Morgunblaðið - 28.06.1991, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991
Er gróði sjávarút-
vegsins vandamál?
eftir Halldór
Asgrímsson
Inngangur
Mikil umræða hefur orðið um það
undanfarið, hvort rétt sé að sjávarút-
vegurinn greiði endurgjald fyrir
veiðiheimildir. Ritstjórar Morgun-
blaðsins hafa haldið uppi linnulausri
gagnrýni á skipulag fiskveiðanna,
án þess að benda á hvað skuii koma
í staðinn. Þeir hafa þó að undan-
fömu komist að þeirri niðurstöðu,
að lausnin felist í því að skattleggja
sjávarútveginn sérstaklega vegna
nýtingar fiskimiðanna. Alþýðuflokk-
urinn hefur tekið í sama streng og
benda ummæli þeirra tii þess að eitt
af því sem samið var um í Viðey sé
álagning slíks gjalds.“
Greiðslur vegna notkunar
náttúruauðlinda
Við íslendingar eigum ekki fjöl-
breyttar, nýtanlegar náttúruauðlind-
ir. Þær sem eru mikilvægastar eru
fískimiðin, orka fallvatnanna, hitinn
í iðrum jarðar og landið, ásamt
gæðum þess. Við lítum svo á að fiski-
miðin, hitinn í iðrum jarðar og orka
fallvatnanna sé sameign þjóðarinn-
ar, sem beri að nýta með hagsmuni
heildarinnar að leiðarljósi. Ef taka
ætti gjald af nýtingu auðlinda, væri
eðlilegt að taka það jafnt af nýtingu
orkulindanna og auðlinda sjávar.
Talsmenn auðlindaskatts og veiði-
leyfasölu hafa eingöngu beint spjót-
um sínum að sjávarútvegi, en minn-
ast aldrei á arðinn af nýtingu orku-
lindanna. Fyrirtæki eins og Lands-
virkjun og HitaVeita Reykjavíkur eru
rekin með miklum hagnaði á ári
hverju. Þessi fyrirtæki borga ekkert
gjald fyrir notkun hinna sameigin-
legu auðlinda. Orkufyrirtækin borga
enga tekju- og eignaskatta til ríkis-
ins. Þessi staðreynd er ein helsta
ástæða þess að Reykjavíkurborg býr
við mjög góða fjárhagsstöðu.
Ef minnst er á að rétt sé að orku-
fyrirtækin greiði tekju- og eigna-
skatt til samræmis við önnur fyrir-
tæki í landinu, þá er litið á það sem
beina árás á hagsmuni þeirra sem
þar eiga hlut að máli. Eg tel það
eðlilegt jafnræði að þessi fyrirtæki
greiði skatta og skyldur í samræmi
við annan atvinnurekstur í landinu.
Ef orkufyrirtækjunum væri janf-
framt gert að greiða gjöld fyrir nýt-
ingu auðlindanna til viðbótar við
eðllega skattlagningu, þætti það
sjálfsagt fólskuleg árás á viðkom-
andi atvinnugrein. Fróðlegt væri að
fá fram hjá talsmönnum veiðileyfa-
sölu, hvað þeim finnst um skattaleg
forréttindi þessara fyrirtækja og
hvort þeim finnist ekki að nú þegar
beri að leggja á þau orkunýtingar-
gjald.
Sterkari staða sjávarútvegs
Sjávarútvegurinn hefur verið að
ganga í gegnum miklar skipulags-
breytingar á undanförnum árum.
Þessar breytingar hafa styrkt stöðu
hans og hag þjóðarinnar allrar. Ef
menn hafa úthald til að viðhalda
þeirri stefnu, sem mörkuð hefur ver-
ið, á það eftir að skila sér enn betur
í bættri afkomu þjóðarinnar og ör-
uggari vemdun fiskistofna. Það er
rétt að minna á að mikil hætta var
á að eigið fé sjávarútvegsins tapað-
ist með tilheyrandi gjaldþrotum og
atvinnuleysi. Þessari þróun var snúið
við og á hveijum degi er verið að
vinna að endurskipulagningu í grein-
inni. Nú heyra menn ekki lengur um
endalausar taptölur, heldur jafn-
framt hagnað viðkomandi fyrir-
tækja. Því miður er það svo að sum
fyrirtæki eru rekin með tapi og
nokkrar greinar sjávarútvegsins
standa frammi fyrir verulegum
vandamálum, s.s. loðnu- og rækju-
vinnsla.
Fyrirtækin sem rekin eru með
hagnaði hafa verið að styrkja stöðu
sína, greiða skuldir sínar og auka
umsvif sín. Er þetta vandamál? Er
hagnaður einhverra þessara fyrir-
tækja svo mikill, að það beri að
draga úr honum með sérstakri skatt-
lagningu? Eru laun fólksins sem
vinna hjá þessum fyrirtækjum svo
mikil, að það sé rétt að draga úr
tekjum viðkomandi fyrirtækja til að
hamla gegn þeirri þróun? Flestir
myndu sjálfsagt svara þessum
spumingum neitandi. Menn myndu
svara því til að það væri alls ekki
hugmyndin að draga úr möguleikum
fyrirtækjanna til að styrkja eiginfj-
árstöðu sína og borga fólki sínu
mannsæmandi laun, heldur væri
svarið, að það yrði að koma til sann-
gjarnt endurgjald fyrir nýtingu auð-
lindanna, þannig að þjóðin gæti not-
ið arðsins.
Þjóðin nýtur arðsins
Nýtur þjóðin ekki arðsins af vel
reknum sjávarútvegsfyrirtækjum
nema í gegnum skattlagninguna?
Er það ekki hagur fólksins á Akur-
eyri, Neskaupstað, Yestmannaeyj-
um, Akranesi, Isafirði, svo einhveijir
staðir séu nefndir, að þar séu rekin
vel stæð sjávarútvegsfyrirtæki? Er
ekki veik staða fyrirtækja á mörgum
stöðum aðaláhyggjuefni fólksins, en
ekki of góð staða?
Þá segja menn gjarnan að það sé
nú ekki hugmyndin að rýra neitt hag
fyrirtækjanna, því jafnhliða auðlind-
askattinum og sjávarútveginum eigi
að breyta genginu. Sú gengisbreyt-
ing myndi koma fram í kostnaðar-
hækkunum og ekki getur staðið til
að hækka laun samfara því, því þá
Halldór Ásgrímsson
„Gjöld á veiðileyfi hafa
því ekkert með hag-
kvæmni að gera. Það
sem tryggir hagræð-
ingu innan sjávarút-
vegsins er rétturinn til
að framselja afla milli
skipa og verður þess
vart að þeir sem hæst
tala um hagræðingu
eru andvígir slíku
braski, eins og það heit-
ir.“
myndi samkeppnisstaða sjávarút-
vegsins versna til muna. upptaka
veiðileyfisgjalds ásamt gengisbreyt-
ingu myndi því leiða til kjararýrnun-
ar almennings. Sterk staða sjávarút-
vegsins tryggir afkomu fólksins sem
við hann vinnur og þjóðin nýtur arðs-
ins með einum eða öðrum hætti.
Aukin hagkvæmni
Því er haldið fram að álagning
gjalds á sjávarútveginn stuðli að
meiri hagkvæmni í greininni. Þetta
er alls ekki rétt, nema við það sé
átt að slíkt gjald myndi tryggja að
þeir sem eru veikastir fyrir í dag
færu örugglega á hausinn. Það á
því ekki að gefa þeim tækifæri til
að aðlaga rekstur að nýjum aðstæð-
um, heldur á gjaldið að koma því
til leiðar að útgerð leggist af hjá
viðkomandi aðilum.
Sjálfsagt væri hægt að finna ein-
hveija aukna hagkvæmni í slikum
aðgerðum. Jafnframt verða menn
að gera sé það ljóst, að líklegt er
að ljöldi fólks mun missa eignir sín-
ar við slíkar ráðstafanir, ekki aðeins
þeir sem í útgerðinni standa, heldur
allir sem hafa lífsviðurværi af sjávar-
útvegi í viðkomandi byggðarlagi.
Fyrirtækin í sjávarútvegi eru ekkert
einkamál þeirra sem þau reka, held-
ur sameiginlegt hagsmunamál allra
sem hafa af þeim tekjur. Sumir eru
að vísu þeirrar skoðunar að það verði
bara að ráðast og koma í ljós, en
ég get ekki tekið undir þau sjónarm-
ið. Gjöld á veiðileyfi hafa því ekkert
með hagkvæmni að gera. Það sem
tryggir hagræðingu innan sjávarút-
vegsins er rétturinn til að framselja
afla milli skipa og verður þess vart
að þeir sem hæst tala um hagræð-
ingu eru andvígir slíku braski, eins
og það heitir gjarnan.
Iðnaðarráðherra og
sanngirnissjónarmið
Er það sanngjamt að Útgerðarfé-
lag Akureyringa greiði gjald fyrir
afnot fiskimiðanna, svo dæmi sé tek-
ið um eitt vel stætt fyrirtæki á lands-
byggðinni. Ég er viss um að þetta
fyrirtæki á eftir að færa út kvíarnar
í framtíðinni. Ekki aðeins á þeim
starfssviðum sem það er í núna,
heldur mun það taka þátt í atvinnu-
þróuninni á Éyjafjarðarsvæðinu. Það
mun áreiðanlega fjárfesta í full-
vinnslu sjávarafurða, verða stór
rekstraraðili í eldi sjávarfiska og
hugsanlega mun það taka þátt í
öðrum iðnaði á svæðinu. Það að
skattleggja það sérstaklega núna
mun koma í veg fyrir slíka þróun.
Það væri að hamla gegn framförum
að grípa til slíkra ráðstafana. Að
mínu mati væri það hins vegar sann-
gjarnt að leggja tekju- og eignar-
skatt á orkufyrirtækin, en alls ekki
auðlindaskatt. Það er hins vegar
rétt að tekju- og eignaskattur á
orkufyrirtækin myndi hefta mögu-
leika þeirra til að taka þátt í þróun
Við erum
í sumarskapi
og bjóðum öllum til
A
o
UTILEGUVEISLU
I DAG
KYNNINGAR Á ÝMSUM ÚTILEGUVÖRUM UPPLÝSINGAR FYRIR FERÐALANGA
HUNDRAÐASTI HVER VIÐSKIPTAVINUR FÆR GJÖF TJÖLDIN ERU ÖLL UPPSETT