Morgunblaðið - 28.06.1991, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991
Viður o g fúasveppir
Hugleiðing um orsök og afleiðingar fúa og viðhorf til hans
f
SPP!
■ w
M '.
Ir
•.rf.
:
Smásjármynd af þráðum fúasveppa (Gloephyllum sp.) í viði.
Morgunblaðið/Sigurbj. Einarsson
eftir Sigurbjörn
Einarsson
Að hafa í höndum ilmandi og
skínandi kjörvið í skapandi smíða-
verki er jafn gleðiaukandi og það er
raunalegt að handfjatla fúaspýtu. Á
þess háttar stundum lítum við viðinn
augum nytjahyggjunar. Við leiðum
hugann síður að því að hann er í
hendur okkar kominn fyrir það að
honum hefur í raun verið veitt fram
hjá hringrásarfarvegi í stórvirku vist-
kerfi, skóginum sem umfram önnur
vistkerfi byggist á hringrás efna.
Hringrásin byggist á uppbyggingu
og niðurbroti efna og getur hvortugt
án hins verið. Sólarljósið knýr ljóst-
illífunina er myndar lífmassann en
örverur annast niðurbrot hans.
Fúasveppir
Örverur er samheiti yfir bakteríur
og sveppi, lífverur sem eru svo smá-
ar að þær sjást ekki með augunum
berum. Þess vegna eru þær mörgum
óáþreifanlegar og sumum gleymist í
fljótu bragði tilvist þeirra þó þær séu
til staðar nánast hvar sem borið er
niður • í umhverfi okkar. Ummerki
verka þeirra eru aftur á móti oft
áþreifanleg og svo er um fúann.
Hugtakið fúi er safnkista fyrir ýmis
tilbrigði af niðurbroti viðar fyrir til-
verknað sveppa. Hreinn viður er
býsna rýr fæða fyrir lífverur og ekki
að allar smekk vegna fábreyttrar
efnasamsetningar. Töluverður hópur
sveppa gerir sér hann þó að góðu,
sá hópur nefnist einu nafni fúasvepp-
ir. Innbyrðis er sá hópur fjölbreyttur
og rúmar hundruð tegunda.
Hvað er fúi?
Það sem fer forgörðum í viðnuin
þegar hann fúnar er styrkurinn,
burðarþoíið. Víkjum í fáum orðum
nánar að því. í einfaldaðri mynd má
segja að viður sé byggður upp af
keðjum sellulósaeininga er mynda
margþætta þráðlaga efnisþætti sem
gefa viðnum styrk. Holrúmin sem
eru á milli þeirra eru fyilt formlaus-
um efnismassa sem nefnt er lignin.
Viður er því að vissu leyti líkur jám-
bentri steinsteypu að uppbyggingu.
Stærsti hópur sveppa seni veldur fúa
í byggingum nærist einmitt á sellu-
lósanum, burðareiningunum í viðn-
um. Mygluþræðir sveppanna bregð-
ast út um viðinn, skilja út meltingar-
hvata er brýtur sellulósann niður í
frumeiningar sem þeir síðan nærast
á. Að sama skapi minnkar styrkur
viðarins. Eftir stendur fyllimassinn
sneyddur burðarþoli og gefur viðnum
brúna litaráferð og hefur það afbr-
gði fúa því verið nefnt brúnfúi. Ann-
ar hópur sveppa ræðst bæði á sellu-
lósann og ligninið. Fær viðurinn við
það hvíta litaráferð, léttist verulega
„ Allar götur frá því að
nytjaviður er höggvinn
ræðst ending hans að
verulegu leyti af því
hve vel tekst til við að
hindra fúasveppina í að
sinna endurnýtingar-
hlutverki sínu, að
brjóta viðinn niður í
frumþætti.“
en heldur forminu. Slíkt afbrigði fúa
er nefnt hvítfúi og ræðst oft á bolv-
ið af lauftijám þegar ekki hefur ver-
ið vandað til verkunar hans st-'"'.
eftir skógarhögg.
Varnir gegn fúa
Allar götur frá því að nytjaviður
er höggvinn ræðst ending hans að
verulegu leyti af því hve vel tekst
til við að hindra fúasveppina í að
sinna endurnýtingarhlutverki sínu,
að btjóta viðinn niður í frumþætti.
Líkt og guðlegur andi er trúuðum
manni, eru þeir ávallt nálægir og
býða einungis þess að þeim skapist
góð lífsskilyrði, hæfilegt rakqstig
(20-40%) og hitastig (5-40°C). Það á
bæði við um tré sem stendur á rót
og hefur orðið fyrir skakkaföllum
s.s. ef rætur særast eða greinar
brotna og svo tré sem búið er að
höggva. Þegar tré er fellt er kapp-
kostað að halda bolviðnum nægilega
rökum þar til hann er tekinn og
unnin til að fyrirbyggja að súrefni
berist inn í viðinn er gefi fúasveppum
færi á uð blómstra. í skógarhöggi
sem fram fer að sumarlagi vili oft
verða misbrestur á að það takist.
Yfirleitt er sprautað vatni yfir viðar-
staflann eða vax borið á endatréð
eftir fellingu og þar fram eftir götun-
um.
Aftur á móti er unninn viður að
mestu varinn gegn fúasveppum með
þeirri eingöldu aðferð að halda hon-
um nægilega þurrum þannig að
vatnsskortur hamli sveppavexti. Að-
ferðin er einföld en að sama skapi
oft erfið í framkvæmd. Dæmi eru
um að mönnum hafi tekist með hug-
vitsamri úrvinnslu reynslunnar að
reisa hús úr viði þar sem byggingar-
tækni og húsagerðarlist er snilldar-
lega aðlöguð þessari einföldu reglu
að halda viðnum þurrum. Þar er
umað ræða stafkirkjurnar sem víða
er að finna í Noregi sem virðast
nánast geta staðið að eilífu. Eftir að
fram komu efni til að þekja yfirborð
viðarins og vinna gegn því að vatn
komist í viðinn, hafa menn fjarlægt
byggingarhefðir sem spruttu af alda-
gamalli samræmingu forms og þeirri
einföldu viðmiðun að halda viðar-
þætti bygginga þurrum. Afleiðingar
þess eru viðnum sem byggingarefnis
í óhag. Önnur árangursrík leið til að
hindra fúasveppina við niðurbrotið
og færst hefur í vöxt hin ár, er hrein-
lega að eitra fyrir þeim. Inn í viðinn
en þá þrýst upplausn efna sem hindra
að sveppir nái sér á strik. Með tíman-
um þvæst efnið úr viðnum og taka
sveppirnir þá til við starfa sinn.
Viður á Islandi
í hugleiðingum um við og varð-
veislu hans er freistandi að velta
vöngum yfir hveijum augum fólk á
hinu viðarsnauða landi íslandi hefur
litið viðinn gegnum aldirnar, efni sem
seint og snemma var torsótt og gerði
með öðru líf hér vandasamt. Má
ætla að í vitund fólks hafi hann líkt
og snærið verið efni sem bar að virða
en ekki forsmá með gáleysislegri
umgengni. Framan af öldum var við-
ur ekki fluttur inn nema til sérstakra
verkefna svo sem ef stórhugar
byggðu kirkjur. Timbur var ekki á
boðstólum í verslunum fýrr en um
miðja síðustu öld eftir að versiun var
gefin frjáls kringum 1870. Fram að
þeim tíma var rekaviður þjóðinni
drýgst uppspretta viðar.
Húsagerð á íslandi
Landnámsmenn og næstu kyn-
slóðir fram á þjóðveldistímann reistu
sér híbýli sem einkenndust af einni
stórri meginbyggingu sem nefnd var
skáli. Sú tilhögun hefur vísast átt
rætur að rekja til þess sem tíðkaðist
í þeirra fýrri heimkynnum í Noregi
þar sem viður var nærtækt bygging-
arefni. Ærinn munur hefur verið á
aðdrætti viðar til bygginga þegar til
íslands var komið og er sennilegt
að viðarferðir hafi verið æði slarks-
amar þegar drösla þurfti langar leið-
ir gildum máttarröftum í grind í stór
hús. Smæri viði til bygginganna hafa
menn að líkindum höggvið í birki-
skógunum. Innblásnir frelsiskrafti
létu þeir erfiða aðdrætti þó ekki
draga úr sér kraftinn, hvorki til
byggingar stórra skála né andlegra
stórverka. Þegar á leið, eftir þjóð-
veldistímann, minnkuðu byggingarn-
ar verulega sem aðlögun að aðstæð-
um. Torfbærinn í þeirri mynd sem
menn þekkja kom til sögunnar, þyrp-
ing missmárra húskofa þar sem þátt-
ur viðarins fór þverrandi. Hinn mikli
eldur sem kynti undir fyrri kynslóð-
um til andlegra stórverka kulnaði í
lágreistum vistarverum af torfi og
gijóti og andinn dróst saman, uns
hann féll að þeirri umgjörð.
Nýting rekaviðar
Þó rekafjörur væru misgjöfular
fullnægðu þær brýnustu þörfinni.
Ferðir voru gerðar út eftir viði frá
öllum landshlutum í góð rekapláss
s.s. á Strandir og víðar. í bókinni
íslenskir sjávarhættir (Lúðvík Kristj-
ánsson, 1980) er yfirgripsmikil og
fróðleg lýsing á nýtingu rekaviðar
og hugtökum er henni tengdust. Þar
segir að örðugt hafí verið að dæma
tré eftir útlitinu sem lýst sé með
orðtakinu „vandséður er rekabútur-
inn“. Fyrir kom að tré sem ekkert
sá á að utan reyndist þegar til kom
tómt frauð að innan. Til þess að
komast að því var barið með hamri
á annan enda trésins og eyra lagt
við hinn. Ef hvellt og óslitið hljóð
barst eftir trénu var það vottur um
að það væri óskemmt að innan,
hvorki í þvi rifur né sjómeyra. Sjó-
meyra var viður gegnsósa af sjó,
mergfúinn og maðksmoginn.
Hvað olli misjöfnu ásigkomulagi
rekaviðarins hefur trúlega verið
mönnum rágáta. Vísast hafa menn
litið á þessa auðlegð sem guðsgjöf
eins og fram kemur í orðum Odds
Einarssonar biskups er hann lýsir
viðarskortinum að „guð bæti hann
upp með því frábæra undri sem öld-
ur hafsins bera þráfaldlega að
ströndum vorum allt umhverfis ey-
landið“. Fúinn rekaviður gæti því
hafa verið einungis túlkaður sem eitt
birtingarform forgengileikans í til-
verunni og flokkun hans frá kjörviðn-
um verkefni í hinu eilífa prófi mann-
anna fyrir guði að greina hismið frá
kjamanum.
Fúi í torfbæjum
í húsbyggingum var viðurinn fyrst
og fremst notaður í grindina í torfbæ-
ina, til að bera uppi þakhlutann og
mynda skilrúm í takmörkuðum mæli.
Slík samþætting viðar og jarðefna
mynda aðstæður sem eru viði einkar
andsnúnar því þær ýta mjö'g undir
að hann verði fúa að bráð. Fúi í
burðarvirki híbýla hlýtur mikið að
hafa gert vart við sig frá upphafi
vega hér á landi og er því rökrétt
að spytja hvort sú reynsla hafi leitt
af sér bætt byggingarlag, byggingar-
tækni sem sá við fúanum og stuðlaði
að því að viðurinn varðveittist sem
best f því hlutverki sem honum var
falið. Þess sér ekki merki og svo virð-
ist sem sú mótsagnakennda stað-
reynd eigi við, að þar sem aðstæður
eru erfíðar og þörfin fyrir hugvit og
kunnáttusemi er brýnust einkennir
vankunnátta og kæruleysi oft verk-
lagið.
Fúi - Nútímabyggingar
Nú eru breyttir tímar. Þjóðin er
stigin út úr torfbænum, þekkingin,
velmegunin vex og andinn með og
tök okkar á efnisheiminum virðast
engin takmörk sett. Kaupmátturinn
geri okkur ftjáls að því að endurnýja
það sem rýrnar, henda því gamla og
kaupa nýtt. Þó ber að hafa í huga
að gagnrýnið viðhorf og vitsmunaleg
nýting efnislegra gæða samræmist
gróandi siðmenningu gagnstætt
bruðli og ofrausn sem oft eru barna-
sjúkdómar nýríkidæmis. Híbýli
manna hér á landi hafa nánast tekið
stökkbreytingum á skömmum tíma
en viðurinn gegnir þar enn mikil-