8 sam- ■tahafarikjanna, aem fram komutag náiat um landhelg- slSdegis 1 aaUrkynnum lamíliB. É« vona, »8 nam- aka Sambandsþingains hér komulag muni nást niilli Is- borg. náfti blaSamaSur lendlnga og Voalur-Þjóð- ^"|uaa þar frá itofnun srgunbUBnns UU af nv- vorja. Vi8 mun reiSubúnir pfzk* sambandeþtngalm 1949. irnum kanaUra Vestur- •* lr((ja okkur alla fram til Lange ar á ivlpoGum aMrt o* . . . ...... .. m kanaUrfnn, 58 ára, og hefur ae<- akalanda, Willy Brandt. og ■” ,vo vernt. M „ þ|n( vnlur-Iddulanh ett inriklsráSherra Undalna, Walter Sctirel. utanrtkiará» |r atrlB. f koankigunum nú hlaut þelrrir ikotktnar. «0 viðrieður hetðu án aO íara fram fyrir koan lagamar mini lalenðlnga og Vaatur-ÞJöðwerJa, aagðl Ijinge ennfremur. Eg benti homiro á ummali Ertla 1 Travemlinda og mitii Islendinga og Vi PJúðverJa. Bkkert mlnntlst etga lalendfngar a8 Lange: Já. pútMUin aM r.inar Agúataaon. uUnrtklaráð- herra. á slnum tiroa. Þingmannafundur NATO i Etonn: ísland er lykill að stjórn norð urhluta Mið-Atlantshafs segir í skýrslu norsks þingmanns Forsíða Morgunblaðsins 23. nóvember 1972 er Brandt iýsir yfir samn- ingavilja í landhelgisdeilunni. stjómaði, var markverður fyrir þær sakir á þá var tekin ákvörðun um endumýjaða stefnu bandalagsins, sem miðaði að því að draga úr spennu mili austurs og vesturs. Féll sú stefna saman við „Ostpoli- tik“ Brandts. Fundurinn vakti mikla athygli á íslandi og var haft á orði að aldrei hefðu jafnmargir erlendir ráðami jin og fréttamenn verið staddir hérlendis. Vestur- þýski utanríkisráðherrann var mik- ið í sviðsljósinu enda var Berlínar- málið rétt; einu sinni á forsíðum blaða, Austur-Þjóðveijar höfðu skömmu áður reynt að torvelda umferð milli Berlínar og Vestur- Þýskalands. Þegar Brandt kom með Gullfaxa, þotu Flugfélags íslands, til Kefla- víkurflugvallar var mikil þröng fréttamanna heimspressunar sem sóttust eftir því að ná tali af Brandt. Hann lét spurningar þeirra hins vegar sem vind um eyru þjóta þart- il einn úr hópnum, blaðamaður Morgunblaðsins, brá á það ráð að kalla fram spurningu sína á norsku. Þá staðnæmdist ráðherrann og ræddi við blaðamanninn. Erlendu fréttamennirnir máttu hins vegar flestir bíta í það súra epli að skilja ekki orð! í setningarræðu sinni í Háskóla- bíói sagði Brandt m. a.: „Þau 15 ríki, sem eiga fulltrúa sína hér á þessum fundi, eru mikið afl friðar og framfara. ísland er hið minnsta meðal þeirra þegar við fólksfjölda er miðað. Hins vegar er land þetta og sú þjóð, sem það byggir, engra eftirbátur í þeirri staðföstu ákvörð- un sinni að vernda frelsi sitt og lýðræðislegt stjómarfar, og leggja fram sinn skerf í viðleitni við að skapa betri og farsælli heim. Þegar fyrstu landnemamir komu til þessa lands frá Noregi fyrir nærri 1100 ámm, stigu þeir fyrsta stóra sporið til að brúa hina breiðu áia Atlants- hafsins. Segja má því með sanni að hugrekki þesarar þjóðar, sem um aldir hefur vanist ferðum um úfið úthafið, hafi gert hana að brautryðjanda meðal þeirra þjóða, sem nú mynda bandalag Atlants- hafsþjóðanna. Það er ekki einungis sökum þess hve mikla þýðingu lega þessa Iands hefur, miðja vegu milli meginlands Norður-Ámeríku og Evrópu, heldur vegna sögulegra afreka sinna, að ísland er ómiss- andi meðal meðlima Atlantshafs- bandalagsins." Frumkvæðið í Reykjavík leiddi til Vínarviðræðnanna í endurminningum Willy Brandts sem út komu fyrir tveimur árum kemur fram að hann taldi það alla tíð grundvallaratriði að vestur- þýska stjórnin léki engan einleik í utanríkismálum. Hann segist ætíð hafa tryggt sér stuðning banda- lagsþjóðanna í NATO við „Ostpolit- ik“ sína þótt andstæðingar heima fyrir héldu öðru fram. Síðan segir: „Ráðherraráðstefna NATO í höfuð- borg íslands í lok júní 1968 hafði sérstakt vægi... Merkið frá Reykja- vík (Signal von Reykjavík) sem þar var samþykkt hafði að markmiði að hvetja Sovétstjórnina og Var- sjárbandalagið til að vera reiðubúið til. samningaviðræðna um gagn- kvæma og jafna takmörkun her- afla. í merkinu, sem ég átti stóran þátt í að semja, var talað um „ferli". Ég var því hlynntur að byijað yrði á afvopnun þar sem þess gerðist helst þörf, þ.e.a.s. í Mið-Evrópu. Þess væri óskandi að brátt hæfust könnunarviðræður bandalagsþjóð- anna við Sovétríkin og Austur-Evr- ópuríki. Ég undirstrikaði ennfremur að hinn hluta Þýskalands mætti ekki útiloka frá slíkum hugleiðing- um. Þetta frumkvæði leiddi síðar til viðræðnanna í Vínarborg um gagn- kvæman niðurskurð herafla, en féll í miliitíðinni í gleymsku vegna inn- rásar Sovétmanna í TékkóslóvakíU. Hún var mikil hrollvekja fyrir ná- granna okkar og fyrsta alvarlega áfallið fyrir stefnu okkar [þ.e. „Ost- politik“].“ Innrásin í Tékkóslóvakíu varð þó ekki til að koma í veg fyrir að ríki Atlantshafsbandalagsins reyndu til þrautar að ná samning- um við Sovétríkin um lausn mála í Evrópu. Næstu árin eftir Reykja- víkurfundinn einkenndust nefniiega af slökun spennu fyrir tilstilli leið- toga risaveidanna. Brandt segist í endurminningum sínum hafa orðið var við það er hann ræddi við Leo- níd Brezhnev Sovétleiðtoga snemma á áttunda áratugnum að hann bar lítið skynbragð á tillögur NATO í afvopnunarmálum, virtist ekki sjá samhengið milli afvopnun- ar og slökunar og hafði ekki tekið merkið frá Reykjavík til sín. „Eng- inn hans manna virtist hafa sagt honum frá því að hernaðarójafn- vægi í Evrópu væri vandamál. Og heldur ekki að skilja bæri að tvö svið, sem semja ætti um annars vegar í Helsinki og síðan í Vínar- borg: Annars vegar samvinnu og traustvekjandi aðgerðir, hins vegar niðurskurð herafla.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.