Morgunblaðið - 28.06.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 1991
19
á ýmsum sviðum. Hitaveita Reykja-
víkur gæti ekki byggt veitingahús
upp á milljarða, ef slíkur skattur
væri lagður á. Hvernig væri að iðn-
aðarráðherrann liti á slík sanngirnis-
rök, í stað þess að hvetja sífellt til
sérstakrar skattlagningar á sjáv-
arútvegi?
Endurskoðun fisk-
veiðistefnunnar
Það verður fróðlegt að fylgjast
með endurskoðun fískveiðistefnunn-
ar. Umræðan á stjórnarheimilinu er
heldur tætingsleg, einn daginn á að
selja veiðileyfí, næsta dag á ekki að
gera það. Að morgni þykir óeðlilegt
að hjálpa til við fjárhaglega endur-
skipulagningu sjávarútvegsfyrir-
tækja, að kvöldi gefa menn eftir
staðgreiðsluskatta, sem aldrei hefur
verið gert áður. Fjármálaráðherrann
segir að Síldarverksmiðjur ríkisins
séu gjaldþrota. Sjávarútvegsráðher-
rann er nú búinn að fínna út að svo
er ekki. Forsætisráðherrann segir
að ekki eigi að hjálpa illa stöddum
fyrirtækjum, en formaður sjávarút-
vegsnefndar og Byggðastofnunar
telur að þaðeigi að aðstoða rækjuiðn-
aðinn. Hvort út úr þessu öllu getur
komið heilsteypt stefna sem byggj-
andi er á, skal ég ekki dæma um.
Eitt er vist, að sjávarútvegurinn
þarf að búa við góð starfsskilyrði
og öryggi um framtíð sína. Það er
forsenda þess að vel takist til, að
menn viti að hveiju er stefnt í fram-
tíðinni. Núverandi ríkisstjórn hefur
gefið mönnum litlar upplýsingar um
það. Plöggin úr Viðey hafa ennþá
ekki komið í leitimar. Við sem störf-
um í stjórnarandstöðu höfum enn
ekki fengið upplýsingar um, hvernig
eigi að skipuleggja endurskoðun
fiskveiðistefnunnar. Við gerum um
það kröfur, að við fáum eðlilega
aðild að svo mikilvægu hagsmuna-
máli þjóðarinnar. Við treystum ekki
nefnd á vegum núverandi ríkisstjór-
ar til að fjalla eingöngu um það
mál. Sú umræða sem heyrst hefur
frá stjórnarheimilinu að undanförnu
hefur ekki orðið til að auka það
traust. Við lítum ekki á bættan hag
sjávarútvegsins sem vandamál.
Höfundur er alþing-ismaður og
varaformaður
Framsóknarflokksins
Hans-Göran Elfving
Píanótónleikar
í Norræna húsinu
Sænski píanóleikarinn Hans-
Göran Elfving heldur tónleika
í fundarsal Norræna hússins
sunnudaginn 30. júní kl. 17. A
efnisskránni eru verk eftir Atla
Heimi Sveinsson, Hjálmar H.
Ragnarsson, sænsku tónskáldin
Wilhelm Stenhammar og Sven-
Erik Johansson og norska tón-
skáldið Edvard Hagerup Bull.
Hans-Göran Elfving hefur hald-
ið einleikstónleika og leikið með
hljómsveitum og kammersveitum
í heimalandi sínu og víðar á
Norðurlöndum, m.a. verk eftir ís-
lensk tónskáld. Einnig hefur hann
haldið tónleika i Þýskalandi.
Hann lærði m.a. hjá píanó-
leikaranum José Ribera og próf-
essor Stinu Sundell og Dorothy
Irving.
Auk náms í píanóleik hefur
hann fil.kand. próf í tónlistarfræð-
um. Hans-Göran Elfving er í stjórn
Sambands tónmenntakennara í
Svíþjóð og í Félagi pianókennara.
Hann situr þing Norræna tón-
menntakennarasambandsins sem
haldið er á Laugarvatni um þessar
mundir.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
AUGLYSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKIRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1977- 2.fl. 1978- 2.fl. 1979- 2.fl. 10.09.91-10.09.92 10.09.91-10.09.92 15.09.91-15.09.92 kr. 891.074,72 kr. 569.264,03 kr. 371,129,25
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1985-1.fl.A 1985- 1.fl.B 1986- 1.fl.A3 ár 1986-1 .fl.A 4 ár 1986-1.fl.B 1986- 2.fl.A4 ár 1987- 1 .fl.A 2 ár 1987-1 .fl.A 4 ár 10.07.91-10.01.92 10.07.91-10.01.92 10.07.91-10.01.92 10.07.91-10.01.92 10.07.91-10.01.92 01.07.91-01.01.92 10.07.91-10.01.92 10.07.91-10.01.92 kr. 48.160,44 kr. 31.023,86**) kr. 33.196,34 kr. 35.837,94 kr. 22.881,23**) kr. 30.626,10 kr. 26.476,01 kr. 26.476,01
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
**)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, júní 1991.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
SEGLBRETTASÝNING (seglbrettahermir á staðnum) TILBOÐ Á ÝMSUM HLUTUM
ÚTBÚNAÐUR TIL GÖNGUFERÐA ALLIR FÁ HRESSINGU Á STAÐNUM