Morgunblaðið - 28.06.1991, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991
H
Hvað er eigmlega á
seyði í lífeyrismáluniim?
eftir Bjarna
Þórðarson
Laugardaginn 15. júní sl. birtist
í Morgunblaðinu leiðari undir fyrir-
sögninni „Lífeyrissjóðakerfið“.
Leiðarinn fjallar um ýmsan vanda,
sem steðjar að í lífeyrismálum
landsmanna, og í lokin er varpað
fram hugmyndum, sem ég fæ ekki
túlkað á annan veg en tillögur
blaðsins. Leiðari þessi á sér nokk-
urn aðdraganda í Morgunblaðinu,
en Reykjavíkurbréf fjallaði um til-
tekinn þátt þessara mála 2. júní sl.
Þeim sjónarmiðum, sem þar var
hreyft, var svarað í blaðinu 8. júní
af þeim Hrafni Magnússyni, fram-
kvæmdastjóra Sambands almennra
lífeyrissjóða, og Sigurgeir Jónssyni,
fv. hæstaréttardómara. Þá fjallaði
leiðari blaðsins 11. júní um „Tekju-
tenginu ellilífeyris" og má líta á
hann sem svar við greinunum
tveimur.
Hér hefur Morgunblaðið fjallað
um veigamikil hagsmunamál, sem
LINDA PÉTURSDÓTTIR
slensk fegurð
NO NAME
COSMETICS -..
Loksins eru þeir komnir
nýju sumarlitirnir
Nýjar pakkningar
Ný varalitalína, stórkostlegir litir
Komið, skoðið og fáið leiðbeiningar hjá fagfólki í
eftirtöldum verslunum:
Snyrtivöruversl. Dísella, Miðvangi 41, Hafnarfirði - 28/6 kynning
Verslunin Perla, Kirkjubraut 2, Akranesi - 12/7 kynning
Snyrtilínan, Fjarðarkaupum, Hafnafirði - 4. og 5/7 kynning
Snyrtistofan Paradís, Laugarnesvegi 82
Gott útlit, Nýbýlavegi 14, Kópavogi
Snyrtistofan Rós, Engihjalla 8, Kópavogi
Snyrtistofan Líf, Álfabakka 12, Mjódd, Reykjavík - 28/6 kynning
Snyrtihús Heiðars, Vesturgötu 19, Reykjavík
Hár og förðun, Faxafeni 9, Reykjavík
Ingólfsapótek, Kringlunni 8-12, Reykjavík
Snyrtistofan NN, Kringlunni 6, Reykjavík.
Snyrtistofan Yrja, Klausturhvammi 15, Hafnarfirði
Snyrtistofan Táin, Smáragrund 2, Sauðárkróki
Gloría, Hafnargötu 21, Keflavík -12/7 kynning
Snyrtistofa Nönnu, Strandgötu 23, Akureyri
allir landsmenn eiga mikið undir,
að verði leidd til lykta á skynsam-
legan hátt og þá að ráði þeirra sem
gjörst þekkja. Því er rétt að þakka
blaðinu fyrir að helja nauðsynlega
umræðu, sem vonandi á eftir að
fræða þá sem málið varðar og þá
fyrst og fremst almenning um stöðu
lífeyrismála í dag og hvernig unnt
sé að bæta hana.
Fjárhagsstaða lífeyrissjóða
A undanförnum dögum hefur
verið greint opinberlega frá fjár-
hagsstöðu ýmissa lífeyrissjóða á
forræði opinberra aðila, þ.e. ríkisins
og Landsbanka og Seðlabanka. Það
er ekki að furða að almenningi
blöskri þær fjárhæðir, sem lands-
menn eru ábyrgir fyrir vegna þeirra
lífeyrisskuldbindinga, sem stofnað
hefur verið til með aðild að þessum
sjóðum. Þeim, sem til þekkja, koma
þessar niðurstöður ekki á óvart, þar
sem ekkert samræmi hefur verið
milli þess lífeyrisréttar, sem við-
komandi sjóðfélögum hefur verið
lofað og þeirra iðgjalda, sem greidd
hafa verið til sjóðanna. Þá hafa
þessir sjóðir einnig haft þá sér-
stöðu, að vísu með nokkrum fleiri
sjóðum, að lána út fé með verulega
lægri vöxtum en almennt gerist.
Sjóðfélagar þessara sjpða þurfa
ekkert að óttast um sinn lífeyris-
rétt, því ríkissjóður og sveitarfélög
(svo og ýmsar aðrar stofnanir og
fyrirtæki) og þar með skattborgarar
landsins munu standa undir öllum
greiðslum til þeirra í tímans rás.
Aunninn lífeyrisréttur sjóðfélag-
anna verður ekki skertur og kjörum
á Iánum, sem þegar hafa verið
veitt, verður ekki breytt nema að
takmörkuðu leyti.
En það eru ekki allir sjóðfélagar
svona heppnir. Það er viðbúið að
lífeyrisréttur margra verði skertur
og það þrátt fyrir að þeir hafi orðið
að greiða hæstu vexti á hveijum
tíma af þeim lánum, sem þeir hafa
fengið hjá lífeyrissjóði sínum. Leið-
arahöfundur Morgunblaðsins segir
að án aðgerða stefni flestir lífeyris-
sjóðir í gjaldþrot á næstu áratugum.
í raun er ekki til neitt sem heitir
gjaldþrot lífeyrissjóðs, því sú skylda
hvflir á stjórn lífeyrissjóðs að grípa
til nauðsynlegra ráðstafana, ef ljóst
er að sjóðurinn getur ekki staðið
við lífeyrisloforð sín. Geti stjórn
sjóðs ekki leyst fjárhagsvanda
sjóðsins með öðrum hætti ber henni
að skerða réttindi sjóðfélaganna
hlutfallslega.
Það er ekki ætlun mín að ræða
hér almennt um þann vanda sem
blasir við mörgum sjóðum af þess-
um sökum. Leiðarahöfundur Morg-
unblaðsins víkur að því í inngangi
sínum, að brýna nauðsyn beri „til
að taka allt lífeyriskerfi lands-
manna til gagngerðrar endurskoð-
unar“. Hér skal tekið heils hugar
undir þessa skoðun en jafnframt
Bjarni Þórðarson
„Stjórnvöld verða nú
þegar að taka á þeim
vanda sem blasir við í
lífeyrismálum lands-
manna. Þau mega ekki
skerða rétt sjóðfélaga
lífeyrissjóða til bóta frá
almannatryggingum
frekar en orðið er,
heldur verða þau að
snúa þeirri þróun við
sem átt hefur sér stað
með síauknu vægi
tekjutryggingarinnar.44
bent á að þijár ríkisstjómir hafa
haft tii umfjöllunar ítarlegar tillög-
ur „endurskoðunarnefndar lífeyris-
kerfisins", sem voru afrakstur 11
ára starfs nefndarinnar, en lítt hafa
þær aðhafst enn. Vonir standa þó
til að nú fari að rætast úr enda
ekki vonum seinna. Engu að síður
er sinnuleysi stjórnvalda í þessu
sambandi mjög gagnrýnivert og
þeim til vansa að hafa ekki tekið
hér afgerandi forystu.
„Tekjutenging ellilífeyris"
Morgunblaðið gerði það að tillögu
sinni í Reykjavíkurbréfi því, sem
fyrr var nefnt, að allur ellilífeyrir
almannatrygginga yrði ákvarðaður
með hliðsjón af öðrum tekjum
lífeyrisþegans (blaðið talar um
tekjutengingu ellilífeyris, en mér
finnst það óheppilegt orðalag því
að það er oft notað um ellilífeyri,
sem tekur mið af þeim tekjum, sem
lífeyrisþeginn aflaði áður en hann
hóf töku lífeyris). í dag skiptist elli-
lífeyrir (og örorkulífeyrir) almanna-
trygginga í tvo hluta, annars vegar
fastan lífeyri sem allir fá án tillits
til tekna og hins vegar uppbót á
ellilífeyri sem almennt er nefnd
tekjutrygging. Ef tekjur lífeyris-
Langholtskirkja:
Kveðjumessa Sigurðar
Hauks Guðjónssonar
SERA Sigurður Haukur Guðjóns-
son kveður söfnuð sinn í messu í
Langholtskirkju, Kirkju Guð-
brands biskups, sunnudaginn 30.
júní klukkan 11.
Kór Langholtskirkju frumflytur
Messe Basse eftir Cabriel Faur <d
útsetningu Anders Öhrwall og Ólöf
Kolbrún Harðardóttir, óperusöng-
kona, og Lárus Sveinsson, trompet-
leikari, flytja verk eftir Handel. Org-
anisti er Jón Stefánsson. Ritningar-
lestra flytja sóknarnefndarmennirnir
Ragnheiður Finnsdóttir og Ólafur
Örn Árnason. Messunni lýkur með
altarisgöngu.
Séra Sigurður Haukur Guðjóns-/
son kom til starfa við Langholts-
kirkju 1. janar 1964. Hann hefur
því þjónað söfnuðinum í 27 ár og
leitt fijótt, fjölbreytt og þróttmikið
safnaðarstarf. Og í hans preststíð
lauk smíði Langholtskirkju, sem var
vígð 16. september 1984.
Eftir messuna á sunnudaginn býð-
ur safnaðarnefndin til léttrar máltíð-
ar í safnaðarheimilinu og eru allir
kirkjugestir velkomnir. Þar mun for-
maður sóknarnefndarinnar, Sigríður
Jóhannsdóttir, ávarpa séra Sigurð
Hauk Guðjónsson og frú Kristínu
Gunnlaugsdóttur og flytja þeim
þakkir safnaðarins.
(FréttatilkynninR frá Langholtssiifnuði)
þegans eru undir t.ilteknu marki
greiðist hún að fullu, en skerðist
um 45% af þeirri Ijárhæð, sem tekj-
ur fara umfram þetta mark og fell-
ur síðan niður. Þeir Hrafn Magnús-
son og Sigurgeir Jónsson fjölluðu
ítarlega um þessa tillögu blaðsins
í greinum sínum 8. júní og í sjálfu
sér ekki ástæða til að orðlengja um
það frekar hér, enda virðist blaðið
hafa dregið nokkuð í land í leiðurun-
um tveimur.
Þó er rétt að greina stuttlega frá
tilurð ákvæðanna um tekjutrygg-
inguna í lögum um almannatrygg-
ingar. Á árinu 1971 tóku gildi ný
lög um almannatryggingar og með-
al nýmæla í þeim lögum voru
ákvæði um sérstaka tekjutrygg-
ingu. Hlutverk þessarar tekjutrygg-
ingar var m.a. að leysa vanda
ákveðins hóps, sem hafði öðlast
engin eða rýr réttindi með löggjöf
um eftirlaun aldraðra félaga í stétt-
arfélögum. Þau lög höfðu tekið gildi
í ársbyijun 1970 og tengdust þeim
samningum sem aðilar vinnumark-
aðarins höfðu gert um almenna
aðild launþega að lífeyrissjóðum.
Mun hafa verið get ráð fyrir að
vægi tekjutryggingarinnar færi
minnkandi þegar fram liðu stundir
og menn mundu ávinna sér aukin
réttindi í lífeyrissjóðum.
Reyndin hefur orðið á annan veg.
Vægi tekjutryggingarinnar hefur
vaxið og nú síðast hefur verið aug-
lýst að hún muni hækka um 18%
um næstu mánaðamót og er sú
hækkun umfram almennar hækk-
anir á bótum almannatrygginga.
Árið 1972 nam tekjutryggingin um
55% af ellilífeyrinum, árið 1982
110% og eftir hækkunina 1. júlf nk.
verður hún 217% af honum (tvöföld-
unartíminn í þessu sambandi er um
10 ár!).
Gildandi reglur um tekjutrygg-
ingu rýra mjög gildi þess lífeyris,
sem menn frá greiddan úr lífeyris-
sjóðum. Samanlögð áhrif þessarar
skerðingar á tekjutryggingunni og
staðgreiðslu skatta valda því að um
67 aurar af hverri krónu, sem lífeyr-
issjóðurinn greiðir lífeyrisþeganum,
rennur beint til ríkisins á ný (þetta
á við á allbreiðu tekjubili frá því
að samanlagðar tekjur fara yfir
skattleysismörkin og þar til búið
er að éta tekjutrygginguna upp til
agna). Þegar tillit er tekið til þess
að launþeginn greiðir skatt af því
iðgjaldi, sem hann greiddi til þess
að afla réttindanna, er ljóst að skil-
virkni sparnaðarins verður harla
lítil. Enn verri er staða sjálfstæðra
atvinnurekenda en skattyfirvöld
heimila þeim nefnilega ekki að líta
á 6% iðgjaidshluta atvinnurekand-
ans sem útgjöld við atvinnurekstur-
inn. Þeir greiða því tekjuskatt og
útsvar af öllu iðgjaldinu. Lögum
samkvæmt ber þeim skylda til að
greiða iðgjöld til lífeyrissjóðs, sem
öllum launþegum. Þessi þrefalda
sköttun þess ijár, sem rennur um
farvegi lífeyriskerfisins, er slík
hneisa að við svo búið má ekki leng-
ur standa.
Eigin eftirlaunasjóðir
Nú verður vikið nánar að tillög-
um blaðsins í leiðaranum 15. júní,
en þar er blaðið að taka undir þings-
ályktunartillögu Guðna Ágústsson-
ar, alþingismanns og fomanns
bankaráðs Búnaðarbanka íslands,
og félaga hans um að „skipa nefnd
sem fái það hlutverk að móta regl-
ur um eigin eftirlaunasjóði allra
landsmanna og gera tillögur um
hvernig hægt væri að gera upp
réttindi launþega í núverandi lífeyr-
issjóðum."
I greinargerð er að finna upptaln-
ingu á ýmsum atriðum, sem höfð
skulu til hliðsjónar við starf nefnd-
arinnar, m.a. skulu eftirlaunasjóð-
irnir verðtryggðir og ávaxtaðir á
bankareikningum eða með verð-
bréfum skráðum á opinberu verð-
bréfaþingi, allar greiðslur úr sjóð-
unum skulu skattfijálsar og ríkið
skal stofna tryggingasjóð, sem taki
við tryggingaþætti lífeyrissjóðanna
(örorkubótum, barna- og maka-
lífeyrisgreiðslum).
I tillögunni felst að afnema nú-
verandi tryggingakerfi lífeyrissjóð-
anna og setja í staðinn upp nýtt
skyldusparnaðarkerfi. Síðan á að
setja upp nýtt tryggingarkerfi til
að taka við hluta af tryggingaþátt-