Morgunblaðið - 28.06.1991, Síða 15
MQRGlJNfiLAÐlD FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ. .19,91
15
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Fijálsíþróttakappar leggja tartanbraut fyrir stökkgreinar.
Hvolsvöllur:
íþróttahátíð HSK
um þeim sem lífeyrissjóðirnir ann-
ast. Þó ekki einum sem er býsna
mikilvægur og hann er sá að
tryggja hinum langlífustu tekjur,
eftir að greiðslum úr eftirlaunasjóð-
unum sleppir. Þá kemur ekkert
fram um það hvemig fara skuli
með áunnin réttindi í lífeyrissjóðun-
um en að sjálfsögðu yrðu þeir að
halda áfram starfsemi sinni og
standa við áunnin lífeyrisloforð
vegna liðins tíma eftir því sem íjár-
hagur þeirra leyfir.
Fáar þingsályktunartillögur hafa
öðlazt jafnmiklar vinsældir og þessi
tillaga Guðna og félaga hans. Hinn
almenni borgari virðist þar sjá lausn
á vanda lífeyriskerfísins. Menn
leggja meira segja til á þingi BSRB
að taka undir þessi sjónarmið. Illu
heilli fyrir ríkissjóð og hinn almenna
skattþegn var komið í veg fyrir
samþykkt tillögu um að hverfa að
slíku kerfí fyrir opinbera starfs-
menn.
Hvað veldur þessum vinsældum
tillögunnar? Er það vantrú almenn-
ings á lífeyrissjóðunum og stjóm-
endum þeirra eða er það einstakl-
ingshyggjan sem ræður mestu?
Morgunblaðið tekur undir sjón-
armið þingsályktunartillögunnar og
staðhæfír í leiðaranum 15. júní, að
ávöxtun virðist miklu meiri á hinum
fijálsa íjármagnsmarkaði en í al-
mennum, lífeyrissjóðum. Þetta er
alvarleg fullyrðing og ekki væri
óeðlilegt að hún væri studd gildum
rökum, en svo er ekki. Ég leyfí mér
að staðhæfa að ávöxtun ijár í hinum
almennu lífeyrissjóðum sé ekki lak-
ari en almennt gerist í verðbréfa-
sjóðum og á þeim bankareikning-
um, sem bezta ávöxtun gefa.
Lífeyrissjóðimir hafa orðið að
kaupa skuldabréf Byggingarsjóðs
ríkisins fyrir um 4Ö% af ráðstöfun-
arfé sínu til þess að tryggja sjóðfé-
lögum sínum fullan lánsrétt úr hús-
næðiskerfínu. Bréf þessi bera
nokkru lægri vexti en almennt ger-
ist en þrátt fyrir þessa staðreynd
mun raunávöxtun fijálsu lífeyris-
sjóðanna vera um 6-7% og hefur
þá kostnaður við rekstur verið dreg-
inn frá vaxtatekjum.
Vandi lífeyrissjóðanna á rót sína
að mestu að rekja til stórlega nei-
kvæðrar ávöxtunar á fyrri tíð og
sama mundi að sjálfsögðu hafa gilt
um eftirlaunareikninga, sem stofn-
að hefði verið til á sama tíma og
lífeyrissjóðimir vom að hefja starf-
semi sína. Hvaða innstæða mundi
í dag vera á bankareikningi t.d. í
Búnaðarbanka íslands, sem alþing-
ismaður hefði lagt inn á 10% af
þingfararkaupi sínu frá 1956, mælt
í þingfararkaupi dagsins í dag?
Hvað mundi hann fá mörg % af
þingfararkaupinu greitt út á ári
næstu 20 árin? Það er auðvelt að
reikna út býsna háar tölur með því
að gefa sér tilteknar forsendur um
raunávöxtun. En að bera niðurstöð-
ur slíkra útreikninga saman við
þann lífeyri, sem lífeyrissjóðir munu
geta greitt eftir hremmingar 7. og
8. áratugarins, er ekki aðeins út í
hött heldur beinlínis heimskulegt.
Lífeyrissjóðimir hafa einnig verið
gagnrýndir fyrir, að kostnaður við
rekstur þeirra væri of hár. Ég tek
undir þá gagnrýni að vissu marki
en vil engu að síður halda því fram
að svigrúm til sparnaðar er ekki
ýkja mikið. Einstakir minni sjóðir
hafa reynst of dýrir í rekstri og ná
má nokkrum spamaði með sammna
sjóða en þegar litið er á heildar-
myndina emm við ekki að tala um
fjárhæðir sem skipta sköpum. Áætl-
aður rekstrarkostnaður allra lífeyr-
issjóðanna á árinu 1990 er 564
millj. kr. samkvæmt Hagtölum
mánaðarins í maí 1991. Sem hlut-
fall af iðgjöldum er kostnaðurinn
um 4% og af eign um 0,5%. Ég er
hræddur um að verðbréfasjóðir geri
ráð fyrir hærri kostnaði en hér er
nefnt. Þá er þessi kostnaður innan
við einn tíundi hluti kostnaðarins í
bankakerfínu í krónum talið en sem
hlutfall af eign er kostnaður þar
2-3% og er þá ekki tekið tillit til
afskrifta vegna tapaðra útlána. Að
sjálfsögðu er ekki unnt að gera
neinn samanburð á kostnaði í þess-’
um tveimur kerfum þar sem starfs-
svið þeirra er mjög ólíkt.
Það virðist, sem ýmsum fínnist
það óbærileg hugsun, að öll þau
iðgjöld, sem þeir hafa greitt til
lífeyrissjóðs á starfsævinni, „falli
lífeyrissjóðnum í skaut" við fráfall
hans, ef enginn aðstandenda hans
á rétt til lífeyris. Ef mönnum er það
svo mikils virði ,að vita af því að
iðgjöld þau, sem greidd eru til
lífeyrissjóðs, falli örugglega til hans
eða'erfíngja hans er auðvelt að fara
aðra leið heldur en að umbylta líf-
eyriskerfínu. Líftryggingarfélögin
ættu að bjóða þeim, sem þess óska,
upp á sérstaka tryggingu í þessu
skyni. Tryggingarupphæðin væri
iðgjöldin að viðbættum verðbótum
og vöxtum, sem væru vegið meðal-
tal af hæstu bankavöxtum á hveij-
um tíma, • að frádregnum þeim
lífeyri, sem sjóðfélaginn, maki hans
eða börn hefðu fengið greidd frá
lífeyrissjóðnum. Hún yrði greidd til
erfíngjanna við lok lífeyrisgreiðsln-
anna en í mörgum tilvikum kæmi
ekki til greiðslu, þ.e.a.s. ef lífeyris-
greiðslurnar nema hærri íjárhæð
en iðgjöldin. Slíkt kerfí er vissulega
framkvæmanlegt og það hefði
miklu minni röskun í för með sér
heldur en tillaga Guðna gerir ráð
fyrir. Þessari hugmynd er hér með
komið á framfæri til umræðu. Ég
mundi hins vegar ráða vinum og
kunningjum frá því að taka slíka
tryggingu.
Lokaorð
Stjómvöld verða nú þegar að
taka á þeim vanda sem blasir við
í lífeyrismálum landsmanna. Þau
mega ekki skerða rétt sjóðfélaga
lífeyrissjóða til bóta frá almanna-
tryggingum frekar en orðið er, held-
ur verða þau að snúa þeirri þróun
við sem átt hefur sér stað með sí-
auknu vægi tekjutryggingarinnar.
Tillaga Guðna Ágústssonar, sem
Morgunblaðið hefur tekið undir,
þýðir einfaldlega, að við stæðum
uppi með þijú hliðsett kerfi í stað
eins í dag til viðbótar við almanna-
tryggingarnar. Skyldi nokkur ætla,
að slíkt muni leiða til spamaðar eða
skilvirkara kerfís! Mín tillaga er sú,
að þeim sem endilega vilja vita af
iðgjöldunum með verðbótum og
vöxtum í höndum erfingjanna verði
gefínn kostur á sérstakri líftrygg-
ingu í þessu skyni.
Lífeyrissjóðir verða að sjálfsögðu
eins og aðrar stofnanir í landinu
að kappkosta að bæta rekstur sinn
og auka ávöxtun þess fjár, sem
þeir varðveita fyrir sjóðfélaga sína.
Það er engin ástæða til þess að
ætla annað en, að þeir geti starfað
á samkeppnisgrundvelli við aðrar
fjármálastofnanir á landinu enda
tel ég að þeir hafí þegar sýnt það.
Grein þessi er orðin lengri en í
fyrstu var ætlað en engu að síður
hefur mörgum atriðum verið sleppt.
Þau munu því bíða betri tíma.
Höfundur er
tryggingastærðfræðingur og
starfar sem framkvæmdastjóri
Islenzkrar endurtryggingar.
Hvolsvelli.
ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ HSK verður
haldin helgina 29.-30. júní nk.
Að þessu sinni verður hún hald-
in á Hvolsvelli og er allt útlit
fyrir að þátttaka verði mjög
góð.
Að sögn Valgerðar Auðunsdótt-
ur formanns frjálsíþróttadeildar
HSK miðar undirbúningi fyrir
mótið vel. „Vinnu við íþróttavöll-
inn á Hvolsvelli er að mestu lokið
en þar hefur m.a. verið lögð tart-
anbraut fyrir stökkgreinar. Að-
staða fyrir fijálsar íþróttir er góð
og þama er einnig góður grasvöll-
ur og fín sundlaug. Á síðasta ári
kepptu 700 manns á mótinu og
er útlit fýrir að keppendur verði
ekki færri í ár. Keppt verður í
mörgum greinum s.s. frjálsum
iþróttum, sundi, starfsiþróttum,
iþróttum fatlaðra og knattspymu
6. flokks. Sýningargrein verður
að þessu sinni golf. Við leggjum
áherslu á að sem flestir geti verið
með í þessu móti, en þetta er fjöl-
mennasta íþróttamót sem haldið
er árlega á íslandi.
Mótið hefst laugardagsmorgun
kl. 10 en við reiknum með að
mótsgestir og keppendur fari að
drífa að strax á föstudagskvöldið,
í tjaldbúðir sem verða vestan við
sundlaugina. Á laugardagskvöld
verður kvöldvaka, grillveisla og
diskótek. Þá reynum við að vekja
upp einskonar landsmótastemmn-
ingu. Mótinu lýkur síðan undir
kvöld á sunnudag," sagði Valgerð-
ur og vildi að lokum fá að koma
því á framfæri að Sláturfélag Suð-
urlands væri styrktaraðili mótsins
i tilefni af flutningi SS á Hvol-
svöll og væri það mikilvægur
stuðningur fyrir héraðssambandið.
Íþróttahátíð HSK er arftaki
Þjórsársmótanna svokölluðu sem
haldin vom fyrir ofan bæinn Þjórs-
ártún. Voru þau helsti mannfagn-
aður Sunnlendinga og minnast
margir þeirra með söknuði. Þeir
sem eldri eru segjast hlakka til
þeirra allt árið enda var mannlífíð
þá fábreyttara en nú er.
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI